Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 41
London er tískuborgin
- áformað að stækka Hyde Park til austurs
Heimsborgin London nýtur vin-
sælda ferðamanna sem aldrei fyrr.
Ferðamálayfirvöld í borginni til-
kynntu í líðandi viku að metfjöldi
ferðamanna hefði heimsótt England í
ágústmánuði, rétt rúmlega þrjár
milljónir manna, og flestir áttu leið
um London.
Þessi fjöldi ferðamanna í ágúst-
mánuði er 6% meiri en á sama tíma
í fyrra en það sem af er árinu hafa
12% fleiri ferðamenn komið til Eng-
lands miðað við sama tímabil í fyrra.
Ágúst er vinsælasti ferðamannatím-
inn í Englandi og engin undantekn-
ing er á þvi nú. Ferðamálayfirvöld
eru sérstaklega ánægð með það að
ferðamennirnir voru ekki aðeins 6%
fleiri í þeim mánuði heldur eyddu
þeir 7% hærri upphæð.
Miðstöð nýjunga og tísku
„London nýtur alþjóðlegrar viður-
kenningar sem miðstöð tískunnar í
heiminum og einnig koma margar
nýjungar fyrst fram í borginni. „Ná-
grannar okkar í Evrópu öfunda okk-
ur af tfsku okkar, tónlist og menn-
ingu,“ segir í tilkynningu frá menn-
ingarstofnun borgarinnar.
„Tilvist þessara áðurnefndra
þátta, í sambland við ríkar hefðir
okkar, gerir London og England að
góðum kosti fyrir ferðamenn um all-
an heim. Ekki spillir fyrir að verð-
lag er í lægri kantinum," segir í til-
kynningunni.
Eitthvert útbreiddasta tímarit
veraldar, Newsweek, skrifaði í lok
síðasta mánaðar ítarlega grein um
Lundúnir og hvað það er sem gerir
borgina svona vinsæla meðal ferða-
manna. Þar var sett fram sú skoðun
að Lundúnir hefðu tekið við forystu-
hlutverkinu í Evrópu af París og
Róm og nú væri London vænsti
kosturinn fyrir ferðamenn. Miðað
við útbreiðslu tímaritsins gátu
Lundúnabúar ekki fengið betri aug-
lýsingu. íslendingar eru í góðri að-
stöðu til að nýta sér töfra borgarinn-
ar. Flugleiðir fljúga daglega til þang-
að og sunnudaga og fimmtudaga
fara tvær þotur á dag. Helgarfar-
gjöld Flugleiða og íslenskra ferða-
skrifstofa til London þykja hagstæð.
Stöðugar breytingar
Þrátt fyrir að Bretar byggi á rikum
London nýtur alþjóölegrar viöur-
kenningar sem miöstöö tískunnar í
heiminum og einnig koma margar
nýjungar fyrst fram í borginni.
hefðum og þyki sérlega íhaldssamir
margir hverjir þá eru Lundúnabúar
ekkert mótfallnir breytingum á borg-
inni sinni. Nú eru uppi áform um að
gera miklar breytingar á garðinum
frægá í borginni, Hyde Park, og
stækka hann verulega í austurátt.
Áformað er að garðurinn stækki um
sem nemur 2,4 hekturum við breyt-
inguna. Kostnaðurinn er áætlaður
um 11 milljarðar króna. Stækkunin
yrði á kostnað hverfisins Park Lane
og margar götur á því svæði myndu
verða lagðar neðanjarðar í staðinn.
Byggt yrði heilmikið torg á hinu nýja
svæði og nýtt landslag mótað af
landslagarkitektum.
Hyde Park var eitt sinn töluvert
stærri en hann er í dag. Svæðið sem
við garðinn bætist var eitt sinn
hluti Hyde Park en árið 1958 var það
tekið undir götur og hús á Park
Lane. Hyde Park er því einungis að
endurheimta töpuð svæði.
Þeir sem skipuleggja þessar breyt-
ingar segja að margir þröskuldar
séu enn í veginum. Bera verður
áætlanirnar undir alit almennings
og lagasetning þarf að liggja fyrir
áður en hægt er að hefjast handa við
stækkunina.
Hins vegar er búist við því að al-
menningur og þing verði breyting-
unum hliðholl en ferlið gæti tekið
allt að þremur árum áður en fram-
kvæmdir hefjast. Breytingarnar
sjálfar munu taka um þrjú ár og því
er endadægur framkvæmdanna sett
árið 2002. Byggt á Reuter.
Verðdæmi: 2 vikur í janúar miðað við 2 í gistingu frá kr. 68.200
meo flugvallarsköttum
FLORIDA - St. Petersburg
8 dagar í desember og janúar 2 í íbúð frá kr. 55.980 meðflugvallarsköttum
Dominikanska lýðveldið
9 dagar í tvíbýli 87.730 með skatti
15 dagar í tvíbýli 97.030 með skatti
Innifalið: Flug til Puerto Plata
í gegnum New York. Gisting
í eina nótt í New York.
Flutningur til og frá flugvöllum
erlendis og flugvallarskattar.
ARKE REISEN
Glæsilegur ferðamáti og öðruvísi
fyrir þá sem vilja tilbreytingu
KÝPUR - PORTUGAL - COSTA del SOL - MALLORKA
Sem umboðsaðili hollensku ferðaskrifstofunnar ARKE REISEN getum
við í allan vetur boðið upp á ferðir á ofangreinda staði í eina, tvær
og þrjár vikur. Hægt að stoppa í Amsterdam - Kynntu þér verðið.
mm
nytTí
AUSTURRIKI-Kirchberg
Vikulegar ferðir frá 1. febrúar
8 dagarfrá 61.150 í tvíbýli m/skatti
VERMONT - BANDARIKIN
Jð«»~ Við bjóðum nú, [ BEINU FLUGI til BOSTON,
spennandi skíðaferðir í Killington í Vermont fylki. Frá Boston til
Killington er um 3ja stunda akstur. Flug og gisting í tvíbýli í
8 daga á Villager Motor Inn ásamt bílaleigubíl í C-flokki frá
kr. 55.330 með flugvallarsköttum. Allar nánari upplýsingar
um skipulag ferðanna fást hjá okkur.
í.'
Nefndu landicf og v/á komum jbér þangad á
/~/-AG.S7_.Æ:Ð.AS7y\ \SERÐI sem til er hverju sinni
. i Pantaðu J—1
, W' '*** FERÐASKRIFSTOFA
“ REYKIAVIKUR
Aðalstræti 16 - simi 552-3200
ATH! N Y TILB0Ð í SAL
Tl LBOÐ: ÞÚ PANTAR • VIÐ CERUM KLÁRT
ÞÚ SÆKIR , SMIÐJUVEC 6 . VELKOMIN