Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 35
LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1996 skák , Ólympíuskákmótið í Erevan: Islendingar vnru nálægt verðlaunasæti - Þröstur útnefndur stórmeistari á þingi FIDE .. ■ ■ * • j^BÉUnnpnBj Islenska skáksveitin komst vel frá ólympíuskákmótinu í Erevan eftir brösótta byrjun og trúlega hef- ur hún ekki í annan tíma átt svo góða möguleika á verðlaunasæti á ólympíumóti. Fyrir síðustu umferð deildu íslendingar þriðja sæti ásamt fleiri sveitum. Mótherjar síðustu umferðar voru hins vegar ekki þeir auðveldustu - Rússar, sem löngum hafa borið höfuð og herðar yfir aðr- ar skákþjóðir. Taflinu lauk með naumum sigri Rússa, 2,5-1,5, sem tryggðu sér öruggt ólympíugull en Islendingar féllu niður í 8.-12. sæti. Hálfur vinningur meira hefði þýtt 5.-8. sæti og ef dæmið hefði snúist við - íslendingar lagt Rússa með minnsta mun - hefði niðurstaðan orðið 3.-5. sæti. Er á leið mótið sóttu íslendingar mjög í sig veðrið en í upphafi virtist sveitin ekki nægilega samstillt. E.t.v. má að einhverju leyti um kenna framandi aðstæðum, enda þótt skákstaðurinn hefði komið skemmtilega á óvart. Vistarverur íslendinga munu hafa verið helst til þröngar og kostur slíkur að margir sveitarmenn hrjáðust af viðvarandi steinsmugu. Hins vegar var eins og sveitin hefði vaknað upp við vond- an draum eftir óverðskuldaða út- reið af hálfú Bandaríkjamanna í 6. umferð. Eftir það lá leiðin upp í móti og sveitin vann góða sigra á sterkum skákþjóðum, eins og Þjóð- verjum og Kínverjum. Talið hinum megin frá er árang- urinn auðvitað frábær, því aö meira en hundrað keppnissveitir urðu fyr- ir neðan íslensku skáksveitina. Bandarísku meyjareyjar eignuðu sér 114. og neðsta sætið með 9 vinn- inga samtals. Af frændum vorum á Norðurlöndum er það að segja að Svíar fengu 33 v. eins og íslending- ar; Danir urðu í 38. sæti með 30,5 v.; Norðmenn í 40. sæti með 30 v., Finn- ar í 46. sæti með 29,5 v. og Færey- ingar í 89. sæti með 25 v. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Rússland 38,5 vinningar. 2. Úkraína 35 v. 3. ^. Bandaríkin og England 34 v. 5.-7. Spánn, Armenía og Bosnía 33,5 v. 8.-12. Georgía, Búlgaría, Þýskaland, Svíþjóð og ísland 33 v. 13.-15. Kína, Holland og Argentína 32,5 v. 16.-20. Króatía, ísrael, Ungverjaland, Úsbekistan, Lettland 32 v. •21.-24. Kúba, Slóvenía, Júgóslavía og Grikkland 31,5 v. 25.-29. Frakkland, Filippseyjar, Víetnam, Ástralía og Kanada 31 v. Margeir hlaut 5 vinninga úr tíu skákum á 1. borði, eða 50% vinn- ingshlutfall. Hann tefldi helst til varfæmislega og lauk átta skákum hans með jafntefli. Hann vann eina og tapaði einni, fyrir stórmeistaran- um Jaan Ehlvest frá Eistlandi. Mar- geir átti í höggi við erfiðustu mótherjana á 1. borði og segja má að hann hafi rækt það hlutverk sitt með prýði að draga úr þeim víg- tennumar. Jóhann bætti nú verulega ráð sitt frá Moskvu fyrir tveimur árum og hlaut 7 vinninga af 11 á 2. borði (63,6% vinningshlutfall). Hannes Hlífar náði einnig mjög góðum ár- angri á 3. borði, 8 v. úr 12 skákum (66,7%). Hins vegar gekk Helga Ólafssyni lakar á 4. borði, hlaut 3 v. úr 7 skákum (42,9%). Helgi átti slæman kafla um miðbik mótsins en fékk varla tækifæri til að bæta ráð sitt, því að í sex síðustu umferð- unum tefldi hann einungis tvær skákir og lauk báðum með jafntefli. „Varamenn" sveitarinnar, Þröst- ur Þórhallsson og Helgi Áss Grét- arsson, reyndust frábærir liðsmenn. Helgi Áss tefldi ákaflega skemmti- lega og frísklega og var drjúgur á endasprettinum, þrátt fyrir tap fyr- ir Rússanum Rublevskí í lokaum- ferðinni sem setti strik í reikning- inn. Árangur Helga Áss var 4,5 v. af 8 mögulegum (56,3% vinningshlut- fall). Þröstur hlaut langþráða út- nefningu sem níundi stórmeistari Islendinga á þingi FIDE. Hann var sá eini í íslensku sveitinni sem slapp taplaus frá keppninni, þótt oft væri hann hætt kominn. Þröstur fékk 5,5 v. úr 8 skákum (68,8% vinn- ingshlutfall). Ágúst Sindri Karlsson háði nú frumraun sína sem liðsstjóri