Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Side 16
+ 16 MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1997 MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1997 17 Iþróttir Iþróttir George Best spáir Man. Utd bikarnum og er yfir sig hrifinn af Beckham: „Myndi hiklaust kaupa hann á 2,3 milljarða“ George Best, einn mesti snillingur allra tíma í enskri knattspymu, spáir sínu gamla félagi, Manchester United, bikar- meistaratitlinum. Þetta gerði Best reyndar fyrir leik Man. Utd gegn Totten- ham um síð- ustu helgi. Ástæöan fyr- ir því að Best spáir United góðu gengi í vetur er ekki síst frábær frammistaða Davids Beck- hams, sem Best segir ótrúlegan leikmann. „Beckham hefur gerbreytt liði United og hann ásamt Eric Cantona er lykilmaður ekki við að meta Beckham á 20 milljónir punda. Hann er í sama verðflokki og Robbie Fowler," segir Best, en til gamans má geta þess aö Alan Shearer, dýrasti knattspyrnumaður heims til þessa, var keyptur til Devid Beckham og Eric Cantona. Lykilmenn liðsins. Ég hika Manchester United, segir George Best. Newcastle frá Blackburn á 15 milljónir punda. „Ég hef aldrei getað skil- ið hvers vegna Alex Fergu- son tók hann úr liðinu í vetur undir því yfirskini að hann þarfnaðist hvíldar. Tvítugir leikmenn þurfa aldrei á hvíld að halda. Beckham á að spila hvem einasta leik fyrir United ef hann á annað borð gengur heiU til skóg- ar. Ég sagði fyrir yfir- standandi keppnistíma- bil að Beck- ham yrði stjama. Ég bjóst hins veg- ar ekki við að hann skytist með slíkum veit að hjá United er alltaf stefnt að sigri - í öllum leikjum. Þetta hefur ekkert breyst frá því í gamla daga. United mun leggja sömu áherslu á að vinna deild, bikar og Evrópukeppni og áður.“ -SK ógnarhraða á stjömuhim- ininn sem hann hefur gert. Það var ekki nóg með að Beckham kæmist í enska landsliðiö hjá Glenn Hoddle heldur er hann orð- inn einn helsti lykilmaður- inn hjá United og liðið má ekki án hans vera. Ég reikna alveg fastlega með því að Beckham veröi kos- inn knattspyrnumað- ur ársins af yngri kynslóðinni," sagði Best enn fremur. „Fara til að sigra í hverjum leik“ Og Best heldur áfram: „Þið skulið ekki trúa öllu þessu tali rnn að United sé einungis að ein- beita sér að Evr- Georae Best ópukeppninni. Ég David Beckham. 9 nf,nn af Birkir Kristinsson í breskum frosthörkum hjá Birmingham: Þeir segja að ég hafi komið með veðrið frá íslandi - kenna mér um og trúa ekki hitatölunum að heiman Birkir Kristinsson, landsliösmarkvöröur hefur fengið að kynnast frosthörkunum sem nú eru á Bretlandseyjum. „Liðsmenn Birmingham hafa verið að gantast með það að ég hafi komið með veðrið frá Islandi til Bretlandseyja. Ég segi þeim á móti að veðrið sé miklu betra heima á Islandi en því vilja þeir ekki trúa. Menn eru vanir að fá einstaka leikjum frestað á þessum árstíma en í ár segja menn að ástandið sé með versta móti. Ég kom hingað fyrir jól og hef síðan þá ekk- ert leikið. I nokkur skipti hafa verið fyr- irhugaðir leikir með varaliðinu en þeim öllum orðið að fresta," sagði Birkir Krist- insson landsliðsmarkvörður í samtali við DV í gærkvöld. Birkir er sem kunnugt er á mála hjá norska liðinu Brann