Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 DV rréttir Ásakanirnar um afdrif þotu TWA flugfélagsins: Leyniskjalið var til á Internetinu 1 stuttar fréttir Klósettvandræði í MIR Geimfaramir í rússnesku Igeimstöðinni MIR eiga í dálitl- um vandræðum með salemis- málin. Allir geymar em að fyll- I ast og ekki er von á nýjum fyrr [ en eftir margar vikur vegna j íjárhagsvandræða á jörðu niðri. bjargar Jacques Chirac Frakklands- forseti sýndi samstöðu með forsæt- isráðherra sínum, Ala- in Juppé, sem á i vök að verjast vegna gagnrýni samherja, með því að hafa hann með á öllum fundum sínum með John Major, forsætisráðhema Bret- lands, á leiðtogafundi ríkjanna. Fleiri drekka vín Fleira ungt fólk í Frakklandi drekkur nú létt vín en áður þótt ekki drekki það jafn mikið og reglulega og þeir sem eldri era. Vilja þá blönku með Franskir sósíalistar hvöttu til þess í gær að fátækari lönd Evrópusambandsins yrðu með í myntbandalaginu frá upphafi þess árið 1999. Hundruð barna týnd Hundruð bama, sem eiga að vera í umsjá félagsmálayfir- valda á Bretlandi, hafa hrein- lega horfið og veit enginn hvar þau eru niðurkomin. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir fjöldamorðkvendinu Rosemary West. Syndin er lævís Spánn er syndumspiOtasta landið meðal helstu iðnríkj- anna, ef marka má könnun sænska blaðsins Svensk Export Strategi, og Frakkland kemur næst á eftir. Enginn komst lífs af Enginn komst lífs af þegar farþegaþota með 141 mann inn- anborðs fórst í suðvesturhluta Nígeríu á fimmtudagskvöld. Puerto Rico fyrirmyndin Haft var eftir Benja- min Net- anyahu, for- sætisráð- herra ísra- els, í gær aö hann væri andvígur fullveldi Palestínumanna og að hann kysi heldur að ríki þeirra yrði sjálfstjómarsvæði í anda Puerto Rico eða Andorra. Jeltsín fluttur Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti var í gær fluttur af hjarta- sjúkrahúsinu þar sem kransæðaaðgerðin var gerð á annan og þægilegri spítala. Reuter Kauphallir erlendis: Bjartsýni eftir endurkjör Clintons Endurkjör Bills Clintons í emb- ætti forseta Bandaríkjanna í vikunni hafði jákvæð áhrif á hlutabréfamark- aðinn í Wall Street og víðar um heim. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði og setti sögulegt met á fimmtudag þegar hún fór yfir 6.200 stig. Kjöriö virtist þó ekki hafa áhrif til hækkunar í London því þar lækk- aði FT-SE 100 vísitalan niður í 3.900 stig á fimmtudag. Verð á sykri á heimsmarkaði lækkar enn og tonnið var i 258 doll- urum í byrjun vikunnar. Lækkun á kaffiverði virðist hafa stöðvast í bili. Eldsneytisverð á heimsmarkaði lækkaði lítillega í vikunni en verður enn að teljast veralega hátt. Reuter Pierre Salinger, blaðafulltrúi Johns F. Kennedys heitins Banda- ríkjaforsetar sagði í gær að leyniskjal það sem hann sagði sanna að bandaríski sjóherinn hefði fyrir slysni skotið niður farþega- þotu TWA flugfélagsins i sumar hefði verið aðgengilegt á Intemet- inu í tvo mánuði. Allir 230 sem voru í vélinni létu lífið þegar hún fórst undan ströndum New York. Salinger viðurkenndi í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TFl að hann hefði ekki fengið skjalið frá bandarískum leyniþjónustumanni, eins og hann hélt áður fram, heldur frá ónafngreindum Frakka sem fékk Rúmlega áttatíu þúsund böm undir þriggja ára aldri gætu dáið á næstu þremur vikum í austurhluta Saírs ef ekki verður hægt að koma neyðaraðstoð til sveltandi flótta- manna, að því er yfirmaður mat- vælaaöstoðar SÞ sagði í gær. „Fólk er þegar farið að deyja og við áætlum að rúmlega áttatíu þús- und börn undir þriggja ára aldri muni deyja fyrir lok mánaðarins," sagði Cahtherine Bertini, fram- kvæmdastjóri matvælaaðstoðarinn- ar, WFP. það frá Bandaríkjamanninum. „Ég komst reyndar að því í gær- kvöld að skjalið hafði verið á Inter- netinu í tvo rnánuði," sagði Salinger í sjónvarpsviðtalinu í gær. Hann sagði að það sýndi að sjóherinn hefði gert tilraunir með flugskeyti í 13.000 feta hæð í þeirri trú að allar flugvélar flygju i 21.000 feta hæð. TWA þotan hefði hins vegar flogið lægra og að flugturninum hefði láðst að tilkynna sjóhemum það. Þótt Salinger væri tvísaga um hvar hann hefði fengið skjalið sagðist hann engu að síður standa við þær fullyrðingar sem þar kæmu fram