Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 12
12 fólk LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER 1996 Sárstætt vináttusamband milli landa: erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Wilbur Smlth: The Seventh Scroll. 2. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 3. Anonymous: Primary Colors. 4. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. lain Banks: Whlt. 6. Umberto Eco: The Island of the Day Before. 7. Jostein Gaarder: Sophie’s World. 8. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 9. Ellzabeth Jane Howard: Casting Off. 10. Tom Sharpe: Grantchester Grind. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immediate Action. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Vasso Kortesls: The Duchess of York Uncensored. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Daniel Goleman: Emotlonal Intelligence. 7. B. Watterson: There's Treasure Everywhere. 8. Dlrk Bogarde: Cleared for Take-Off. 9. V. Reeves & B. Mortlmer: Shooting Stars. 10. John Carey: The Lost Continent. Innbundnar skáldsögur: 1. Tom Clancy: Executive Orders. 2. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 4. Meave Blnchy: Evening Class. 3. John le Carré: The Tallor of Panama. 5. Colin Dexter: Death Is Now My Nelghbour. Innbundin rit almenns eölis: 1. Francis Gay: The Friendship Book. 2. Dave Sobel: Longltude. 3. Norman Davles: Europe: A History. 4. Norma Major: Chequers. 5. K. Dalglish & H. Wlnter: Dalglsh: My Autoblography. 1 (Byggt á The Sunday Tlmes) Metsölukiljur Bandaríkin 1 Skáldsögur: 1. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 2. Mlchael Crichton: The Lost World. 3. Dean Koontz: Intenslty. 4. Jonathan Kellerman: The Web. 5. Steve Martini: The Judge. 6. Stephen King: The Green Mlle: Coffey on the Mlle. 7. Nora Roberts: From the Heart. 8. Anonymous: Primary Colors. 9. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 10. Ollvía Goldsmith: The Flrst Wives Club. 11. David Baldaccl: Absolute Power. 12. John J. Nance: Pandora's Clock. 13. Dick Francls: Come to Grief. 14. Mary Higgins Clark: Sllent Night. 15. John Grisham: The Chamber. Rit almenns eðlis: 1. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 2. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 3. Jonathan Harr: A Civil Action. 4. Mary Karr: The Liar's Club. 5. Barbara Kingsolver: High Tlde In Tucson. 6. Ann Rule: A Fever In the Heart. 7. Ellen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. 8. Dava Sobel: Longltude. 9. Hlllary Rodham Cllnton: It Takes a Village. 10. Thomas Cahlll: How the Irisli Saved Civllization. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. Gall Sheehy: New Passages. 13. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Llght. (Byggt á New York Tlmes Book Review) ■1 Félagsskapur, skemmtun, fræðsla - og hjónaband Þrír karlar og aska hins fjórða Breskir gagnrýnendur hafa ansi oft verið ósáttir með niðurstöðu dómnefnda Booker-verðlaunanna, sem hafa um áratugaskeið verið eft- irsóttustu bókmenntaverðlaun Bret- landseyja. Það á þó ekki við að þessu sinni. Skáldsagan Last Orders eftir Graham Swift var almennt tal- in eiga Bookerinn skilið að þessu sinni og dómnefndin var á sama máli þegar hún tilkynnti um úrslit- in fyrir nokkrum dögum. Það mun- aði þó ekki miklu; verðlaunasagan fékk atkvæði þriggja dómnefndar- manna en tveir vildu frekar velja Reading in the Dark sem er fyrsta skáldsaga írska höfundarins Seam- us Deane. Hér er um að ræða sjöttu skáld- sögu Grahams Swifts. Hún hlaut snemma á árinu þá dóma í breskum ijölmiðlum að vera afburða vel heppnuð og besta verk höfundarins um árabil. Formaður dómnefndar- innar lýsti þeirri skoðun sinni að Last Orders myndi standast timans tönn og spáði því að hún yrði talin til sígildra breskra skáldsagna eftir fimmtíu ár. Aðgengileg saga Að sögn gagnrýnenda er verð- launasagan aðgengileg og skemmti- leg aflestrar - nokkuð sem ekki hef- ur einkennt margar þær skáldsögur sem fengið hafa þessi verðlaun á liðnum áratugum. Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi: Þrír karlar, Ray, Vie og Lenny, leggja af stað frá London til þess að verða við síðustu ósk vinar síns, Jacks Dodds, sem óskaði eftir að ösku sinni yrði dreift í hafið af í tilefni afmælisins var síöan endurvígður þorpsbrunnur eftir messu og boð- ið upp á morgunbjór. Graham Swift heldur hér á skáld- sögu sinni, Last Orders, sem fékk hin eftirsóttu Booker-verðlaun um mánaöamótin. Reuter Umsjón Elías Snæland Jónsson bryggjunni i Margáte. Uppeldisson- ur Dodds, Vince, fellst á að aka þre- menningunum og krukkunni með öskunni niður að ströndinni. Þetta er hópur sorgmæddra og reiðra ein- staklinga sem fara í kjölfar dauða vinar síns að rifja upp eigin ævi, allt aftur til siðari heimsstyrjaldar- innar. Ray er ráðandi sögumaðurinn og flytur langar einræður en inn á milli heyrist í ferðafélögum hans og reyndar líka í Amy, ekkju Dodds. í skugga Waterlands Graham Swift fæddist í London fyrir 47 árum. Hann hlaut menntun sína við háskólana í Cambridge og York og fór að skrifa fyrir alvöru þegar að loknu háskólaprófi. Fyrsta skáldsaga hans, Sweet Shop Owner, kom út árið 1980. Árið eftir sendi hann frá sér skáldsögu, Shuttlecock, og smásagnasafnið Le- arning to Swim. Hann vakti hins vegar fyrst mikla athygli með skáld- sögunni Waterland frá árinu 1983. Hún var tilnefnd til Bookerverð- launanna og seldist svo vel að Swift gat upp frá því einbeitt sér að skáld- skapnum einvörðungu. En um leið varð hún það verk sem síðari skáld- sögur hans voru bornar saman við og léttvægar fundnar - þar til núna. í viðtölum við blaðamenn eftir verðlaunaafhendinguna sagðist Graham Swift sjaldan hafa væntan- legan lesendahóp sinn í huga þegar hann skrifaði skáldsögur. „Ég hugsa ekkert sérstaklega um lesendur," sagði hann, „ég treysti því bara að þeir séu þarna einhvers staðar. Það getur haft hemjandi áhrif á höfund ef hann er of meðvit- aður um lesendur sína.“ Hann lýsti jafnframt þeirri skoð- un sinni að þótt bókmenntaverð- laun eins og Bookerinn hefðu lítil áhrif á það hvort höfundar skrifuðu bækur yfirleitt, væri ljóst að þau yku verulega lestur bóka, og það væri af hinu góða. komið á. Það var síðan 1978 sem starfsemin færðist yfir til slökkvi- liðsmanna í Reykjavík, enda hafði málum verið lítið sinnt. í kjölfarið var stofnað félag um samskiptin sem á 25 ára afmæli á næsta ári. Seelenberg er 400 manna smábær og á 300 ára afmæli á þessu ári. Þar er ekkert fast slökkvilið, liðsmenn sinna annarri atvinnu, en að sögn Sverris Björns Björnssonar, slökkviliðsmanns og fararstjóra, eru krakkarnir ekki gamlir þegar þeir eru farnir að vasast í málefnum slökkviliðsins. Enda má segja að slökkviliðið gegni hlutverki eins konar skátahreyfingar á staðnum, það sér um allt félagslíf og helstu viðburði í þorpinu. Vildu okkur með í kirkju Það var 29 manna hópur sem heimsótti Seelenberg að þessu sinni og dvaldi þar á einkaheimilum í 10 daga í góðu yfirlæti. Margt var gert í ferðinni, m.a. voru Volkswagen- verksmiðjurnar heimsóttar. Þær eru á stærð við 300 fótboltavelli og þar vinna 15 þúsund manns. Sömu- leiðis var slökkviliðsminjasafnið í Fulda skoðað en þar má meðal ann- ars flnna skriðdreka sem notaðir voru í Persaflóastríðinu. í Seelenberg vita menn allt um Is- land og má nefna að eina verslunin þar selur íslenskar ullarvörur. Sverrir Björn sagði íbúa í Seelen- berg búa rúmt þannig að vel hefði farið um fólk. En þó þurfti að fylgja ákveðnum forsmatriðum. Til dæmis þurfti liðið að vera í einkennisbún- ingum við mörg ákveðin formsat- riði og ætlast var til að ferðalang- arnir fylgdu flölskyldunum í kirkju klukkan átta á sunnudagsmorgnin- um. í tilefni afmælisins var síðan endurvígður þorpsbrunnur j;ftir messu og boðið upp á morgunbjór. Það hefur margt fróðlegt gerst í þessum ferðum en eitt af því áhuga- Sverrir Björn meö vígalega neftóbaksvél sem er gjöf frá borgarstjóranum í Seelenberg. verðasta hlýtur að vera að út úr einni ferðinni kom hjónaband. Það var árið 1989 sem íslensk kona, sem átti mág í slökkviliðinu, kynntist Þjóðverja sem hér var í heimsókn. Hún býr núna í Seelenberg og er túlkur hópsins í Þýskalandsheim- sóknunum. Ferð slökkviliðsmannanna vakti mikla athygli og hlaut töluverða umfjöllun í þýskum blöðum, enda birtust einar tiu greinar. Og hvenær er svo næsta heimsókn? Jú, Þjóð- verjarnir koma hingað til lands næst árið 1999. -ggá Fyrir rúmlega 20 árum skapaðist vináttusamband milli íslands og Þýskalands sem ekki hefur rofnað síðan. Hér er um að ræða samskipti íslenskra og þýskra slökkviðliðs- manna sem hafa gert það að venju sinni að heimsækja hverjir aðra á þriggja ára fresti, njóta félagsskap- arins, fræðast og skemmta sér. Allt þetta hófst árið 1972 þegar eigandi íslensks hestabúgarðs í smábænum Seelenberg, rétt fyrir utan Frankfurt, hafði samband við Landssamband slökkviliðsmanna og stakk upp á að samskiptum yrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.