Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 JÖ'V Hópur úr Foldaskúla safnar fyrir ferð til Danmerkur til að heimsækja pennavini: Viljum kynnast einhverju nýju og spennandi „Það er ofsalega gaman að vera í hverju nýju og spennandi," segja tí- Magnea Helgadóttir úr Foldaskóla í svona hópi og við höfum áhuga á að kynnast ein- undubekkingamir Grafarvogi Friðrik Ásgrímsson, Pétur Jónsson, Tinna Rut Ólafsdóttir og Magnea Helgadóttir hlakka mikið til þess að fara til Danmerkur í vor. DV-mynd BG hin hliðin mm Sterkar minningar tengdar 22 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur unnið sér sess í hugum landsmanna með sín- um stórfallega söng- og tónlistarflutn- ingi og skemmtun. Páll Óskar ætlar að gefa út nýja plötu, sólóplötuna Seif, um jólin og fer þar ótroðnar slóðir miðað við hingað til því að nú er hann kominn í raftónlist. _ Páll Óskar sýnir hér á sér hina hliðina. W- Fullt nafn: Páll Óskar Hjálmtýs- son. Fæðingardagur og ár: 16. mars 1970. Maki: Kannski sé ég draumaprinsinn Benjamín á ballinu. Böm: Em frábær. Bifreið: Volvo, ’79 árgerð. Starf: Tónlistarmaður og skemmtikraftur. Laun: Algjör jcjó-laun. Áhugamál: Vinnan mín og að safna geisla- diskum, videospólum og öðru smálegu. Svo er mjög gaman að krúsa af og til. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég fæ stundum þrjá rétta en annars er mér ætlað að vinna sjáífur fyrir hverri krónu sem ég fæ. Hvað frnnst þér skemmtilegast að gera? Fara til útlanda og þykjast heita Anton Berg og vinna í auglýsingabransanum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vita að einhver er að fara að hringja í mann og maður þarf að bíða eftir því! Uppáhaldsmatur: Allt heimatilbúið. Uppáhaldsdrykkur: Kóka kóla. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Æi, þessi þama flotti með litaða skeggið. Uppáhaldstimarit: VIZ Comics, Attitude, Faðir minn húsfreyjan og Inches. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Hvaöa maka? Ertu hlynntur eða andvlgur ríkisstjóm- inni? Ú á ríkisstjómina! Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Madonnu og Dusty Springfield. Uppáhaldsleikari: Divine og allar þær drag-drottningar sem gera pínulítil kraftaverk á hverjum degi. Uppáhaldsleikkona: Edda Björgvins og Traci Lords. UppáhaJdssöngvari: Jason Kay í „Jamiroquai". Uppáhaldsstjórnmálamaður: Madonna. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fígúmrnar hans S Tex Avery og allt liðið í VIZ Comics og Ren&Stimpy. Uppáhaldssjónvarpsefni: Eitthvað sem skemm- ir í manni grautinn: Strandveröir, Leiðarljós og Sjónvarpsmcirkaðurinn. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Síam“ og „Hard Rock. „Við Tjömina” ef ég er í stuði fyrir fisk. Hvaða bók langar þig mest að ■ lesa? „How To Be a Complete Bitch.“ Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Ég er alltaf að sörfa á milli í | bílnum og garga: „Spiliði mig, helvít- f in ykkai-, spiliði mig!“ Uppáhaldsútvarpsmaður: Master Maggi Magg í „Föstudagsfiðringnum" á FM 95.7. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það passar enginn í hælana hennar Rósu Ingólfs. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég á ofsa sterkar minningar tengdar „22“. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Næsta spuming. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, engu smá! Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Sum- arfríin hafa alltaf orðið að engu síðustu árin en 1997 langar mig á sólarströnd og gera eitthvað brjálaö. -GHS Páll Óskar segist hafa dá- læti á sjón- varpsefni sem skemmir í hon- um grautinn, til dæmis Strandvörð- um, Leiðarljósi og Sjónvarps- markaðinum. Frá heimsókn dönsku stúlknanna og kennara þeirra til íslands. vor til þess að heimsækja jafnaldra sína þar. Ferðin er farin til þess að endurgjalda heimsókn í haust þegar þau fengu góða gesti frá Danmörku, átján stúlkur. Samskiptin við dönsku stelpurn- ar hófust með beiðni þeirra um pennavini og eiga allir í íslenska hópnum einn til tvo pennavini úr danska hópnum. Það varð úr að ákveðið var að hittast og í haust varð það að veruleika. Markmiðið var að dönsku stúlkurnar fengju að kynnast landi og þjóð. íslensku krakkamir fóru með þær í Þórs- mörk og Bláa lónið, svo eitthvað sé nefnt, og var ferðin mjög vel heppn- uð. Vetrinum verður varið í fjáröflun fyrir ferðina en það mun vera gert á ýmsan hátt. Krakkamir þvoðu bíla með góðum árangri og héldu einnig kökubasar. Meiningin er að gefa út blað þar sem tekin verða viðtöl við fræga íslendinga. Einnig ætla þeir að selja fisk, klósettpappír og jóla- vörur ásamt því að halda íþrótta- maraþon. Þrir starfsmenn úr Fjörg- yn og Foldaskóla munu fylgja krökkunum til Danmerkur. -em fsviðsljós — Litla kraftaverkið sem vó þrjú hundruð grömm við fæðingu: Passaði í lófa föður síns „Glenna er lítið kraftaverk og við þökkum guði og læknunum fyrir að hún lifði af. Hún líktist ekki bami þegar hún fæddist því hún var svo lítil. Eftir allt sem hún hefur þurft að ganga í gegnum er ég viss um að hún verður lánsöm í lífinu," segir Tonya, móðir Glennu Mitchell, lítill- ar breskrar stúlku sem vó 312 grömm við fæðingu. Glenna Mitchell fæddist eftir tæpra tuttugu og átta vikna með- göngu þann sjöunda júlí. Stærð hennar samsvaraði 22 vikna gömlu fóstri og líffærin voru einnig af sömu stærðargráðu. Yfirleitt eru 80% líkur á að börn sem fæðast eft- ir 28 vikur lifi af en líkur Glennu voru minni þar sem hún var miklu smærri en 28 vikna gömul fóstur em yfirleitt. Glenna passaði í lófa foður síns. Foreldrar hennar báðu fyrir henni fyrstu vikumar og trúa því að hún hafi fengið að lifa fyrir kraftaverk. Glenna er eitt af minnstu bömunum sem hafa lifað af í Bretlandi. Glenna Mitchell passaði í lófa föður síns þegar hún fæddist, innfelida myndin. Glenna hefur vaxið eölilega og er orðin fjögurra mánaða. Sterar björguðu lífinu Hár blóðþrýstingur kom fæðing- unni af stað hjá móður Glennu og foreldrum hennar var sagt að búast ekki við of miklu. Þegar þau sam- þykktu keisaraskurð héldu þau að þau væra að fóma Glennu til þess að bjarga lífi Tonyu. Glenna var með óþroskuð lungu þegar hún fæddist, lítil líffæri og nánast enga vöðva. í ágúst varð hún mjög veik og foreldrarnir voru að hugsa um að aftengja öndunarvélina til þess að hún þyrfti ekki að þjást meira. Sterar björguðu Glennu en um tíma var haldið að hún hefði það ekki af en hún tók að hressast eftir fimm daga. Núna er Glenna orðin fjögurra mánaða eðlilegt bam og þarf engin lyf að taka og er dugleg að drekka mjólkina sína. Glenna er útskrifuð af sjúkrahúsinu og fær að fara heim með foreldrum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.