Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
13
A5 halda vöku sinni
Efnahagslif þjóð-
arinnar er að rétta
úr kútnum. I
málmiðnaði er
mikið að gera og
skortur á vinnu-
afli. Sömu sögu er
að segja viðar.
Vert er að hafa
uppi nokkur vam-
aðarorð á þessum
tímamótum. Mikil
hætta er á að menn
verði of fljótir að
leiða hugann frá
samdrætti undan-
farinna ára og
sofni því á verðin-
um. Að áhuginn á
eflingu atvinnulífs
dvíni um leið og
uppsveiflan tekur
við. Þetta gerðist á
sínum tíma í kjölfar samdráttarár-
anna eftir 1967. Þá voru meðal
annars stofnaðar atvinnumála-
nefndir viða um land til að tryggja
viðbúnað gegn atvinnuleysi.
Svo virðist sem fljótt hafi dofn-
að mjög yfir starfsemi margra
þessara nefnda þegar betur fór að
ára. Allténd var það kerfi sem
þannig var komið upp á sínum
tíma ekki tilbúið með nægjanleg
úrræði þegar í harðhakkann sló
nú nýlega.
Efling atvinnulífs er viðvar-
andi verkefni
Þetta undirstrikar það að efling
atvinnulífs er viðvarandi verkefni.
Engu skiptir hve vel gengur á
hverjum tíma, hvert einasta fyrir-
tæki og hver einasti starfsmaður
þarf að halda vöku sinni án afláts
í þessum málum. Ávallt þurfa að
vera tiltæk ný verkefni þegar sam-
dráttur verður í því hefðbundna.
Engin afsökun er fyrir því að
sofa á verðinum þegar
vel árar. Einmitt þá er
helst ástæða til þess að
vinna að þróun nýrra
úrræða því þá er auð-
veldara að fjármagna
slíka vinnu en
endranær.
Lítill viðbúnaður
Samdrátturinn sem
hófst fyrir nokkrum
árum kom flatt upp á ís-
lendinga. Mjög langan
tíma hefur tekið að
bregðast við og þróa eða
taka upp ný úrræði.
Þetta verk virðist nú
komið í nokkum gang.
Eitt dæmið er hið ágæta
átak sem Reykjavíkur-
borg kynnti nýlega
hvað viðvikur atvinnu-
klúbbum. Hér er á ferðinni að-
ferðafræði sem þekkt hefur verið
mjög lengi og reynst hefur mjög
vel erlendis. Búast má við þvi
sama hér á landi.
Óskastaðan í þessu efni er á
hinn bóginn sú að nánast öll til-
tæk þekking af þessu tagi berist
umsvifalítið hingað til lands og að
húið sé að vega og meta hana
löngu áður en
til samdráttar
kemur. Næg úr-
ræði væru því
ávallt tiltæk og
ekki þyrfti að
líða langur tími
meðan beðið
væri eftir því að
menn næðu átt-
um. Það eina
sem gera þyrfti
væri að fram-
kvæma fyrir-
framgerðar áætlanir.
Almannavarnir í atvinnu-
málum
Þannig starfa Almannavamir
ríkisins. Hjá þeim er unnið lofs-
vert starf í kyrrþey og án afláts
allan ársins hring. Um leið og
hörmungar steðja að þá er gripið
til viðeigandi áætlana og úmæða.
Enginn tími tapast í bið eftir úr-
ræðum.
Það sem íslendingar þurfa að
gera er að þróa eins konar al-
mannavarnakerfi í atvinnumál-
um. Slíkt kerfi þarf ekki og á ekki
að vera miðstýrt með sama hætti
og Almannavamir ríkisins. Það á
ekki að taka fmmkvæði frá ein-
staklingum og fyrirtækjum eða
stofnunum. Það á á hinn bóginn
að tryggja að frumkvæði þessara
aðila sé sívirkt, að enginn sofni á
verðinum.
í þessu efhi getur ríkisvaldið
gegnt mikilsverðu hlutverki, sem
er mun víðtækara en það hefur
gert hingað til. Þetta aukna hlut-
verk þarf ekki að fela í sér sértæk
eða mikil afskipti. Ríkið getur
stuðlað að eflingu atvinnulífs án
þess að vera með fingurna í ein-
stökum málum. Hræðsla við það
að aukið hlutverk leiði sjálfkrafa
til sértækra og óæskilegra afskipta
er ástæðulaus.
Sama skoðun kemur fram í
Grænbók Evrópusambandsins um
nýsköpun sem nýlega var til um-
fjöllunar hér á landi. Þar er árétt-
að að hið opinbera hafi mikilverðu
hlutverki að gegna til að hvetja og
örva fólk til dáða í atvinnulífi.
