Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Jj"V 60 Qéttir Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlancjj: Vill rækta hreindýr á Islandi - innanvert ísafjarðardjúp kemur sterklega til greina Stefán Hrafn Magnússon er hrein- dýrabóndi á Grænlandi og rekur þar fyrirtæki sem heitir Isortoq Reindeer Station. Isortoq er í óbyggðum Julianeháb kommune á Suður-Grænlandi. Nú hefur hann áhuga á að útvíkka starfsemina og telur ísland vænlegan kost til hrein- dýraræktar, og þá kannski ekki síst grösugar sveitir við innanvert ísa- fjarðardjúp. Stefán er með 3000 dýr í hjörð sinni og var önnum kafinn við slátrun og frágang á kjöti þegar blaðamaður talaði við hann um helgina. Kjötið selur Stefán að mestu á innanlandsmarkaði á Grænlandi en seldi þó hálft annað tonn til íslands í fyrra. Nægur markaður virðist vera fyrir hrein- dýrakjöt víða um lönd og verðið er mjög gott, hátt í 400 krónur íslensk- ar kílóið. Stefán Hrafn Magnússon er 40 ára Reykvíkingur og útskrifað- ist frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1974. Átján ára gamall fór hann til Grænlands og starfaði þá talsvert með Óla Christiansen sem fyrstur manna flutti hreindýr til Græn- lands, fyrst í stað 150 dýr. Þar kviknaði áhugi Stefáns fyrir hrein- dýrarækt og hélt hann því til Nor- egs í byrjun desember 1975 til að læra þennan búskap. í Skandinavíu var Stefán svo í fimm ár, m.a. á hreindýraslóðum í Finnmörku, Jöt- unheimum og víðar. Hann útskrif- aðist svo vorið 1979 af hreindýra- ræktarbraut i menntaskóla í Norð- ur-Svíþjóð og hélt þá aftur til Græn- lands. Síðan hefur Stefán starfað víða, m.a. við hreindýrarækt í Alaska og sem flugmaður í útkjálka- héruðum Kanada. Það var svo árið 1989 að hann keypti sin fyrstu 250 hreindýr til að hefja búskap á Grænlandi og fékk 250 dýr lánuð til viðbótar frá vini sínum, Óla Christ- iansen, og reka þeir nú saman hreindýrastöðina í Isortoq. Stefán kemur innan tíðar til íslands og hef- ur mikinn hug á að setja upp hrein- dýrastöð við ísafjarðardjúp eða þar sem leyfi fæst til slíkrar starfsemi. Þar yrði um skipulagða ræktun hreindýra að ræða til kjötfram- leiðslu. Auk kjöts fellur tii mikið af skinnum og homum sem Grænlend- ingar hafa nýtt á ýmsa vegu. Þá seg- ir Stefán að yfirvöld séu jákvæð fyr- ir þessum hugmyndum en hann mun þá helst hafa í huga að nýta þann hreindýrastofn sem fyrir er í landinu. Stefán telur engan vafa ,á að slíkur búskapur sé mögulegur á íslandi. ísafjarðardjúp er kannski ekki síst áhugavert fyrir þær sakir að þar er grösugt. Hreindýr gætu lif- að góðu llfi á því beitilandi við Djúp sem er sífellt minna nýtt í kjölfar samdráttar í búskap á svæðinu. Hreindýrabúskapur gæti orðið lyfti- stöng fyrir byggð við ísafjaröardjúp sem flest bendir til að fari með öllu í eyði á næstu árum. -HK Stefán Hrafn Magnússon er hreindýrabóndi á Grænlandi og rekur þar fyrirtæki sem heitir Isortoq Reindeer Station. Isortoq er í óbyggðum Julianeháb kommune á Suður- Grænlandi. Nú hefur hann áhuga á að útvíkka starfsemina og telur ísland vænlegan kost til hreindýraræktar, og þá kannski ekki síst grösugar sveitir við innanvert ísafjarðardjúp. DV-mynd Leikfélag Akureyrar Strætó milli staða á Vestfjörðum: Mest notað í kringum flugið Lítið er um að fólk notfæri sér þjónustuna, utan þess þegar um er að ræða ferðir í kringum flugið. Stefán segir að nýju jarðgöngin boði byltingu i samgöngum og mannlífi Vestfirðinga. „Göngin breyta nánast öllu hér. Þetta er bylting sem opnar marga möguleika því nú kemst fólk á milli staða hvenær sem er,“ segir Stefán. -rt Stefán Jónsson við bíl sinn. Hann fer þrisvar á dag milli byggðarlaga í Isa- fjarðarbæ. DV-mynd BG Leiðrétting: DV, Flateyri: „Fólk notar þetta mest í kringum flugið. Við förum þrisvar á dag milli ísafjarðar, Flateyrar og Þingeyrar," segir Stefán Jónsson, bílstjóri hjá Allrahanda sem heldur uppi reglu- bundnum áætlunarferðum milli byggðarlaga i ísafjarðarbæ um nýju jarðgöngin. Tvö verkefni sett upp í Gránufélagshúsinu DV, Akureyri: Samningar um afnot Leikfélags Akureyrar af einu af húsum Gránu- félagsins ehf. á Akureyri hafa verið undirritaðir og áformar leikfélagið að setja þar upp tvö verkefni á næsta vetri. Um er að ræða húsin sem standa að baki veitingahúsinu Við Pollinn en þau hús voru síðast notuð sem verkstæði Vélsmiðjunnar Odda fyr- ir nokkrum árum. Þau tvö verkefni sem Leikfélag Akurevrar setur bama upp í vetur eru „Undir berum himni“ eftir Steve Tesich og „Vefarinn mikli frá Kasmír", hið mikla meistaraverk Halldórs Kiljans Laxness sem verð- ur einmitt sérstakt hátíðarverkefni leikfélagsins næsta vetur. -gk Forsætisraðherra en ekki forseti Rangt var haft eftir Bimi Grét- ari Sveinssyni, formanni Verka- mannasambandsins, á baksíðu DV sl. fimmtudag um stefnuræðu Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra. í blaðinu stóð: „Alla vega hlýtur verkafólk að líta á það sem skila- boð forseta íslands.“ Það sem Björn sagði að sjálfsögðu var: „Alla vega hlýtur verkafólk að líta á það sem skilaboð forsætisráð- herra íslands.“ Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum, sem al- farið eru blaðamanns og tengjast undirmeðvitund hans ekki á neinn hátt. -bjb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.