Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Side 6
fFTí)A(T aeéí .rs MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 Viðskipti Ingvar Helgason hf.: Rekstrarleigu bifreiða vel tekið Rekstrarleigu bifreiöa hjá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheim- um hefur verið mjög vel tekið á þeim skamma tíma sem þjónust- an hefur verið í boði. Fyrh-tæki hafa tekið sérstaklega vel við sér enda kemur það sér vel að hafa bifreið í rekstrarleigu fyrir þá sem nota ökutækin í miklum mæli. Einstaklingar hafa sömu- leiðis nýtt sér þjónustuna. Eins og kom fram í DV sl. mánudag er greiðsla innt mánað- arlega af hendi fyrir bíl í rekstrar- leigu. Ingvar Helgason og Bíl- heimar sjá um allt viðhald og ann- an rekstrarkostnað en þann sem snýr að eldsneytf tryggingum og bifreiðagjöldum. Viðskiptavinur- inn greiðir fyrir þá rýmun á verð- mæti bílsins sem verður á samn- ingstímanum en bíllinn er hvorki eignfærður né afskrifaður i bók- um viðskiptavinar. Að tveimur árum liðnum er bílnum skilað og hægt að skipta um, sé þess óskað. Sú meinlega villa blaðamanns slæddist inn í umrædda frétt á mánudag að viðskiptavinir gætu sparað 750 þúsund krónur á ári með því að taka bíl í rekstrar- leigu. Hið rétta er aö árlegur kostnaður getur numið allt að 750 þúsundum af venjulegum fólksbíl. Sömuleiðis var það ranghermi að Jóhann Egilsson annaðist rekstar- leiguna heldur tók hann aö sér að undirbúa hana fyrir Ingvar Helga- son hf. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum sem leiöréttast hér með. Breytingar hjá Verslunarráði Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á starfsliði Verslunarráðs íslands. Jónas Fr. Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri en hann gegndi áöur stöðu lögfræðings ráðsins. Við því starfi tekur Birgir Ár- mannsson, sem unnið hefur hjá ráðinu í rúmt ár. Þá hefur Guð- rún Helga Jónasdóttir verið ráðin kynningarfulltrúi Verslunairráðs en hún var lengst af forstööumað- ur Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Ragnar í stað Jóns í Skífunnar í kjölfar aukinna umsvifa Skíf- unnar hafa tveir nýjir stjórnend- ur verið ráðnir til fyrirtækisins. Ragnar Birgis- son hefur ver- ið ráðinn framkvæmda- stjóri í staö Jóns Ólafsson- ar sem verður áfram stjóm- arformaður fyrirtækisins. Ragnar er við- skiptafræðingur að mennt. Hann var framkvæmdastj óri Sanitas í 10 ár og síðan framkvæmdastjóri og meðeigandi Opal í 6 ár. Að undanfornu vann hann að sér- verkefnum fyrir SH. Þá hefur Sigurður Grendal Magnússon rekstrarhagfræðingur verið ráöinn fjármálastjóri Skíf- unnar en hann gegndi áður svip- aðri stöðu hjá Silfurlaxi. Aðalfundur og málþing fjárfesta Samtök fjárfesta halda aöalfund sinn í Verslunarskólanum síðdeg- is á morgun og í tengslum við hann fer fram málþing. Flutt verða nokkur stutt erindi er varða flest þau mál er brenna heitt á fjárfestum á ört vaxandi verðbréfamarkaði á íslandi. -bjb Uppfyllum nær öll skilyrði myntbandalags Evrópu en: Aöhöfumst lítið - segir Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB Þegar skilyrði Maastricht- sátt- málans fyrir inngöngu Evrópusam- bandsríkja í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU, eru skoðuð kemur i ljós að ísland uppfyllir þau flest öll, er í hópi fárra þjóða sem það gera. Stefnt er að því að EMU taki gildi 1. janúar 1999 með aðild 6-8 ríkja. Til að komast í EMU þarf að upp- fylla fimm skilyrði. í fyrsta lagi má íjárlagahalli ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. í öðru lagi mega skuldir hins opinbera ekki vera meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. í þriðja lagi má verðbólga ekki vera meiri en 1,5% hærri en meðal- talsverðbólga í þeim þremur aðild- arrikjum ESB þar sem verðbólga er lægst. í flórða lagi mega langtímavextir ekki vera hærri en meðaltalsvextir i þeim þremur ríkjum þar sem verðbólga er lægst. í fimmta og síðasta lagi verði viðkomandi ríki að hafa um tveggja ára skeið átt aðild að Geng- issamstarfi Evrópu, ERM, og gengi gjaldmiðils þess verið innan tak- markana sem þar eru sett. Fréttastofa Reuters gerði nýlega könnun á meðal hagfræðinga og sérfræðinga rannsóknastofnana hvernig aðildarríki Evrópusam- bandsins stæðust skilyrði EMU. í ljós kom að aðeins eitt ríki, Lúxem- borg, stóðst öll skilyrði en Grikk- land ekkert þeirra. Flestir að- spurðra í könnun Reuters töldu að þrátt fyrir að efnahagsleg frammi- staða flestra aðildarríkja væri ekki fullkomin þá yrði EMU að veruleka í tæka tíð. Til fróðleiks lét DV kanna hvem- ig ísland stæöist skilyrði EMU, þrátt fyrir að eiga ekki aðild að Evrópusambandinu. Haft var