Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Side 61
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 ^kvikmyndir Kvikmyndahátíð Háskólabíós og DV: Sex úrvalsmyndir þekktra leikstjóra Dead Man er sjötta kvikmynd Jarmusch á fjórtán árum og sú fyrsta sem hann gerir frá því hann gerði myndina um leigubílstjórana, Night on Earth, árið 1991. Le Confessional Le Confessonal er kanadísk spennumynd gerð til heiðurs Alfred Hitchcock og kvikmyndar hans, I Confess, af Robert LePage, sem er einn þekktasti leikhúsmaður Kanada. Myndin byrjar í Quebec árið 1952, Hitchcock er að kvik- mynda I Confess. Kvikmyndahópur- Nýjasta kvikmynd Pedro Almodov- ar, La Flor de Mi Secreto, er ein sex kvikmynda á Kvikmyndhátíö Há- skólabíós og DV. Gong Li ieikur samviskulausa næturklúbbasöngkonu í Shanghai Triad. Kvikmyndhátíð Háskólabíós og DV verður daganna 10.-20. sept- ember. Hefúr bíóið viðað að sér sex úrvalsmyndum sem ættu að höfða til allra sem áhuga hafa á framsæk- inni kvikmyndagerð. Leikstjórar myndanna eru allt viðurkenndir listamenn og eiga smnir þeirra dyggan aðdáendahóp. Leikstjóram- ir, sem eru Jim Jarmus, Pedro Almodovar, Zang Jimou, Michael Lindsay Hogg, Claude Chabrol og Robert LePage, fara ólíkar leiðir í list sinni en stefna allir að sama marki; að sameina list og skemmt- un. Shanghai Triad Shangai Triad er nýjasta kvik- mynd kínverska snillingsins Zang Jimou og er hún nokkuð öðruvísi en fyrri myndir hans sem flestar hafa verið sýndar í Háskólabíói. Shanghai Triad er sakamálamynd sem gerist á fjórða áratugnum í Shanghai. í aðalhlutverki er Gong Li sem leikið hefur nánast í öllum kvikmyndum Jimou og er í dag skærasta leikstjarna Kínverja. Jimou byggir mynd sína á skáld- sögu þar sem fjallað er um maflu- starfsemi og gerist myndin á átta dögum. Við fylgjumst með ungum manni sem er undir vemdarvæng frænda sms sem er áhrifamikill mafíósi. Á þessum tima kynnist hann undirheimum Shanghai og hrífst eins og aðrir af samvisku- lausri næturklúbbssöngkonu sem er örlagavaldur í lífi mafluforingjanna. Shanghai Triad er sjöunda kvik- myndin sem þau Zhang Jimou og Gong Li gera saman og kannski sú síöasta því þau eru skilin að skipt- um. Myndin hefur fengið góðar við- tökur en þykir samt standa að baki því besta sem Jimou hefur gert. La Flor de Mi Secreto La Flor de Mi Secredo eða Blóm leyndarmáls míns er nýjasta kvik- mynd hins umdeilda leikstjóra Pedro Almodovar. Eins og í fræg- ustu kvikmynd sinni, Kona á barmi taugaáfalls, fjallar hann um konu sem hefur fengið taugaáfall. Aðal- persónan er Leo, sem nánast er í öll- um atriðum myndarinnar. Hún er rithöfundur sem hefur skáldanafiiið Amanda Gris. Hún reynir af mikilli elju að halda höfðinu upp úr vatn- inu þegar erfiðleikar í einkalífinu verða henni ofviða. Hjónbandið er á síðasta snúningi og tiiraunir hennar til að láta taka sig alvarlega sem rit- höfund eru dæmdar til að mis- takast. Marisa Paredes leikur rithöf- undinn en í öðrum hlutverkum eru spánskir leikarar sem hafa fylgt Almodovar í mörgum mynda hans. Dead Man Kvikmyndir Jim Jarmoush vekja ávallt athygli og er Dead Man engin undantekning. Dead Man er vestri sem þó er ekki um kúreka. Aðalper- sóna myndarinnar er Bill Blake sem Johnny Depp leikur. Blake er at- vinnulaus skrifstofublók og þegar hann kemur í afskekkt knunma- skuð er það hald manna að hann sé morðingi og endar hann veru sína með kúlu í brjóstinu. Honum er bjargað af indíána sem heitir Nobody. Sá á ekkert heimili og Bla- ke veit ekki einu sinni hvar hann er svo þeir slá í púkk saman og halda sem leið liggur um auðnir vesturs- ins. Auk Johnny Depp leika í mynd- inni Gary Farmer og Lance Henrik- sen, Milli Avital, Gabriel Byme og gamla brýnið Robert Mitchum. inn tekur yfir kirkju eina þar sem Rachel vinnur. Hún er aðeins sext- án ára og verður ólétt. Hún skamm- ast sín og játar syndir sínar fyrir ungum presti. Sögusviðið er nú fært til ársins 1989. Pierre er komin til Quebec til að verða við jarðarför föður síns. Þar hittir hann Marc uppeldisbróður sinn, en hann er hinn föðurlausi sonur Rachelar. Marc leitar að uppruna sínum og fær bróður sinn til að hjálpa