Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 58 rernr Morgunverðarfundur Verslunarráðs á Akureyri: Ottast ahrif storiðju a höfuðborgarsvæðinu DVf Akureyri: „Nýtur landsbyggðin góðærisins“ var yfirskrift morgunverðarfundar Verslunarráðs íslands á Akureyri í gær en um 70 manns sóttu fundinn. Ekki kom fram umtalsverður ágreiningur um það á fundinum að landsbyggðin hefur a.m.k. að ein- hverju leyti notið góðærisins til jafns við höfuðborgarsvæðið. Það kom hins vegar skýrt fram að Akur- eyringar óttast þau áhrif sem stað- setning stóriðjufyrirtækja, sem reist verða á suðvesturhomi landsins á næstu árum, muni hafa á búsetu og byggðaþróun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem var einn frummælenda, sagði að takmarkað- ar upplýsingar væru til sem upp- lýstu hvort einstakir hópar þjóðfé- lagsins hefðu notið góðærisins frem- ur en aðrir, t.d. eftir aldri, kyni eða búsetu. Hann hallaðist að þeirri skoðun að landshyggðin hefði feng- ið sinn hluta af „kökunni". Máli sínu til stuðnings sýndi hann tölur um hraðari fækkun fólks á atvinnu- leysisskrá á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Nema Pjónustubítai ^agjandi hú' Kaupmenn við Hafnarstræti og hagsmunaaðilar í miðborg Reykjavíkur efndu til mótmæla í gær og fjarlægðu skiltl þar sem stendur að umferð ann- arra en strætisvagna, leigubíla og þjónustubíla um Hafnarstræti sé bönnuð. Skiltinu var skilað á skrifstofu borgarskipulags en hagsmunaaðilar í mið- borginni eru ósáttir við vinnubrögð borgaryfirvalda f skipulagsmálum. Lög- reglumaður fylgist hér með aðgerðum en þær voru ekki stöðvaðar og um- ferð allra bíla gekk greiðlega um Hafnarstrætið í gær. Óvfst er um framhaid- iö. DV-mynd S afmæli Heildarvelta Janúar - Júní 1995-96 -breyting milli ára í %- Reykjavik 1 1 1 Reykjanes 1 Vesturland 1 Vestfirðlr 1 1 7,8 jÉ 1°,^ Norðurland vestra 1 10SLW Norðurland eystra 10,9- 1 Austurland 1 Suðurland 1 I 7,0^ 1 Vestmannaeyjar 11,1' , i 0 1 1 5 10 MMIWII 25,2 ov 30% Landsbygg&in fær sinn bita Einnig lagði Þóröur ffarn gögn á fundinum sem sýndu breytingu á heildarveltu sex fyrstu mánuði ár- anna 1995 og 1996. Þar kom fram að á höfuðborgarsvæðinu jókst heild- arvelta um 14-15% milli ára sem er umtalsvert meira en í fjórum kjör- dæmum á landsbyggðinni. Hins veg- ar var langmest veltuaukning á þessum tíma á Austmrlandi eða 25,2% og á Norðurlandi vestra 24,4%. Einnig kom fram að heildar- veltuaukning miili ára var svipuð á höfuðborgarsvæöinu og á lands- byggðinni en þar munaði 1,3% höf- uðborgarsvæðinu í vil. Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur sagði að landsbyggðin hefði „í það heila tekið fengið sinn bita af góðæriskökunni“. Tosinu um upp- byggingu og dreifingu opinberrar þjónustu muni hins vegar aldrei ljúka. „Það er ekkert nýtt að koma upp sem bendir til að landsbyggðin sé að verða afskiptari að þessu leyti en hún hefur hingað til verið. Hin ytri skilyrði eru þess vegna í lagi fyrir landsbyggðina," sagði Vil- hjálmur. Kostir og gallar Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Kaupfélags Ey- firðinga, var þriðji frummælandi og sagði hann m.a. að auðveldara væri fyrir fyrirtæki í stóra þéttbýli að sameinast eða hagræða i rekstri en fyrirtæki á landsbyggöinni. Vissu- lega væru einnig kostir við atvinnu- rekstur úti á landi, m.a. að þar væri stöðugt vinnuafl. „Á landsbyggðinni lifum við á landbúnaði, veiðum og vinnslu og á frumþjónustu. Frum- þjónustan sveiflast í beinu hlutfalli af hinum greinunum og allra breyt- inga gætir fyrst á landsbyggðinni. Þess vegna m.a. hef ég alltaf skynj- að umræðuna um veiðileyfagjald þannig að hún snúist einfaldlega um það að færa milljarða frá lands- byggðinni í opinbera forsjá. Mér finnst nánast hlálegt að hlusta á for- sjármenn í sjávarútvegi lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að íjá slíku máls ef hin stóra opinbera móðir mun sjá um að skammta okkur eitt- hvað til baka,“ sagði Jóhannes. -gk Burðarás orðinn annar stærsti hluthafinn í ÚA - keypti hlut Lífeyrissjóðs Einingar í fyrirtækinu DV, Akureyri: Burðarás, eignarhaldsfélag Eim- skipafélags íslands, keypti hlut Líf- eyrissjóðs Einingar í Útgerðarfélagi Akureyringa að nafnvirði 