Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1996, Síða 26
50
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
Fólk í fréttum
I
Jón Helgi Þórarinsson
Jón Helgi Þórarinsson, sóknar-
prestur á Dalvík, Dalbraut 2, Dal-
vík, hefur verið ráðinn sóknarprest-
ur í Langholtssókn í Reykjavík.
Starfsferill
Jón Helgi fæddist á Akureyri 2.9.
1957 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1977, stundaði
nám í orgelleik við Tónlistarskóla
Akureyrar frá 1966 og lauk 7. stigs
prófl í orgelleik þaðan 1978, lauk
embættisprófi í guðfræði frá HÍ
1983, stundaði framhaldsnám í sögu
kirkjutónlistar og kirkjusögu og
lauk M.Th.-prófi frá Edinborgarhá-
skóla 1984.
Jón Helgi var aðstoðarprestur við
Fríkirkjuna í Hafnarfirði 1983-84 og
hefur verið sóknarprestur á Dalvík
frá 1984.
Jón Helgi var lengi formaður
Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
í Hólastifti er starfrækti sumarbúð-
irnar við Vestmannsvatn, var for-
maður sálmabókanefndar Þjóðkirkj-
unnar 1985-91 og er nú fyrir starfs-
hópi er undirbýr útgáfu nýrrar
sálmabókar, hefur starfaði í ýmsum
nefndum á vegum þjóð-
kirkjunnar, sat í stjóm
Prestafélags Hólastiftis
og í varastjóm Prestafé-
lags íslands. Þá var hann
formaður íþróttavalla-
nefndar Dalvíkur.
Fjölskylda
Jón Helgi kvæntist
21.8. 1982 Margréti Ein-
arsdóttur, f. 19.8. 1960.
Hún er dóttir Einars
Ágústssonar, rafvirkja-
meistara í Reykjavík, og Jónu Sig-
urðardóttur húsmóður.
Synir Jóns Helga og Margrétar
eru Hilmar, f. 30.1. 1983; Friðjón, f.
20.3. 1987; Pétur Örn, f. 12.11. 1995.
Systkini Jóns Helga eru Anita, f.
8.1. 1949, kennari á Hlíðarenda í
Bárðardal, gift Ingvari Vagnssyni
frá Hriflu; Pétur, f. 23.6. 1951, prest-
ur í Laufási, kvæntur Ingibjörgu S.
Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi;
Erna, f. 30.7. 1959, kennari og söngv-
ari í Reykjavík, gift Gunnlaugi
Briem hljóðfæraleikara.
Foreldrar Jóns Helga eru Þórar-
Jón Helgi
Þórarinsson.
inn S. Halldórsson, f. 4.6.
1928, stýrimaður og siðar
sláturhússtjóri á Akur-
eyri, og Elín Jónsdótir, f.
10.10. 1928, kennari.
Ætt
Þórarinn er bróðir Jóns,
föður Halldórs, fram-
kvæmdastjóra FSA og
fyrrv. bæjarstjóra á Akur-
eyri. Þórarinn er sonur
Halldórs, b. í Ásbyrgi i
Glerárþorpi, Jónssonar,
b. í Krossanesi, Halldórssonar, b. á
Geldingsá, Halldórssonar, b. á Geld-
ingsá, Halldórssonar. Móðir Hall-
dórs í Ásbyrgi var Júlíana Krist-
jánsdóttir. Móðir Þórarins er
Hrefna Pétursdóttir, b. á Halldórs-
stöðum í Eyjafírði, Tómassonar, b. í
Borgargerði í Skagafirði, Jónasson-
ar húsmanns, Tómassonar, b. á
Skriðu i Saurbæjarhreppi, bróður
Sigurðar, langafa Guðrúnar, móður
Ottós A. Michelsen. Tómas var son-
ur Jónasar, b. í Ytra-Dalsgerði,
Jónssonar, b. í Syðra-Dalsgerði, Ein-
arssonar. Móðir Jónasar í Ytra-
Dalsgerði var Helga, systir Jónasar
í Hvassafelli, £ifa Jónasar Hallgrims-
sonar. Helga var einnig systir Jós-
efs, langafa Jóhanns Sigurjónssonar
skálds. Þriðji bróðir Helgu var Dav-
íð, langafí Káinns og Jóns Magnús-
sonar forsætisráðhema. Helga var
dóttir Tómasar, ættföður Hvassafell-
sættarinnar, Tómassonar.
Móðir Hrefnu í Ásbyrgi var Stef-
anía, dóttir Sigtryggs, b. á Úlfá, Sig-
urðssonar og Friðriku Friðriksdótt-
ur frá Baldursheimi.
Elín er dóttir Jóns Almars, verka-
manns á Akureyri, Eðvaldssonar,
verkamanns á Akureyri, Jónssonar.
