Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 41
London er tískuborgin - áformað að stækka Hyde Park til austurs Heimsborgin London nýtur vin- sælda ferðamanna sem aldrei fyrr. Ferðamálayfirvöld í borginni til- kynntu í líðandi viku að metfjöldi ferðamanna hefði heimsótt England í ágústmánuði, rétt rúmlega þrjár milljónir manna, og flestir áttu leið um London. Þessi fjöldi ferðamanna í ágúst- mánuði er 6% meiri en á sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa 12% fleiri ferðamenn komið til Eng- lands miðað við sama tímabil í fyrra. Ágúst er vinsælasti ferðamannatím- inn í Englandi og engin undantekn- ing er á þvi nú. Ferðamálayfirvöld eru sérstaklega ánægð með það að ferðamennirnir voru ekki aðeins 6% fleiri í þeim mánuði heldur eyddu þeir 7% hærri upphæð. Miðstöð nýjunga og tísku „London nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar sem miðstöð tískunnar í heiminum og einnig koma margar nýjungar fyrst fram í borginni. „Ná- grannar okkar í Evrópu öfunda okk- ur af tfsku okkar, tónlist og menn- ingu,“ segir í tilkynningu frá menn- ingarstofnun borgarinnar. „Tilvist þessara áðurnefndra þátta, í sambland við ríkar hefðir okkar, gerir London og England að góðum kosti fyrir ferðamenn um all- an heim. Ekki spillir fyrir að verð- lag er í lægri kantinum," segir í til- kynningunni. Eitthvert útbreiddasta tímarit veraldar, Newsweek, skrifaði í lok síðasta mánaðar ítarlega grein um Lundúnir og hvað það er sem gerir borgina svona vinsæla meðal ferða- manna. Þar var sett fram sú skoðun að Lundúnir hefðu tekið við forystu- hlutverkinu í Evrópu af París og Róm og nú væri London vænsti kosturinn fyrir ferðamenn. Miðað við útbreiðslu tímaritsins gátu Lundúnabúar ekki fengið betri aug- lýsingu. íslendingar eru í góðri að- stöðu til að nýta sér töfra borgarinn- ar. Flugleiðir fljúga daglega til þang- að og sunnudaga og fimmtudaga fara tvær þotur á dag. Helgarfar- gjöld Flugleiða og íslenskra ferða- skrifstofa til London þykja hagstæð. Stöðugar breytingar Þrátt fyrir að Bretar byggi á rikum London nýtur alþjóölegrar viöur- kenningar sem miöstöö tískunnar í heiminum og einnig koma margar nýjungar fyrst fram í borginni. hefðum og þyki sérlega íhaldssamir margir hverjir þá eru Lundúnabúar ekkert mótfallnir breytingum á borg- inni sinni. Nú eru uppi áform um að gera miklar breytingar á garðinum frægá í borginni, Hyde Park, og stækka hann verulega í austurátt. Áformað er að garðurinn stækki um sem nemur 2,4 hekturum við breyt- inguna. Kostnaðurinn er áætlaður um 11 milljarðar króna. Stækkunin yrði á kostnað hverfisins Park Lane og margar götur á því svæði myndu verða lagðar neðanjarðar í staðinn. Byggt yrði heilmikið torg á hinu nýja svæði og nýtt landslag mótað af landslagarkitektum. Hyde Park var eitt sinn töluvert stærri en hann er í dag. Svæðið sem við garðinn bætist var eitt sinn hluti Hyde Park en árið 1958 var það tekið undir götur og hús á Park Lane. Hyde Park er því einungis að endurheimta töpuð svæði. Þeir sem skipuleggja þessar breyt- ingar segja að margir þröskuldar séu enn í veginum. Bera verður áætlanirnar undir alit almennings og lagasetning þarf að liggja fyrir áður en hægt er að hefjast handa við stækkunina. Hins vegar er búist við því að al- menningur og þing verði breyting- unum hliðholl en ferlið gæti tekið allt að þremur árum áður en fram- kvæmdir hefjast. Breytingarnar sjálfar munu taka um þrjú ár og því er endadægur framkvæmdanna sett árið 2002. Byggt á Reuter. Verðdæmi: 2 vikur í janúar miðað við 2 í gistingu frá kr. 68.200 meo flugvallarsköttum FLORIDA - St. Petersburg 8 dagar í desember og janúar 2 í íbúð frá kr. 55.980 meðflugvallarsköttum Dominikanska lýðveldið 9 dagar í tvíbýli 87.730 með skatti 15 dagar í tvíbýli 97.030 með skatti Innifalið: Flug til Puerto Plata í gegnum New York. Gisting í eina nótt í New York. Flutningur til og frá flugvöllum erlendis og flugvallarskattar. ARKE REISEN Glæsilegur ferðamáti og öðruvísi fyrir þá sem vilja tilbreytingu KÝPUR - PORTUGAL - COSTA del SOL - MALLORKA Sem umboðsaðili hollensku ferðaskrifstofunnar ARKE REISEN getum við í allan vetur boðið upp á ferðir á ofangreinda staði í eina, tvær og þrjár vikur. Hægt að stoppa í Amsterdam - Kynntu þér verðið. mm nytTí AUSTURRIKI-Kirchberg Vikulegar ferðir frá 1. febrúar 8 dagarfrá 61.150 í tvíbýli m/skatti VERMONT - BANDARIKIN Jð«»~ Við bjóðum nú, [ BEINU FLUGI til BOSTON, spennandi skíðaferðir í Killington í Vermont fylki. Frá Boston til Killington er um 3ja stunda akstur. Flug og gisting í tvíbýli í 8 daga á Villager Motor Inn ásamt bílaleigubíl í C-flokki frá kr. 55.330 með flugvallarsköttum. Allar nánari upplýsingar um skipulag ferðanna fást hjá okkur. í.' Nefndu landicf og v/á komum jbér þangad á /~/-AG.S7_.Æ:Ð.AS7y\ \SERÐI sem til er hverju sinni . i Pantaðu J—1 , W' '*** FERÐASKRIFSTOFA “ REYKIAVIKUR Aðalstræti 16 - simi 552-3200 ATH! N Y TILB0Ð í SAL Tl LBOÐ: ÞÚ PANTAR • VIÐ CERUM KLÁRT ÞÚ SÆKIR , SMIÐJUVEC 6 . VELKOMIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.