en félagið leigði hann í fimm vikur til enska 1. deild- arliðsins Birmingham. „Til marks um veðráttuna þá vorum við í gær á leiðinni til Stoke en snerum við þegar viö áttum stutt eftir. Boð kom um það að vonlaust væri að leika vegna kulda og völlurinn væri frosinn. Við erum alltaf á leiðinni að spila en veðrið leikur knattspyrnuna grátt á Englandi þessa dagana. Æfingar hjá Birmingham hafa farið að mestu leyti fram innandyra og hlaupaæfingar utandyra. Þannig er ástandið hjá öllum liðum á Englandi,“ sagði Birkir. - Þú ert kannski farinn að hallast að því að þú náir kannski ekki að leika einn einasta leik eftir allt saman? „Eins staðan er í dag stendur aðalmark- vörður liðsins í markinu. Hann er búinn að vera í markinu hjá Birmingham sl. tvö ár. Það var því í raun varamarkvörðurinn sem datt út vegna meiösla. I bikarleikn- um á laugardaginn var sat ég á bekknum. Ég hef ekki trú á því að Trevor Francis breyti markmannsuppstillingu, ekki nema ef meiðsli komi upp á. Eg hef alltaf verið að vona að fá tæikifæri með varalið- inu en allt kemur fyrir ekki. Á miðviku- dag (í dag) stendur til að varaliðið mæti aðalliði Derby á upphituðum velli." Birkir sagði veðurspána fyrir næstu daga ekki boða miklar breytingar svo út- litið væri ekki bjart fyrir leikina sem fyr- irhugaðir væru um næstu helgi. „Þrátt fyrir allt er gaman að kynnast klúbbi eins og Birmingham og maður heldur sér við efnið á hverju degi. Ég hefði bara viljað fá að leika meira. Ann- ars er áætlunin óbreytt en þann 2. febrú- ar hitti ég strákana í Brann í Frankfurt og þaðan verður farið í æfingabúðir í S-Afr- íku til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn gegn Liverpool,“ sagði Birkir Kristinsson í samtalinu við DV. -JKS Tennis: Seles ekki með á opna ástralska Nú er ljóst að Monica Seles getur ekki varið titil sinn á opna ástralska meistaramótinu í tenn- is sem hefst í næstu viku. Seles, sem fjórum sinnum hefur fagnað sigri á mótinu, er fingurbrotinn og veröur frá keppni í einhverj- ar vikur. Seles hefur verið ein- staklega óheppinn hvað varðar meiðsli eftir að hún hóf keppni að nýju eftir hnífstunguna frægu. Hún meiddist á hné eftir sigurinn á opna ástralska mót- inu árið 1995 og í fyrra þurfti hún að sleppa nokkrum mótum vegna meiðsla í öxl. „Foröiö okkur frá ráöningu Wilkinsons“ Eins og greint var frá í DV sl. mánudag, hefur Howard Wilkin- son veriö ráðinn tæknilegur ráð- gjafi enska knattspyrnusam- bandsins. Hlutverk hans verður meðal annars fólgið í Því að bæta unga enska knattspymumenn. Og þeir eru margir sem telja að Wilkinson sé alls ekki rétti maðurinn í þetta nýja starf hjá sambandinu. Leiðarahöfundar blaða hafa beðið guð að forða enskri knatt- spyrnu frá því að Wilkinson fái þetta starf. En allt kom fyrir ekki. Gagnrýnin kom seint fram enda fór málið allt mjög hljóð- lega. Wilkinson hefur veriö fram- kvæmdastjóri í 20 ár. Hann er þekktastur fyrir það afrek að gera Leeds að enskum meistara 1992 og að vera rekinn frá sama félagi á síðasta ári. Hingað til hefur hann þótt bestur í því að þjálfa upp þol leikmanna og æf- ingar hjá honum hafa lengstum farið að mestu leyti í langhlaup. Hvemig hann á svo að