Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
Fréttir
Hreppsnefndarmenn í Kjós funduðu með aðstoðarforstjóra Columbia í gærkvöld:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps hélt í
gærkvöld lokaðan fund með James
F. Hensel, aðstoðarforstjóra Col-
umbia Ventures, í Félagsgarði í
Kjós þar sem rætt var um fyrirhug-
að álver á Grundartanga. íbúar
Kjósarhrepps hafa mótmælt mjög
staðsetningu álversins og telja það
verða mengunarvaldandi.
„Bandaríkjamaðurinn óskaði eft-
ir fundinum en hann breytir engu
gagnvart okkar afstöðu í þessu
máli. Það merkilegasta sem gerðist
á fundinum var að hann upplýsti
okkur um að hann hefði komið hér
í fyrra og verið boðið að velja sér
eitthvert svæði undir væntanlega
verksmiðju. Hann sagðist hafa valið
Grundartanga og íslensk stjómvöld
að hans sögn ekki haft neitt við það
að athuga. Mér finnst það með ólík-
indum að stjómvöld hafi ekki haft
neina umhverfis- eða stóriðjustefnu
í þessu máli heldur var útlend-
ingunum bara sagt að velja sér stað.
Þetta sýnir vel hve ráðamenn meta
landið og náttúmna lítils," segir
Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiða-
felli og hreppsnefndarmaður, við
DV eftir fundinn sem stóð í rúma
þrjá klukkutíma.
Mun rústa allt
„Ef álverið rís á Grundartanga
rústar það allt það sem hefur verið
byggt upp hér í hreppnum. Það
Frá loku&um fundi bænda og aðsto&arforstjóra Columbia Ventures f Félagsgaröi í Kjós í gærkvöld.
DV-mynd
verður barist gegn þessu álveri af
öllum mætti og við ætlum að fá
þessu breytt. Við ætlum ekki að láta
fóma náttúrunni fyrir stóriðju. Það
er mikið af lífrænum efnasambönd-
um í jarðvegi héma sem mengunar-
efni bindast í og það er verið að tala
um verulegt magn af eiturefnum. í
þessari verksmiðju sem á að reisa
er t.d. engin tilraun gerð í mengun-
arvömum til að hemja brennistein
sem veldur súm regni. Umhverfis-
mat hefur sýnt að það
væri nær að byggja ál-
ver á Reykjanesi.
Við erum ekki einir í
þessu og höfúm fundið
fyrir miklum stuðningi,
bæði frá almenningi og
hátt settum embættis-
mönnum. Það gengur
fram af fólki hvemig
stjórnvöld hafa vaðið
áfram í þessu máli án
þess að taka tillit til eins
né neins. Hollustuvemd
og Náttúruvemdarráð
hafa gert stórar athuga-
semdir við þessar fram-
kvæmd. Við emm búnir
að blása til sóknar í mál-
inu og sókn fólksins
gegn stjórnvöldum er
hafin. Þetta er upphafið
að byltingu fólksins í
þessum efiium en hvort
Hilmar Þór þetta er upphafið að
Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Ki&a-
felli og hreppsnefndarma&ur, me&
skýrstu um mat á umhverfisáhrifum
sem álver mundi hafa á nágrenni
Grundartanga. DV-mynd Hilmar Þór
endalokum umhverfis- eða iðnað-
arráðherra vil ég ósagt láta,“ segir
Sigurbjöm. -RR
Ætlum ekki að láta fórna
náttúrunni fyrir stóriðju
- segir Sigurbjöm Hjaltason, bóndi og hreppsnefndarmaður
Stuttar fréttir
Framtíð Alþýðublaðsins
Framtíö Alþýðublaðsins verður
ráðin í mánuðinum og nýráðinn
ritstjóri, Sæmundur Guðvinsson,
er ráðinn til 1. febrúar, að sögn
Alþýöublaðsins.
400 km með mjólkina
Mjólkursamlag A-Skaftfellinga
hefúr verið úrelt og mjólk bænd-
anna er nú flutt 400 km leið í
MBF á Selfossi. Dagur-Tíminn
segir frá.
Silfurtún í
nauðasamninga
Silfúrtún hf. í Garöabæ hefur
fengiö heimild til nauöasamninga
og er boðin 20% greiðsla upp í
kröfúr. Silfurtún framleiðir m.a.
vélar til að endurvinna pappír.
Viöskiptablaöiö segir frá.
Verðbreytingar búvara
Sjömannanefnd vinnur að
nýiri verðstefiiu í sambandi við
búvömr og að sögn RÚV er ætlun-
in að lækka vemdartolla á erlend-
ar búvörur og grænmeti.
