Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆUND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofúr, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Tveim öldum síðar
Upplýsingalögin nýju, sem taka gildi hér á landi um
áramótin, eru samin og sett í góðri trú og gera gagn. Þau
flytja okkur á þessu sviði úr miðöldum og fram til þess
ástands, sem var í Svíþjóð, þegar prentfrelsislög voru
sett þar árið 1766, fyrir tvöhundruðogþrjátíu árum.
Áður höfðu stjórnvöld gert nokkrar tilraunir til að
setja upplýsingalög í vondri trú. Þær tilraunir til að efla
leyndarrétt stjómsýslunnar stóðu yfir frá 1972-1990.
Fimm sinnum á tímabilinu dagaði uppi á Alþingi frum-
vörp um þetta efni. Atlaga kerfiskarla tókst ekki.
Nýju lögin eru í allt öðrum anda en frumvörpin, sem
áður hefur dagað uppi. Það stefnir að opnun stjómsýsl-
unnar og takmörkunum á undantekningum, sem emb-
ættismenn og ráðherrar gætu fundið upp til að hafa
hemil á upplýsingaflæði um gerðir stjórnvalda.
Nýju lögunum fylgir ítarlegt kennslurit frá forsætis-
ráðuneytinu. Það skýrir einstök atriði laganna í smáat-
riðum og þrengir að möguleikum kerfiskarla til að túlka
lögin í átt frá markmiðum þeirra. Saman em lögin og
kennsluritið markvert framfaraspor íslenzks lýðræðis.
Aldagömul hefð og raunar árþúsunda er fyrir því, að
löggjafarþing og dómþing séu haldin í heyranda hljóði.
Alþingi heldur fundi sína fyrir opnum tjöldum og réttar-
höld eru sömuleiðis opin. Framkvæmdavaldið hefur
hins vegar komið sér undan sviðsljósi fólks og fjölmiðla.
Sænsku prentfrelsislögin frá 1766 festu í sessi þá meg-
inreglu, að opinn væri aðgangur að gögnum löggjafar-
valds, dómsvalds og framkvæmdavalds. Með íslenzku
upplýsingalögunum frá 1996 er meira en tveim öldum
síðar reynt að stíga feimnislegt skref í sömu átt.
í millitíðinni hefur verið gengið lengra í opnun stjóm-
sýslu í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Sólskinslög hafa
verið sett í Flórída og víðar til að færast nær opinni
stjómsýslu. Meðal annars er tekið á tilraunum til að
halda lokaða fundi til undirbúnings opnum fundum.
íslenzku lögin taka ekki mið af þessari þróun síðustu
tveggja alda. Þau gera í stórum dráttum ráð fyrir, að
framkvæmdavaldið geti áfram haft miklu meiri leynd
yfir störfum sínum en löggjafarvaldið og dómsvaldið
mega. Þau setja leyndinni bara auknar skorður.
Fólk og fjölmiðlar verða til dæmis að vita, að eitthvert
mál sé á seyði til að geta spurt um það. Framkvæmda-
valdið er ekki skyldað til að upplýsa mál að eigin frum-
kvæði. Lögin gera ráð fyrir, að undanfari upplýsinga-
miðlunar sé eins konar leki „eftir öðrum leiðum“.
Hvorki lögin né kennsluritið skilgreina nánar réttar-
stöðu lekans. En orðalagið „eftir öðrum leiðum“ er not-
að um eins konar skilyrði eða upphaf þess ástands, sem
leiðir til, að kerfið neyðist til að gefa umbeðnar upplýs-
ingar. Fáum við kannski „lekalög“ í kjölfarið?
Nýju lögin víkja ekki til hliðar eldri tölvulögum, sem
eru þröng í anda og setja óhæfilegar skorður við rennsli
upplýsinga. Þau lög hafa gert Tölvunefnd að dómstóli,
sem lokar bílaskrá fyrir öðrum en bílasölum, reynir að
loka skattskrám og takmarkar ættfræðirannsóknir.
í upplýsingalögunum og kennsluriti þeirra er léttilega
skautað á marklitlu og víðtæku orðalagi á borð við „sann-
gjama“ leynd yfir fjárhagsmálum einstaklinga og „mikil-
vægum“ fjárhags- eða viðskiptahagsmunum fýrirtækja.
