Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 29
JjV LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
Jim Cartwright var viðstaddur hátíðarsýningu á Stone Free:
Ég geri ekki grín að lág-
stéttinni í verkum mínum
- segir hið fræga leikskáld og er brugðið við spurninguna
mik
Hiö þekkta breska leikskáld Jim Cartwright ásamt fjölskyldu sinni viö kom-
una til Keflavíkurflugvallar á fimmtudaginn. DV-myndir ÆMK
DV, Suðumesjum:_____________________
„Ég skrifa fyrir alla þjóðfélags-
hópa og vonast til þess að ná til
allra sem koma á sýningamar. Verk
mín eru leikin um víða veröld á
ólíkum stöðum eins og Japan,
Portúgal og íslandi, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Jim Cartwright við
fféttaritara DV.
Hið þekkta breska leikskáld Jim
Cartwright kom hingað til lands á
fimmudag ásamt eiginkonu sinni
Angel og tveimur bömum, James,
11 ára, og Georgina Luey, fjögurra
mánaða. Cartwright er hingað kom-
inn í boði Leikfélags íslands og var
hann ásamt eiginkonu sinni við-
staddur hátíðarsýningu á verki sínu
Stone Free í Borgarleikhúsinu á
fostudagskvöld.
Þegar Cartwright kom til Kefla-
víkurflugvallar frá Glasgow veitti
hann DV viðtal í Leifsstöð með
ánægju og bros á vör. Cartwright er
ekki vanur því að fara til annarra
landa að sjá verk sín sem em sýnd
víöa um heim. Hvers vegna valdi
hann að koma til íslands?
„Ég er kominn hingað vegna þess
að mig langaði til þess og hef hlakk-
að lengi til. Ég hef heyrt að landið
sé mjög fallegt. Verk mín hafa náð
gífurlegum vinsældum á íslandi en
það gerði að verkum að mig langaði
til þess að koma. Eiginkona mín og
sonur hafa einnig hlakkað mikið
til,“ segir Jim Cartwright við kom-
una til Keflavíkurflugvallar.
Vildi verða tónskáld
Jim Cartwright er fæddur í Far-
mworth, litlum bæ norður af
Manchester í Englandi. Hann býr
nú í Chorley, öðrum smábæ
skammt þar frá. Hann hætti
snemma í skóla og hóf störf í verk-
smiðju og stundaði einnig margvís-
lega vinnu áður en hann gerðist
leikari. Cartwright starfrækti lítið
leikhús um árabil og vakti athygli
fyrir að leika verk í heimahúsum
eftir pöntmium við ýmis tækifæri.
Hann lét sig dreyma um að verða
tónskáld en það var ekki fyrr en
hann fór á fund forráðamanna
Royal Court leikhússins sem bolt-
inn fór að rúlla. Cartwright vinnur
nú að leikhúsverki og gerð sjón-
varpsmyndar.
Hlegið að lágstáttinni
Cartwright þykir oft fara heldur
harkalegum orðum um persónur í
verkum sínum. Málfar persóna
Cartwrights er gróft og óheflað en
þær þekkir hann af eigin raun, enda
er það fólkið sem hann hefur sjálfur
umgengist og alist upp með en hann
er sjálfur af fátæku fólki kominn.
- í mörgum verka þinna er fjallað
um lágstéttarfólk. Ert þú ekki
hræddur um að það sé hlegið að
þessu fólki um víða veröld þar sem
aðallega millistéttarfólk sækir leik-
húsin? Það mátti sjá á svip Cartwr-
ights að þessi spurning kom honum
í opna skjöldu og átti hann greini-
lega alls ekki von á henni.
Undirstaða verka minna
„Nei, mér hefur aldrei fundist að
lesa mætti úr verkum mínum að ég
geri grín að lágstéttarfólki. Ég lít
ekki svo á að ég sé að gera lágstétt-
arfólkinu óleik með verkum mínum
þó svo að þau snúist um það. Lág-
stéttarfólkið er undirstaða verka
minna. Þessi hópur hefur hingað til
ekki orðið fyrir vonbrigðum og hef-
ur ekki álitið að ég geri grín að hon-
um. Mér hefur aldrei fundist að
millistéttin eða aðrir þjóðfélagshóp-
ar hlæi að lágstéttarfólki' eftir að
hafa séð verk mín. Það kemur fram
í leikritunum sem ég hef skrifað að
bakgrunnur minn er sá sami og per-
sónanna sem ég skrifa um. Ég þekki
þetta fólk af eigin raun,“ sagði
Cartwright og var greinilega brugð-
ið við spurninguna. Honum vafðist
tunga um tönn, hann hikaði svolítiö
þegar hann svaraði og sökk aðeins
dýpra í sófann.
