Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 ÖV ★ » ★ ★ ★ fréttir t ^ ; Formannsslagurinn í Alþýðuflokknum: Kemur mér á óvart hve margir eru óákveðnir - sagði Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður „Ég hef talaö við mjög margt fólk hér á þingrnu í dag. Það sem kemur mér á óvart varðandi for- mannskjörið er hve margir hafa ekki enn gert upp hug sinn. Ég hélt að nær allir hefðu mótað sér skoðun á því hvom þeirra, Sig- hvat eða Guðmund Áma, þeir ætla að kjósa,“ sagöi sá þrautreyndi pólitíkus, Karvel Pálmason, fyrr- verandi alþingismaður, á flokks- þingi krata síðdegis í gær. Aðrir sem rætt var við um for- mannskjörið sögðust ekki þora að spá um úrslit. Reykjavíkurfulltrú- amir hallast aö sigri Sighvats en Reyknesingamir, sem eru langfjöl- mennastir á þinginu, telja Guð- mund Áma sigurstranglegri. í gær var mikið starfað á þing- inu við að vinna frambjóöendun- um fylgi. Þaö má segja að notuð hafi verið aðferðin maður á mann. Fylgismenn beggja frambjóðend- anna vom á ferðinni allan daginn og ræddu við þingfulltrúa. For- mannseöiin sjálf gengu um bros- andi og tóku í hendur fólks. Varðandi varaformannskjöriö hafa þau Ásta B. Þorsteinsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson gefið kost á sér. Össur Skarphéðinsson hefur enn ekki gefið upp um hvað hann gerir. Hins vegar gekk hann um meðal fólks og ræddi við marga, rétt eins og frambjóðend- urnir gerðu. Hann var af mörgum sagður heitur í málinu. Það vekur athygli að ákveðið hefur verið aö þegar formanns- kjörið liggur fyrir verði gert fund- arhlé. Það er gert til þess að fylk- ingarnar geti áttað sig á stöðunni fyrir varaformannskjörið. Venju- lega fer það fram strax á eftir for- mannskjörinu, án þess að hlé sé gert. Formannskjörið hefst klukkan 15.30 í dag. -S.dór Viögeröir á vegum, eftlr hamfarirnar á söndunum, eru hafnar. DV-mynd Elnar R. Sigurðsson Endurbygging á Skeiðarársandi: Nægt brúar- efni til segir vegamálastjóri Flokksþing Alþýðuflokksins: Jón Baldvin bað um póli- tískt Skeiðar- árhlaup - í ræðu sinni „Það er ekki hægt að segja að við séum byrjaðir að byggja upp vegi og brýr á Skeiðarársandi en fyrstu að- geröir, sem felast í því aö gera slóð- ir og veita vatni og bjarga því sem þarf að bjarga til að afstýra frekara tjóni em hafnar," sagði Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri í samtali við DV í gær. Vegamálastjóri segir að næsta skreflð verði aö taka út efhisþörf vegna viðgerðanna en bæði stálbit- ar og viöir í brýrnar séu þegar til hjá Vegagerðinni eða í landinu. „Við höfum ekki haft áhyggjur af því að viö ættum ekki nóg til að gera þessar fyrstu aðgerðir sem nauðsynlegt verður að gera,“ sagði vegamálastjóri. Stálbitar séu tiltæk- ir í Reykjavík og raunar heilar brýr í grenndinni því ekki sé langt síöan stálgrindabrýmar á Hrútá og Fjallsá vom aflagðar og standa þær tilbúnar til að veröa fluttar á Skeið- arársand. Vegamálastjóri segir aö sökklam- ir undir tveimur af þremur stöplum Skeiðarárbrúar sem féllu undan at- ganginum í flóðinu hafl fundist og séu óskemmdir. Sjálfir stöplamir hafi klippst ofan af þeim en hægt verði að steypa upp nýja í þeirra stað. „Við erum ánægöir með að mikiö af Skeiðarárbrú skyldi lifa þetta af og það sýnir að hugmynda- fræðin viö hönnun brúarinnar á sínum tíma var ekki út í bláinn," sagði Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri. -SÁ Ræða Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fráfarandi formanns Alþýðuflokksins, þegar hann setti 48. þing flokksins í gær, gekk að langmestu leyti út á sam- eina krafta allra jafiiaðar- manna í landinu í kosninga- bandalag gegn Sjálfstæðis- flokknum í næstu kosning- um. Hann sagði landsmenn hafa séð i beinni sjónvarps- útsendingu hveming Skeið- arárhlaupið á dögunum breytti landslaginu þar sem það fór um. Hann sagði að nauðsyn væri á pólitísku Skeiðarárhlaupi til að breyta hinu pólitíska lands- lagi til að auðvelda samstarf jafnaðarmanna á komandi árum. „Hefði betur byrjað á þessu fyrr“ Einnig skammaði hann Sjálfstæðisflokkinn mikið og sagði að samstarf við hann í framtíðinni væri ekki inni í myndinni. Gamall krati stóð nærri tíð- indamanni DV sagði þegar ræðunni lauk: „Hann hefði betur byrjað á þessu fyrr.