Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 JL#'V'
4 *
íttir
•k ★
Sigurjón Sighvatsson, eigandi kvikmyndafyrirtækisins Lakeshore Entertainment:
í hópi 100 „heitustu"
manna í Hollywood
- samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Buzz
Sigurjón Sighvatsson, kvik-
myndafl'amleiðandi og eigandi
Lakeshore Entertainment, er í
hópi 100 „heitustu" manna í
Hollywood samkvæmt nýlegri
úttekt tímaritsins Buzz sem gef-
ið er út í Los Angeles í milijón-
um eintaka. Tímaritið birtir
þessa úttekt árlega og er Sigur-
jón áreiðanlega fyrsti íslending-
urinn sem kemst á þennan góða
lista. Þar eru þeir einstaklingar
sem talið er að eigi bjarta fram-
tíð fyrir sér i Hollywood og eru
áhrifavaldar, hver á sínu sviði.
Sigurjón er í hópi heims-
þekktra listamanna í úttektinni
og nægir að nefna nöfn eins og
Bruce
Spring-
steen,
Nicolas
Cage, Ang-
ela Bas-
sett, Sean
Penn,
Samuel L.
Jackson,
Jennifer
Jason
Leigh og
leikstjórann Wes Craven. Sá sem
Buzz telur þann allra „heitasta"
í Hollywood er leikarinn Kevin
Spacey. Það eru ekki eingöngu
fólk úr kvikmyndaheiminum
sem komast á lista hjá Buzz
heldur einnig tónlistarmenn,
myndlistarmenn, íþróttamenn,
ijósmyndarar, blaðamenn, rit-
höfundar, listaverkasalar, við-
skiptajöfrar og svo mætti lengi
telja.
Lofsamleg umsögn
í stuttri umsögn í Buzz er far-
ið lofsamlegum orðum um Sigur-
jón. Hann er sagður frumkvöðull
í gerð tónlistarmyndbanda og
eigi auðvelt með að meðhöndla
og samtvinna fagurfræði og fjár-
mál í kringum kvikmyndagerð-
ina. Veðjað er á að með sam-
an Rescue
) Wintcr
mtasies
y Mclncrney
Ian Schragcr
RACY
Forsíða tímaritsins Buzz þar sem út-
tekt er gerð á 100 „heitasta" fólkinu
i Hollywood.
starfi Lakeshore með Para-
mount Pictures eigi hann eftir
aö fara ótroðnar slóðir í frum-
skógi kvikmyndaiðnaðarins.
Sigurjón sagði í samtali við
DV að vitanlega væri það heiður
fyrir sig að komast á þennan
lista. Buzz væri þekkt tímarit,
eitt það stærsta á vesturströnd-
inni, og þessi árlegi listi vekti
ávaUt mikla athygli.
Sigurjón sagði aðspurður að
reksturinn hjá Lakeshore gengi
vel um þessar mundir. Margar
spennandi myndir væru í fram-
leiðslu sem fi-umsýndar yrðu á
næsta ári.
-bjb
Samskipti Neyðarlínunnar hf. og lögreglu á Húsavík:
Opinberrar rannsóknar óskað
DV, Akureyri:
Neyðarlínan hf. hefur óskað eft-
ir opinberri rannsókn á samskipt-
um Neyðarlínunnar og lögregl-
unar á Húsavík vegna beiðni um
neyðaraðstoð sem barst Neyðar-
línunni í síðasta mánuði. Beiðnin
kom frá Hrossaborgum í öxar-
firði og segist Eiríkur Þorbjöms-
son, framkvæmdastjóri Neyðar-
línunnar, geta staðfest að þannig
hafi beiðnin farið áfram tU lög-
reglunnar á Húsavík.
í grein í Víkurblaðinu á Húsa-
vík vitnar Eiríkur í ummæli sem
höfð hafa verið eftir Sigurði
Brynjúifssyni, yfirlögregluþjóni á
Húsavík, en Sigurður mun hafa
sagt að boðin hafi ekki verið ná-
kvæmlega staðfest sem varð tU
þess að aðstoð var send að
Hrossaborgum í Mývatnssveit.
