Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 28 sérstæð sakamál Ævinni lauk í baðkeri Það var um miðnætti í maímán- uði að lögregluþjónar báðu lækni að koma á heimili Barlows-hjón- anna i bænum Bradbury í Eng- landi. Eiginmaðurinn, Kenneth, hafði skýrt svo frá að hann hefði nokkru áður komið að konu sinni látinni í baðkerinu. Kenneth Barlow var hjúkrun- armaður, og í fyrstu benti ekkert til að neitt væri athugavert við lát konu hans. Og hann svaraði fús- Lík frú Barlow var skoðað mjög nákvæmlega. Það bar engin merki um átök. Á bakinu fundust hins vegar örsmáir deplar sem gátu ver- ið eftir sprautu. Þetta vakti grun- semdir og Kenneth Barlow var handtekinn. Var þá liðin vika frá látinu. Málið var vandmeðfarið og ljóst að saksókn krefðist mjög nákvæms undirbúnings. Það var því komið fram í desember þegar Barlow kom Kenneth Barlow. lega þeim spurningum sem læknir- inn lagði fyrir hann. Kona hans, sagði Barlow, hafði ákveðið að fara í bað áður en hún færi að sofa. Sjálfur sagðist hann hafa fariö niður í stofu til að lesa í bók, en hann hefði svo sofnað út frá henni. Um klukkutíma siðar hefði hann vaknað og rétt á eftir hefði sér orðið ljóst að kon- loks fyrir rétt. Naylo lögregluvarðstjóri, sem kom fyrstur á vettvang, var eitt vitnanna og lýsti yfir því að sig hefði ekki aðeins undrað að fót sak- borningsins heföu verið þurr, held- ur hefði það einnig kom- ið sér á an væri enn í baðkerinu. Hann hefði svo komið að henni með höfðuðið niðri í vatninu. Kvaðst hann hafa reynt að koma henni til lífs, en það hefði engan árangur borið. Þá hefði hann gert boð fyrir sjúkrabíl og lögreglu. Allt hljómaði þetta nokkuð sennilega, en engu að síður sótti efi að lækninum og hann neitaði að skrifa undir dánarvottorð fyrr en að lokinni líkskoðun og krufningu. Þurr föt Eitt af því sem bæði lögreglu- þjónunum og lækninum fannst ein- kennilegt var að fót Barlows voru skraufaþurr. Hefði ekki verið við þvi að búast að þau hefðu að minnsta kosti smávöknað þegar hann lyfti henni upp í baðkerinu og reyndi að blása í hana lífi? Þá var þess heldur ekki nein merki að sjá að konan hefði sýnt nokkur við- brögð þegar höfuð hennar fór ofan í vatnið. Það gerist hins vegar yfir- leitt ósjálfrátt, jafnvel þótt viðkom- andi sé sofandi. óvart að engin merki um gufu- mettun hefðu sést á veggjum bað- herbergisins, og engar vatnssléttur á gólfinu. Vart hefði frú Barlow far- ið í ískalt bað. Til að koma fóstureyðingu af stað Réttarlæknirinn David Price skýrði frá blettunum á baki hinnar látnu og taldi að um nálarstungur væri að ræða. Þá hefðu blettirnir verið nýlegir. Sagði hann sýni hafa verið tekin af ýmsum líffærum hinnar látnu og þau gefin músum. í öllum tilvikum hefði niðurstaðan orðið hin sama. Mýsnar hefðu fall- ið í dá. Heföi það sama komið fyrir frú Barlow væri ekki furða þótt hún hefði drukknað. Price lauk frá- sögn sinni með því að segja að efn- ið sem greinst hefði í sýnunum væri insúlín, en það er sem kunn- ugt er gefið sykursjúkum. Kenneth Barlow gaf þá skýringu að hann hefði reynt að framkalla fóstureyðingu hjá konu sinni með því að sprauta í hana efninu ergó- metríni. Hefði hann gert það með fullu samþykki hennar. Saksóknarinn var ekki á því að taka skýringu Barlows gilda og leiddi fram ýmis vitni, fólk sem þekkti sakborning frá fyrri tíð. Sögðu þau að hann hefði nokkrum sinnum gortað af því að geta framið hið fullkomna morð. Að- ferðin væri sú að sprauta insúlíni í fómarlambið. Væri rétt magn not- að létist það, en án þess að nokkur ummerki um of mikið insúlin fynd- ust í líkinu. „Þetta er fljótvirk og áhrifarík aðferð til að svipta fólk lífinu," átti Barlow að hafa sagt. Misvísandi framburður Um það leyti sem kona Barlows dó var hann hjúkrunarmaður á deild sykursjúkra og fengu sjúk- lingarnir þar insúlín. Það var því allmargt sem túlka mátti sem vísbendingar um að Ken- neth Barlow hefði banað konu sinni. Hins vegar þyngdist róður saksóknarans er að því kom að skýra hver væri ástæðan til þess að Barlow hefði átt að svipta konu sína lífinu. Margir sem þekktu vel til hjónanna báru að hjónaband þeirra hefði verið hamingjusamt, og enginn fannst sem bent gat á neitt deiluefni þeirra né önnur sambúðarvandamál. Er hér var