Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 27 Fréttir ^ Suðurnes: Utboðin launalækkun og atvinnuleysi eykst - segir Kristján Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins DV, Suðurnesjum: „Hér er töluvert atvinnuleysi - tölumar eru alltof háar þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórnarmanna og ráðamanna í þjóðfélaginu um batnandi hag og betra gengi. En samt breytast tölur atvinnulausra lítið - ef eitthvað er sýnist manni það vera að aukast,“ sagði Kristján Gimnarsson, formaður Verkalýðsfé- lags Keflavíkur og nágrennis, við DV. Kristján segir fjölda fólks vinna hlutastörf og vera á atvinnuleysi- skrá með sáralítilli vinnu. „Það eru ákveðin fyrirtæki sem nánast gera út á atvinnuleysitrygg- ingasjóðinn. Fólkið vinnur kannski í 30% vinnu og er svo á atvinnuleys- isbótum á móti. Það er nánast ógjömingur að finna vinnu fyrir þetta fólk, það er því miður alltof margt - og mest konur.“ „Þessar útboðsaðferðir á Kefla- víkurflugvelli hafa bara haft það í för með sér að verið er að bjóða út vinnulaun fólks. Svokallaðir verk- takar eru látnir bjóða í verkin og láta reyna á hvað þeir treysta sér til að lækka launin. í flestum tilvikum er það bara launaliðurinn sem ver- ið er að bjóða út af hálfu vamarliðs- ins sem hefur i för með sér launa- lækkun fyrir fólk. Svo heyrir maður að einhver draugagangur sé í gangi hjá íslensk- um aðalverktökum á Keflavikur- flugvelli um frekari uppsagnir; án þess að ég hafi fengið tilkynningar til min á borðið. En við fáum aldrei upplýsingar fyrr en þær eru til- kynntar starfsmönnum," sagði Kristján. -ÆMK Slökkvilið Reykjavíkur: Sjúkraflutn- ingamenn læra á hjarta- stuðtæki í ársskýrslu Slökkviliðs Reykja- víkur fyrir árið 1995 kemur fram að merkur áfangi hafi náðst í mennt- unarmálum sjúkraflutningamanna þvi 43 útskrifuðust á árinu með rétt- indi til að nota hálfsjálfvirkt hjarta- stuðtæki. Fram að þessu hafa einungis læknar mátt nota þetta tæki en stefnt er að því að það verði í öllum sjúkrabílum liðsins. Það eykur verulega lífsvonir sjúklings í hjarta- stoppi að slíkt tæki sé í fyrsta bíl sem kemur á vettvang og að áhöfn- in hafi þekkingu til að beita því. Heilbrigðiseftirlitið hefur viður- kennt nám sjúkraflutningamanna frá háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum og hefur komist á gott samstarf við deild innan skól- ans, Center for Emergency Med- icine. Slökkviliðið í Reykjavík hefur nú leyfi til þess að útskrifa sjúkraflutn- ingamenn með svokölluð EMT rétt- indi og er eini aðilinn utan Banda- ríkjanna sem hefur slík réttindi. -sv Bylting í DV.Vík: „Með tilkomu nýja hússins kem- ur starfsemi björgunarsveitarinnar til með að stóreflast. Nú verður hægt að koma öllum tækjum henn- ar fyrir undir sama þaki og dytta að þeim án þess að vera stöðugt á hrak- hólum ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Grétar Einarsson, formaður björgunarsveitarinnar Vikverja. 26. október var formlega tekið í notkun nýtt húsnæði undir starf- semi björgunarsveitar SVFÍ, Vík- verja. Þetta 320 m2 hús kemur í stað annars sem sveitin átti en var að- eins 100 m2 að stærð. Víkverji er orðinn tæplega 60 ára. Sveitin var upphaflega stofnuð vegna tíðra skipsstranda við hina sendnu strönd V-Skaftafellssýslu og vegna hættu sem stafaði af óbrúuðum jök- ulám. Grétar segir að það sem upp úr standi í starfseminni gegnum árin séu mörg stór útköll til hjálpar- starfa og leita, vel heppnaðar samæfingar með nágrannasveitun- um og nú síðast kaupin á hinu nýja húsi. Þau eru að mestu fjármögnuð með vinnu félaga um verslunar- mannahelgar og við sölu á flugeld- um og jólakortum, svo eitthvað sé nefnt. Þá fékkst styrkur frá SVFÍ og Mýrdalshreppi. í Víkverja eru nú 37 Margrét Þórisdóttir, starfsmaöur Napa, þreif skrokkana af mikilli natni. Ljósmynd Búi Bjarnason Vík í Mýrdal: starfsemi Víkverja aðalmenn á útkallslista og 12 á vara- mannalista. „Sveitin er vel búin. Hér er allt mögulegt, nema kannski vantar okkur helst fallhlifarstökkvara. En við erum útbúnir til að bjarga úr strandi, til hjálparstarfa vegna ófærðar, hvort sem er vegna snjóa og sandbyls, og leitarstarfa á sjó og landi. Við þurfum að vera viðbúnir hvers kyns útköllum. Við eigum mjög gott samstarf við aðrar sveitir. í björgunaraðgerðum er þeim stjórnað af svæðisstjóm sem skipuð er félögum frá öllum björgunar- sveitum í sýslunni. Það eru haldnar samæfingar með nágrannasveit- um,“ sagði Grétar. - Nú tengja margir Vik við Kötlu- gos. Eruð þið með tilbúna björgun- aráætlun í sambandi við Kötlu? „Það er til nákvæm starfsáætlun ef til umbrota i Kötlu kemur, þar hefur hver félagi sitt verkefni." -NH Grétar formaöur tekur á móti gjöfum viö vígsluna. DV-mynd NH Patreksfjörður: Óvissa með sláturfélagið DV, Patreksfirði: Síðustu lömbunum á þessari slát- urtíð var slátrað hjá Sláturfélaginu Napa á Patreksfirði 15. október. Að sögn Odds Guðmundssonar var heldur færra fé slátrað nú en í fyrra en þá var slátrað um 2.700 fjár. Síðasta vetur starfrækti Napi kjötvinnslu á Patreksfirði en Oddur sagði nokkra óvissu með framhald- ið í vetur. Menn væru að berjast við að reyna að halda velli eða kannski öllu heldur að halda húsinu. Ekki er heldur ljóst hvort eitthvað verður um stórgripaslátrun á næstunni og sagði Oddur að menn héldu að sér höndum á meðan mikið framboð væri af kjöti á markaðnum. - HKr. MIÐVIKUDAGAR Aukablöð DV hefur um árabil lagt mikla áherslu á útgáfu aukablaða sem sinna sérstækum áhugasviðum lesenda. Allst eru gefin út um 30 aukablöð á ári, blöðin eru mjög fjölbreytt og skemmtileg og má hér nefna dæmi um nokkur vinsæl aukablöð: Matur og kökur, Gjafahandbækur DV, Tölvur, Útivist, Garðar og gróður, Bílar, Bækur, Húsbúnaður o.fl. Lesendur geyma gjarnan þau blöð sem fjalla um áhugasvið þeirra. \i Lífsstíll: DV fjallar öðru hverju um lífsstíl í blaðaauka á miðvikudögum. Sem dæmi um DV lífsstíl má nefna umfjöllun um skólatísku og fatnað, vetraríþróttir, vélsleða og jeppa o. - skemmtilegt blað fyrir þig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.