Móðir Elínar var Jakobína, systir
Önnu, ömmu þeirra bræðra Krisfj-
áns Vals, rektors 1 Skálholti, og
Bjöms, skólastjóra á Grenivík, Ing-
ólfssona. Bróðir Jakobínu var Ein-
ar, faðir Matthíasar, lögreglufull-
trúa á Akureyri, föður Pálma, sókn-
arprests í Bústaðakirkju. Jakobína
var dóttir Guðbjarts, b. í Snælandi á
Grenivík, Bjamasonar og Sigríðar
Bjarnadóttur.
Afmæli
Hólmfríður Oddsdóttir
I
Sr
Hólmfriður Oddsdóttir
húsfreyja, Lindargötu 61,
Reykjavik, er sjötug í dag.
Starfsferill
Hólmfríður fæddist í
Reykjavík en ólst upp á
Kjalarnesinu, í Laugar-
nesi og í Fagradal í Soga-
mýri. Hún stundaði nám
við Reykjaskóla og við
hússtjórnardeild Kvenna-
skólans í Reykjavík.
Hólmfríður var lengst
af húsfreyja á bammörgu heimili í
Reykjavík, á Patreksfirði og á Akra-
nesi. Hún varð ekkja 1970 og hóf þá
störf sem starfsstúlka á Kleppsspít-
alanum í Reykjavík.
Fjölskylda
Hólmfríður
Oddsdóttir.
Hólmfríður giftist 24.12.
1946 Guðmundi Kristni
Óskarssyni, f. 11.6. 1928,
d. 26.5. 1970, kaupmanni
og verslunarstjóra í
Reykjavík, á Patreksfirði
og á Akranesi. Hann var
sonur Óskars Þorgils
Pálssonar, verkamanns
af Pálsætt undan Jökli,
og Lovísu Kristjánsdótt-
ur sem einnig var ættuð
af Snæfellsnesi, m.a. af
Hnausa-Bjamaætt.
Böm Hólmfríðar og Guðmundar
em Lovisa Guðmundsdóttir, f. 6.6.
1946, starfsleiðbeinandi í Kópavogi,
og á hún þrjú börn; Oddur Guð-
mundsson, f. 16.1. 1949, búsettur í
Svíþjóð og á hann sex böm; Óskar
Þorgils Guðmundsson, f. 25.8. 1950,
blaðamaður i Reykjavík en kona
hans er Kristín Ágústa Ólafsdóttir,
kennari og stjórnarformaður
Sjúkrahúss Reykjavíkur, og eiga
þau þrjú böm; Guðmundur Hólmar
Guðmundsson, f. 17.10. 1955, búsett-
ur í Hafnarfirði og á hann þrjú
börn; Brynjar Guðmundsson, f. 27.6.
1959, prentari í Kópavogi, en kona
hans er Sigríður Björnsdóttir fram-
kvæmdastjóri og eiga þau þrjú
böm; Atli Guðmundsson, f. 11.9.
1963; Brynhildur Guðmundsdóttir, f.
14.8. 1968, þroskaþjálfi í Reykjavík,
en maður hennar er Jón Ágústsson
þroskaþjálfi og eiga þau eitt barn.
Systkini Hólmfriðar: Sigurður
Þórarinn Oddsson, f. 27.7.1920; Hall-
dóra Petrea Oddsdóttir, f. 18.10.
1930; Jón Oddsson, f. 30.9. 1935, d.
23.5. 1994.
Foreldrar Hólmfríðar vom Oddur
Jónsson, f. 26.6. 1889, d. 28.8. 1981,
sjómaður, bóndi og verkamaður, og
k.h., Brynhildur Ingimundardóttir,
f. 20.5. 1898, d. 27.9. 1973, húsmóðir.
Þau bjuggu á Kjalarnesi, í Laugar-
nesinu og síðustu áratugina í Fagra-
dal í Sogamýri.
Oddur var ættaöur frá Króki á
Kjalarnesi af Engeyjarættinni, og
hins vegar frá Klofa á Landi.
Brynhildur átti ættir að rekja
annars vegar í Meðallandið og Suð-
ursveit en hins vegar til Vest-
mannaeyja.
í tilefni sjötugsafmælisins tekur
Hólmfríður á móti gestum í félags-
heimili Karlakórsins Þrasta, Flata-
hrauni 21, Hafnarfirði, nk. laugar-
dagskvöld, 30.11.
Mikael Þorfinnsson
Mikael Þorfinnsson, Rauðumýri
9, Akureyri, er áttatíu og fimm ára
í dag.
Starfsferill
Mikael fæddist í Hrísey og ólst
þar upp fyrstu átta árin i foreldr-
ahúsum en síðan mikið til hjá Stef-
áni Stefánssyni útgerðarmanni.
