Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 47- Skautað á torginu Yfirvöld í Brussel hafa ákveð- iö að breyta stærsta torgi borg- arinnar, og einu frægasta torgi Evrópu, Grand Place, í skauta- svell yfir jólahátíðina, eða frá 20. desember til 5. janúar. Eitthvað fyrir sælkera Sælkerakokkurinn Marc Veyrat hefur aftur opnað sinn heimsfræga veitingastað í frönsku Ölpunum en bankar og aðrir lánardrottnar létu loka hjá honum fyrir skömmu. Veyrat, sem er þekktur fyrir sinn ljúffenga mat, kryddaðan með sérvöldum íjallakryddjurt- um, hafði tilkynnt í september sl. að honum væri ofviða að greiða þær 9 milljónir dollara sem hann skuldaði. Eftir langar og strangar samningaviðræður hefur Veryat samt komist að samkomulagi við lánardrottn- ana og er farinn að elda að nýju. Furstarnir fljúga The United Arab Emirates, : flugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur hafið Kuala Lumpur. Enn fremur hef- ur verið tekin ákvörðun um að hefja flug milli Dubai og Dakar á þriðjudögum og fimmtudög- um. Viðvörun frá yfirvöldum Bandaríska innanríkisráðu- neytið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem bandarískir þegnar eru varaðir við að ferðast til austur- hluta Saír, m.a. til borganna •Goma, Bukavu og Uvira, þar sem öryggi ferðamanna þar hef- ur hrakað mjög. Hin tignarlegu Suðurríki: Ogleymanlegt tfmaferðalag Það er ekki ólíklegt að þegar minnst er á Suðurríki Bandaríkj- anna detti mörgum í hug glæsilegar plantekrur, veisluhöld, reyrðar yng- ismeyjar og riddaralegir herra- menn. En mönnum koma einnig í hug þær dökku hliðar sem fylgdu þessu tímabili í sögu Suðurríkj- anna, þrælahaldið og öll sú eymd og mannlega niðurlæging sem því fylgdi. Auðurinn sem þrælahaldið skapaði var gífurlegur og stóð imdir þeim glæsilega lífsstíl sem yfirstétt Suðurríkjanna tamdi sér. Bygging- amar sem reistar voru á þessum tíma og auðmannafj ölskyldurnar bjuggu í voru sannkölluð bygginga- listaverk sem mörg hver hafa varð- veist í sinni upprunalegu mynd, þó svo mörg önnur hafi því miður ver- ið eyðilögð af herjum norðanmanna i borgarastríðinu. í mörgum þessara húsa eru nú söfn en önnur eru í einkaeign, þó svo ferðamönnum sé velkomnir að skoða - gegn gjaldi að visu, enda kostar það skildinginn að halda slíkum byggingum i horfinu. Ótrúleg afrek þrælanna Murtle Beach í Georgetovm í Suð- ur-Karólínu er núna mekka golfá- hugamanna og sóldýrkenda en á síð- ustu öld var Georgetownsýsla stærsti framleiðandi hrísgrjóna í hinum vestræna heimi, þökk sé ánum sem streyma um svæðið og veittu jarðveginum þann raka sem hrisgrjónarækt þarfnast. Palmetto- sjóðurinn, sem er nefndur eftir ein- kennistré rikisins, styrkir eingöngu vemdun sögulegra gripa og tvisvar á ári, í mars og í október, gefur hann ferðamönnum kost á að fara í ógleymanlegt ferðalag um löngu liðna tíma og skoða plantekrur sem annars eru aldrei sýndar ókunnug- jim. Þessar dagsferðir þykja hvað merkilegastar af þeim sögulegu stuttferðum sem boðið er upp á í Suðurríkjunum. Gestir fá að njóta bátsferðar upp Waccamaw-ána þar sem siglt er ró- lega meðfram árbökkunum þar sem [voru áður hrísgrjónaakrar sem hafa vikið fyrir öðrum gróðri á þessari öld. Þátttakendur njóta leiðsagnar Sagnfræðings sem fræðir jafnóðum um sögu staðarins og hvaðeina sem Byggingarnar sem reistar voru á tímum þrælahalds í Suðurríkjunum og auðmannafjölskyldurnar bjuggu í voru sann- kölluð byggingalistaverk. Mörg hver hafa varðveist í sinni upprunalegu mynd þó svo mörg önnur hafi því miður ver- ið eyðilögð af herjum noröanmanna í borgarastríðinu. er í sjónmáli. Það var ótrú- leg vinna sem fór í að höggval>ær þúsundir og aft- ur þúsundir trjáa sem nauð- synlegt var að fella til að ræktun gæti hafist. Sömu- leiðis þurfti að losa svæðið við allar rætur og þurrka það upp með stíflum. Allt var þetta unnið af þrælum sem fluttir voru eins og hver annar varningur frá Afríku. Forn verðmæti til sýnis Þá eru hinir stórfenglegu búgarðar plantekranna heimsóttir. Flestir eru enn búnir þeim innanstokks- munum sem upprunalegir eigendur eyddu stórfé í að skreyta heimili sin með og létu jafnvel sérsmíða fyrir sig i Evrópu. Aðrir hafa aft- ur á móti verið innréttaðir að nýju enda var ekki óalgengt að íbúamir tækju hina dýr- mætu muni sína og flýðu þegar ljóst var að suðrið hafði tapað þrælastriðinu. Hér er um að ræða geysistórar tveggja til þriggja hæða glæsibyggingar, í felum bak við fjöldann allan af risastórum eikartrjám sem eng- inn veit fyrir víst hvað eru gömul. Sumir segja þau vera 200 ára en aðrir telja þau mun eldri eða allt að 800 ára. Á plantekrunum er síðan boðið upp á sígildan og ljúffengan Suðurríkjmat sem hefur haldist óbreyttur í gegnum tíðina. Það er mál manna að þegar komið er úr slíku tímaferða- lagi, þótt stutt sé, sé örlítið erfitt að takast aftur á við um- ferðarteppur og stórborgar- skarkala. m Eflaust eru það ekki margir sem minna jafn mikiö Endursagt úr New York Times á Suöurríki 19. aldar og þau skötuhjú, Scarlett -ggá O’Hara og Rhett Butler, úr kvikmyndinni Á hverf- anda hveli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.