Þetta óljósa orðalag víkkar leyndarsvigrúm kerfisins.
Nýju lögin eru þannig á ýmsan hátt gölluð og gamal-
dags. En þau eru samin og sett í góðri trú og eru bót á
því slæma ástandi, sem var fýrir gildistöku þeirra.
Jónas Kristjánsson
Þótt nám og fræðsla séu eitt
viðamesta verkefni hins svokall-
aða „upplýsingaþjóðfélags" þá er
ótrúlega veik áhersla á bætta
framleiðni og afköst í þessari
starfsemi. Til að gæta allrar sann-
girni er rétt að undirstrika að
margt hefur verið gert sem þjónar
þessu markmiði beint eða óbeint.
Hér má nefna margháttaðar rann-
sóknir á sviði kennslumála og
fjölda tilrauna sem lofa góðu.
Hluti þeirrar þekkingar sem
þannig hefur verið aflað hefur haft
áhrif til úrbóta.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að
mörgu er ábótavant. Enn tíðkast
það víða að nemendur eru að eyða
miklum tima að óþörfu í að skrá í
stórum stíl í kennslustundum efni
sem þeir ættu frekar að fá fjölritað
og frágengið frá kennurum sínum.
Margt er kennt sem mætti draga
úr eða sleppa og annað vanrækt
sem skiptir miklu. Fremur lítil
fræðsla fer fram um námstækni.
Svona mætti lengi telja.
Aukin símenntun
Á sama tíma og samdráttur eða
stöðnun ríkir í fjárveitingum til
menntamála þá blasir við að gera
„Fæstir kæra sig um þreytandi lestur af tölvuskjá og prenta því út allt
sem máli skiptir," segir m.a. í grein Jóns.
Framleiðni í
námi og fræðslu
bundinna kennslu-
stunda á æðri skólastig-
um og aukningar sjálfs-
náms.
Ný tækni hefur einnig á
skömmum tíma bætt til
muna margar forsendur
símenntunar og alls
annars náms. Alnetið
má nýta sem afkasta-
mikið tæki til að miðla
fræðsluefni. Ekki á að
vera nauðsynlegt að
eiga tölvu til að nýta
þau gögn sem þar eru
geymd. Auðvelt er að
skipuleggja prentþjón-
ustu fyrir almenning
hjá einkaaðilum eða op-
inberum stofnunum, til
að mynda bókasöfnum.
„Enn tíðkast það víða að nemend-
ur eru að eyða miklum tíma að
óþörfu í að skrá í stórum stíl í
kennslustundum efni sem þeir
ættu frekar að fá fjölritað og frá-
gengið frá kennurum sínum. “
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur,
upplýsingaþjónustu
Háskólans
þarf stórátök í því
að efla símenntun.
Vilji menn bæta ár-
angur þá er ljóst að
leita verður hans
með því að ná
meiri árangri fyrir
takmarkað eða
jafnvel minna fé,
það er að auka
framleiðnina.
Umræða um
þetta málefni er
mjög ofarlega á
baugi víða erlend-
is, til að mynda í
Bandaríkjunum.
Þar er fjöldi hátt-
settra manna innan
menntakerfisins
samdóma um að ná
verði stórbættum
árangri í þessu
efni á komandi
árum. Enn fremur
að þetta sé unnt.
Ný þekking og
tækni
Sem betur fer
eru ýmis jákvæð
teikn á lofti. Aukin
þekking á eðli
náms og kennslu
hefur gefið glöggar
vísbendingar um það hveming
bæta megi árangur. Eitt lykilatrið-
ið i þessu sambandi er að aðlaga
nám þörfum hvers einstaklings.
Helsta leiðin til að ná þessu mark-
miði er að þróa hágæðahugbúnað
sem nýta má til sjálfvirkrar
fræðslu og sívirks námsmats.
Þetta mun leiða til fækkunar hefð-
Og kunningjar geta skaffað hver
öðrum útprentanir. Fæstir kæra
sig um þreytandi lestur af tölvu-
skjá og prenta því út allt sem máli
skiptir.