sér að leita uppi föður sinn. Sú leit leiðir þá aftur til kvikmyndatökuhópsins i Quebec árið 1952. Mynd þessi hefur vakið verðskuldaða athygli og henni hefur verið mikið hælt. Aðalhlut- verkin leika Lothaire Bluteau, Pat- rick Goyette og Kristin Scott Thom- as. Frankie Starlight Frankie Starlight er írsk kvik- mynd og er Michael Lindsay Hogg leikstjóri hennar. Myndin gerist áriö 1946. Átján ára franskri stúlku er smyglað um borð í skip hjá amer- ískum hermönnum sem er á leið- inni heim að stríðslokum. Skipstjór- inn uppgötvar laumufarþegann og setur hana í land á írlandi. Eftir sjó- feröina er hún ófrísk. Hún eignast soninn Frank sem reynist vera dvergur. írskur maður, Jack Kelly, tekur hana aö sér og elur upp son hennar. Jack er áhugamaður um stjömufræði og kennir unga drengnum aUt sem hann veit og Frank fær ást á himingeimnum. Síðar í lífinu verður Frank frægur rithöfundur en vegna útlits síns get- ur hann aðeins dáðst að fegurð kvenna í fjarlægð. Hann grefur upp sögu móður sinnar sem er mikið drama og eykur skilning hans á upeldi hans. í aðalhlutverkum eru Gabriel Byme, Anne Parillaud og Matt Dillon. La Seremonie Claude Chabrol hefúr gert margar frábærar sakamálamyndir sem oftar en ekki em miklu meira, enda kafar hann djúpt í persónumar. Chabrol sækir yfirleitt efnivið sinn í skáld- sögur þekktra sakamálarithöfunda og í nýjust mynd sinni leitar hann í smiðju Ruth Rendell og byggir kvik- mynd sína í kringum eina af sögum hennar. En eins og ávallt notast hann aðeins við kjarnann, persón- umar verða þegar upp er staðiö meira sköpunarverk Chabrols en Rendells. Segir myndin frá Sophie sem hefur framið morð sem ekki komst upp. Hún ræður sig til flöl- skyldu einnar, kynnist þar Janet sem einnig haföi framið morð án þess að upp kæmist. Sophie er rekin þegar hún reynir mútur gagnvart fjölskyldunni og hyggur á hefndir. Aðalhlutverkin leika Sandrine Bonnnaire, Isabella Huppert, Jean- Pierre Cassell og Jacqueline Bisset. -HK Innrásin í Háskólabíói: Innrás utan úr geimnum Charlie Sheen leikur áhugamann um líf á öðrum hnöttum í Innrásinni. Innrásin (The Arrival), sem Há- skólabíó frumsýndi i gær, er á sömu nótum og Independence Day þótt ekki sé hún jafii stór í sniðum, en í Innrásinni eins og Independence Day er varpað fram spumingunni sem hefúr vafist fyrir mannkyninu í aldir: Erum við ein í öllum himin- geimnum? Charlie Sheen leikiu: Zane Ziminski, sem hefur verið að hlusta eftir skila- boðum utan úr geimnum í mörg ár. Þetta er orðið að áráttu og kemst ekkert annað að í huga hans og er þessi áhugi hans á öðm lífi að fara með samband hans og unnustu hans. Allar nætur situr hann og hlustar á útvarpsbylgjur í leit að einhverju sem er öðruvísi. Leit hans ber árangm nótt eina þegar sterkar, óeðlilegar bylgjur berast á öldum ljósvakans frá himingeimnum inn í tæki hans. Þetta er það sem Zane hefúr verið að bíða eftir og það sem jarðarbúar hafa verið að bíða eftir. Zane fer með upptöku sína í til- raunastöð NASA þar sem hann hef- ur unnið og færir yfirmanni sínum upptökuna. Sá sýnir lítinn áhuga og segir þetta ekki vera neitt til að gera veður út af. Zane fær því grun- semdir um að hann hafi heyrt eitt- hvað sem hann átti ekki að heyra og fljótt kemst hann á þá skoðun að líf hans sé í hættu. Zane telur að sókn sé besta vömin og heldur til Mexíkó þar sem móttökudiskar fyr- ir útvarpsbylgjur utan úr heimi em. Auk Charlie Sheens leika í mynd- inni Ron Silver, sem leikur yfir- mann Zane, Lindsay Crouse er í hlutverki vísindamanns sem Zane hefúr samband við, og Teri Polo leikur unnustu hans. Leikstjóri Inn- rásarinnar er David Twohy og er þetta fyrsta myndin sem hann leik- stýrir en hann hefur leikstýrt einni sjónvarpsmynd, The Grand Tour: Disaster in Time. Sú mynd var sett í kvikmyndahús í Evrópu og var val- in besta kvikmyndin á Festival du Film Fantastique í Bmssel. Twohy er kunnur handritshöfúndur og var meðal annars meðhandritshöfúndur að The Fugitive, Alien3 og Wa- terworld. Þá skrifaði hann handritið að Terminal Velocity, sem Charlie Sheen lék einnig aðalhlutverkið í. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.