komið í réttarhöldun- um veiktist einn kviðdómendanna tólf. Við venjulegar aðstæður hefði það haft í för með sér að varakvið- dómandi hefði verið kvaddur til, eða þá að byrjað yrði á réttarhöld- unum á nýjan leik með nýjum kviðdómi. Saksóknari gerði það hins vegar að tillögu sinni að áfram yrði réttað, með aðeins ell- efu kviðdómendur. Lagðist Barlow ekki gegn því. Það varð því niður- staðan, í fyrsta og eina skiptið í enskri réttarsögu. Þáttur verjanda Nú lét verjandi Barlows til sín taka, og höfðu margir á orði á eftir að hann hefði leikið út trompspili. Hann kvaddi til Hobson lækni frá St. Lúkas-sjúkrahúsinu í London. Hann sagði að lát frú Barlow hefði getað átt sér eðlilegar orsakir. Kæmist fólk skyndilega í uppnám eða yrði hrætt gæti blóðsykurinn aukist mikið. Eðlileg viðbrögð lík- amans við því væru að auka fram- leiðsluna á insúlíni. Það gætti leitt til losts og dauða. Þetta mál, sem ýmsum hafði þeg- ar þótt vera orðið nógu flókið, var nú skyndilega búið að taka á sig nýja mynd. Lærðir menn komu í vitnastúkuna, hver á eftir öðrum, en þeim bar ekki saman. Loks rann dómaranum í skap og lét til sin heyra með þessum orðum: „Það lít- ur út fyrir að kviðdómendur verði að taka þá afstöðu sem læknarnir geta ekki tekið. Sjálfur er ég orðinn svo ringlaður af framburði þeirra að ég tek hér með fyrir frekari vitn- isburð sérfræðinga!" Kaldhæðni örlaganna Ummæli dómarans vöktu mikla athygli. í raun var hann að fela kviðdómendum að kveða upp úr um tæknileg atriði sem hann við- urkenndi sjálfur að erfitt væri að komast tU botns í. Ekki létti það viðfangsefnið að insúlín hafði ekki áður komið við sögu sem hugsan- legt eitur í morðmáli. Að auki var öllum viðstöddum ljóst að kvið- dómurinn sem það átti að gera var ekki fullskipaður. En áfram héldu réttarhöldin. Síðasta daginn var réttarsalur- inn þéttsetinn. Að venju héldu sak- sóknari og verjandi lokaræður og tóku til allt það sem þeim þótti mál- stað þeirra til framdráttar, en svo kom að dómaranum, og enn á ný varð viðstöddum ljóst hverja byrði hann var að leggja á kviðdómendur þegar hann sagði: „Gert verður út um sekt eða sak- leysi í þessu máli á grundvelli framburðar sérfræðinga, en ekki er ofsagt að hann sé misvísandi. Það er verk kviðdómendanna að Frú Barlow. ákveða hvort um var að ræða morð eða ekki.“ Svo mörg voru þau orð. Kviðdómendurnir ellefu drógu sig nú í hlé, og í fimm klukku- stundir sátu þeir á rökstólum. Þá tilkynntu þeir að þeir hefðu ekki komist að samhljóða niðurstöðu. Dómarinn gerði þeim þá ljóst að Barlow við leiði konu sinnar. hann myndi láta meirihluta þeirra ráða. Tveimur tímum síðar hafði mál- ið fengið síðari umfjöllunina, og þá kom nýr úrskurður. Kenneth Bar- low skyldi teljast sekur. Atkvæði höfðu fallið þannig að sex kviðdóm- endur töldu hann það, en fimm að hann væri saklaus. Segja má að þetta hafi verið kald- hæðni örlaganna. Hefðu kviðdóm- endur verið tólf kynni tólfta at- kvæðið að hafa fallið honum í vil, en þá hefði hann talist saklaus. Dómarinn dæmdi Kenneth Bar- low í lífstíðarfangelsi, en það tákn- ar ekki endi- lega að við- komandi geti ekki verið náðaður eða fengið reynslulausn. Eftirmáli Allmörgum árum síðar fékk Barlow frelsið. Að- spurður neit- aði hann þá að vera sekur, og eins og til að árétta það fór hann að leiði konu sinnar. Þar með hefði mátt telja að endanlega hefði verið lokið vanga- veltum um þetta óvenju- lega mál, þar sem fram- burður sér- fræðinga var á ýmsan veg, kviðdómur var ekki full- skipaður, insúlín kom I fyrsta sinn við sögu sem hugsanlegt eitur í morð- máli t enskri réttarsögu og meirihluti kviðdómenda var látinn ráða vegna skiptra skoðana þeirra. En eitt átti enn eftir að koma í ljós. Barlow hafði verið kvæntur áður, en fyrri kona hans hafði líka lokið ævinni í baðkeri. Þá hafði lögreglan kvatt til lækni, en hann var ekki í neinum vafa um að dán- arorsökin væri eðlileg og hafði undirritað dánarvottorðið í sam- ræmi við það. Spurningin var því ekki lengur sú hvort Barlow bæri ábyrgð á láti einnar eiginkonu, heldur tveggja. En henni varð ekki svarað því allt of langt var um liðið frá láti fyrri konunnar til þess að rannsókn færi fram í því máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.