Samkvæmt þessu er það eitt að
skapa atvinnulífi góð almenn efna-
hagsleg skilyrði ekki nóg. Meira
þarf til.
Jón Erlendsson
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upp-
lýsingaþjónustu Háskól-
ans
„Ríkið getur stuðlað að eflingu
atvinnulífs án þess að vera með
fmgurna í einstökum málum.
Hræðsla við það að aukið hlut-
verk leiði sjálfkrafa til sértækra
og óæskilegra afskipta er
ástæðulaus. “
Nútíma þrælahald
Þegar bankastjórar hafa með óá-
byrgum hætti lánað hundruð
milljóna, og þau reynast töpuð, þá
segja þeir ekki, við erum með svo
há laun vegna þess að við vinnrnn
mikil ábyrgðarstörf, við tökum
a.m.k. hluta af tapinu á okkur og
vegna þessara mistaka okkar segj-
um við upp svo unnt verði að ráða
skynsama fjármálamenn á lægri
launum í störf okkar. Þetta segja
hinir ábyrgu og
ábúðarmiklu
bankastjórar ekki.
Þeir segja: það
verður að segja
upp ræstingarfólk-
inu og endurráða
hluta þess aftur.
Við verðum líka
að hækka vextina.
- Þannig náum við
af almenningi því
fé sem þarf til að
leiðrétta flónsku-
verk okkar. Þetta segja þeir auð-
vitað ekki upphátt.
Svipuhaldararnir
Aðferöin við að koma á þræla-
haldi fer vissulega fram með finni
aðferðum en þessari. Núna er t.d.
R-listinn áð framkvæma þetta á
sundstöðum borgarinnar. Ræst-
ingafólki er sagt upp vegna þess
sem svo vinsælt er að kalla „end-
urskipulagning". Sú breyting er
gjaman gerð að ræsting tiltekins
húss eða stofnunar er boðin út.
Slíkt hefur færst mjög i vöxt er.da
upp komin fyrirtæki sem gera út á
það að þéna á vinnu ræstinga-
fólks'
Breytingin felst í því að með út-
boðinu fæst t.d. ræsting í tilteknu
borgarhúsnæði fyrir 400 þús. kr. á
mán í stað 500 þús. kr. sem það
kostaði áður. Verktakafyrirtækið
framkvæmir dæmið þannig að það
notar ódýr og vond efni sem jafn-
vel skemma dúka og málningu en
setur starfsfólki jafnframt fyrir
mun stærri stykki en áður.
Þessi störf eru nú, vegna út-
boðastefnu ríkis, borgar og sveit-
arfélaga, nánast orðin dæmi um
nútíma þrælahald. Þar
við bætist að miklar
líkur henda til þess að
fólk sem áður komst af
með ræstingarstörfúm í
fjárhagsbasli við að
eignast íbúð hafi misst
þau störf og þurfi að
leita sér aðstoðar. Hinir
sem enn komast af ertu
í vinnuþrælkun hjá
ræstingaverktökum.
Stuðningfólk R-list-
ans er tæplega að finna
í þeim hópi sem hefur
geð í sér til að þræla út
ræstingafólki. Það er
vissulega aiikaatriði í
þessari sorgarsögu
máttvana verkalýðsfé-
laga því þetta gerist hjá
flestum sveitarfélögum og ríkisfyr-
irtækjum. Endurskipulagning er
töfraorðið, það er sú svipa nútíma
þrælahalds sem miskunnarlaust
smellur á almennu verkafólki.
Svipuhaldararnir eru hálaunað-
ir fræðingar sem sveitast við að
sanna tilverurétt sinn með því að
reka og endurráða alls konar þjón-
ustufólk ríkis og sveitarfélaga.
Verkafólk þorir ekki lengur að
standa á rétti sínum, óttinn við
endurskipulagningarböðlana held-
ur því i greipum þrælahaldsins.
Þýðingarmikið bar-
áttumál
Spenna eykst í þjóð-
félaginu. Fjöldi
fólks útkeyrt af of
miklu vinnuálagi
en aðrir standa
uppi atvinnulausir
í þeirri sálarangist
sem því fylgir.
Nokkrir verktakar
græða, en einnig er
hluti þeirra á helj-
arþröm vegna ör-
væntingarfullra
niðurboða.
I öllu þessu skipu-
lega þrælahaldi al-
mennings verður
þess ekki vart að
þeir sem betur
megá taki nokkra byrði. Ekki
verður þess vart að yfírmönnum
fækki.
