Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 39
LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1996
útlönd
47
Norðanmenn á Ítalíu beina athyglinni að sívaxandi héraðshyggju:
Evrópa farin að gliðna á
tímum sameiningarinnar
Umberto Bossi og félagar hans í Bandalagi
noröanmanna, hreyfmgu aðskilnaðarsinna á
norðurhluta Ítalíu, beindu nýlega kastljósinu
að nýrri tegund þjóðernishyggju sem sækir
fram í Evrópu um þessar mundir, héraðs-
hyggjunni.
Héruð Evrópu eru farin að hreyfa sig, að-
eins nokkrum árum eftir að Tékkóslóvakía
rifnaði í tvennt og úr urðu Tékkland og
Slóvakía.
Hvort sem það er í Skotlandi, Wales, Belg-
íu, Baskalandi Spánar eða í Padaníu, lýðveld-
inu sem Bossi stofnaði á táknrænan hátt í
Feneyjum um síðustu helgi, eru héruð Evrópu
farin að hefja upp raustina í ríkari mæli en
nokkru sinni fyrr. Þau höfðu þá legið í
gleymsku og dái um árabil, fyrst á nýlendu-
tímanum og síðan innan niðurnjörvaðra
landamæra kaldastríðsáranna.
Vinirnir í Brussel
og efld sjálfsvitund
„Héruðin hafa skyndilega öðlast rödd sem
þau hafa aldrei átt áður. Það er fyrst og fremst
fyrir tilstilli Evrópusambandsins og formlegra
stofnana þess að þau hafa styrkt sjálfsvitund
sína. Framkvæmdastjóm ESB í Brussel hefur,
með því að veita þróunaraðstoð til einstakra
héraöa, eignast vini sem lita á ESB sem eins
konar frelsara, samanborið við þjóðríkin sem
hafa oft reynt að halda þeim niðri,“ segir
Kirsty Hughes, sem stjómar Evrópudeild Kon-
unglegu alþjóðastofnunarinnar í London, í
viðtali við danska blaðið Politiken.
Hún segir einnig að eftir endalok kalda
stríðsins séu menn ekki jafnragir við að ræða
Umberto Bossi messar yfir stuöningsmönn-
um sinum í Feneyjum þegar hann lýsti yfir
stofnun sjálfstæös lýðveldis, Padaníu, á norö-
urhluta Ítalíu á dögunum. Bossi er foringi aö-
skilnaöarsinna í Bandalagi noröanmanna.
landamæri og sjálfsvitund einstakra héraða.
Búið sé að ryðja ákveðnu tabúi úr vegi og það
geti haft afgerandi áhrif á hvernig Evrópa
komi til með að líta út eftir nokkra áratugi.
Yfirlýsing Umbertos Bossis um sjálfstæði
Padaníu í norðurhéruðum Ítalíu vekur at-
hygli á þvi að núverandi landamæri em ekki
alltaf i takt við það sem kalla mætti náttúm-
leg skil eða mörk.
Ný landamæri
og aukin sjálfstjórn
Margir íbúar hins auðuga norðurhluta ítal-
íu finna til meiri skyldleika með Austurríkis-
mönnum og Svisslendingum en löndum sín-
um í suðurhluta landsins þar sem allt er mun
hæggengara og efnahagurinn bágbomari. Á
sama hátt telja margir Walesbúar sig nákomn-
ari írum en Englendingum vegna skyldleika
tungumálanna.
í augum margra sérfræöinga endurspeglar
héraðshyggjan í Evrópu þá staðreynd að ESB
sé langt frá því að vera einsleitt.
Stóra Bretland
Mótmælendatrúar-
menn, sem eru í
meirihluta á Norður-
Irlandi, vilja vera
áfram undir stjórn
Breta en kaþólski
minnihlutinn vill verða
hluti af írska lýöveld-
inu. Umræöur um
sjálfstæði eöa aukna
sjálfstjórn koma upp
meö jöfnu millibili t
Skotlandi og Wales.