“ Jón Baldvin sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði byggt upp valdakerfi í landinu sem gerði hon- um kleift að vera alltaf í þeirri stöðu að geta valið sér samstarfs- flokk í ríkisstjóm. Þessu þyrfti að breyta. Sjálfstæðisflokkurinn væri afturhaldssamur sérhyggjuflokkur. Hann benti á að GATT-samningur- inn væri notaður fyrir lítinn hóp bænda gegn neytendum. Sjávarút- vegsstefnan væri samin fýrir fá- mennan hóp manna sem hefði sam- eign þjóðarinnar fyrir sig. Og loks að Evrópumálin væm ekki sögð á dagskrá. Hjörleifur og Davíð „Það er enginn munur oröinn á málflutningi Hjörleifs Guttormsson- ar, foringja vinstri manna í Alþýðu- bandalaginu, og Davíðs Oddssonar. Þaö eina sem skilur málflutning þeirra að eru raddimar," sagði Jón Baldvin. Hann kenndi Jóhönnu Siguröar- dóttur um ósigur Alþýðuflokksins í síðustu þingkosningum. Hann nefndi hana að vísu ekki á nafn en talaði um að fólk sem lyft hefði ver- ið til æðstu metorða í flokknum hefði hlaupið til og stofhað Þjóð- vaka. Hægt að bræða saman brotasilfur „Við þurfum að byggja upp sterk- an jafhaðarmannaflokk meö verka- lýðshreyfinguna að baki sér til þess að geta boöið Sjálfstæðisflokknum byrginn," sagði Jón Baldvin. Hann sagðist vilja sjá kosning- abandalag allra jafnaðarmanna í næstu þingkosningum. Hann talaöi þar um fólk úr öllum stjómmála- flokkunum sem í raun væru jafnað- armenn og þvi yröi að gefa valkost. Þaö kosningabandalag gæti orðið upphaf að stofnun jafiiaðarmanna- flokks sem yrði sverð og skjöldur ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Það væri vel hægt að bræða saman slíkt brotasilfur. -S.dór stuttar fréttir Þing Norðurlandaráðs Á mánudag hefst 48. þing Norðurlandaráðs og er það nú haldið í Kaupmannahöfn. Áherslu er beint aö þremur sviöum; hinu eiginlega nor- ræna samstarfi, samstarfi við grannsvæðin og við Evrópu. Davíð á þinginu | Davíö Oddsson forsætisráð- | herra situr Norðurlandaráðs- þingið í Kaupmannahöfh og í tenglsum við það fund með for- sætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Harftur árekstur Harður árekstur tveggja bfla varð á Suöurlandsvegi við j Hafravatnsafleggjarann um | fimmleytið í gær. Ökumaður og farþegi úr öðrum bUnum voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra munu ekki vera alvar- leg. Minningarathöfn Stutt minningarathöfn um hermenn frá Bretlandi og ; bresku samveldislöndunum verður haldin í hermannagraf- reitnum í Fossvogskirkjugarði á morgun, sunnudag, klukkan j 10.45. ÖUum er velkomið að taka þátt í athöfninni. Ánægja meft tilraunina Nýkjörin stjóm Framsóknar- félags Reykjavíkur hefur lýst j yfir ánægju með þá tilraun sem i| fólst í framboði Reykjavíkur- listans. Sfjómin er þeirrar skoðunar að samstarf þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta borgarstjómar hafi tekist með miklum ágætum. Langhottskirkja Kjörmenn í sóknameftid Langholtskirkju hafa sent opið bréf tU sóknamefndar. Þar er farið fram á að söfnuðurinn fái j þau réttindi og ábyrgö að kjósa sóknarprest Langholtskirkju en ekki sóknamefnd. Launabóta krafist Samband íslenskra banka- I manna ætlar að krefja bankana j um 20 þúsund króna launabæt- ur fyrir hvem starfsmann áður en skrifaö veður undir næstu ’ samninga. Gerðardómur úr- í skurðaði í gær að þeim bæri ekki hækkun launa. ÚA og KEA í náift sam- starf Stjóm útgeröarfélags Akur- j eyringa hefur samþykkt að | ganga tfl viðræðna við Kaupfé- lag Eyfirðinga um náið sam- ! starf í sjávarútvegi. RÚV I greindi frá þessu. -RR ■nmhhhmmmhmmhhmmbummbbbm rödd FOLKSINS 904 1600 Á Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna að vera á Akureyri? Þú getur svarafi þessari spurningu meö því aö hringja! síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan Jí 1 Nal Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi for- maður Alþýðuflokkslns, flytur ræðu sfna. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.