Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 64
~jj Fésam^Mdmr " 1. WMMmgur Vertu viðbúín(n) vinningi Vinningstölur 3.10/96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1996 Litla-Hraun: Fangar grunaðir um '■ að smygla eiturlyfjum innvortis Þrir fangar á Litla-Hrauni voru í fyrradag fluttir í röntgenmyndatöku á Selfossi, sterklega grunaðir um að hafa reynt að smygla eiturlyfjum innvortis inn i fangelsið. „Það er rökstuddur grunur um að þessir fangar hafi reynt að flytja fikniefni þannig inn í fangelsið. Fangelsisyfirvöld eru í stöðugu stríði við að stöðva fíkniefnaflutn- ing inn í fangelsin og beita öllum til- " 'tækum ráðum til þess,“ segir Har- aldur Johannessen fangelsimála- stjóri við DV um málið. „Helsta smyglleiðin inn í fangels- in er með heimsóknargestum sem flytja fíkniefni innvortis og fangar taka á móti þeim og flytja þau síðan á sama hátt inn i klefa sína. Ein af leiðunum til að ganga úr skugga um hvort fangar eru með fikniefni inn- vortis er að senda þá í röntgen- myndatöku og það gerðum við með þessa þrjá fanga. Ég vil taka það ___ Jram að það er lítill hluti heimsókn- argesta sem reynir að flytja eitrið inn og lítill hluti fanga sem reynir að nota það í fangelsunum. Það eru að sjálfsögðu agaviðurlög við því ef menn verða uppvísir að því að smygla eiturlyfjum inn í fangelsin. Þessum agaviðurlögum er beitt í öll- um tilvikum. Ég vil líka taka það fram að þetta eru allt löglegar að- gerðir sem við beitum," segir Har- aldur. -RR Skeiðarársandur: Megn brenni- steinsfýla ÍóV-Öræfuin Megna brennisteinslykt tók að leggja yfir Skeiðarársand upp úr klukkan þrjú í gær og vöknuðu strax grunsemdir um að hún stafaði frá Skeiðará og væri merki um að hlaup væri í aðsigi. Vatnamælingamenn á staðnum töldu hins vegar eftir athugun á fyr- irbærinu og af sýnum úr ánni að engar breytingar væru á vatninu og stafaði lyktin frá gosmekkinum á Vatnajökli. Hæg norðanátt var þá komin eftir hávaðarok sem staðið hafði frá því seint i gærkvöldi. í gærkvöldi hafði mjög fjölgað i liði vatnamælingamanna á Skeiðar- ársandi og sagði Snorri Sophanías- ^ " son að ekki veitti af. „Ef hlaupið vex eins hratt og menn óttast höfum við varla hafa við að mæla. -ERS Fjórir menn ákærðir fyrir fjölda stórinnbrota í sumar: Gull- og skart- gripaþjófnaðir upp á 22 milljónir - einn ákærður fyrir að berja mann með öxi í höfuðið Fjórir Reykvíkingar á aldrinum- 33-36 ára hafar verið ákærðir fyr- ir innbrot og þjófnaði þar sem þeir stálu á tveggja mánaða tímabili síðastliðið sumar verðmætum, mestmegnis guOi, skartgripum og málverkum, upp á samtals um 22 milljónir króna. Einn sakboming- anna er einnig ákærður fyrir að hafa í íbúð við Kleppsveg slegið mann tvö högg með öxi í höfuðið þannig að hann féll I gólfið og lát- ið höggin síðan dynja áfram á manninum eftir það. Stærstu sakarefnin vegna inn- brotanna eru gegn tveimur mann- anna. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotist inn í húsnæði Mod- elskartgripa við Hverfisgötu að- faranótt 4. ágúst. Þar var látið til -skarar skríða og miklu af skart- gripum stolið - að andvirði tæp- lega 7,5 milljónir króna. Samkvæmt sakargiftum létu fjórmenningarnir einnig greipar sópa í sumar með þvi að brjótast inn í einbýlishús, raðhús og önnur híbýli á Seltjarnamesi, í Mosfells- bæ, Breiðholti, Fossvogi og Holta- og Brúnahverfi í Reykjavík. Skart- gripir voru greinilega það sem þeir sóttust helst eftir auk annarra muna eins og til dæmis mynd- bandstökutækja. Einum mann- anna er t.a.m. gefið að sök að hafa farið inn í raðhús við Norðurbrún og stolið þaðan tíu málverkum og öðrum verkum fyrir tæpar 3,2 milljónir króna. Síðan hafi hann brotist inn á vinnustofu Braga Ás- geirssonar og stolið þaðan teikn- ingum og öðrum verkum sem met- ið var á tæpar 1,4 milljónir króna. Hann og annar em síðan ákærð- ir fyrir að hafa við annað tækifæri farið inn á sömu vinnustofu Braga og þá stolið þaðan 22 málverkum sem metin voru á 2,1 milljón króna. Fjórmenningarnir eru krafðir um samtals rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem þeir unnu í innbrotun- um. Sá sakborninganna sem ákærður er fyrir hina stórfelldu líkamsárás með öxina er krafinn um eina milljón króna í skaðabæt- ur. Fórnarlambið hlaut höfuð- kúpubrot. -Ótt Maureen Reagan ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra sem fékk hana til að halda fyrirlestur í Ráðhús- inu um þögla byltingu kvenna. Það fer greinilega vel á með þeim enda kjarnakonur á ferð. DV-mynd Pjetur L O K I Veðrið á morgun og á mánudag: Breytileg áttá landinu Á morgun og á mánudag verður breytileg átt á landinu, lengst af fremur hæg. Þriggja til átta stiga hiti verður og skúrir á láglendi en hiti nálægt frostmarki og dálítil él á miðhálendinu. Veðrið í dag er á bls. 61 Lögreglan í Keflavík gerði verulegt magn af bruggi og bruggtæki upp- tæk. DV-mynd ÆMK Brugg og bruggtæki gerð upptæk DV, Suðurnesjum: Lögreglan í Keflavík handtók mann í fyrradag vegna bruggtækja sem maðurinn hafði komið upp í fyrirtækishúsnæði í bænum. Lög- reglan fann á staðnum 129 lítra af landa og 170 lítra af gambra og gerði það allt upptækt auk bruggtækja. „Maðurinn játaði við yfirheyrslur aðild að málinu og hefur verið sleppt. Málið telst nú að fullu upp- lýst,“ sagði Stefán Thordersen, rannsóknarlögreglumaður í Kefla- vik, við DV um málið. -ÆMK Maureen Reagan: Faðir minn á góð- ar minningar „Þetta var og er ekki spurning hjá föður mínum um sigur eða tap heldur skipti það máli að koma ein- hverju í framkvæmd. Ég tel leið- togafundinn hafa markað tímamót og var án efa upphaf að endi kalda stríðsins," sagði Maureen Reagan, dóttir Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, í samtali við DV en hún kom til landsins í tilefni af 10 ára afmæli leiðtogafundarins í Höfða. Maureen sagði að faðir sinn ætti góðar minningar frá Reykjavíkur- fundinum. Hann hefði því gjarnan viljað hafa komist núna en forsetinn fyrrverandi glímir við Alzheimers sjúkdóminn. Maureen sagði að þrátt fyrir allt væri faðir sinn við góða heilsu. Hann færi dag- lega á skrifstofu sína og léki golf nokkrum sinnum í viku. Maureen hélt fyrirlestur í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær um „þögla byltingu kvenna“ um allan heim. „Konur eru um allan heim að komast til aukinna áhrifa, bæði í stjómsýslunni og þjóðfélaginu al- rnennt," sagði Maureen. -bjb Kvöld- og helgarþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.