Mikael fór fyrst átta ára í róðra
með föður sínum en stundaði á
unglingsárunum jöfnum höndum
almenn sveitastörf og störf tengd
útgerðinni hjá Stefáni. Hann var
fyrsti bílstjórinn í Hrísey, keypti bíl
í félagi við Stefán og notaði hann
við útgerðina. Þá stundaði Mikael
útgerð í Hrísey með Albert Þórðar-
syni og var jafhframt tvær vertíðir
í Vestmannaeyjum.
Mikael flutti til Akureyrar í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar og hef-
ur búið þar síðan. Hann starfaði hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins í hálft
annað ár og vann síðan við hand-
lang í múrverki um árabil. Þá starf-
aði hann hjá Gefjun í ellefu ár er
hann hætti fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Sambýliskona Mikaels var Hall-
fríður Gunnarsdóttir, f. 1909, nú lát-
in, húsmóðir.
Dóttir Hallfríðar og fósturdóttir
Mikaels er Sigurlaug Alda Þor-
valdsdóttir, húsmóðir og hár-
greiðslukona á Akureyri, gift Ólafi
Hauki Arnarsyni, húsgagna- og
húsasmiði, og eiga þau fjögur böm.
Systkini Mikaels voru Þorsteinn,
f. 1908, d. 1909; Jóhanna, f. 1909, nú
látin, húsmóðir á Dalvík.
Foreldrar Mikaels vom Þorfinn-
ur Jónsson, sjómaður í Hrísey, og
Sigríður Jóhannsdóttir húsmóðir.
Fréttir
Lítið um rjúpu á Ströndum
- talin hafa hrakist undan óveörinu
Guðmimdur G. Jónsson, hrepp-
stjóri í Munaðamesi á Ströndum,
fór til ijúpna mánudaginn 18. nóv-
ember og hafði lítið upp úr krafsinu
að eigin mati. Þó kom hann með átta
stykki heim að kveldi og er búinn að
fá eitthvað um 20 stykki í það heila.
„Ég fer nú ekki mikið,“ sagði Guð-
mundur. „Maður er svona að reyna
að halda þessu við.“ Hann segir lítið
hafa verið um rjúpu á þessum slóð-
um undanfarin ár, þó sé það skárra
núna en í fýrra. Ekki vildi Guð-
mundur fullyrða neitt um orsakir
þess að minna heföi verið um rjúpu
undanfarin ár en trúlega réðu óveð-
urskaflar sem komið hefðu snemma
á haustdögum einhverju um það.
Hún hrektist einfaldlega undan
veðrinu.
Lítið er um óboðna gesti í rjúpna-
veiði þama norður frá, enda taldi
Guðmundur að enginn nennti að
fara svona langt. -HK
Til hamingju
með afmælið
27. nóvember
90 ára
Þórunn Ólafsdóttir,
Snorrabraut 58, Reykjavík.
80 ára
Hildur Kæmested,
Hæðargarði 29, Reykjavík.
70 ára
Þóra Guðrún Stefánsdóttir,
Laugalæk 46, Reykjavík.
Sigurður Stefánsson,
Stærra-Árskógi,
Árskógshreppi.
60 ára
Gyða Sigrún Stefánsdóttir,
Steinagerði 6, Reykjavík.
Elísabet Þórarinsdóttir,
Reynigrund 63, Kópavogi.
Engilráð Guðmundsdóttir,
Suðurvangi 14, Hafharfirði.
Guðríður Jónsdóttir,
Hraunbæ 13, Reykjavík.
Hulda Vilmundardóttir,
Hlíðarvegi 2, Grundarfirði.
Eiginmaður hennar er
Soffanías Cecilsson.
Þau verða að heiman.
50 ára
Júlía Magnúsdóttir,
yíðivangi 11, Hafharfirði.
Ólafía Sigurbergsdóttir,
Tjamargötu 30, Keflavík.
Sigríður Sveinsdóttir,
Strýtuseli 7, Reykjavík.
Sigriður Kristjánsdóttir,
Nesvegi 53, Reykjavík.
Jónatan Sigurjónsson,
Suðurgötu 43, Keflavík.
Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir,
Foldahrauni 26,
Vestmannaeyjum.
40 ára
Rúnar Guðlaugsson,
Garðstíg 3, Ólafsfirði.
Kolbrún Þorláksdóttir,
Núpabakka 13, Reykjavík.
Hannes Eðvarð ívarsson,
Brekkulæk 6, Reykjavík.
Bergfiót Bragadóttir,
Asparfelli 4, Reykjavík.
Ólöf Ásta Guðmvmdsdóttir,
Skólagerði 21, Kópavogi.
Sindri Sigfússon,
Breið, Lýtingsstaðahreppi.
Þorvaldur Jensson,
Neðstaleiti 2, Reykjavík.
Þorbjörg Halldóra
Hannesdóttir,
írabakka 30, Reykjavík.
Hörður Hjartarson,
Hraunbæ 112, Reykjavík.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
Smáauglýsingar
DV
550 5000