Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 13 Bókmennt a verðlau n fjölmiðlanna Það var spenna í lofti i sal Lista- safns íslands 3. febr. sl. Þar sat prúðbúið fólk innan um Kjarval, Ásgrím og Kristínu Jónsdóttur og beið eftir því að íslensku bók- menntaverðlaunin yrðu kunn- gjörð. Reyndar var fjöldinn svo mikill að margir þurftu að standa. Eftir að forseti íslands og frú höfðu gengið í salinn gat athöfnin hafist. Tónlistarflutningur Einars Kr. Einarssonar og Guðna Franz- sonar varð enn til að auka á hátíð- leika stundarinnar. Svo sté forset- inn í pontu í senn alfóðurlegur og virðulegur og tilkynnti úrslitin. Og það voru þeir Böðvar Guð- mundsson og Þorsteinn Gylfason sem í ár hrepptu hnossið. Innrásarliöið Öll hafði þessi stund einkennst af hátíðleika án þess að vera upp- skrúfuð. En sem þeir félagar stóðu þama með verðlaunagripi sína í fanginu rjóðir af hamingju var frið- urinn úti því nú spratt upp innrás- arliðið og fór mikinn. Þar voru komnir ís- lenskir fjölmiðl- ar, að hluta til bússu- og vattúlpumenn (enda ískalt í veðri þennan dag og þeir í vinnunni) axlað- ir feiknalegum tækjrnn og tól- um sem þeir sveifluðu fagmannlega. Er nú ekki að sökum að spyrja að þeir sóttu að verðlaunahöfunum með þvílíku of- forsi að séð aftan úr sal mátti ætla að veita ætti þeim ærlega ofanígjöf ef ekki eitthvað enn verra. Öllu þessu fylgdu hefðbundnir smellir og blossar. í hita leiksins reis ég upp til hálfs í sæti mínu en sá ekkert nema bakhluta innrásarliðsins sem myndaði járnbentan múrinn. Mér til léttis sá ég þó að forseti lýðveld- að menn panti ekki veisluskelfana. En er hægt að setja eitthvað sem heita siðareglur í því sambandi? Þegar fjöldi manns er búinn að undirbúa góða stund sem þessa og alla langar til þess að hún geti orð- ið hátíðleg og eftirminnileg orkar það tvímælis að láta hleypa henni upp á þennan hátt, þó ekki sé nema í nokkrar minútur. Nú kann ein- hver að segja að hér hafi menn ver- ið að fanga augnablikið og senda það vestur á Tálknafjörð, norður á Þórshöfn og Guð má vita hvert því ekki gefist öllum kostur á að vera í salnum. Þetta sjónarmið er virð- ingarvert en eftir að hafa fylgst með því sem birtist í fjölmiðlunum sama kvöld og næstu daga var ekki nema að litlu leyti verið að fanga augnablikið. Ég veit eiginlega ekki hvað var verið að gera annað en valda usla! Hefði ekki verið alveg jafn gaman fyrir þá sem ekki voru viðstaddir að sjá verð- launahafana myndaða að athöfninni lokinni?. Þá hefðu gestir í Listasafn- inu losnað við innrásar- liðið og tvímenningarnir fengið að vera til enda í þeirri veislu sem var haldin þeim til heiðurs. í þessu sambandi riijuð- ust upp ótal fermingar, skírnir og brúðkaup þar sem allt ætlaði af göflun- um að ganga í kirkjunni af því að ættingjar þurftu að ná mynd af hönd prestsins ausa vatni á höfuð ungbarnsins, fanga varir unglingsins þegar hann segist muni leitast við að hafa Frels- ara vorn Jesú Krist að leiðtoga lífs síns ... eða brúðarkossinn ómissandi! Getur verið að þetta sé oftrú nú- tímanns á því sem kallað er að fanga augnablikið? Kristín Steinsdóttir „Forsetafrúin, menntamálaráðherra og frú voru sömuleiðis okkar megin við múrinn og sýnilega ekki í hæltu,“ segir m.a. í grein Kristínar. isins myndi sleppa enda stóð hann til hægri við átökin. Forsetafrúin, „Eg veit eiginlega ekki hvað var verið að gera annað en valda uslal Hefði ekki verið alvegjafn gaman fyrir þá sem ekki voru viðstaddir að sjá verðlaunahaf- ana myndaða að athöfninni lok- inni?