Spánn
ETA, skæruliðahreyf-
ing Baska, hefur
barist fyrir sjálfstæöi
heimalandsins 135
ár. Baskaland og
Katalónia, þar sem
aöskilnaöarsinnar
hafa einnig látiö á sér
kræla, njóta mestrar
sjálfstjórnar sautján
héraöa Spánar.
En þótt ganga Bossis
með fram ánni Pó, frá
upptökum hennar í Alpa-
fjöllunum aila leið til Fen-
eyja, hafi ekki laðað að
sér þá eina milljón
manna og kvenna sem að
var stefnt heldur aðeins
nokkra tugi þúsunda,
breytir það ekki hinu að
nú er allt i einu í lagi að
ræða skipan landamæra
og aukna sjálfstjóm hér-
aðanna. Slíkt hafði verið
bannyrði í Vestim-Evrópu
um áratugaskeið.
Nú er svo komið að það
em ekki aðeins hryðju-
verkahópar á borð við
ETA, aðskilnaðarhreyf-
ingu Baska á Spáni, og
sprengjuglaðir skoðana-
bræður þeirra á frönsku
Miðjarðarhafseyjunni
Korsíku sem heyja barátt-
una fyrir auknu sjálf-
stæði héraðanna. Aðferð-
um lýðræðisins er einnig
beitt.
Aukið vægi
héraðanna
í framtíðinni
Christopher Hill, pró-
fessor og Evrópufræðing-
ur við London School of
Economics, segir að hér-
uðin hafi verið kúguð í
áratugi, ef ekki aldir.
Markmið ESB um afhám
sífellt fleiri landamæra
milli aðildarlandanna ____
hafi þá rökréttu afleið- ----------------
ingu að héruðin öðlist meira vægi á kostnað
þjóðrikjanna.
„Þegar ég reyni að sjá tuttugu til þijátíu ár
fram í tímann er ég ekki í vafa um að hémð-
in muni gegna miklu stærra hlutverki og að
nokkrar þeirra ríkjaheilda sem við þekkjum í
dag verða leystar upp,“ segir Hill.
Flestar ríkisstjórnir í Evrópu hafa til þessa
reynt að halda niðri öllum tilhneigingum til
aðskilnaðar í héruðum sínum. Krafan inn
aukna sjálfsfjóm var í þeirra augum ekkert
annað en ávísun á enn meiri vandræöi sem
gætu ógnað valdi og stöðu ríkisins. Christoph-
er Hill varar hins vegar við þeirri trú að hér-
aðshyggjan sé lausnin á vanda Evrópusam-
bandsins og Evrópu allrar.
„Stór hluti hugsjóna þessarar framtíðarsýn-
ar er rangur. Evrópu héraðanna, á kostnað
Evrópu þjóðríkjanna, fylgir ekki endilega
gæfa og hamingja. Það er ekki hægt að afmá
hlutverk og þýðingu ríkjanna með einhverju
nýju og óreyndu án þess að stöðugleika álf-
unnar sé stefnt í nokkra hættu. Hvorki hér-
aðshreyfingar á borð við skoska þjóðemis-
sinna eða Bandalag norðanmanna á Ítalíu
hafa til dæmis gert sér hugmyndir um utan-
ríkisstefnu ESB,“ segir Hill.
Hann heldur því fram að héraðshyggju-
menn séu oft þröngsýnir og
síngjamir bæði í málflutningi
sínum og markmiðum. Byggi
maður framtíð Evrópu á
stefnumiðum þeirra geti út-
koman orðið verri en það sem ------------
maður lagði upp með. Hann segir að markmið
Bossis sé fyrst og fremst að veikja og storka
ítalska ríkinu, fremur en að hann búi yfir já-
kvæðri sýn á Evrópu.
Hrifningin mikil
vegna eigin ávinnings
Það veldur sérfræðingum nokkmm áhyggj-
um að hrifning héraðanna á Evrópusamband-
inu helgast meira af þeim ávinningi sem þau
geta haft af ESB en af því að þau séu svo hrif-
Aðskilnaðarsinnar
sækja í sig veðrið í Evrópu
Belgía
Viövarandi deilur eru
milli hinna frönsku-
mælandi Vallóha og
flæmskumælandi .
Flæmingja.
