Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 Fréttir___________________________________________*>v Ástandið er orðið mjög slæmt á Hlemmi, segir gæslumaður: Uppdópað og útúrdrukkið fólk betlar af vegfarendum - fá úrræði en óþolandi ástand, segir lögreglan Ástandiö á Hlemmi er óþolandi og þaö er slæmt aö börnin okkar skuli þurfa aö horfa upp á þessa menn í misjöfnu ásigkomulagi, segir lögreglan. Umsjónarmaöur á Hlemmi segir uppdópaða og útúrdrukkna betlara á staönum. DV-mynd ÞÖK „Hér rikir afar slæmt ástand og mér sýnist sem þaö sé verra nú en oft áður. Hér hangir uppdópað og útúrdrukkiö lið og betlar af vegfar- endum og fólk kvartar við okkur. Við rekum þennan lýð út og vildum gjama aö lögreglan Qarlægði það frá húsinu. Þetta fólk er öllum til ama,“ segir Gunnar Friðjónsson, gæslumaður á Hlemmi. Gunnar segir ástandið alvarlegt þegar ungir foreldrar með korna- böm geti ekki farið inn á salernin á Hlemmi án þess að eiga á hættu að koma að fólki að sprauta sig. Hann segir að nokkuð beri á því að geð- fatlað fólk sé í hópi betlaranna. „Við höfum margsinnis kvartað til lögreglunnar og fyrir hefur kom- ið að liðsmenn hennar sem hingað hafa komið hafi neitað því aö fjar- lægja þetta fólk. Þetta er verst þegar liðið er á mánuðinn því þeir sem hafa einhveijar bætur frá félags- málastofnun eru löngu búnir með þær þegar hallar að mánaðamótum. Ég hélt að betl væri bannað á ís- landi og lögreglan eða borgaryfir- völd verða að grípa hér inn í,“ segir Gunnar. „Við skiljum ekki hvernig á því stendur að þessi kvörtun skuli ber- ast til ykkar því við emm með mann á þessu svæði nánast allan daginn og gæslumennimir þurfa ekki annað en að lyfta símtóli og þá erum við komnir," segir Eiríkur Beck hjá lögreglunni í Reykjavík. Eiríkur stjómar þeim mannskap sem hefur eftirlit með svæðinu í kringum Hlemm. „Ég viðurkenni að úrræðin eru fá og felast í því að koma mönnum sem áreita vegfarendur af þessu svæði. Við getum samt ekki sett þá inn í geymslur að ástæðulausu. Ástandið er óþolandi og það er slæmt aö hömin okkar skuli þurfa að horfa upp á þessa menn í mis- jöfnu ásigkomulagi. Okkar starf er að þjónusta almenning og vonumst við til þess að geta gert það svo vel sé,“ segir Eiríkur og bætir við að forvamarfulltrúi lögreglunnar vinni gott starf en hann geti vita- skuld ekki hjálpað þeim sem ekki vilja hjálp. Formaður félagsmálaráðs, Guð- rún Ögmundsdóttir, sagði sér ekki vera kunnugt um eitthvert ástand við Hlemm, engin skýrsla hefði borist ráðinu þar að lútandi. Hún sagðist vitaskuld vita af því fólki sem þafna væri en erfitt væri um vik því þetta væri fullorðið fólk og fijálst ferða sinna. Ekki væri hægt að loka það inni gegn vilja þess. Margt hefði það án efa farið í marg- ar meðferðir og dvalið i þeim skýl- um sem standi þvi til boða og hugs- anlega jafnvel komið sér þar úr húsi vegna hegðunar sinnar. „Ég veit að Geðhjálp hefur unnið gott starf fyrir sitt fólk og ég mun að sjálfsögðu taka þetta upp í félags- málaráði. Við höfum átt gott sam- starf við lögregluna um þessi mál og munum örugglega reyna að sjá hvað þama er á ferðinni og hvað hægt verði að gera,“ segir Guðrún Ög- mundsdóttir. -sv Albert Eymundsson skólastjóri hættir í bæjarstjórn: Telur rangt að skólastjórar sitji í bæjarstjórn „Þetta er álitamál og það getur hver og einn haft sína skoðun á þvi hvernig eigi að hátta þessum mál- um. Mér finnst einfaldlega ekki hægt að vera sífellt að víkja af fundum þegar jafn umfangsmikil og mikilvæg mál eins og skólamál eru til umræðuf Mér finnst heldur ekki vera viðeigandi að ég sitji í bæjarstjórn þar sem fjallað er um málefni þriggja annarra skóla en þess sem ég er skólastjóri í,“ segir Albert Eymundsson, skólastjóri Hafnarskóla og formaður bæjar- ráðs á Höfn í Hornafirði en hann hefur ákveðið að hætta í bæjar- stjórn Hafnar, enda telur hann óeðlilegt að hann sem skólastjórn- andi sitji þar eftir að sveitarfélög fengu forræði yfir skólunum. Málin eru rædd óformlega Hann segir að þó að skólasfjóm- endur sem sitja jafnframt í bæjar- stjómum víki af fundum dugi það