Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 26
28
LAUG^JRDfifiBBÆGCR'BÓBEH 1996 1 IV
Ég er ekki morgunhress kona -
minn tími er á nóttunni. Ég hafði
einmitt setið við tölvuna mína
fram á nótt að semja ávarp og
vaknaði því með harmkvælum,
venju samkvæmt, kl. hálfátta
þennan mánudagsmorgun en var
lengi að koma mér á fætur. Ég
varð þvi að hafa hraðan á við
morgunverkin sem ekki voru ýkja
margbrotin enda Hjörleifur búinn
að koma strákunum á fætur - líka
venju samkvæmt - elda handa
þeim dýrindis hafragraut, smyrja
fyrir þá nesti og þeir voru um það
bil að koma sér í skólann. Ég gat
þó kvatt þá áður en ég skellti mér
í sturtu og borðaði hafragrautinn.
Ég var komin niður í Ráðhús kl.
hálfníu til fundar við borgarritara
og nýkjörinn formann heilbrigðis-
nefndar, Huldu Ólafsdóttur, en við
fórum sameiginlega yfir mál sem
nefndin er að fást við. Að loknum
fundi hringdi ég nokkur símtöl og
fór yfir verkefni dagsins en klukk-
an tíu kom nýskipaður sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, Day Olin
Ingibjörg Sólrún hefur greinilega nóg að gera.
taka 33 rými í notkun 1. apríl á
næsta ári og 16 rými þann 1. júlí
en svo virðist sem þeir ijármunir
sem nú eru áætlaðir í verkefnið á
fjárlögum næsta árs nægi ekki til
rekstursins.
Eftir fundinn skrapp ég niður í
Ráðhús til að ganga frá nokkrum
málúm en klukkan fimm átti ég að
vera mætt hjá tannlækni. Einhver
misskilningur var greinilega milli
mín og tannlæknisins þvi ég kom
að læstum dyrum. Ég græddi því
hálftíma sem ég notaði til að
skreppa heim áður en við Hjörleif-
ur fórum í móttöku í kínverska
sendiráðið í tilefni af þjóðhátíðar-
degi Kínverja, 1. október. Þegar
við komum heim úr móttökunni
voru synimir komnir heim, svang-
ir, og kötturinn líka. í snarhasti
var elduð ýsa og nýjar íslenskar
kartöflur frá séra Þóri og mátti
ekki á milli sjá hver tók best til
matar sín, strákamir eða köttur-
inn.
Um kvöldið fór ég aftur niður í
Ráðhús til að fara yfir brýn mál
Dagur í lífi borgarstjóra:
Minn tími er á
Mount, í kynningarheimsókn. Átt-
um við mjög áhugavert spjall og
sannaðist þar hið fornkveðna að
glöggt er gestsaugað. Eftir þessi
stuttu kynni leist mér afskaplega
vel á þennan nýja fulltrúa Banda-
ríkjastjórnar hér á landi. Klukkan
hálfellefu átti ég að vera mætt á
sameiginlegan fund atvinnumála-
nefndar og Aflvaka en ég syndgaði
upp á náðina og mætti of seint. Á
fundinum var farið yfir þau verk-
efni sem Atvinnu- og ferðamála-
stofa og Aflvaki vinna að og sem
hafa það að markmiði að skjóta
styrkari stoðum undir atvinnuupp-
byggingu í borginni og vinna gegn
því kerfislæga atvinnuleysi sem
hér virðist vera að festa rætur.
í hádeginu fékk ég mér samloku
með borgarhagfræðingi og viö fór-
um yfir ýmis mál sem tengjast
gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta
ár. Ljóst er að það verður ekki auð-
velt verk að koma saman fjárhags-
áætlun nú fremur en endranær
enda borginni þröngur stakkur
skorinn bæði hvað varðar tekjur
og rekstrarútgjöld. Að þessum
fundi loknum fór ég með skrif-
stofustjóra borgarstjómar yfir
drög að nýjum samþykktum fyrir
sameinaöa atvinnu- og ferðamála-
nefnd annars vegar og skipulags-
og umferðamefnd hins vegar en
með þessum samþykktum fækkar
nefndum borgarinnar um tvær. Á
síðustu stundu rauk ég af staö upp
í Hamraskóla en þar átti ég að
vera mætt kl. tvö og taka formlega
í notkun nýja viðbyggingu við
skólann sem byrjað var á fyrir ári.
Skólinn nær nú því langþráða tak-
marki að verða einsetinn. Klukkan
þrjú fór ég á fund hjá heilbrigðis-
ráðherra en erindið var að fara
yfir fjárþörf Skógarbæjar á næsta
ári en það er hjúkrunarheimili
sem Reykjavíkurborg, Reykjavík-
urdeild Rauða kross íslands og
fleiri era nú að reisa í sameiningu
inni í Mjódd. Hugmyndin er að
sem ekki þoldu bið. Það tók lengri
tíma en ég ætlaði og heim kom ég
ekki fyrr en um miðnætti. Og af
því að ég er næturhrafn settumst
við Hjörleifur við eldhúsborðið og
gleymdum okkur yfir spjalli þar til
klukkan var orðin hálftvö. Þá var
langur og annasamur dagur loks á
enda og ég sofnaði um leið og ég
lagðist á koddann, vitandi það að
nýr og syfjaður morgun myndi
renna upp innan skamms.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Finnur þú fimm breytingar? 379
Hvers vegna hefurðu látiö loka þig inni ef þú ert svona klár?
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og
sjöundu getraun reyndust vera:
Hanna B. Jóhannsdóttir
Suðurgarði
900 Vestmannaeyjar
Grettir Ásmundsson
Víkurtúni 14
510 Hólmavík
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur i Ijós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni tii hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond- bók-
in Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið meö lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 379
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík