Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Síða 43
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
51
4 UÆuy
Helgarferðir á landsbyggðina:
á Hertoganum, labbitúr á volgu
hraunmu, sundsprett í saltri laug,
skoðun á fiskasafni, veiðiferð,
sprang og verslun. Auk þess er boð-
ið upp á sjávarréttaveislu að hætti
Vestmannaeyinga.
humarhátíð að homfiskum hætti og
hlaðborð við rætur Hvannadals-
hnjúks.
Akureyri
Höfúðstaður Norðurlands býður
í fyrra hófu Flugleiðir sölu á helg-
arpökkum innanlands til Reykjavik-
ur fyrir landsbyggðarfólk undir
nafninu Gjugg i borg. Þær ferðir
nutu mikilla vinsælda og hefur ver-
ið ákveðið að halda áfram með þær
í ár.
En nú hefur dæminu verið snúið
við þar sem farið er að bjóða upp á
helgarferðir til nokkurra staða á
landsbyggðinni. Hér er um að ræða
samstarfsverkefni Flugleiða við sex
bæjarfélög þar sem íbúum höfuð-
borgarsvæðisins er gefinn kostm- á
að kynnast því besta sem þessir
bæir hafa upp á að bjóða að hausti
og vetri til á sviði menningar, lista,
skemmtunar og útivistar. Flugleiðir
halda utan um markaðssetningu
verkefnisins en bæjarfélögin sex
hafa veg og vanda af undirbúningn-
um. Gjuggbæimir em ísafjörður,
Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir,
Höfn og Vestmannaeyjar.
Gjuggpakkarnir kosta frá 10.930
og upp í 14.930 og fela þeir í sér flug
og gistingu í tvær nætur ásamt
morgunverði auk þess sem flugvall-
EU'skattm' og afsláttarhefti er inni-
falið.
Lítum nánar á hvað bæirnir sex
hyggjast bjóða gestum sínum upp á.
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar em tilvalinn
staður fyrir þá sem vilja skreppa
„út fyrir landsteinana“ en halda sig
samt á íslandi. Gestum er m.a. boð-
ið upp á náttúraskoöun, golf, útsýn-
isferð um eyjamar, suöræna sveiflu
Höfn í Hornafiröi býöur gesti velkomna í haust og vetur.
landsmenn velkomna og minnir sér-
staklega á kántríhátíð sem haldin
verður 18.-20. október með öllu til-
heyrandi. Sömuleiðis bjóða norðan-
menn upp á skíðaiðkun i Hlíð-
arfjalli, Listagilið, næturlíf með
leikhúsum, myndlist og krám, veiði
á lági og legi, djass, verslanir,
veislumat, Lystigarðinn og Kjarna-
skóg. í Sjallanttm veröur svo endur-
vakin stemning gullaldarára í
minningu Ingimars Eydal.
Húsavík
Byggð er ævaforn á Húsavík enda
yfirgaf leysinginn Náttfari skip
Garðars Svavarssonar á smábáti að
næturlagi og tók sér búsetu á Húsa-
vík. Húsvíkingar bjóða gestum upp
á hvalaskoðun, svartfuglsveiði,
sjóstangaveiði, fjöruferö á hestum
og menningarrölt um Safnahús og
kirkju. Þegar fer að vetra verður
boðið upp á gönguskíðaferðir fyrir
alla fjölskylduna, vélsleðaferðir og
jeppasport, sleðabrautir fyrir bíl-
slöngur auk margs annars.
ísafjörður
Á ísafirði má njóta náttúrunnar í
sinni hreinustu mynd auk þess sem
rammíslensk saga er þar við hvert
fótmál. Á ísafirði er mælt með skoð-
unarferð um Neðstakaupstað, könn-
un álfabyggða og náttúmskoðun,
skíðaferð og siglingiun, heimsókn í
Vigur, berjatínslu og skaki í Djúp-
inu og að sjálfsögðu vestfirsku
þorrablóti í febrúar.
-ggá
Þaö er margt aö sjá í höfuöstaö Noröurlans, m.a. Nonnahús.
Fyrir þá sem vilja „skreppa út fyrir landssteinana" eu Vestmannaeyjar góöur kostur.
Egilsstaðir
Það er alkunna að veðurfar er
einstaklega blítt fyrir austan auk
þess sem hver fornmaðurinn á fæt-
ur öðrum kemur þar upp úr jörð-
inni. Á Egilsstöðum býðst ferða-
mönnum hestaferð um Hallorms-
staðarskóg, sigling á báti frá Atla-
vík, heilnæm hressing í Hússtjóm-
arskólanum, jeppaferð í Sænautasel
og Hafrahvammagljúfur, hreindýra-
og refaskoðun, ganga á bak við Far-
dagafoss og heimsókn í handverk-
smiðuna að Miðhúsum. Hótelgestir
fá frítt inn á skíöasvæðið í Odds-
skarði.
Höfn
Homafjörður kúrir í skjóli hæsta
fjalls landsins og mikilúðlegasta
jökuls Evrópu. í haust og vetur
beinir Höfn athyglinni að jöklaferð-
um á vélsleðum, jeppasafaríi, báts-
ferðum um Jökulsárlón, bátsferðum
út í Hornarfjarðarós, hestaferðum
um nágrennið, fugla- og hvalaskoð-
un og sjóstangaveiði út af Homa-
firði. Fyrir matgæðinga er að finna
V
htimur
FYRIR ALLA
kr.*
á mann í tvíbýli 7. des. í 2 vikur á Jardin E1 Atlantico
Takmarkað sætaframboð!
* Með flugvallarsköttum
og 3% afslætti ef greitt
er með reiðufé minnst
4 vikum fyrir brottför eða
VISA/Euro greiðslukorti
minnst 6 vikum fyrir brottför.
Nanari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum
og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferdafélagi