Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 16
16 sælkerinn Skúli Hansen, matreiðslumaður á Skólabrú: Toppönd með lerkisveppum og girnilegur krækiberjaís „Nú er haust og kræki- berin og öndin eru það hráefni sem er að renna inn á þessa árstíð. Þetta hráefni er gott á þessum tíma,“ segir Skúli Hansen, matreiðslumaður á veit- ingastaðnum Skólabrú. Skúli gefur hér tvær uppskriftir af villibráðar- seðlinum á Skólabrú. Ann- ars vegar er um að ræða girnilega toppönd með lerkisveppum og portvíns- sósu og hins vegar kræki- berjaís. Toppönd 1.200 g toppandar- bringur 150 g lerkisveppir lœri og innmatur og skipiö af einni önd 2 stk. laukur 2 stk. gulrætur 2 stiklar sellery Kiydd Einiber 6 stk. lárviöarlauf 3 stk. negull 2 stk Blóöberg 1 msk. Þriðja krydd 1 msk. salt pipar Andarbringurnar eru kryddaðar með salti og pipar, brúnaðar á pönnu, síðan skteiktar í ofni við 180 gr. i 10 mín. Sósa Skipið er hoggið í þrennt, brúnað vel ásamt lærum og innmat, græn- meti og kryddi. Sett yfir til suðu svo fljóti vel yfir, fleytt af og til ofan af með- an á suðu stendur, soðið í 1 y2 tíma. Soðið sigtað og jafnað með smjörbollu, sós- an bragðbætt með áður- nefnum kryddum ásamt títuberjum og portvíni, lerkisveppirnir kraumaðir í smjöri og bætt út í sós- una og látið sjóða í 5 mín. Krækiberjaís V2 líter rjómi 6 stk. eggjarauður 6 msk. sykur 250 ml krœki- berjamauk 1/2 sitróna. Rjóminn stífþeyttur, eggjarauðurnar stífþeyttar ásamt sykrinum. Síðan er eggjarauðunum og kræki- berjamaukinu blandað saman. Rjómanum blandað varlega út í og að síðustu sítrónusafanum, sett á frysti, gott að laga deginum áður. Uppskriftin miðast við 6 manns. -GHS LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Kex og ostur Kex er alltaf vinsæl og einfold hressing, sérstaklega ef það er bor- ið fram meö -ljúffengum osti. Kex má bera fram á ýmsan hátt og um að gera að prófa sig áfram, til dæm- is með ostakökur. Hér koma nokkr- ar hugmyndir til að byggja á. Bollur Bollur er auðvelt og fljótlegt að gera úr kexi þó ótrúlegt megi virð- ast og þær eru ákaflega skemmti- legt meðlæti með kaffinu. í þessa uppskrift er sérstaklega mælt með Bixit kexi. ‘I. B- 1 pk. kex 125 g smjör 75 g flórsykur 1 tsk. vanillusykur 1-2 tsk. kakó 1 msk. appelsínusafi kökuskraut eða hnetur skrauts Kexið er malað í matvinnsluvél og hrært saman við allt ‘ hitt. Deigið er látið f< standa í ísskáp í 30-40 til Skúli Hansen gefur uppskrift að toppönd með lerkisveppum og portvínssósu og krækiberjaís. mm. svo að það verði aðeins stífara. Búnar eru til kúlur úr deiginu og þeim er rúllað upp úr kökuskrauti eða hnetum, súkkulaði eða rifnu appelsínuhýði. Bollurnar verður að geyma á köldum stað. Marineraðar rækjor Rækjur eru vinsælar í ; matargerðina og rækju- kokkteillinn klassíski er alltaf jafn vinsæll sem forréttur. Hér kemur ný útgáfa af rækjukokkteiln- um, marineraðar rækjur á salatsbeði. 200 g rækjur 1 hvítlauksrif ferskt rósmarín 10-12 fersk basilik- umblöð 3 msk. ólívuolfa 2 msk. sítrónusafi | \ tsk. salt Vi tsk. nýmalaður hvít- ur pipar salatblað sítróna Hvítlaukurinn er mar- inn. Rósmarinblöðin eru skorin smátt og þeim hrært saman við olíu, sítrónusafa, hvítlauk, salt og pipar. Rækjurnar eru marineraðar í vökvanum í 30 min. Rækjurnar eru teknar upp úr maríneringunni og látnar á salatblað með gróft skornu basilikum. Skreytt með sítrónusneið- um. Gott er aö bera franskbrauð fram með réttinum. -GHS matgæðingur vikunnar l Sniðugt er að nyta afganga af reýktum laxi í mús' og sprauta henni á hveiti- eða tekex og myndii ■ margir bera slíkt fram sem léttan r forrétt eða partímat. 8 stk. hveiti- eða tekex 150 g reyktur lax 50 g smjör 2idcÉidítestragffi,3Tiáttdiaið hvítur pipar á hnifsoddi Laxinn er setfur í matvinnsluvél ásamt smjöri og estrágoni/bragð- “• bætt “ piparfj.i. Mús jj: spraiiiað'1' á kex ' • :-r:ög ’ skreytt með fersku estragoni. g.* Ostakaka er vinsæll eftirréttur hjá þeim sem ekki vilja alltof mikla | sykurleðju eftir aðalréttinn og mörgum þykir gott að fá sér sneið af ostaköku með kaffinu. Gott er að nota gróft en sætt kex í botninn, til dæmis Kommo kex. 1 pk. kex 150 g smjör 1 msk. ljóst sýróp 1-2 tsk. kanill Krem 5 blöð matarlím 3 dósir snöfrisk geitaostur 175 ml jógúrt með sítrónubragði safi af !4 sítrónu 2 msk. ljóst sýróp 1 dl rjómi ber og ávextir til skreytingar Kexið er brotið smátt. Smjörið er brætt og blandaö saman við kex, sýróp og kanil og sett í 24 cm form. Matarlímið er bleytt í köldu vatni í 5 mín. og svo brætt í örbylgjuofni eða á litlum hita. Ostinum er hrært saman við jóg- úrt, sítrónusafa og sýróp. Matarlím- inu er hrært saman við. Rjóminn er stífþeyttur og bætt saman við kre- mið. Kreminu er svo jafnað yfir kökubotninn og ostakakan sett á kaldan stað til að kremið stifni. Kakan er skreytt með berjum og ávöxtum. 1 I i I Júlíana S. Hilmisdóttir, matgæðingur vikunnar: Sellerý- og gulrótasúpa og kjúklingur með sveppum og púmi Júlíana S. Hilmisdóttir gefur uppskrift að athyglisveröri sellerý- og gulróta- súpu og ofnbökuðum kjúklingi með sveppum og púrrulauk. DV-mynd Sigrún Lovísa Ofnbakaður kjúklingur - með sveppum og púrrulauk „Súpan er mjög vinsæl á mínu heimili, ég hef hana oft í aðalrétt og hef þá fleiri sortir af grænmeti í henni svo sem papriku, broccoli og matar- mikið brauð með. Kjúklingarétturinn er fljótlegur og ljómandi góður ög hentar vel húsmóður á hraðferð," segir Júlí- ana S. Hilmis- dóttir, matgæð- ingur vik- unnar. Sellerý og gulrótasúpa 5 stilkar sellery 3 gulrœtur peppermix krydd súputeningar % lítrar vatn 1 peli rjómi 5 sneiöar óöalsostur selleryblöó Grænmetið er saxað og steikt létt í smjöri, kryddað með peppermix, vatni með kjöt- krafti hellt yfir og látið sjóða í 10 mín. Smáveg- is af ljósum sósujafnara er sett út í, áð því búnu er rjóm- anum hellt út í og hitað að suðu. Hellt í skál og ostasneiðar og selleryblöð látið fljóta yfir. Borið fram með hvítlauksstöngum. 200 g ferskir sveþpir - : 2 stk. púrrulaukur 1 msk. smjör kjúklingakrydd 2-3 dl rjómi 1 stk. kjúklingur Penslun: bráöiö smjör, salt og svartur pipar. Saxið sveppi og púrru og steikið í smjörinu. Þekið botninn á smurðu eldfostu móti með sveppunum og púrrunni. Kryddið rjómann og hellið honum yfir. Hlutið kjúklinginn niður og raðið bitunum ofan í fatið. Penslið bitana með bræddu smjöri og krydd- ið með salti, svörtum pipar og kjúkl- ingakryddi. Bakið í 250 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 35-40 mín. Meðlæti: volg frönsk smábrauð, smjör og ferskt grænmet- issalat. Júlíana skorar á mágkonu sína, Guðlaugu Bjarnþórsdóttur. -GHS -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.