Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 JjV Þriðjudagsmorgunninn 5. nóv- ember var ólíkur öðrum morgnum aö því leyti að klukkan hringdi ekki fyrr en klukkan átta en virka daga rísum við feðgar úr rekkju kl. 7. Við hjón vorum boðuð á for- eldrafund í Hagaskóla kl. 9.50 svo Haukur átti því frí og gat sofið út. Eftir disk af AB mjólk, lýsi og Moggann hringdi ég nokkur símtöl fyrir Magnús frænda og vert á Hólmavík en hann og Þorbjörg, eiginkona hans, reka hið glæsilega veitingahús Café Riis. Nú um helg- ina eru villibráðardagar á Café Riis og ég er svona hálfgerður guð- faðir þessa besta veitingahúss Strandasýslu, já og jafnvel Vest- fjarða, og þó víðar væri leitað. Það var meö kvíðablandinni spennu sem við Helga fórum til fundar við Þóru Kristínu kennara í Hagaskóla. Okkur fannst við vera mun lengur inni hjá kennaranum en aörir foreldrar. „Haukur, orm- urinn þinn, þú verður að taka þig á í stærðfræðinni." Ég keyrði Helgu í Blómálfinn. Sjálfur fór ég í myndver til að leggja síðustu hönd á myndband sem við vorum að ljúka gerð á fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Sigmar B. Hauksson segir frá mjög annasömum degi í lífi sínu. Dagur í lífi Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiðifélags Islands: dráttur í hinu frábæra félagshapp- drætti 4. desember næstkomandi. Meðal glæsilegra vinninga er veiðiferð til Kanada. Slakað á í sundi Eftir stjórnarfundinn hélt ég að venju í þann sælureit sem ég sæki í nær daglega, nefnilega Sundlaug Seltjamarness. Þar slaka ég á bæði líkamlega og ekki síst andlega. Lít- ið var um matargerð því Helga kaupmaður og kapítalisti var á fundi hjá Kaupmannasamtökun- um. Við feðgar fengum okkur snarl. Ég fékk mér soðið pasta með góðri ólífuolíu og hvítlauk, einfald- ara getur það varla verið. Ég spjallaði við Rúnar Bachmann, mág minn, um veðurútlitið um helgina og væntanlega veiðiferö. Ákveðið var að athuga málið betur á miðvikudagskvöldið og fá fréttir af snjóalögum og veiði undanfama daga. Það er ekki annað hægt en að fylgjast með fréttum af hinu til- komumikla og stórbrotna hlaupi úr Vatnajökli. Eftir bolla af þrælsterku espresso kaffi settist ég niður og hélt áfram að vinna að skýrslu sem ég er að semja fyrir opinbera Æ fleiri svæði lokast veiðimönnum Barist fyrir landréttarmálum Rúmlega tólf fór smátimi í að ræða við tvo félagsmenn í Skot- veiðifélaginu um landréttarmál. Æ fleiri svæði em að lokast fyrir veiðimönnum. Það sem verra er að í of mörgum tilvikum eru einstak- lingar og jafnvel opinberar stofn- anir að banna veiðar á svæðum sem þessir aðilar hafa ekki yfir að ráða. Landréttarmálin eru að verða eitt af helstu baráttumálum Skotvís og fer mikill tími í þennan málaflokk. Hugmyndin var að fara í léttan hádegisverð á Grænum kosti en til þess var ekki tími því ég þurfti að líta inn í Mega film. Kl. 13 fór ég á fund í svokallaðri Hvammsvíkur- nefnd sem haldinn var í húsnæði Hitaveitu Reykjavíkur. Fundinum lauk kl. 15. Ég hringdi þá í blaða- mann í Boston sem ætlar að senda mér ýmsar upplýsingar um þessa áhugaverðu borg en bráðlega mun ég skreppa þangað og kemur sér þá vel að fá „inside information". Villibráðarkvöld undirbúiö Næsti áfangastaður var skrif- stofa Skotveiðifélagsins. Þar hitti ég starfsmanninn okkar, Hjördísi Andrésdóttur. Hún var að taka til og raða í hillur. Við vorum að flytja i nýtt húsnæði og er ekki búið að tengja símann og taka upp úr kössum. Við Hjördís ræddum ýmis mál. Efst á baugi er „opið hús“ eða rabbfundur sem við hjá Skotvís höldum fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Ráðhúskaffi sem er í Ráðhúsi Reykjavíkur sem kunnugt er. Á fundinum miðviku- daginn 6. nóvember ætlar dr. Ólaf- ur Nielsen að náttúrufræðingur að spjalla um rjúpuna. Þá á að fjalla um öryggismál og ýmislegt annað. Á fundinum 4. desember verður svo fjallað um matreiðslu á villi- bráð. Kl. 16.30 á þriðjudögum er stjómarfundur í Skotveiðifélaginu. En áður en hann hófst gafst mér tími til að erindast aðeins fyrir Magnús vert á Hólmavík. Mat- reiðslumaður á Café Riis á þessu villibráðarkvöldi er ungur og efni- legur matreiðslumaður, Sigurður Magnússon, sem dagsdaglega er matreiðslumaður á Hótel Loftleið- um. Á stjórnarfundinum voru ýmis mál rædd, svo sem dreifing á hinu glæsilega blaði okkar og stofnun um nýjung í ferðageiran- um. Meira er ekki hægt að segja um það mál að sinni. Eftir að Helga kom heim var horft með öðru auganu á David Lettermann. Um miðnættið var svo farið í nátt- fötin og gengið til náða en áður var kíkt í bók. Um þessar mundir er á náttborðinu hjá mér bók er nefnist Eating for Healthy Heart; Explain- ing the French Paradox. Ég nennti ekki að lesa margar síður. Ég þarf að vakna snemma í fyrramálið og skrifa þessar línur fyrir DV um dag í lífi mínu. Finnur þú fimm breytingar? 384 Vinningshafar fyrir þrjú hundruð átthugustu og aðra getraun reyndust vera: Ragnheiður Eliasdóttir Valgerður Björnsdóttir Álftamýri 50 Hólabergi 38 108 Reykjavík lli Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossí á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond- bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 384 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.