“ menntamálaráðherra og frú voru sömuleiðis okkar megin við múr- inn og sýnilega ekki í hættu. Þá voru það bara tvímenningamir og vonandi tækist þeim að forða sér á flótta út til vinstri því báðir eru vaskir menn að sjá. En þá myndaðist glufa í múrinn, blossaflóðinu linnti og tækjamenn- irnir hörfuðu. Og sjá þama stóðu tvimenningarnir jafn brosleitir og fyrr og ekki að sjá alvarlega sárir. Ég andaði léttar og settist aftur. Svo héldu verð- launahafamir töl- ur, fóm á kostum og salurinn endur- ómaði af dillandi hlátrum. Á meðan höfðu bússumenn- irnir hægt um sig. Þegar kom að lokaatriðinu, hríf- andi sígaunalagi í meðfórum áður- nefndra tónlistar- manna, voru þeir félagar leiddir út meðan við hin dönsuðmn tangó í huganum. Þegar honum lauk var enn verið að smella og blossa frammi á gangi. Kjallarinn Kristín Steinsdóttir rithöfundur Aö fanga augnablikiö í minni sveit hefðu svona menn verið kallaðir veisluskelfar, en auð- vitað verða þeir að vera með, því ekki er haldin svo veisla á íslandi Lítið dæmi um innkeyrslu Stundum er sagt að það sé eitt af hlutverkum stjómmálamanna að tryggja að opinber stjómsýsla sé skilvirk og áreiðanleg. Borgarfull- trúar R-listans í Reykjavík virðast hins vegar mæla árangur sinn eft- ir því hve lengi þeir geta þvælst fyrir málum i stjómsýslu Reykja- vikurborgar. Á sama tíma og borg- arfulltrúarnir keppast um að þvælast fyrir þenst stjórnsýsla borgarinnar út og kostnaður við yflrstjómina eykst. Öfl stóru orðin um ný viðhorf, breytt vinnubrögð og lýðræðis- legri stjómarhætti eru löngu fallin í gleymskunnar dá. Sérstaklega á þetta við meirihluta R-listans í skipulags- og um- ferðamefhd Reykjavikur. Hér er eitt lítið dæmi. í raun og veru er hér á ferðinni lítið ein- falt mál, sem aldrei hefði átt að verða að „máli“. Það er hins vegar svo „kostulegt“ að ekki er hægt annað en að vekja athygli á því. Ósk um aö færa innkeyrslu Fyrirtækið Neskjör hf. er lóðar- hafi lóðarinnar Barónsstígur 2-4 hér í borg. í september sl. sótti fyr- irtækið um að færa innkeyrslu lóðarinnar frá horni Barónsstígs og Hverflsgötu inn á Hverflsgöt- una nær lóðarmörkum vestanmeg- in. I deiliskipulagi og á hverfa- korti er sýnd aðkoma inn á lóðina á þessum stað og því átti málið að vera auðsótt. Tillaga þessi fékk góðar undirtektir hjá embættis- mönnum borgarinnar enda var hún frá umferðartæknilegu sjón- armiöi tfl mikilla bóta. Einhver hefði nú kannski haldið að af- greiðsla slíks máls væri létt verk og löðurmannlegt. Fyrir R-listann var þetta hins vegar hið flóknasta úrlausnarefni og fyrr en varði var innkeyrslan orðin að stórpólitísku máli. Málið var fyrst tekið fyrir í skipulagsnefnd þann 23. septem- ber og var því þá frestað. Málið var aftur tekið fyrir þann 28. októ- ber og var því þá aftur frestað. Málið var tekið fyrir enn einu sinni þann 15. nóvem- ber og enn fór á sama veg og fyrr. í millitíð- inni var málinu vísað til borgarráðs til kynn- ingar. Fremst í flokki þeirra sem stóðu í vegi fyrir þessari innkeyrslu var Guðrún Ágústsdótt- ir, forseti borgarstjóm- ar og formaður skipu- lagsneftidar, og fór svo að lokum að hún hrós- aði sigri. Eftir miklar umræð- ur á tveimur fundum borgarstjómar, þann 21. nóvember og síðan þann 19. desember, lagðist R-listinn gegn tiflögunni um að inn- keyrslan yrði færð og því var beiðni lóðarhafa hafnað. Þessi niðurstaða var í hróplegu ósamræmi við skoðanir helstu umferðarsérfræðinga borgarinnar og engin haldbær rök var að finna fyrir þessari afgreiðslu. Á meðan á öllu þessu gekk beið lóðarhaflnn með að hefja framkvæmdir á lóð- inni og skyldi hvorki upp né niður í því hvemig lítið, saklaust og sjálfsagt erindi gat orðið að stórpólitísku máli. Utanlandsferö og endanleg afgreiðsla Þau undur gerðust svo í borgar- ráði þann 21. janú- ar sl. að málið var tekið fyrir aftur og þá samþykkt! Allt er gott sem endar vel! Það spaugilega við þá afgreiðslu var hins vegar að Guðrún Ágústsdótt- ir, forseti borgar- stjómar, hafði brugðið sér til út- landa og þeir R- listafulltrúar, sem sársvekktir voru með fyrri af- greiðslu málsins, notuðu tækifærið og samþykktu er- indi lóðarhafa. Afgreiðsla þessa litla máls, sem tók þrjá mánuði, er góð vísbending um hvers vegna forráðamenn fyr- irtækja í borginni eru í auknum mæli að leita til nágrannasveitar- félaga eftir fyrirgreiðslu og nýjum möguleikum varðandi framtíðar- uppbyggingu fyrirtækja sinna. Þetta mál er líka gott dæmi um samstarf R-listaflokkanna. Vilja Reykvíkingar vera í herkví stjóm- málabandalags sem getur ekki einu sinni tekið ákvörðun um að færa innkeyrslu? