Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Fréttir Bankastjórar Búnaðarbankans sitja í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins: Fá 700 þúsund krónur á ári hver fyrir stjórnarsetuna - bankastjórar ríkisbankanna hafa bifreiðafríðindi og dagpeninga eins og ráðherrar Pálmi Jónsson, fyrrnm alþing- ismaönr og ráðherra og formaður bankaráðs Búnaðarbankans, stað- festi að bankastjórar Búnaðar- bankans sætu í stjórn Stofnlána- deildar landbúnaðarins sem er bara deild innan bankans. Hann staðfesti jafnframt að þeir fengju greiddar 700 þúsund krónur hver á ári fyrir stjórnarsetuna. Það er sama þóknun og greidd er fyrir setu í bankaráði bankans. „Stofnlánadeildin er sjálfstæð deild innan bankans og er tengd honum samkvæmt lögiun. Þar segir að hún sé deild í Búnaðar- banka íslands. Eigi að siður er hún sjálfstæð og með sjálfstæðan Qárhag, sjálfstæða stjóm, sér- stakan framkvæmdastjóra og hefur sérstakan samskipta- samning við bankann um Bankastjórar Búnaöarbankans kynntu húsnæði og þjónustu og sem nemur 700 þúsundum króna hver annað slíkt, sagði Pálmi Jónsson. Hann var spurður hvort mönn- um þætti eðlilegt að greiða þókn- un fyrir stjómarsetu í Stofn- lána- deildinni þar sem hún er bara ein deild innan bankans? „Hún er ekki venjuleg deild innan bankans. Hún hefur cd- veg sérskilin fjár- hag og sérstök lög gilda um hana enda þótt í þeim lögum segi að hún sé deild innan bankans," sagði Pálmi. Bankastjór- um ríkis- bankanna em lagð- ar til bif- reiðar til eigin nota og allur rekstrarkostnaður af þeim greidd- ur á alveg sama hátt og hjá ráð- herrum. Pábni Jónsson segir að síðan þurfi þeir að greiða skatt af þessum fríðindum. - Greiða bankarnir ekki þennan skatt fyrir þá? „Nei, bankarnir greiða ekki skattinn, það gera bankastjórarnir sjálfir. Pálmi staðfesti einnig að banka- stjórar ríkisbankanna fengju dag- peninga á ferðalögum með sömu kjöram og ráðherrar. Það þýðir að allur kostnaður á ferðalög- um er greiddur fyrir þá en þeir fá eigi að síður fulla dagpen- inga greidda sem ekki þarf að greiða skatta af. -S.dór í gær góöa afkomu bankans sem skilaöi rúmlega hálfum milljaröi í hagnaö. Þeir þiggja á ári fyrir aö sitja f stjórn stofnlánadeildar sem er deild innan bankans. DV-mynd ÞÓK Stuttar fréttir Skylduaðild til Strassborgar Verslunarráð ætlar að fá Mannréttindadómstólinn í Strassbourg til að skera úr um hvort skylduaðild að lifeyrissjóð- um brjóti í bága við ákvæði mannréttindasáttmálans. Dagur- Tíminn segir frá. Um fjór&ungur útlendingar 20-25% vinnandi fólks í Hnifs- dal era útlendingar eða um 40 manns. Upp undir 700 tíma- bundin atvinnuleyfi til útlend- inga, aðallega Pólverja, voru gefín út í fyrra sem era mun fleiri en árið áður. Dagur- Tím- inn segir frá. Vilja leíð þijú Hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps vill að Vegagerðm leggi hina umdeildu Borgarfjarðar- braut í samræmi við sáttatillögu sem fram hefur komið. í stað þess aö hin fyrirhugaða braut skeri sundur túnin á Stóra-Kroppi verði hún lögð frá Flókadalsá að Kleppjámsreykjum. Ólafur Kvaran í staft Beru Ólafur Kvaran hefur verið skip- aður forstöðumaður Listasafns ís- lands í staö Bera Nordal. Níu sóttu um stöðuna. Nýherji tapafti Nýherji hf. tapaði 104,6 milljón- um króna á síðasta reikningsári. Tapinu var mætt með því að selja eignir. Gert er ráð fyrir 55 millj- óna hagnaöi á þessu ári. -SÁ Forsetahjónin í blíðskaparveðri í Björgvin í Noregi: Börnin fengu ekki að sjá forsetann - grátur ungbarna talinn geta spillt hugarró norsku konungshjónanna DV, Björgvin: Það sátu grátandi böm í vögnum sínum fyrir utan Hákonarhöllina í Björgvin í Noregi í gær. Þau fengu ekki að koma inn með foreldram sínum í móttöku hjá íslensku for- setahjónunum vegna þess að norsku konungshjónin vora þar fyrir. Sam- kvæmt reglum konungshirðarinnar er ekki ætlast til að böm séu í opin- beram móttökum. Þessu er fylgt eft- ir af samviskusemi og því borið við að grátur ungbama geti spiilt hug- arró konungshjónanna. Björgvinjarblaðið BA gerði mikið úr bamabanninu í gær og benti um leið á að í einkamóttöku íslensku forsetahjónanna í Ósló daginn áður hefðu bömin verið meira en vel- komin og að íslensku forsetahjónin hefðu leikið við kvum sinn fingur í barnaskaranum. Forsetahjónin Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín komu í blíðskapar- veðri til Björgvinjar í gærmorgun. Þar voru aðstæður háskólans skoð- aðar og Ólafur Ragnar heimsótti sér- staklega stofnunina í samanburðar- sijómmálafræði. Þar kenndi um ára- bil Stein heitinn Rokkan, lærifaðir Ólafs. Norsk blöð héldu því raunar fram að Rokkan hefði ráðið mestu um lífsbraut Ólafs Ragnars og því mætti ekki gleyma hlut Norðmanna í að gera Ólaf Ragnar að forseta íslands. Það er raunar til þess tekið hve glæsileg og alþýðleg íslensku for- setahjónin era. Verdens Gang kallar Guðrúnu Katrínu tískudrottningu í umfjöllunum um klæðnað hennar. í samanburðarfræðum tískunnar telst Guðrún Katrín hafa unnið ótví- ræðan sigur í samkeppninni við Sonju drottningu. Mikið er gert úr að Guðrún hannar föt sin sjálf. í háskólanum í Björgvin veitti Ólafúr Ragnar viðtöku einni milljón króna, sem verja skal til að ljúka smíði Snorrastofú í Reykholti. Forset- inn lagði og blóm að styttu Snorra í Björgvin en það er afsteypa styttunn- ar í Reykholti. í gærkvöldi buðu for- setahjónin til kvöldverðar á Grand Hotel og um miðnætti lauk hinni op- inberu heimsókn þeirra til Noregs. Heimleiðis verður haldið í dag eftir vel heppnaða heimsókn sem hefúr vakið mun meiri athygli en venja er um opinberar heimsóknir. -GK Ósáttur við Qölda dóma Hæstaréttar: Lagast með tilkomu yngri dómara í réttinn - segir Jón Steinar Gunnlaugsson á Viðskiptaþingi „Menn hafa þörf fyrir að treysta á þetta dómstólakerfi. Menn vilja lifa í þeirri trú aö ef þeir era beittir órétti sé þarna dómstólakerfl sem kippi því í lag. Okkur er ógeðfelld sú hugsun að það sé ekki þannig og ég held að þegar menn þurfa að reyna þetta kerfi á sjálfum sér þá sé það þannig oftar en góðu hófi gegn- ir að það virki ekki rétt,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður í erindi á Viðskiptaþingi 1997 sem haldið var í gær. Erindi Jóns Steinars bar yflr- skriftina: Fer réttaröryggi borgar- anna vaxandi? og segir lögmaður- inn að svarið við því sé ótvírætt já. Það hafi margt gerst í löggjöf sem sé til marks um það. Hann sagði þó margt sem mætti miklu betur fara og nefndi fjölda hæstaréttardóma þar sem honum fannst niðurstaðan ekki eiga sér hina minnstu lagastoð. „Verstir af öllu að mínum dómi era nokkrir dómar réttarins í skattamálum og athugun mín fyrir nokkram árum, á niðurstöðum rétt- arins, benti til þess að Hæstiréttur væri fáanlegur til þess að beita meg- inreglum sem við teljum að eigi að gilda um skattlagningu þegar það skipti ekki mjög miklu máli í pen- ingum. Þegar fieiri krónur vora komnar í spilið virtist illmögulegt að fá fram viðurkenningu á þeim sömu grandvallarsjónarmiðum sem höfðu verið brotin. Það er hræðileg niðurstaða ef það er rétt að Hæsti- réttur lætur peningana ráða niður- Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í sima 9041600. 39,90 kr. mínútan Já Nel j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að hefja hvalveiðar á ný? Fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, þakkaði fyrir sig þegar Jón Steinar benti á að sumar lagabreytingar, sem alls ekki stæðust ákvæði stjórnarskrár, væru líklega gerðar af fljótfærni frekar en illum hug. DV-mynd Hilmar Þór stöðunni." Á ráðstefhunni í gær nefndi Jón tvo dóma þessu til staðfestingar. Annan um mál þar sem fjallað var um útgáfú jööiunarhlutabréfa sem tengist íslenskum aðalverktaka. Þar var það ekki talið brot á jafnræðis- reglu að synja um endurmat á eign- arhluta hlutafélags í sameignarfé- lagi til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þó að slíkt endurmat sé heimilt á eignarhluta í hlutafélagi. Hitt dæm- ið er nýlegt þar sem Vífilfelli var synjað um nýtingu yfirfæranlegs rekstrartaps við sameiningu hluta- félaga þrátt fyrir að öllum formskil- yrðum laga hafi verið fullnægt. Aðspurður hvort Hæstiréttur á ís- landi sé illa skipaður segist Jón vilja svara því þannig að hann vænti þess að með nýjum og yngri dómuram f réttinn muni þessi mál fara batnandi. „Réttlæti í einu máli réttlætir ekki ranglæti í öðra máli og það eina sem við getum gert til þess að reyna að hafa áhrif á þessa hluti er að halda áfram að tala og gagnrýna. Menn þurfa að halda í heiðri þær grandvallarreglur sem allir eru sammála um að halda í heiðri. Við setjum þær í stjómarskrá en þegar á það reynir horfum við á þaö að hlaupiö er frá þeim,“ sagði Jón Steinar á viðskiptaþingi. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.