Væntumþykja og hlýja
„Það sem mér finnst einkenna
verk Jims Cartwrights öðru fremur
er væntumþykja og hlýja. Þó hann
skrifi um lágstéttarfólk sem býr
með mikla eymd þá fjallar hann um
allar sínar persónur af mikilli
hlýju,“ segir Magnús Geir Þórðar-
son, leikstjóri Stone Free, sem starf-
aði að uppsetningu á leikritinu Sto-
ne Free i Englandi fyrir tveimur
árum.
Jim Cartwright hefur verið í hópi
fremstu leikskálda Evrópu síðastlið-
in ár, frá því að fyrsta leikrit hans,
Road eða Stræti, kom út árið 1986.
Leikrit hans Stræti, Barpar og
Taktu lagið, Lóa nutu öll gríðar-
legra vinsælda á sviðum Þjóðleik-
hússins, Leikfélags Akureyrar og
Borgarleikhússins og einnig var
Stræti sýnt við frábærar undirtekt-
ir hjá Leikfélagi Keflavíkur. Nýjasta
leikrit Jims Cartwrights, Stone
Free, var tilnefnt til hinna virtu
TMA-verðlauna síðastliöið haust,
þrátt fyrir að vera enn í reynsluupp-
færslu, fyrst undir nafni Eight
Miles High og síðar Stone Free.
Verkið var svo heimsfrumsýnt á
stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu 12.
júlí síðastliðinn og hefur gengið fyr-
ir troðfullu húsi síðan. Nú hafa um
15 þúsund manns séð Stone Free
sem er þegar orðið vinsælasta leik-
rit ársins á íslandi og vinsælasta
leikrit Jims Cartwrights sem sýnt
hefur verið hérlendis. Verkið var
svo frumsýnt í 1500 manna leikhúsi
í London nú á haustmánuðum við
mikið lof gagnrýnenda.
Cartwright mun í ferðinni sjá
leiksýninguna Barpar sem sýnd er í
Leynibarnum í Borgarleikhúsinu.
Þá mun fjölskyldan skoða nokkra
fallega staði hér á landi áður en hún
hverfur af landi brott á sunnudag.
-ÆMK
BÍLAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 5
SÍMI 567 4949
Opel Omega ‘95,
ek. 13 þús. km,
hvítur, 4 d.
Verö 2.200.000
Renault Laguna ‘96,
ek. 4 þús. km,
grænsans., 5 d.
Verö 1.870.000
Toyota Carina E ‘95,
ek. 51 þús. km,
vínrauður, 4 d.
Verö 1.650.000
Toyota Corolla special
series ‘94, ek. 37 þús.
km, grár, 5 d.
Verö 1.170.000
Mazda 323 4x4 ‘95,
ek. 40 þús. km,
grár, 5 d.
Verö 1.230.000
Cherokee Laredo ‘89,
ek. 119 þús. km,
hvítur, 5 d.
Verö 1.450.000
Cherokee Laredo grand
‘95, ek. 18 þús. km,
grænsans., 5 d.
Verö 3.650.000
Toyota Landcruiser
turbo intercooler ‘91,
hvítur, 5 d.
Verö 3.750.000
Cadillac DeVille ‘92,
ek. 100 þús. km,
vínrauður, 4 d.
Verð 2.450.000
Chevrolet Silverado
ex-cab, dísil turbo ‘96,
grænsanseraður, 2 d.
Verð 3.900.000
Ford Escort GLX 1400
‘95, ek. 20 þús. km,
kóngablár, 3 d.
Verö 1.090.000
Hyundai Accent ‘96,
ek. 6 þús. km,
grár, 3 d.
Verö 930.000
JR-BILASALA
BILDSHOFÐA 3
SÍMI 567 0333
Subaru station 4x4 ‘88,
ek. 113 þús. km,
hvítur, ssk., 5 d.
Verö 590.000
Ford Explorer ‘91,
ek. 134 þús. km,
rauður/brúnn, ssk., 4 d.
Verö 2.100.000
Dodge Ram 2500
Magnum ‘95, ek. 44 þús.
km, rauður/svartur, ssk.,
2 d. Verö 2.150.000
MMC Lancer 4x4 sta-
tion ‘87, ek. 163 þús.
km, blásans., 5 g., 5d.
Verö 390.000
Nissan Primera ‘91,
ek. 158 þús. km,
brúnsans., ssk., 4 d.
Verö 780.000
Suzuki Sport ‘96,
ek. 7 þús. km,
blár/grár, 5 g., 5 d.
Verö 2.300.000