Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 20
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 20 ★ * mtal „Mér fannst nyög gaman að leika Badda í Djöflaeyjunni því ég skildi hann mjög vel. Það eru sjálfsagt einhverjir líkir pólar hjá okkur,“ segir Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri, í samtali við DV. Baltasar leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Djöflaeyjunni eftir Friðrik Þór Friðriksson sem frumsýnd var á fimmtudag. Myndin er unnin upp úr sögum Einars Kárasonar um lífið í Thule- kampi sem Mál og Menning gaf út á síðasta áratug. Framleiðsla myndarinnar hefur stað- ið yfir í þrjú ár og hefur kostað eitt hundrað og sjötíu milljónir króna. Upptökur Djöflaeyj- unnar fóru fram síðastliöinn vetur og vor í braggahverfi sem byggt var fyrir myndina vestast á Seltjarnarnesi. „Þaö eru til svo margar hliðar á hverjum manni og það er alltaf spurning um hvernig þær þroskast. Ég er ekki eins veiklundaður og Baddi en get þó vel skilið hans veiku hlið- ar. Mér fmnst stemningin minnisstæðust frá tökum á Djöflaeyjunni þar sem ég man eftir að hafa heimsótt fólk sem bjó í bröggunum. Kuldinn er einnig mjög minnisstæður þar sem ég var í eintómum gerviefnum við tök- urnar eins og fólk klæddist á þeim tíma,“ segir Baltasar Kormákur. Hveitibrauðsdögunum ekki lokið Baltasar Kormákur er þrítugur að aldri og hefur þegar getið sér mjög gott orð sem leik- ari, bæði á sviði og í kvikmyndum. Einnig hefur hann starfað við leikstjórn og mun i vetur leikstýra verkinu Leitt að hún skyldi vera skækja, sem frumsýnt verður í Þjóöleik- húsinu í næstu viku, og leikritinu í beinni útsendingu í Loftkastalanum. Hann leikur einnig í leikritinu Köttur á heitu blikkþaki sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleik- hússins í vetur og í Listaverkinu. Baltasar á hluta í leikhúsinu Loftkastalanum og Kaffi- Baltasar Kormákur gaf sér tíma til þess aö setjast niöur með blaöamanni á Kaffi- barnum í vikunni. allra en er veikgeðja og kemur illa fram við þá sem þykir vænt um hann,“ segir Baltasar. Kynnist köagum og töffarasKap „Baddi fór til Ameríku og kynntist flottum bílum og tónlist Elvis Presley. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir hann. Hann varð rót- laus og fann sig ekki í þessum molbúahætti á íslandi. Baddi kom frá Ameríku með flottan amer- ískan bíl og varð aðalgæinn í bænum. Það er alltaf hægt að finna einhverja samsömun með þeim persónum sem maður leikur. Ég leita yfirleitt að einhverju svipuðu í mér og þeim karakter sem ég leik og reyni að draga það fram," segir Baltasar. Færustu kvikmyndagerðarmenn „Það er sérstaklega gott að starfa með Frið- riki Þór og Ara Kristinssyni kvikmyndatöku- manni. Þeir vita hvað þeir vilja og menn þurfa ekki að velkjast í vafa um það. Friðrik Þór leikstýrir leikurunum aldrei að óþörfu. Það var sveitalega afslappandi að vinna Djöflaeyjuna og Skagfirsk stemning yfir öllu saman. Maður fann ekki fyrir þessum látum sem oft eru I kringum kvikmyndatökur þeg- ar menn halda að þeir séu með stórmyndir í höndunum," segir Baltasar. Baltasar hlakkar til frumsýningarinnar og þykir fáránlegt að kvíða fyrir einhverju sem ekki er hægt að breyta. „Ef þetta er lélegt þá er það bara lélegt en ef þetta er gott þá er það ofsalega gaman," segir Baltasar. Dökkur töffari Blaðamanni hefur þótt algengt að Baltasar Baltasar Kormákur hefur sýnt á sér mörg andlit, nú síðast í hlutverki Badda í Djöflaeyjunni: barnum þannig að í mörgu er að snúast hjá honum. Hann er fastráð- inn hjá Þjóðleikhúsinu en hefur ver- ið í launalausu leyfi um tíma til þess að sinna öðrum störfum. Baltasar kvæntist í sumar Lilju Pálmadóttur, dóttur Pálma í Hag- kaupi. Hveitibrauðsdagamir standa ennþá yfir, aö sögn Baltasar, þó mik- ið sé að gera hjá leikaranum, leik- stjóranum og fyrirtækiseigandan- um. Hjónakornin brugðu sér til Frakklands í viku eftir brúðkaupið. Þau hafa ekki viljað ræða við fjöl- miöla um brúökaupið og sambandið þar sem Lilju þykir nóg fjölmiðlafár umlykja Baltasar. Veikgeðja aðalpersóna „Baddi er mjög óvenjuleg aðalper- sóna þar sem algengast er að persón- an í aðalhlutverki sé „sympatísk". Baddi er aftur á móti drykkfelldur og ofdekraður töffari sem lemur ömmu sína. Hann er augasteinn Baltasar Kormákur f hlutverki Badda f Djöflaeyjunni. leiki töffaratýpur. Það segir hann ekki rétt en aftur á móti hafi hann oft leikið dökkar persónur, eins og hann kallar það. Það sé fyrst og fremst vegna suðræns útlits hans. Sitt sýnist hverjum um skilgrein- ingu á töffara en að hans mati er Baddi fyrsti töffarinn sem hann leik- ur. „Sumum þykir augljóst að ég leiki töffara vegna þeirrar ímyndar sem ég hef í þjóðfélaginu," segir Baltasar. Baltasar bendir á hlutverk eins og Rómeó í Rómeó og Júlíu og Kon- stantín i Mávinum sem dæmi um mjúkar persónur sem hann hefur túlkað. Rómeó er mýksti karlmaður bókmenntasögunnar. „Strákurinn í Veggfóðri var bæj- arrotta og myndlistarmaður og að mínu mati frekar væminn. í Draumadisum leik ég hálfgerða bleyðu. Ég hef fremur leikið harða og illgjama nagla eins og í Kæru Jel- enu og Agnesi. Rokosin í Fávitanum er reyndar mjög dökk persóna. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í leður- jakka. Ástæðan fyrir því að ég leik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.