Sjálfstæö þekkingaröflun
Að því gefnu að mikiil földi
fólks sé fær um sjáifsnám á grund-
velli tiltækra gagna þá er unnt að
þróa símenntaþjónustu sem reka
má fyrir brot af hefðbundnum til-
kostnaði og á langtum þægilegri
og aðgengilegri hátt en nú er gert.
Það erfíða við slíka nálgun er
einkum að fjölga þeim sem geta
unnið tiltölulega sjálfstætt. Verk-
efnið sem leysa þarf er því fyrst og
fremst mannlegt, félagslegt og
skipulagslegt en ekki tæknilegt.
Áð auki þarf að styðja þróun
ítarlegs kennsluefnis sem ekki
krefst stöðugrar og kostnaðar-
samrar vinnu kennara við að út-
skýra það sem er illa útskýrt í
upphafi. Gæfulegra er að greiða
kennurum vel fyrir að þróa slíkt
efni en að byggja á gloppóttum
gögnum og eyða síðan margföldu
fé ár hvert í að útskýra það sem
ekki hefur verið skýrt í byrjun.
Almennt notagildi
Þeir möguleikar sem hér hefur
verið lýst byggjast ekki allir á há-
þróaðri tækni sem nýtist einungis
fámennum hópi efnafólks. Marg-
miðlun, gagnvirkur hugbúnaður
og annað slíkt sem kostar verulegt
fé fær í dag óþarflega mikla at-
hygli samanborið við fjölmarga
aðra möguleika sem nýta má til að
bæta þjónustu við nemendur á öll-
um aldri svo um munar og fyrir
hlutfallslega litið fé.
Sem endranær þá hefur farið
svo að tækniáhuginn villir mönn-
um sýn og beinir athygli og fjár-
munum um of að kostnaðarsamri
tækni sem oft hefur takmarkað
notagildi. Hér þarf að verða veru-
leg áherslubreyting.
Jón Erlendsson
Skoðanir annarra
Kosningaloforð Framsóknar
„Fyrir síðustu kosningar sáldraði Framsóknar-
flokkurinn kosningaloforðum á báða bóga eins og
hann ætti líflð að leysa. Á vængjum þeirra flaug
hann síðan á vit drjúgs kosningasigurs og loks alla
leið inn í ríkisstjóm...Sú ræða sem stal senunni á
flokksþingi Framsóknar um helgina voru einmitt
vamaðarorð ungrar framsóknarkonu á Akranesi,
Guðnýjar Rúnar Sigurðardóttur...Lokaorðin í ræðu
Guðnýjar Rúnar hijóta að halda vöku fyrir þing-
mönnum Framsóknarflokksins: Þið skuluð ekki
gleyma því að ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rang-
an hest.“ Úr forystugrein Alþbl. 26. nóv.
Evrópumyntin
„Evrópusambandsríkin stefna markvisst að því að
taka upp sameiginlegan gjaldmiðil eftir tvö ár. Hvert
ríkið á fætur öðm gerir nú ráðstafanir til þess að
uppfylla þau skilyrði sem sett em fyrir þátttöku frá
upphafi. Umræður um áhrif sameiginlegs gjaldmið-
ils á hagsmuni okkar íslendinga hafa verið mjög tak-
markaðar. Þess vegna er það fagnaðarefhi að ís-
landsbanki hf. og Landsnefnd Alþjóða verslunar-
ráðsins hafa haft framkvæði um það síðustu daga að
efna til kynningarfunda um hinn sameiginlega gjald-
miðil og áhrif hans.“
Úr forystugrein Mbl. 24. nóv.
Miöjuflokkur til góðs
„Mér sýnist sem Framsóknarflokkurinn hafi eftir
að Halldór Ásgrímsson tók við stjórninni skilgreint
sig í ríkari mæli sem miðjuflokkur eins og þeir
starfa í Evrópu. Ég tel að frá því að Sjálfstæðisflokk-
urinn var stofnaður með samruna íhaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins hafi ekki verið hér á landi slík-
ur miðjuflokkur fyrr en núna. Þetta er að vissu leyti
til góðs. í Evrópu hefur þetta þýtt öðruvísi áherslur
en hjá sósíalistum til vinstri og íhaldsmönnum til
hægri.“ Ámi R. Ámason í Degi-Tímanum 26.