Þá segir Eiríkur stór og ábyrg-
aðarlaus orð hafa faUið af vörum
yfirlögregluþjónsins um starfsemi
Neyðarlínunnar. „Hér eru stór og
ábyrgðarlaus orð á ferð og það er
með öUu útUokað að Neyðarlínan
geti staðið undir órökstuddu
slúðri af þessu tagi. Ég hef því fyr-
ir hönd Neyðarlínunnar óskað eft-
ir rannsókn á samskiptum starfs-
manna okkar við lögregluna á
Húsavík og að sérstaklega verði
kannað með hvaða hætti mál
gengu fýrir sig í þvi tUviki sem
gert hefur verið að umtalsefni,"
segir Eiríkur í grein sinni. -gk
Heldur óhugnanlegur sleikibrjóstsykur með lirfum fæst nú í mörgum sölu-
turnum landsins og rennur út eins og heitar lummur.
DV-mynd BG
Sleikjó með skordýralirfum rokselst:
Geggjað
fyrirbæri
- segir Ólafur Ólafsson landlæknir
„Þetta fyrirbæri selst vel og það
eru ekki aðeins böm og unglingar
sem kaupa þetta heldur einnig fúU-
orðið fólk,“ sagði eigandi sölu-
tums í Reykjavík í samtali við DV.
„En ég hef lítinn áhuga á því að
smakka þetta sjálfur.“.
Umræddur sleUdbijóstsykur era
kristalglær en í brjóstsykrinum
miðjum er lirfa sem eitt sinn lifði
ágætu lífi en endaði líf sitt inni í
sælgæti. Venjulegur sleikibrjóst-
sykur kostar ekki nema fáeina tugi
króna en umræddur sleikibrjóst-
sykur er seldur á 150 krónur stykk-
ið. Hátt verð virðist hins vegar
ekki koma í veg fyrir góða sölu á
þeim.
„Við fengum send sýnishorn af
þessu, reyndum að rækta sýni úr
þessu og tókum sýnishorn. Þar
sem ekkert athugavert fannst gát-
um við ekki sett okkur upp á móti
þessu,“ sagði Guðrún Gunnarsdótt-
ir, matvælafræðingur hjá Hollustu-
vernd ríkisins. „Þetta virðist til
dæmis vera leyft í Svíþjóð. Hins
vegar hefur þetta verið mikið til
amfjöllunar hjá okkur og við höf-
um verið að leita umsagnar um
þetta fyrirbæri hjá fleiri aðilum,
meðal annars hjá landlækni. Land-
læknir er ekki hrifinn af þessu og
telur jafiivel að það eigi ekki að
leyfa sölu á þessu. Við höfum hins
vegar ekki getað fundið haldbær
rök sem mæla gegn þessu,“ sagði
Guðrún.
„Þetta er geggjað fyrirbæri, en
við erum ennþá með málið í skoð-
un. Hitt er svo annað mál að mat-
arvenjur annarra þjóða era oft
ansi ólíkar okkar. Ég held að þetta
sé ættað einhvers staðar að austan
og íbúum þar finnst margt vera
sælgæti sem okkur finnst viðbjóð-
ur,“ sagöi Ólafur Ólafsson land-
læknir.
Hvemig heldur þú að Kínveijum
yrði við ef þeim yrði boðið upp á
svið eða súrsaða hrútspunga? Ég
held að þetta sé fyrst og fremst
sölutrikk en ef það er algerlega
hættulaust gæti reynst erfitt að
koma í veg fyrir innflutning á
þessu og engin ástæða til þess að
vera með nein læti,“ sagði Ólafur.
mwiiL-
tepdmaíiiuðepw
TILBOD ÞESSI GILDá
^ F.KKl í HEIMSENDINGU
WnBB?T?? • w*, «»mn 14 meðbremur
Aðeius 890.- kl.
ALI/Í AAoíik\440. Kl. V>7A
klLln^ kkm
FYRIRJjA %■ 1
16" pizza 1 stk með Jiremur A ]
Kðeiíis 1440A
tegundum af áleggi að eigin
vali ásamt gosdrykk íyrir alla
Aðeins 1190. kr.
RE STAURANT-PIZZERIA
(
(
(
(
(
(
(
í
i
ú
í
(
i