Gagnkvæmar
veiðiheimildir
Botnfiskveiðiheimildir Færey-
inga í íslenskri lögsögu verða
áfram 5 þús. tonn en auk þess fá
þeir heimild til loðnu- og
kolmunnaveiða í lögsögunni,
samkvæmt nýjum samningi þjóð-
anna. RÚV segir frá.
Samherji og Hrönn
sameinast
Samherji á Akureyri og Hrönn,
sem gerir út Guðbjörgu ÍS, sam-
einuðust í gær. Ætlunin er að
gera Guðbjörgina áfram út frá
ísafirði. Eignarhlutfall hlutar
Hrannar i Samherja er ekki gefiö
upp en samkvæmt heimildum DV
er það 6%. -SÁ
íbúar í Kjósarhreppi berjast gegn fleiri stóriöjuverum á svæðinu:
- engar refsileiðir, segir Jón Gíslason bóndi, nágranni við Járnblendiverksmiðjuna
mengun sem af henni hlýst. Þeir
hafa mótmælt harðlega væntanlegu
álveri á Grundartanga. Jón þekkir
vel til þessara mála því hann er
næsti nágranni við jámblendiverk-
smiðjuna, hinum megin Hvalfjarð-
ar, og hefur verksmiðjuna fyrir aug-
unum á hverjum degi, eins og hann
segir sjálfur.
„Það er vel hægt að sjá eitur-
mökkinn héma yfir og á sumrin
hefur hann stundum skyggt á sól-
ina. Það er ekki nóg með að hafa
Jámblendið með alla sína mengun
því nú á að bæta við álveri. Við
munum berjast með öllum krafti
gegn því að þetta álver rísi hér. Ég
á von á að það veröi sett fram
skaðabótakrafa á hendur ríkinu fyr-
irfram upp á milljarða króna ef þeir
ætla ekki að bakka í þessu máli.
Við höfum staðfestingu á því frá
Hollustuvemd að verksmiðjur af
þessu tagi ráða sér fyrirtæki til að
framkvæma umhverfismat. Þessi
fyrirtæki eiga að vakta verksmiðju-
svæðið á eftir en það hefur engin
vakt farið fram á þessu svæði frá
því Jámblendiverksmiðjan var
byggð. Það er greinilegt að þeir sem
standa að baki þessum verksmiöj-
um fara sínu fram og valta yfir
stjórnvöld og alla aðra. Þegar tapið
er orðið óheyrilegt er fólkið í land-
inu látið borga það í óhóflegum raf-
magnsreikningum."
Svæ&inu stefnt í voöa
„Það er veriö að stefna svæðinu
hér í mikinn voða. Þetta er að verða
mikið útivistarsvæði og síðasta
sumar má segja að hingað hafi flutt
um 5 þúsund manns í sumarbústaði
og tjöld. Hingað komu fiölmargir ís-
lendingar sem útlendingar í berj-
atínslu og til að veiða í Laxá. Áin
hefur verið helsta tekjulind hrepps-
ins og má segja okkar stóriðja.
Gjaldeyristekjur af hverjum veidd-
um laxi voru 16 þúsund og að með-
altali veiddust hátt í 2 þúsund laxar
á hverju meðalsumri.
Það er mjög mikið í húfi og mér
finnst það alger fásinna ef á að fara
fórna hreinni náttúru hér fyrir ál-
ver. Þetta svæði, sem á að fara und-
ir álverið, er gríðarlega stórt og
stærra en öll miöborg Reykjavíkur
og vesturbærinn samanlagt. Ég sé
líka fyrir mér stórauknar skipaferð-
ir um Hvalfiörðinn ef hið nýja álver
á að rísa hér. Það væri skelfileg til-
hugsun ef eitt slíkt skip mundi
stranda hér í firðinum ,“ segir Jón.
Hann segir að svo virðist sem
engar refsileiðir séu til vegna
mengunarslysa. „Þeir hafa
tilkynningarskyldu, samkvæmt
starfsleyfi, þegar um er að ræða
bilun. Þá ber þeim að tala við
Hollustuvemd en þar viröist málum
ljúka því refsileiðir eru ekki til.“
-RR
„Það er búið að vera stórfellt
mengunarslys hér út af þessari
járnblendiverksmiðju. Mengunar-
vamabúnaðurinn hefur verið bil-
aður í tvö ár og þeir spúa út eitur-
gufúm í skjóli nætur þegar þeir
halda að enginn sjái til. Ég heyri í
þeim þegar þeir era að skrúfa fyrir
eitrið á morgnana," segir Jón
Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjósar-
hreppi.
Jón og aðrir búar
hreppsins berjast
harðri baráttu
gegn stór-
iðju og
þeirri
Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjósarhreppi, telur þa& algera fásinnu a& fórna
hreinni náttúru fyrir álver. DV-mynd Hilmar Þór
Spúa út eiturgufum
í skjóli nætur