Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Neytendur DV kannar verö á matvöru: Jafnvægi á milli verslana DV fór I sex stórmarkaði á höf- uðborgarsvæðinu í gær og kann- aði verð á 14 matvöruflokkum. Kannaðir voru sömu vöruflokkar og í könnun DV frá því í janúar 1996. Verslanirnar sem farið var í voru Fjarðarkaup, 10-11, Kaup- garður í Mjódd, Hagkaup, Bónus og Nóatún. Tegundirnar sem verð var athugað á voru SS pylsusinnep (200 g), Colgate Karies Kontrol tannkrem (75 ml), Frón mjólkur- kex, Smjörvi (300 g), Coca Cola (2 1), tómatar (1 kg), Royal búðingur, Libby’s tómatsósa (500 g), Cheerios (425 g), Kotasæla (200 g), ófrosin ýsuflök (1 kg), Emmess súkkulað- iskafís (11), Ora grænar baunir (54 dós) og appelsínur (1 kg). Breyttar áherslur Oft áður hefur verið farin sú leið að leggja saman verðið á vöru- tegundunum og fá þar með heild- arverðið á innkaupakörfunni. Að þessu sinni er hins vegar sýnt lægsta og hæsta verð á einstakri vöru og hvar má fá hana á lægsta verðinu af ofantöldum sex versl- unum. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að nokkrar ofan- greindra vörutegunda er ekki að fá í Bónusi í þeirri þyngd sem hugsuð var í upphafi. Þannig fæst ekki Cheerios í 425 g pakkningum í Bónusi, þyngdin sem næst kem- ur er 567 g, ekki fæst 11 af Skafís, aðeins 2 1 box, SS sinnep fæst að- eins i 350 g pakkningum og Colga- te Karies var einungis selt í tveggja túpu pakkningu. Því má sjá í töflunni hvar vörutegundirn- ar voru ódýrastar af þeim stöðum þar sem þær voru seldar. Eins og jafnan í verðkönnunum af þessu tagi er ekkert tillit tekið til gæða vörunnar né þjónustu verslunarinnar. Bónus sker sig úr Verðmunur reyndist ekki vera mjög mikill á milli verslananna þó að Bónus skeri sig að mörgu leyti úr. Væri varan á annað borð til í Bónusi reyndist hún alltaf vera ódýrust þar. Aðrar verslanir reyndust oft á tíðum vera með svipað verð, t.d. var Libby’s tómatsósa á sama verði í fjórum verslunum af fimm, Coca Cola var einnig á sama verði í fjórum versl- unum af fimm og sömu sögu er að segja um kílóið af ófrosnum ýsufl- ökum. Meiri munur reyndist vera é öðrum vöruflokkum en aldrei þó svo mikill að það veki sérstaka at- hygli. -ggá Hér má sjá muninn á hæsta og lægsta verði á þeim fjórtán vörutegundum sem athugaöar voru. Gefið er upp iægsta verö á þeim stöðum þar sem var- an á annaö borð fékkst í fyrirfram ákveðnum pakkningum. Oft kemur það vandamál upp á heimilum sem annars staöar að bit vantar í hnífa, skæri og önnur handverkfæri. Þeir eru ekki margir, a.m.k. ekki á höf- uöborgarsvæöinu, sem taka að sér að brýna verkfæri en hann Viöar Sig- urðsson í Byggingavöruversluninni Smiðsbúð í Garðabæ er boöinn og bú- inn aö brýna. Viðar segir alla mögulega hluti koma inn á boröið hjá sér. Hann brýni t.d. hnífa, skæri, garöverkfæri, hófjárn og hakkavélahnífa. Algengt verö fyrir brýningu á eldhúshníf er 200-250 krónur og er þá miðað við eins dags bið. Neytendasamtökin: Krefjast lækkunar á símagjöldum Neytendasamtökin hafa sent stjómarformanni Pósts og síma bréf þar sem ítrekuð em mótmæli við hækkun á símaþjónustu frá því í desember sl. Bent er á að eng- ar skýringar hafi komið fram frá Pósti og síma sem réttlæti þessa hækkun. Þannig var heildarhagn- aður fyrirtækisins árið 1995 rúm- lega einn milljarður króna þrátt fyrir rekstarhalla póstþjónustunn- ar og gjaldfærslu áfallinna lífeyris- skuldbindinga. í bréfinu er bent á að hækkunin nú hafi verið allt að 32% og ekki í neinu samræmi við kostnaðarhækkanir í þjóðfélaginu. Samtímis býr þetta fyrirtæki við einokun á þessu sviði. Þessar hækkanir eru í fullri andstöðu við yfirlýsta stefnu ríkis- stjórnarinnar um efnahagslegan stöðugleika og að vinna að betri afkomu heimilanna. í bréfinu krefjast Neytendasamtökin skýr- inga á hækkuninni. Einnig er þess krafist að samtökin eða hlutlaus aðili, t.d. Samkeppnisstofnun verði upplýstir um raunkostnað við hvert símatal innanlands svo meta megi hvort álagning Pósts og síma á þessa þjónustu sé eðlileg. Einnig er ítrekuð krafa Neyt- endasamtakanna um stofnun úr- skurðarnefndar til að úrskurða um ágreingingsmál milli Pósts og síma og neytenda. Neytendasam- tökin hafa óskað eftir að slik nefnd verði sett á laggimar en Póstur og sími hefur ekki fallist á það. Að lokum er farið fram á að stofnuð verði sérstök eftirlitsnefnd til að fylgjast með rekstri fyrirtækisins og gera athugasemdir ef þurfa þyk- ir. Slíkt er að mati neytendasam- takanna eðlilegt þar sem Póstur og sími hefur einokunaraðstöðu. DV Nokkur húsráð - Til að hreinsa brenndar matEU'leifar af pönnum er gott að hylja botninn með matarsóda og hella yfir ör- litlu vatni til að hleypa að raka. Láttu blönduna síðan liggja í pönnunni í nokkra klukkutíma. Eftir það detta hinar brenndu leifar einfald- lega burt. - Prófaðu að strjúka yfir hvítar eldavélar, isskápa og fieiri eldhústæki með alkó- hóli. Það gefur sérlega fall- egan gljáa. - Þú getur sparað peninga með því að kaupa ódýrasta uppþvottaefni sem þú finnur og bæta síðan nokkrum drop- um af ediki í vatnið. Það eyð- ir fitunni og gefur leirtauinu fallegan gljáa. - Til að fjarlægja dökka bletti eftir kaffi úr bollum er upplagt að nota rakan klút og nudda þá með matarsóda. - Þegar kristall er hreins- aður er gott að nota einn hluta af ediki á móti þremur hlutiun af volgu vatni. Ekki þurrka, látið kristalinn þorna i rólegheitum. - Ef verið er að flýta sér er best að nota gömul dagblöð til að þurrka kristal. - Til að losna við leiöinlega lykt úr ísskápnum má sefja opna dós af matarsóda inn í hann. Lyktin kemur ekki aft- ur næstu tvo mánuðina. - Einnig er ráð að hella nokkrum vanilludropum í bómullarhnoðra og láta standa inni í ískápnum. Lyktin hverfur hratt og ör- ugglega. - Mundu að draga ísskáp- inn og fi'ystinn fram þrisvar til fjórum sinnrnn á ári til að hreinsa botninn og gólfið undir. Þá endast þeir betur og vinna betur. - Leifar af hárúða vilja stundum sjást á baðherberg- isspeglum í formi nokkurs konar móðu. Henni má ná af með því að pússa spegilinn með alkóhóli. - Sturtuglerhurðir halda glansinum séu þær pússaðar með ediki einu sinni í viku. - Pússaðu rúðumar með gömlum dagblöðum. Það er auðvelt, ódýrt og árangurs- ríkt. - Þvoðu veggi neðan frá og upp. Það kemur í veg fyrir að strokutaumamir sjáist. Gættu þess sömuleiðis að hafa herbergið svalt meðan veggir em þvegnir. - Til að losna fullkomlega við svitalykt úr fötum er gott að setja nokkra dropa af ed- iki á blettina áður en flíkinni er stungið inn í þvottavélina. - Sama ráð má nota á dökkar rendur á skyrtukrög- um. Settu edik í svamp, strjúktu yfir kragann og pressaðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.