„Jeppaliðið" gætir sinna hags-
muna. Það verður að fækka ræst-
ingafólkinu. Hafa vinstri öflin al-
gerlega gefist upp fyrir markaðs-
öflunum? Eru ekki lengur til
verkalýðsfélög sem gæta félags-
manna sinna?
Barátta gegn útboðum ætti að
vera þýðingarmikið baráttumál í
komandi átökum á vinnumarkaði.
Kristinn Snæland
„Hafa vinstri öflin algjörlega gef-
ist upp fyrir markaðsöfíunum? Eru
ekki lengur til verkalýðsfélög sem
gæta félagsmanna sinna? Barátta
gegn útboðum ætti að verða þýð-
ingarmikið baráttumál í komandi
átökum á vinnumarkaði.u
Kjallarinn
Kristinn Snæland
leigubifreiöastjóri
Með og
á móti
Á fiskveiðiárið að fylgja al-
manaksárinu?
Aukið
hagræði
„Meðal kosta við að láta kvóta-
árið byrja 1. september í stað
þess að láta það fylgja almanaks-
árinu eru að kvótaáramótin eru
ekki á sama tíma og reiknings-
skil fyrirtækja fara fram, en þau
fylgja oftast
almanaksár-
inu. Þetta þýð-
ir að álagið
sem venjulega
fylgir áramót-
unum dreifist.
Þá fylgir kvóta-
árið, eins og
það er nú, bet-
Ur tímabilum í útgeröarstjóri á
veiðiskapnum, Dal"
en í honum eru mi :W
mun ákveðnari skil á haustin
heldur en um áramót. Ef ætti að
breyta því þyrfti að taka upp sér-
stakt fjögurra mánaða aukatíma-
bil frá 1. sept. til 31. des. sem
hefði i fór með sér mikil vand-
kvæði. Áður en kvótaárið var
fært til núverandi horfs var gef-
inn út átta mánaða kvóti og var
mismunandi hvemig hlutdeildin
í átta mánaða kvótanum jafnað-
ist niður á milli skipategunda
fyrir fjögurra mánaða tímabilið
og ef ætti að taka það upp á ný,
þá held ég að vandræðin yrðu
meiri en hagræðið. Ég sé ekki að
það sé neitt vandamál að hafa
þetta eins og það nú er, auk þess
sem menn hafa nú tvenn áramót
og tvöfalt tilefni til að skjóta upp
flugeldum og gera sér glaðan
dag. Það voru vandkvæði á að
breyta fiskveiðiárinu til núver-
andi horfs og ef ætti aftur að
breyta, þá væri bara verið að
endurtaka þau auk þess að búa
til ný.“
Emil Thoraren&en,
útgeröarstjóri á
Eskifiröi.
Óhagræði
og rugl
„Reynslan hefur sýnt að engin
hagræðing eða kostur er fólginn
í því að vera með fiskveiðiárið á
skjön við almanaksárið. Hins
vegar eru talsverð óþægindi,
óhagræði og mgl samfara því að
vera með fisk-
veiðiárið á
þeim tíma sem
nú er. Kvótaár-
ið getur valdið
því að saman-
burður á
rekstri skipa
milli tveggja
almanaksára
er óraunhæf-
ur. Þá má _____
benda á að fyr-
irtæki sem hafa viljað hámarka
hagnað sinn um áramót hafa ver-
ið að kaupa kvóta í lok alman-
aksársins og á þann hátt spennt
upp kvótaverð bæði í leigu og
sölu. Þegar rætt er um hvað hafi
fiskast á árinu verða menn að
byrja að stemma sig meö hvort
þeir em að tala um almanaksár-
ið eða fiskveiðiárið. Þetta er ein-
tóm hringavitleysa. Útgerðar-
menn eru að dandalast með að
minnsta kosti þrenn áramót á
hverju ári: hið almenna fisk-
veiðiár, fiskveiðiár loðnuskipa
og svo almanaksárið. Enda þótt
því hafi verið haldið á lofti aö
heppilegast sé að mæta kvóta-
leysi á sumri, má færa sterkari
rök fyrir því að skynsamlegra sé
að mæta kvótaleysinu i svartasta
skammdeginu að vetri til þegar
veður eru verri og dýrara er að
gera út og sækja fiskinn. Þetta
var algert Delerium búbónis á
sínum tíma að færa kvótaárið á
skjön við almanaksárið. Þetta sjá
allir núna og eins gott að þeir
þori að viðurkenna það í verki.“
-SÁ