ís- lensku sveitarinnar en í því felst m.a. að stilla upp liðssveit hverrar umferðar. Þetta er vandasamt hlut- verk, enda að mörgu að hyggja. Séð úr fjarlægð (og eftir á) má helst finna að uppstillingu sveitarinnar í 10. umferð gegn Georgíu. Þá tefldi Hannes Hlífar sína sjöttu skák í jafnmörgum umferðum og Jóhann hafði teflt hundrað leikja skák dag- inn áður. Ágúst sá hins vegar ekki ástæðu til að breyta vinningsliðinu sem hafði lagt Kólumbíumenn á öll- um borðum í níundu umferð. . .. Gunnar Eyjólfsson leikari sá um þjálfun sveitarinnar í sumcu- og var andlegur leiðtogi hennar í Armeníu. Fararstjóri var Andri Hrólfsson. Skák Jón L. Árnason Næsta ólympíuskákmót er fyrir- hugað haustið 1998 i Kalmikíu, heimalandi Kirsans Iljumsínovs. Hann var endurkjörinn forseti FIDE eftir að mótstaða Vesturlanda koðn- aði niður, enda við ramman reip að draga. Samkvæmt fregnum frá þing- inu beitti Iljumsínov ýmsum belli- brögðum til að tryggja kosningu sína og lét samkomulag við and- stæðingana um skert völd sér til handa sem vind um eyru þjóta. Á þinginu gerðust jafnframt þau tið- indi að Florencio Campomanes, sem hefur verið sakaður um að hafa dregið sér stórfellt fé úr sjóðum FIDE, var kjörinn heiðursforseti sambandsins fyrir lífstíð. Hætt er þvi við að þing FIDE hafi algjörlega misheppnast hvað það snertir að koma á sáttum milli aðildarsam- banda. Skoðum tvær skákir Islending- anna frá mótinu - fyrst snaggaraleg- an sigur Hannesar í 12. umferð gegn Indónesiu og síðan vel útfærða skák Helga Áss móti Georgíu í 10. um- ■ferð. Hvltt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: N. Situru (Indóneslu) Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 d6 6. f4 Rc6 7. Be2 Be7 8. Be3 0-0 9. 0-0 a6 10. Khl Dc7 11. a4 He8 12. Bf3 Hb8 13. Rb3 Ra5 14. Rxa5 Dxa5 15. Dd2 Dc7 16. a5 e5? 17. f5 Bd7 18. g4 h6 19. Dg2 Bc6 20. g5 hxg5 21. Bxg5 Kf8 22. Hgl Hec8 23. Be3! Re8 24. Bb6 Dd7 25. f6! - Og svartur gafst upp. Ef 25. - Bxf8 26. Bg4 De7 27. Dh3! og vegna máthótunarinnar á h8, fellur heill hrókur fyrir borð. Hvftt: K. Supatashvili (Georgíu) Svart: Helgi Áss Grétarsson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. e3 Bf5 4. Rc3 e6 5. Rf3 Rf6 6. Rh4 Bg6 7. Rxg6 hxg6 8. g3 Rbd7 9. Dd3 Bb4 10. Bg2 Bxc3+ 11. bxc3 Rb6 12. c5 Rc4 13. e4 Rd7 14. 0- 0 0-0 15. e5 b6 16. cxb6 axb6 17. h4 b5 18. Bg5 Db6 19. Hfbl Ha4 20. g4 Hfa8 21. h5 Hxa2 22. Hxa2 Hxa2 23. hxg6 A PUSTÞJONUSTA Skeifunni 5 opið 7m - 18m TÞJONUSTAN Sími: 581 2120 Bílaþjónusta 23. - Rcxe5 24. gxf7+ Rxf7 25. Be3 Dd8 26. g5 RfB 27. f4 Rd6 28. Hel Da5 29. Bcl Da4 30. Bh3 Dc2 31. Dxc2 Hxc2 32. Ba3 Re4 33. Bb4 Rxc3 34. Bg4 Re4 35. Hal Hb2 36. Be7 Rg6 37. Bxe6+ Kh7 38. Bf5 Rg3 39. Bd3 Hd2 - Og hvítur gafst upp. Andri Áss meistari Andri Áss Grétarsson sigraði á meistaramóti Hellis, sem lauk í vik- unni. Andri Áss hlaut 7,5 v. af 9 mögulegum, Bragi Þorfinnsson varð í 2. sæti með 6,5 v. en síðan komu Kristján Eövarðsson og Bjöm Þor- fmnsson með 6 v. L jrv 11 Ötrúlegt úrval f/ðkr. 21‘90q Ulpur - kápur - ullarjakkar - gervipelsar og hattar msÐ Mörkin 6, S. 588 5518 (við hliðinaáTeppalandi) Bílastæöi v/búðarvegginn Sendum í póstkröfu Opið laugard. 10-16 HaustlaukatilboÖ 75 túlípanar, 890 kr. blandaðir litir 40 krókusar, 440 kr. 75 krókusar, lágir 440 kr. 25 páskaliljur, 390 kr. Pottaplöntutilboðinu lýkur eftir helgi Qarðshom v/FossvogskirkjugarÖ, sími 55 40 500. 25 túlípanar, 340 kr., ýmsir litir Opið alla daga 10-22 Erica-Haustlyng, kr. 440. Tilvalið úti og inni. STÓRA SKRIÐDÝRASÝNINGIN Tropical Zoo í heimsókn JL-Húsið v/Hringbraut 2. hæð, lOOO m2 sýningarsalur 5. okt. - 27. okt. Opið virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19 Upplýsingar gefur Gula linan - sími 562-6262 Lifandi hitabeltisdýr Risasnákar Eitursnákar Eðlur Skjaldbökur Sporðdrekar - kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfiðrildi í hundraðatali Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öll- um heims- hornum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.