ekki til að hlutunum sé stjórnað þannig að viðeigandi sé. „Auðvitað tala menn saman á óformlegum nótum þegar þeir standa að meiri- hluta í bæjarstjórn, það er fullkom- lega eðlOegt. Því eru menn bara að fría sig við stjómsýslukærur þegar skóla- stjómendur sem sifja í hæjarstjórn- um víkja af formlegum fundum bæjarstjórna. Albert segir að ákvörðim hans hafi ekki verið illa tekið. „Ég hætti í bæjarstjóm einungis vegna þess . að mér finnst ekki viðeigandi að ég » sem skólastjóri sitji þar. Samstarfs- menn mínir virða skoðanir mínar þó að þeir séu kannski ekki allir 1 sammála mér,“ segir Albert. -JHÞ Dagfari Komast þær á sjens? Tuttugu konur tóku sig saman um helgina og hittust úti í Viðey. Sumar tóku með sér bömin, aðrar prjónana og sumar höfðu með sér ýmiss konar pappír og prentað mál til að lesa upp úr. Þessi Viðeyjar- ferð var kölluð landsfundur Kvennalistans. Böm úr Grafarvogi héldu líka út í Viðey þessa sömu helgi. Þau vom mun fleiri. Þau kölluðu ferðalag sitt ferð út í óvissuna. Líklega hefði verið skynsamara fyrir konurnar tuttugu að kalla dvöl sína i eyjunni ferð út í óviss- una. Sjaldan hefur rikt jafnmikil óvissa um framtíð eins stjómmála- flokks og Kvennalistans um þessar mundir. Konur eru hættar að nenna aö sinna þessum flokki og flokkurinn sjálfur er farinn að íhuga það alvarlega að mynda kosningabandalag með karlaflokk- um til að halda lífi. Upphaflega var Kvennalistinn stofnaður til höfuðs þeim stjórn- málaflokkum sem fyrir vom í land- inu. Það stafaði af óánægju kvenna með sinn hlut i þeim flokkum og þjóðfélaginu almennt. Nú er Kvennalistinn búinn að starfa á annan áratug og árangurinn er sá að þijár konur sitja á þingi fyrir þann flokk á sama tíma og konum hefur stórfjölgað meðal þingmanna annarra flokka. Að því er varðar stööu kvenna í þjóðfélaginu al- mennt má segja að ástandiö sé öilu verra heldur en þegar Kvennalist- inn hóf störf. Kvennalistakonur em famar að átta sig á þessu. Þær sjá að fram- ganga þeirra hefur skaðað konur í jaftiréttisbaráttunni og telja nú tímahært að hefja viðræður við aðra flokka um sameiginleg fram- boð. Þær sjá að þaö gæti hugsan- lega hjálpað Kvennalistanum til að komast hjá þvi að lognast út af án þess að það opinberist að flokkur- inn hafi ekkert fylgi. Þannig hefur upphaflega bar- áttumálið um aðskilda jafnréttis- baráttu snúist upp í andhverfu sina með því að beijast nú fyrir því að konur sameinist öðram flokk- um. Annað vandamál blasir við þing- flokki Kvennalistans. Þær þijár konur sem sitja á þingi fyrir Kvennalistann komast ekki yfir að lesa öll þingskjöl. Þær hafa ekki tök á því að setja sig inn í öll mál. Sú hugmynd var sett fram í Viðey aö þingkonunum væri hlíft við þvi að ræða önnur mál en þau sem snúa að kvennabaráttunni. Þessari hugmynd var hafnað af meirihluta þeirra tuttugu kvenna sem sátu í Viöey um helgina. Skila- boðin era sem sé þau að konur eiga að hætta að einbeita sér að jafnrétt- ismálum en snúa sér að þjóðmál- um eins og aðrir þingmenn. Kvennalistinn vill með öðrum orð- um að stefhumál þeirra séu þátt- taka í umræðum um vegamál og Evrópumál og veiðileyfagjald en gleyma öllu kjaftæðinu um kven- j réttindi og stöðu kvenna sérstak- lega. Enda hefur enginn áhuga á þeim og alls ekki konur. Sér í lagi \ ef Kvennalistinn á að starfa áfram og höfða til kvenna. Þá verður Kvennalistinn að hætta að tala um jafhréttismál og snúa sér að öðrum þingmálum sem kemur konum ekkert við. Nema þá sem almenn- um samborguram. Þetta útspil auðveldar konum að leggja flokk sinn niður í kosning- ahandalagi við þá sem gera ekkert með kvenréttindamál og eru í stjómmálum til að hafa skoðanir á sijómmálum. \ Þær tuttugu konur sem eftir era hjá Kvennalistanum héldu út í óvissuna um framtíð Kvennalist- j ans og héldu aftur heim úr Viðey í enn meiri óvissu. Þær þurfa á körl- um og karlaflokkum að halda til að i lifa kvenréttindabaráttuna af. Hver býður best? Hvaða karlar eru til- búnir að leggja lag sitt við konur sem bjóðast á ódýra markaðnum? Komast þær á sjens? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.