Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 37
UV LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 Svíar segja álit sitt á íslendingum: sviðsljós Eru skapstyggir, fara ekki í röð og segja ekki takk „íslendingar eru 267 þúsund. Þegar þeir fara á þorraþlót éta þeir hrútspunga og kæstan hákarl. Að því búnu drekka þeir eins og svín þar til fætumir bera þá ekki leng- ur,“ segir í grein eftir Robert Asch- berg í Aftonbladet fyrir skömmu. Að sögn greinarhöfundar eru ís- lendingar miklir villimenn ef þeir eru bornir saman við Svía. Þeir troðast í stað þess að fara í raðir. Þeir halda dyrum ekki opnum og þakka hvorki fyrir sig né segja gjörðu svo vel. Þeir eru þungir í skapi, þrætugjamir og fram úr hófi þjóðemissinnaðir og allir hafa þeir gengið í skóla með Björk. íslendingar eru Albanir Norður- Atlantshafsins sem eru skapstygg- ir og sjálfstæðir. Þeir treysta eng- um öðrum en öðrum íslendingum. Hafið tekru- margan íslendinginn. íslendingar sem flytja til útlanda fara flestir heim eftir sjö ár. ís- lenskum karlmönnum þykir gam- an að slást og rífast. Þessar sögur sagði vinkona Aschbergs honum. Hún á heima í Svíþjóð og segir að stundum hringi til hennar íslendingar og spyrji hvort þeir megi flytja til hennar heimilisfangið til þess að þeir fái bætur frá sænska ríkinu. Þegar hún segir nei verða þeir fúlir. Sam- kvæmt íslenskum hefðum ætti hún að sætta sig við það. Þegar íslend- ingar koma í heimsókn til hennar róta þeir í skápum og öllum eigum hennar. Stundum koma þeir í heimsókn án þess að láta vita af sér og dvelja í tvær vikur. Vinkona Aschbergs giftist sænskum manni. Hann fór í heim- sókn til íslands með henni og öll ættin safnaðist saman til þess að sjá hann. Hver einasta kerling kleip hann í kinnina en með því buðu þær hann velkominn í ætt- ina. Lyklavöld kvenna íslendingur sem verður blankur i Kuala Lumpur leitar uppi annan ís- lending sem hjálpar honum. Það er ekki til á Islandi neitt sem heitir fé- lagslegt kerfl sem jafnast á við það sænska. Ættin sér um það. Þetta er arfleifð frá víkingatímanum, sagði vinkona Aschbergs. íslenskar konur hafa mikið vald sem kallað er lykla- völd. Kjarnaflölskyldan byggist á ömmu, mömmu og barni. Þær hafa lykla að öllum húsunum og sjá þar um allt á meðan karlmennimir eru úti á sjó að leika sér eða ræna og rupla. Þrír pabbar í einni fjölskyldu Vinkona Aschbergs á hvorki meira né minna en tólf systkini en systkinaskarinn á þrjá feður. ís- lendingar eru ekki nákvæmir með trúlofanir og giftingar - þeir eru einfaldlega saman. íslendingar játa aldrei hvor öðrum ást sína og eru ekki notalegir hverjir við aðra. Ef íslenskur strákur segir: „Heyrðu, paddan þín,“ getur stelpan verið viss um að hann er hriflnn af henni. Skírnarnafnið er mikilvægara heldur en föðumafnið, einnig í símaskránni. Ef leitað er að Islend- ingi í símaskránni er skírnamafn- ið fyrst og þarf því að leita að því. íslendingar setja heimsmet í að kaupa bækur vegna þess að þær fara vel í bókahillunni. Ameríkanarnir sem vinna á vell- inum í Keflavík fá ekki að yfirgefa svæðið. Ef þeir gera það berja ís- lenskir karlmenn þá í spað. Amer- íkanarnir byrjuðu með sjónvarps- útsendingar á íslandi. Þá þurftu ís- lendingar lika að fá sjónvarp. Það varð lélegt sjónvarp en Kanasjón- varpið var eftir það bannað. Stunur úr blokkinni íslensk kona stundi svo mikið þegar hún og maðurinn hennar elskuðust að nágrannamir heyrðu það. Eftir sólarhringinn vissu allir á eynni að hún stundi. Allir vita allt um alla á íslandi. Aschberg hefur sjálfur komið til íslands og honum þykir fólkið skemmtilegt. Honum þótti gaman að synda í heitum útisundlaugum á kvöldin og skemmta sér með hinum á Tunglinu. Hann drakk brennivin, sem kallaðist svartidauði, með létt- bjór og man ekki nákvæmlega hvað geröist eftir það. Því meira sem vin- kona hans segir honum um íslend- inga þeim mun meira langar hann þangað. Þýtt og endursagt úr Aftonbladet Að áliti Svíans Roberts Aschbergs eru íslenskir karimenn mikið fyrir að rífast og slást. 45 Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trún- aðarstöður liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11, Hafn- arfirði, frá og með mánudeginum 11. nóvembertil og með fimmtudegin- um 14. nóvember nk. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. nóvember og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin á góðum barna-, dömu-og herrafatnaði laugardag I sunnudagl kl. 10-17 |kl. 13-17 Borgartúni 20 SÍMVAKINN sýnir og geymir símanúmer þess sem hringir hvort sem þú ert heima eða að heiman. Geymir allt að 120 númer með dagsetningu og klukku. Verð kr. 4.490 stgr. htei Siðumúla 37, 108 Reykjavík Sími 588 2800 - Fax 568 7447 r TRYGGING HF. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöpp- um. Bifreiðamar verða seldar í því ástandi sem þær eru og kaupendur skulu kynna sér á staðnum. Subaru Impreza 1996 Opel Astra Caravan 1996 Opel Vecra 1995 Peugeot 205 1995 Peugeot 205 1995 Jeep Cherokee 1994 Skoda Favorit 1991 VW Polo 1991 MMC Colt 1990 Subaru 1800 st 4x4 1989 MMC Lancer 1989 Dodge Aries 1989 Toyota Corolla 1988 Daihatsu Charade 1988 Subaru Justy J12 1988 Daihatsu Charade 1987 Mazda 323 1987 BMW316 1985 Ford Escort 1985 Ford Escort 1984 Mazda 929 1986 Subaru Justy J12 1987 Skoda Felicia 1995 Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 11. nóvember 1996 í Skipholti 35, (kjall- ara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskum skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf. Laugavegi 178, 105 Reykjavfk sími 540 6000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.