geta starf- að sem helsti tæknilegi ráðgjafi enska sambandsins hafa enskir ekki skilið. Þó hefur Alex Fergu- son, stjóri Man Utd, stutt ákvörðun sambandsins. -SK Stjörnuleikur KKI - í Laugardalshöllinni á laugardaginn Kjartan Másson, hinn gamalreyndi knattspyrnuþjálfari úr Keflavík, var sæmdur gullmerki KSÍ á gamlársdag um leið og íþróttamaður Suöur- nesja var útnefndur. Kjartan hefur um árabil fengist við knattspyrnuþjálf- un og náö mjög góðum árangri. Kjartan, sem varö fimmtugur á síðasta ári, ákvaö í haust aö hætta þjálfun Keflavíkurliösins en honum tókst að halda félaginu í 1. deild þrátt fyrir hrakspár sparkspekinga. Á myndinni tekur Kjartan við gullmerkinu af Gunnlaugi Hreinssyni, stjórnarmanni úr KSÍ. -ÆMK/GH Hinn árlegi stjömuleikur í körfuknatt- leik verður háður í Laugardalshöllinni á laugardaginn kemur og hefst leikurinn klukkan 15. Þetta er nokkurs konar körfuknattleikshátið í leiðinni þvi einnig reyna bestu skyttur landsins fyrir sér i 3ja stiga skotum og bestu leikmenn i troðslu reyna einnig fyrir sér. Þessi hátið hefur í gegnum árin ávallt verið hin besta skemmtun og verður ömgglega engin breyting á því í þetta skiptið. I gær vom stjömuliðin valin og stjórn- ar Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, öðm þeirra og Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, hinu liðinu. Þeir félagar studdust við þá reglu að velja aðeins þijá útlendinga í lið sitt og aðeins tvo leikmenn frá sama félaginu. Lið Sigurðar er þannig skipað: Damon Johnson, Keflavík, Torrey John, Njarðvík, Shawn Smith, Haukum, Albert Óskarsson, Keflavík, Friörik Ingi Ragnarsson, Njarðvík, Hermann Hauks- son, KR, Guðjón Skúlason, Keflavík, Ei- ríkur Önundarson, ÍR, Marel Guðlaugs- son, Grindavík, Pétur Ingvarsson, Hauk- um. Lið Friðriks Inga Rúnarssonar: Fred Williams, Þór, Herman Meyers, Grindavík, Tito Bciker, ÍR, Jón Amar Ingvarsson, Haukum, Helgi Jónas Guð- finsson, Grindavík, Jónatan Bow, KR, Sigfús Gizurason, Haukum, Kristinn Friðriksson, Keflavík, Falur Harðarson, Keflavík, Páll Axel Vilbergsson, Grinda- vík. -JKS Kristinn oröinn milliríkjadómari Dicks á grænni grein Julian Dicks, sem þekktur er fyrir sína miklu keppnishörku, undirritaði á mánudaginn var nýjan samning við West Ham. Síðustu vikur voru sögu- sagnir á kreiki um að hann væri á för- um frá félaginu. „Ég er ánægður hjá West Ham og þegar mér bauðst nýr samningur til fjögurra ára var ég ekki í neinum vafa um að skrifa undir,“ sagði Dicks eftir undirskriftina. Dicks fær 200 milljónir í aðra hönd og um 1,3 milljónir á viku í launn -JKS Kristinn Jakobsson hefur veriö útnefndur milliríkjadómari í knatt- spyrnu frá og með síðustu áramót- um. Bragi Bergmann, Eyjólfur Ólafsson og Gylfi Þór Orrason em áfram á dómaralista FIFA og ísland er því með fjóra dómara þar eins og undanfarin ár. Guðmundur Stefán Maríasson er hins vegar ekki áfram á listanum. Kristinn er 27 ára gamall og þeir em ekki margir sem hafa náð þetta langt í dómgæslunni á þeim aldri. Hann hefur dæmt í 1. deildinni þijú undanfarin ár og tvívegis verið val- inn dómari ársins. Einar FIFA-aöstoöardómari Einar Guðmundsson er kominn í hóp FIFA-aöstoðardómara, í stað