Tékkland/
Slóvakía
Tékkóslóvakíu var
skipt í tvennt í janú-
ar 1993. Tékkland er
í vesturhlutanum en
Slóvakfa í austurhlut-
anum.
Tékkland
Frakkland
Ungverjaland/
Rúmenía
Ungverjaland og Rúm-
enfa undirrituöu fyrir
skömmu sögulegt
samkomulag sem
veitir ungverska þjóö-
arbrotinu i vestur-
hluta Rúmeníu aukin
réttindi. í staöinn hef-
ur ungverski minni-
hlutinn látiö af kröf-
um um sjálfstjórn.
Spánn
Italía
Þekktasta aðskilnaö-
arhreyfing Italfu er
Bandalag noröan-
manna, undir forustu
Umbertos Bossis,
sem lýsti yfir sjátf-
stæöu lýöveldi á
noröurhluta jtalfu fyr-
ír skömmu. I noröur-
héraöinu Alto Adige,
sem Austurrikismenn
kalla Suöur-TýrÖl,
sprengdu aöskilnaö-
arsinnar sprengjur á
sjöunda áratugnum
og peim nfunda.
Ungverjaland
Slóvenía
Króatía
Rúmenia
Bosnía-
Hersegóvína
Ílalía
Júgóslavla
Fyrrum
Júgóslavía
Júgoslavfa var stofn-
uö 1945 en fór aö lið-
ast f sundur áriö
1991. Þar sem áöur
var gamla Júgóslavía
eru nú Króatía, Sló-
venfa, Bosnfa-Her-
segóvína og núver-
andi Júgóslavía, sem
f eru Serbía og Svart-
fjallaland.
DV
in af einhverri samevrópskri hugsjón.
„Við stöndum frammi fyrir furðulegum að-
stæðum þar sem Evrópa er að renna saman í
eina heild á sama tima og hún er að gliðna í
an ESB sem leið til að komast fram hjá stjórn-
völdum í London. Andúðin gegn Englending-
um er svo mikil í Skotlandi að breski Verka-
mannaflokkurinn hefur lofað að koma á fót
Fréttaljós á
laugardegi
Slökkviliösmenn á Korsíku berjast viö eld sem kviknaöi eftir aö þjóöernissinnar sprengdu bíl-
sprengju í borginni Bastia í júlí í sumar.
skosku þingi með víðtækum völdum í tilraun
sinni til að reyna að forða því að konungdæm-
ið klofni.
Hryðjuverkamenn aðskilnaðarsinna hafa
um árabil látið að sér kveða í Baskalandi og
Katalóniu á Spáni. Á síðari árum hafa lögleg-
ar pólitískar hreyfingar í héruðunum notið æ
meira fylgis kjósenda og þeim hefur tekist að
þvinga loforð um aukna sjálfstjóm út úr
stjórnvöldum í Madríd.
í Belgíu er það skipting landsins í tvö mál-
svæði, frönskumælandi og flæmskumælandi,
sem hefur valdið fjölmörgum stjórnarkrepp-
um og ógnað einingu ríkisins.
Á Ítalíu er svo mikill rígur milli norður- og
suðurhlutans, eins og sjálfstæðisyflrlýsing
Bossis fyrir Padaníu ber vitni um.
Þýtt og endursagt úr Politiken
sundur. Það segir sig sjálft að
þetta er mótsagnakennt. Og ég
velti því fyrir mér hvort róm-
antísk sýn héraðanna á Evr-
ópu muni standa þegar til
------------ lengri tíma er litið. Héraðs-
hyggjan er þannig séð eins konar þjóðemis-
hyggja," segir Kirsty Hughes.
Hitasvæðin
í Vestur-Evrópu eru nokkur svæði þar sem
þessi mál brenna einna heitast á íbúum og
stjómvöldum.
Bæði Skotland og Wales krefjast aukinnar
sjálfstjómar af breskum stjómvöldum. Skotar
eru einkum áhugasamir þar sem skoski þjóð-
arflokkurinn fær 25 prósent atkvæða í skoð-
anakönnunum. Skotar líta á samvinnuna inn-