8,7 milij- ónir króna á genginu 6,17. Daginn áður hafði Burðarás keypt hlut Líf- eyrissjóös Norðurlands í ÚA aö nafnvirði 53 milljónir króna á sama gengi. Burðarás hefur því í vikunni keypt hlutabréf í ÚA fyrir um 380 mÚljónir króna. Eftir þessi kaup er Burðarás orð- inn annar stærsti hluthafinn í fyrir- tækinu með ríflega 11% hlut eða að- eins meira en Kaupfélag Eyfirðinga. Akureyrarbær á enn 33% af hlutafé fyrirtækisins og stefnir að því að selja 13% af þeim hlut fyrir áramót, að sögn Jakobs Björnssonar bæjar- stjóra. Það verð sem Burðarás greiddi fyrir hlutabréfin nú í vikunni hefur vakið mikla athygli. Nýlokið er lok- uðu útboði á hlutabréfum í ÚA fyr- ir bæjarbúa en þar yar sölugengi hlutabréfanna 4,98. í þvi útboði voru i boði hlutabréf fyrir 132 millj- ónir króna að nafnvirði en ekki seldist nema fyrir um 9 milljónir króna. Jakob Bjömsson bæjarstjóri sagði í samtali við DV að þessi kaup Burðaráss breyttu í engu áformum meirihluta bæjarstjórnar um sölu á hlutabréfum bæjarins að nafnvirði 123 milljónir króna. „Við erum að skoða það hvemig sölu á þeim bréf- um verður háttað og það mun skýr- ast á næstu dögum. Stefna okkar er að bærinn selji þessi bréf fyrir ára- mót og eigi þá 20% í fyrirtækinu," sagði Jakob Bjömsson. Bjöm Snæbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagði í gærkvöld að sú stefha hefði verið mörkuð aö Eining ætti ekki hluta- bréf í fyrirtækjum og því hefði ver- ið ákveðið að selja öll hlutabréf líf- eyrissjóðsins. „Þetta er ekkert sem var að koma upp á boriö núna,“ sagði Bjöm. -gk Hjalti Svanmundur Guðmundsson Hjalti Svanmundur Guðmunds- son húsasmíðameistari, Tjamar- götu 40, Keflavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Hjalti fæddist á Siglufirði og ólst þar upp en fluttist með foreldrum sínum til Keflavíkur 1952. Hann var í Reykholtsskóla 1950-51, lærði húsasmíði hjá föður sínum í Kefla- vík 1953-57 og við Iðnskóla Keflavík- ur sömu ár og tók sveinspróf árið 1961. Hjalti vann hjá Dverghömrum á Keflavíkurflugvelli 1967-71 en hefur síðan rekið eigið verktakafyrirtæki. Fjölskylda Hjalti kvæntist 25.12. 1958 Erlu Maríu Andrésdóttur f. 23.11. 1938, skrifstofumanni. Foreldrar hennar: Andreas Christian Sæby Ágústsson frá Siglufirði og k.h., Kristín Vigdís Kristinsdóttir frá Eyrarbakka. Böm Hjalta og Erlu Maríu era Andrés Kristinn, f. 27.12.1955, húsa- smíðameistari í Keflavík, en kona hans er Jóhanna María Einarsdótt- ir og eiga þau þijár dætur en ein er látin; Guðlaug Brynja Hjaltadóttir, f. 11.10. 1958, sjúkraliði í Keflavík, en maður hennar er Leifur Gunnar Leifsson og eiga þau þrjú böm; Guð- mundur Hjaltason, f. 20.4. 1961, húsasmiður í Keflavík, en kona hans er Helena Svavarsdóttir og eiga þau þijú börn; Steinþóra Eir Hjaltadóttir, f. 3.1.1972, grunnskóla- kennari í Keflavík, en maður henn- ar er Kristinn Óskarsson og eiga þau einn son. Systkin Hjalta era Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 8.3.1934, húsmóðir á Sauðárkróki, en maður hennar er Guðmundur Frímannsson og eiga þau sex böm; Kolbrún Guðmunds- dóttir, f. 10.1. 1940, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Halldór Lárasson og eiga þau sex böm; Kristín Erla Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1945, kaupmaður í Garðin- um, en maður hennar er Sigurður Ingvarsson og eiga þau þrjú böm; Svandís Guðmundsdóttir, f. 24.1. 1949, verkakona í Grindavík, en maður hennar er Helgi Gamalíels- son og eiga þau þrjú böm. Hálfbróðir Hjalta, sammæðra, er Jón Kr. Jónsson, f. 3.5.1931, múrari á Blöndusósi, en kona hans er Her- dís Ellertsdóttir og eiga þau þrjú börn. Hálfsystkin Hjalta, samfeðra, era Hulda Guðmundsdóttir, f. 2.12.1919, d. 1983, bóndi að Lækjavöllum í Bárðadal, en maður hennar var Páll H. Jónsson og þau eignuðust þijú böm; Gunnlaugur Guðmundsson, f. 5.8. 1922, d. 1987, bóndi Hrappsstöð- um, Bárðardal, en kona hans var Helga Guðvarðardóttir og þau eign- uðust fjögur böm. Foreldrar Hjalta: Guðmundur Gunnlaugsson, f. 11.5. 1895, d. 10.11. 1975, húsasmíðameistari og Guðlaug Stefánsdóttir, f. 19.9.1910, húsmóðir. Þau bjuggu á Siglufirði og í Keflavík og býr Guðlaug enn í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.