Egils Más Markússonar sem gaf ekki kost á sér þar áfram. Hinir sex sem þar hafa verið halda allir áfram, þeir Ari Þórðarson, Gísli Björgvinsson, Kári Gunnlaugsson, Ólafur Ragnarsson, Pjetur Sigurðs- son og Sæmundur Viglundsson. -VS Ikvöld H a n d b o 11 i 1. deild karla: HK-KA ....................20.00 FH-Selfoss................20.00 ÍR-Fram ..................20.00 Grótta-Haukar ............20.00 Valur-Stjaman ............20.00 Afturelding-lBV ..........20.00 1. deild kvenna: Valur-FH .................18.15 Úrslitin í NBA í nótt og fleiri íþróttafréttir á bls. 18 Bjarki í hópi þeirra bestu Bjarki Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspymu, er í hópi bestu leikmanna þýsku 2. deildarinnar, að mati tímaritsins Kicker. Á dögunum valdi Kicker lið fyrri umferðarinn- ar í 2. deild og þar var Bjarki tólfti maður. Hann var jafn öðr- um leikmanni að stigum en sá var valinn í liðið. Bjarki hefur spilað vel með Mannheim og Kicker hefúr ___________________ fjórum sinn- um valið hann í „lið vikunnar". -DVÓ/VS Badminton: ísland í B-keppnina Islana tekur þátt 1 B-ke7ppni Evrópumóts landsliða í badmint- on sem hefst í Strasbourg í Frakklandi á morgun og lýkur á sunnudag. ísland er í 1. deild B-þjóða og í riðli með Frökkum og Kýpurbú- um og ljóst er aö baráttan verð- ur við Frakka um sigurinn í riöl- inum. Það gæti orðið tvísýnt en til þess að eiga möguleika á sæti í Á-keppninni þarf ísland að vinna riðilinn. Leikurinn við Kýpur verður annað kvöld^ og leikurinn við Frakka á föstu- dagsmorguninn. I íslenska lið- inu eru Ámi Þór Hallgrímsson, Broddi Kristjánsson, Tryggvi Nielsen, Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir úr TBR og Drifa Harðardóttir sem keppir með dönsku félagi. Þjálfari liðsins er Jónas Weicheng Huang. 210 milljónir punda fóru í leikmannakaup Ensku félagsliðin í knatt- spyrnu eyddu um 210 milljónum punda í leikmannakaup á síð- asta ári. Stærsta salan var þegar Alan Shearer var keyptur til Newcastle fyrir 15 milljónir punda. -VS/JKS 1. deild kvenna í handknattleik: Fram tók stig af Haukum Framstúlkur náðu nokkuð óvæntu jafntefli við Islandsmeistara Hauka, 22-22, í Hafnarfirði í gær- kvöldi eftir að hafa verið yfir, 17-22, þegar 11 mínútur vora eftir. Staðan í hálfleik var 12-12, Fram- stúlkur náðu síðan góðu forskoti og sigurinn virtist blasa við. Meist- aramir gáfust ekki upp og Hulda Bjamadóttir skoraði síðasta mark leiksins fyrir Hauka úr vítakasti rúmri mínútu fyrir leikslok. Mörk Hauka: Judit Esztergal 8, Hulda Bjamadóttir 8, Harpa Melsted 4, Kristín Konráösdóttir 1, Hanna Stefánsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8, Þórunn Garðarsdóttir 4, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, Svanhildur Þengilsdótt- ir 2, Steinunn Tómasdóttir 2, Hekla Daða- dóttir 2, Arna Steinsen 1. Sigurmark Brynju KR vann ÍBV í hörkuleik í Laug- ardalshöllinni, 18-17, og skoraði Brynja Steinsen sigurmark KR úr vítakasti á lokasekúndunni. ÍBV var yfir í hálfleik, 9-10. Mörk KR: Brynja Steinsen 4, Edda Kristinsdóttir 3, Selma Grétarsdóttir 3, Sæunn Stefánsdóttir 3, Kristin Þórðar- dóttir 3, Valdís Fjölnisdóttir 2. Mörk iBV: Sara Guðjónsdóttir 5, Ingi- björg Jónsdóttir 3, Stefanía Guðjónsdóttir 3, María Rós Friðriksdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 1. Stjarnan í basli meö Fylki Stjaman lenti í basli með botnlið Fylkis og staðan í hálfleik var að- eins 14-12 fyrir Garðbæinga, sem síðan unnu öraggan sigur, 29-20. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Step- hensen 6, Ásta Sölvadóttir 6, Rut Stein- sen 5, Björg Gilsdóttir 4, Sigrún Másdótt- ir 3, Nína Bjömsdóttir 3, Guðrún Klem- enzdóttir 2. Mörk Fylkis: Helga Brynjólfsdóttir 8, Helga Helgadóttir 6, Agústa Sigurðardótt- ir 3, Vigdis Brandsdóttir 1, Sigurbima Guðjónsdóttir 1. Haukar 11 9 2 0 285-186 20 Stjaman 11 9 0 2 268-195 18 Víkingur 11 6 2 3 197-190 14 Fram il 5 3 3 218-195 13 FH 10 5 2 3 202-190 12 KR 11 5 1 5 194-213 11 ÍBA 11 3 2 6 214-249 8 Valur 10 2 2 6 154-178 6 ÍBV 11 3 0 8 203-239 6 Fylkir 11 0 0 11 192-293 0 -VS Brotthvarf og endurkoma Hermans Mayers: Dýrt fyrir Grindvíkinga DV, Suðurnesjum: Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Herman Myers birtist í bún- ingi Grindvíkinga er þeir mættu KR í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á sunnudaginn. Eins og fram kom í DV fyrir helg- ina heyrðist ekkert frá Myers sem fór í jólafrí og skilaði sér ekki aftur 27. desember eins og um var talað. Grindvíkingar gáfust upp á biðinni og fengu annan Bandaríkjamann til sín fyrir KR-leikinn, Derwin Collins að nafni. „Myers hringdi í okkur á laugar- dagsmorguninn og vildi ólmur koma aftur. Þar sem þá var ljóst að Collins var ekki í neinni æfingu ákváðum við að senda hann aftur heim og hafa Myers áfram, enda er hann mjög góður leikmaður og verður með okkur út tímabilið,“ sagði Ólafur Þór Jóhannsson hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur við DV. Þessi uppákoma með Myers varð Grindvíkingum dýr því það kostaði þá vel á annað hundrað þúsund krónur að fá Collins til landsins - að óþörfu eins og síðar kom í ljós. -ÆMK Sparkspekingar spá í spilin í ensku úrvalsdeildinni: Liverpool, Newcastle eða Arsenal - þátttaka Manchester United í Evrópukeppninni kemur veg fyrir sigur þeirra Breska blaðið Sunday Times fékk nokkra sparkspekinga til að spá fyr- ir um hugsanlega meistara í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er hálfnað. Þetta vora Colin Todd, stjóri Bolton, Howard Wilkinson, fyrrum stjóri Leeds, Walter Smith, stjóri Glasgow Rangers, Terry Vena- bles, fyrrum þjálfari enska lands- liðsins og BiÚy Bremner, fyrrum leikmaður Leeds og enska landsliðs- ins. Þeir eru þeirrar skoðunar að bar- áttan um titilinn komi til með að standa á milli Liverpool, Arsenal og Newcastle en að Evrópukeppnin geti skaðað möguleika Manchester United. Liverpool meö besta liöiö „Liverpool verður meistari vegna þess að þeir eru með besta liðið. Newcastle er betra síðan það fór að leika 4:4:2 en ég held að það dugi ekki til,“ segir Colin Todd. Manchester United hefur orðið meistari síðustu tvö árin og ég held að þeir sjái það núna að þeir geta orðið Evrópumeistarar og það gæti skipt sköpum fyrir þá í baráttunni um titilinn. Newcastle er með gott lið en ég spái því að Liverpool hafi þetta,“ segir Howard Wilkinson. Newcastle