um þátt sjóhersins í flugslysinu. Bernard Pacoul, yfirmaður líkn- arsamtakanna Lækna án landamæra, sagöi í gær að senni- lega hefðu rúmlega 13.600 flótta- menn f austurhluta Saírs dáið úr hungri á undanfórnum þremur vik- um. Þar eru fómarlömb stríðsátak- anna ekki með talin. Pacoul sagði það þumalputtareglu að við aðstæður eins og þær sem nú ríktu á þessum slóðum dæju tíu flóttamenn af hverjum tíu þúsund á degi hverjum. Forseti alþjóðanefndar Rauða Bæði varnarmálaráðuneytið bandaríska og alríkislögreglan FBI vísuðu staðhæfingum Salingers á bug. Talað hefur verið um að sprengja, flugskeyti eða vélarbilun hafi valdið slysinu en niðurstaða rannsóknarinnar liggur ekki fyrir. Salinger sagðist ekki hissa á við- brögðum yfirvalda og lét að því liggja að gögnunum hefði verið leynt til að koma Clinton forseta ekki í vandræði fyrir kosningamar á þriðjudag. „Það verður gaman að sjá, nú þegar kosningarnar eru afstaðnar, hvort breyting verður á rannsókn- inni,“ sagði Salinger. Reuter krossins, Comelio Sommaruga, hvatti til þess í gær að Vesturlönd sendu herlið til Saírs til að aðstoða hjálparstofnanir við að komast til flóttamanna með aðstoð. „Það er engin önnur leið,“ sagði hann 1 viðtali við Reuters fréttastof- una eftir blaðamannafund um neyð- arástandið í Saír, þegar hann var spurður hvort Vesturlönd ættu að senda hersveitir til aðstoðar. Stjórnvöld í Rúanda lýstu í gær yfir andstöðu sinni við þátttöku Frakka i slíkum herleiðangri. Reuter ISalman Rushdie til Danmerkur í Inæstu viku Breski rit- höfundurinn Salman Rushdie er væntanlegur til Kaup- mannahafnar í næstu viku til að veita viðtöku bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins, þrátt fyrir að deila um öryggisgæslu hans hafi nærri orðið dönsku ríkis- stjóminni að falli. I sameiginlegri yfirlýsingu dönsku Rushdie-nefndarinnar, menningarmálaráðuneytisins og stjórnar listaborgarinnar ’96 kemur fram að ekki verður gert uppskátt hvar athöfnin fer fram og Rushdie mun heldur ekki veita nein viðtöl meðan á heim- sókninni stendur. Ekki guðlast að bölva Maríu ||mey á Ítalíu Dómari á Ítalíu hefur úrskurð- að að það sé ekki glæpur að blóta Maríu mey þótt öðru máli gegni þegar sjálfúr guð á í hlut. Úr- skurður dómarans hefur vakið reiði innan Páfagarðs og komið af stað umræðum um eðli og nátt- úru guðdómsins. Forsaga málsins er sú aö öku- [ maður nokkur, sem lögregla stöðvaði fyrir þremur árum, brást hinn versti við aðgerðum : lögreglunnar og bölvaði í sand og j ösku, m.a. fékk heilög guðsmóðir óþyrmilega að fmna fyrir því. Ökumaðurinn var ákærður fyrir guðlast en dómarinn sýknaði | hann. L’Osservatore Romano, hálfop- jj inbert málgagn Páiágarös, lýsti ; vanþóknun sirrni á úrskurðinum | og sagði hann móðgun við hinn trúaða mann. Heimilislaus betlari nýjasta fyrirsæta CK Það hafa heldur betur orðið umskipti í lifi hins 25 árabreska liðhlaupa Shauns Yates. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan hann breyttist úr tötralegum heimilis- lausum betlara í fyrirsætu fyrir j tískukónginn Calvin Klein. *: „Ég er bara ánægður með að 1 vera kominn af götunni,” sagði | Shaun Yates í viðtali við breska æsiblaðið Sun. Tískukóngurinn sá mynd af Yates í bók um heimilislausa í London og leist svo vel á að hann lét leita hans um land allt. Leitin j bar árangur og áður en langt um j líður verður piltur farinn að j vinna með Kate Moss og öðrum flottum fyrirsætum. Clinton búinn aö finna starfs- mannastjóra Bill Clinton j Bandaríkja- forseti ætlar að tilnefna Erskine Bow- S les. fyrrum Í starfsmann f I Hvíta húsinu : og núverandi I fjármálamann. í embætti starfs- Ímannastjóra síns í stað Leons Panettas sem lætur af embætti. Bowles hefúr orð á sér fyrir að vera mjög trúr forsetanum og Clin- ton hefúr leitað mikið til hans, 1 m.a. leika þeir oft golf saman. IRobert Reich atvinnumálaráð- herra tilkynnti í gær aö hann ætlaði að hætta tO aö vera meira með fjölskyldunni. Reuter Chirac til Pierre Salinger meö leyniskjalið sem hann segir sanna að bandaríski sjóherinn hafi skotið farþegaflugvél niður und- an New York i sumar. Símamynd Reuter Vesturlönd verða að tryggja aðstoð í Saír: Dauðinn bíður 80.000 barna á næstu 3 vikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.