sam- band við Sigurð B. Stefánsson, framkvæmdastjóra Verðbréfamark- aðar íslandsbanka, VÍB, sem hefur kynnt sér þessi mál. Sigurður sagði að miðað við stöðu íslenskra efna- hagsmála stæðumst við öll skilyrð- in nema það síðasta, við ættum enn sem komið væri ekki aðild að geng- issamstarfi Evrópu. Jyyjjjj" ujjjjiyJJu F]áriagahalll Ríklsskuldlr Verðbólga Langtímavextlr Nú þegar I minni en minni en innan við 1,5% innan við 2% Gengis- ‘ afVLF 60%afVLF yfir meðaltali yfir meðaltali aamstarfl bestu þriggjabestu Evrópu mumm Lúxemborg Holland Portúgal ■ • ■—yS'fj •* ★ EMU = Efnahags- og myntbandalag Evrópu Heimlld: REUTERS o. fl. Auk íslands eru það aðeins Frakkland, Lúxemborg og Bretland sem standast skilyrði um ríkis- skuldir. Kröfur um fjárlagahalla standast Danmörk, Finnland, ír- land, Lúxemborg, Holland og Sví- þjóð, auk íslands. Öll löndin nema Grikkland standast kröfur um verðbólgu og vexti. Auk íslands hafa Grikkir, Svíar og Bretar ekki náð tveimur árum í gengissam- starfi Evrópu. Þetta sést nánar á meðfylgjandi grafi. „Við gerum ráð fyrir hallalaus- um íjárlögum á næsta ári og höfum í nokkur ár verið vel innan við þeim mörkum myntbandalagsins. Ríkisskuldir eru núna á bilinu 54-55% af vergri landsframleiðslu þannig að þar stöndum við ágæt- lega,“ sagði Sigurður. Um verðbólgukröfur EMU sagði Sigurður að ísland ætti að komast inn með í kringum 2,5% verðbólgu. Minnst væri verðbólgan í Sviþjóð í dag, í kringum 1%, og næstu tvö lönd væru þar rétt fyrir ofan. Varðandi kröfur um langtíma- vexti væri viðmiðunin flóknari sökum verðtryggingar hérlendis. Ef raunvextir upp á 5% og 2,5% verðbólga væru lögð saman væri ísland með um 8% langtímavexti. Lægstu löndin væru með rétt tæp- lega 6% langtímavexti, miðað við 10 ára ríkisskuldabréf, þannig að ísland slyppi naumlega í gegn. Um gengissamstarfið sagði Sig- urður að ísland notaði aðra viðmið- un, eða svonefnda viðskiptavegna gengiskörfu. Þar hefði meðalgengið verið stöðugt síðustu árin. „Við erum í hópi örfárra þjóða sem standast nær öll skilyrði mynt- bandalagsins. En þar sem við stöndum utan Evrópusambandsins komum við ekki til greina. Við gæt- um þó einhliða ákveðið að miða okkur við Evrópumyntina í stað gengiskörfunnar. Sömuleiðis gæti farið svo að eftir nokkur ár verði búið að opna fyrir þjóðir utan Evr- ópusambandsins eins og ísland, Noreg, Sviss og vel stæðar austan- tjaldsþjóðir," sagði Sigurður. Vextir hækka utan EMU - Hvernig kemur okkur til með að reiða af utan þessa myntbanda- lags? „Ég er sannfærður um að innan 5-10 ára verði íslenska krónan búin að tengjast stærra myntsvæði. Ef það gerist ekki þá munum við búa við mun lakari samkeppnis- stöðu en ella og vextir hækka. Þetta er mál málanna í evrópsku viðskiptalífi um þessar mundir. Á meðan sitjum við hjá og aðhöfumst lítið.“ -bjb Stígandi í sterlingspundi Sterlingspundið heldur áfram að hækka í verði gagnvart islensku krónunni og hefur ekki verið hærra í langan tíma. Sölugengið var kom- ið í 113 krónur í gærmorgun, eða um 8% hærra en fyrir rúmum mán- uði síðan. Þessi þróun er afar hag- stæð fyrir útflytjendur til Bretlands og annarra staða þar sem pund er skiptimyntin, ekki síst fyrir fiskút- flytjendur. Dollarinn er kominn upp fyrir 67 krónur en mark og jen eru á svipuðum slóðum. Hlutabréfaviðskipti eru í hægagír þessa dagana. Um Verðbréfaþing og Opna tilboðsmarkaðinn fóru tæpar 72 milljónir króna í síðustu viku. Mest var keypt af bréfum íslands- banka, eða fyrir tæpar 10 milljónir, og næst mest af bréfum íslenskra sjávarafurða, fyrir 6,6 milljónir. Gengi íslandsbankabréfa hækkaði í síðustu viku og gengi ÍS-bréfanna var á mánudag 5,05 en stóð nýlega i 5,30. Frá áramótum hafa bréf fyrir 600 milljónir skipt um eigendur í ís- landsbanka en fyrir tæpar 200 millj- ónir króna í ÍS. Þingvísitala hlutabréfa var á nið- urleið miðað við stöðu mála í gær- morgun. Að loknum viðskiptum mánudagsins stóð talan í 2199 stig- um. Miklu skipti að bréf Flugleiða lækkuðu í verði, gengið fór úr 2,90 í 2,80 á mánudag og hafði ekki verið lægra síðan í júní á þessu ári. Frá byrjun þessa mánaða hefur þingvísitala húsbréfa hækkað jafnt og þétt, var í 155,46 stigum á mánudag. Eftir nokkra hækkun í síðustu, upp fyrir 1.500 dollara tonnið, lækk- aði álverð á heimsmarkaði þegar viðskipti hófust eftir helgi. Ástæðan er einkum lægra koparverð og of- framboð á markaðnum. Birgðir hafa verið aukast og skapað spennu í við- skiptunum. Ekki er reiknað með verðhækkun i bráð. -bjb ÞingvísiL hlutabr. A S 0 N Þingvisit. húsbr. 152 . A S 0 N 1,9 A S 0 N A^^ON DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.