vinnur titilinn „Ég spái Newcastle titlinum eftir harða keppni við Arsenal. United verður ekki meistari og þar spilar þátttakan í Evrópukeppninni inn í,“ segir Walter Smith. Bremner spáir því að Liverpool verði meistari eftir harða keppni við Newcastle og Arsenal. Veröur ár Arsenal „Mér sýnist að þetta verði ár Arsenal því þeir hafa verið að sýna góða leiki og með Viera, Wright og Bergkamp innanborðs era þeir ekki árennilegir. Við skulum samt ekki gleyma Manchester United því þeg- ar allir era famir að afskrifa það fara drengimir hans Fergusons á skrið,“ segir Terry Venables. -DVÓ/GH Robson vill fá Nadal Bryan Robson, stjóri Middles- brough, er að reyna að krækja í Miguel Nadal hinn sterka varn- armann Barcelona. Robson hef- ur boðið Börsungum 3,7 milljón- ir punda. Wilkins kominn til Millwall Ray Wilkins er ekkert á því að leggja knattspyrnuskóna á hill- una þrátt fyrir að hann sé kom- inn á fimmtugsaldurinn. Wilk- ins, sem hætti sem fram- kvæmdastjóri QPR í fyrra, hefur gert eins mánaðar Scunning við enska 2. deildar liðið Millwall. Wilkins hefur undanfamar vik- ur verið á mála hjá Hibernian í Skotlandi og lék sinn síðasta leik með liðinu þegar það tapaði fyr- ir Rangers um síðustu helgi. Vega í raöir Tottenham Svissneski landsliðsmaðurinn Ramon Vega er á leið til Totten- ham frá ítalska liðinu Cagliari. Tottenham greiðir ítalska liðinu 3 milljónir punda fyrir leik- manninn sem hefur samþykkt að gera 3ja ára samning við Totten- ham. Þetta ætti að gleðja stuðnings- menn Tottenham enda hefur varnarleikurinn leikið liðið grátt í vetur. Gerry Francis, stjóri Tottenham, mun væntan- lega breyta leikstíl sinna manna með tilkomu Vegas. Hann mun stilla upp þriggja manna vörn, Vega, Soul Campbell og John Scales sem þýðir að skoski landsliðsmaðurinn Colin Cald- erwood dettur úr liðinu. Bolton býöur í Warhurst Bolton, lið Guðna Bergssonar, hefur boðið 150 milljónir króna í Paul Warhurst, fyrrum leik- mann Blackburn og Manchester City. Warhurst hefur verið á lánssamingi hjá City sem er út- runninn. David Platt og Seaman komnir af staö David Platt og David Seaman hjá Arsenal eru báðir byrjaðir að æfa en þeir hafa átt í meiðsl- um upp á síðkastið. Platt hefur ekki spilað þrjá síðustu leiki Arsenal og Seaman hefur ekkert leikið síðan 10. nóv- ember. Talið er líklegt eð þeir veröi báðir með þegar Arsenal mætir Sunderland í bikarkeppn- inni í næstu viku. Kevin Keegan vildi hætta hjá Newcastle Á dögunum þegar allt gekk á afturfótunum hjá Newcastle, bauðst Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóri félagsins, til þess að láta af störfum. Newcastle hafði þá ekki unnið sigur í sjö leikjum í röð og Keeg- an velti því alvarlega fyrir sér hvort hann hefði ekki skilað því til liðsins sem hann gæti. Þessar vangaveltur Keegans komu stjómarmönnum hjá Newcastle í opna skjöldu. Keeg- an féllst á að hugsa ráð sitt og i kjölfarið kom 7-1 sigur liðsins gegn Tottenham sem frægur er orðinn. Þegar hér var komið sögu var Keegan fús til að endur- skoða afstöðu sína, en Ijóst er að hann verður ekki eins lengi hjá Newcastle og margir héldu. -SK t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.