Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Síða 52
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Jj"V 60 Qéttir Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlancjj: Vill rækta hreindýr á Islandi - innanvert ísafjarðardjúp kemur sterklega til greina Stefán Hrafn Magnússon er hrein- dýrabóndi á Grænlandi og rekur þar fyrirtæki sem heitir Isortoq Reindeer Station. Isortoq er í óbyggðum Julianeháb kommune á Suður-Grænlandi. Nú hefur hann áhuga á að útvíkka starfsemina og telur ísland vænlegan kost til hrein- dýraræktar, og þá kannski ekki síst grösugar sveitir við innanvert ísa- fjarðardjúp. Stefán er með 3000 dýr í hjörð sinni og var önnum kafinn við slátrun og frágang á kjöti þegar blaðamaður talaði við hann um helgina. Kjötið selur Stefán að mestu á innanlandsmarkaði á Grænlandi en seldi þó hálft annað tonn til íslands í fyrra. Nægur markaður virðist vera fyrir hrein- dýrakjöt víða um lönd og verðið er mjög gott, hátt í 400 krónur íslensk- ar kílóið. Stefán Hrafn Magnússon er 40 ára Reykvíkingur og útskrifað- ist frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1974. Átján ára gamall fór hann til Grænlands og starfaði þá talsvert með Óla Christiansen sem fyrstur manna flutti hreindýr til Græn- lands, fyrst í stað 150 dýr. Þar kviknaði áhugi Stefáns fyrir hrein- dýrarækt og hélt hann því til Nor- egs í byrjun desember 1975 til að læra þennan búskap. í Skandinavíu var Stefán svo í fimm ár, m.a. á hreindýraslóðum í Finnmörku, Jöt- unheimum og víðar. Hann útskrif- aðist svo vorið 1979 af hreindýra- ræktarbraut i menntaskóla í Norð- ur-Svíþjóð og hélt þá aftur til Græn- lands. Síðan hefur Stefán starfað víða, m.a. við hreindýrarækt í Alaska og sem flugmaður í útkjálka- héruðum Kanada. Það var svo árið 1989 að hann keypti sin fyrstu 250 hreindýr til að hefja búskap á Grænlandi og fékk 250 dýr lánuð til viðbótar frá vini sínum, Óla Christ- iansen, og reka þeir nú saman hreindýrastöðina í Isortoq. Stefán kemur innan tíðar til íslands og hef- ur mikinn hug á að setja upp hrein- dýrastöð við ísafjarðardjúp eða þar sem leyfi fæst til slíkrar starfsemi. Þar yrði um skipulagða ræktun hreindýra að ræða til kjötfram- leiðslu. Auk kjöts fellur tii mikið af skinnum og homum sem Grænlend- ingar hafa nýtt á ýmsa vegu. Þá seg- ir Stefán að yfirvöld séu jákvæð fyr- ir þessum hugmyndum en hann mun þá helst hafa í huga að nýta þann hreindýrastofn sem fyrir er í landinu. Stefán telur engan vafa ,á að slíkur búskapur sé mögulegur á íslandi. ísafjarðardjúp er kannski ekki síst áhugavert fyrir þær sakir að þar er grösugt. Hreindýr gætu lif- að góðu llfi á því beitilandi við Djúp sem er sífellt minna nýtt í kjölfar samdráttar í búskap á svæðinu. Hreindýrabúskapur gæti orðið lyfti- stöng fyrir byggð við ísafjaröardjúp sem flest bendir til að fari með öllu í eyði á næstu árum. -HK Stefán Hrafn Magnússon er hreindýrabóndi á Grænlandi og rekur þar fyrirtæki sem heitir Isortoq Reindeer Station. Isortoq er í óbyggðum Julianeháb kommune á Suður- Grænlandi. Nú hefur hann áhuga á að útvíkka starfsemina og telur ísland vænlegan kost til hreindýraræktar, og þá kannski ekki síst grösugar sveitir við innanvert ísafjarðardjúp. DV-mynd Leikfélag Akureyrar Strætó milli staða á Vestfjörðum: Mest notað í kringum flugið Lítið er um að fólk notfæri sér þjónustuna, utan þess þegar um er að ræða ferðir í kringum flugið. Stefán segir að nýju jarðgöngin boði byltingu i samgöngum og mannlífi Vestfirðinga. „Göngin breyta nánast öllu hér. Þetta er bylting sem opnar marga möguleika því nú kemst fólk á milli staða hvenær sem er,“ segir Stefán. -rt Stefán Jónsson við bíl sinn. Hann fer þrisvar á dag milli byggðarlaga í Isa- fjarðarbæ. DV-mynd BG Leiðrétting: DV, Flateyri: „Fólk notar þetta mest í kringum flugið. Við förum þrisvar á dag milli ísafjarðar, Flateyrar og Þingeyrar," segir Stefán Jónsson, bílstjóri hjá Allrahanda sem heldur uppi reglu- bundnum áætlunarferðum milli byggðarlaga i ísafjarðarbæ um nýju jarðgöngin. Tvö verkefni sett upp í Gránufélagshúsinu DV, Akureyri: Samningar um afnot Leikfélags Akureyrar af einu af húsum Gránu- félagsins ehf. á Akureyri hafa verið undirritaðir og áformar leikfélagið að setja þar upp tvö verkefni á næsta vetri. Um er að ræða húsin sem standa að baki veitingahúsinu Við Pollinn en þau hús voru síðast notuð sem verkstæði Vélsmiðjunnar Odda fyr- ir nokkrum árum. Þau tvö verkefni sem Leikfélag Akurevrar setur bama upp í vetur eru „Undir berum himni“ eftir Steve Tesich og „Vefarinn mikli frá Kasmír", hið mikla meistaraverk Halldórs Kiljans Laxness sem verð- ur einmitt sérstakt hátíðarverkefni leikfélagsins næsta vetur. -gk Forsætisraðherra en ekki forseti Rangt var haft eftir Bimi Grét- ari Sveinssyni, formanni Verka- mannasambandsins, á baksíðu DV sl. fimmtudag um stefnuræðu Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra. í blaðinu stóð: „Alla vega hlýtur verkafólk að líta á það sem skila- boð forseta íslands.“ Það sem Björn sagði að sjálfsögðu var: „Alla vega hlýtur verkafólk að líta á það sem skilaboð forsætisráð- herra íslands.“ Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum, sem al- farið eru blaðamanns og tengjast undirmeðvitund hans ekki á neinn hátt. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.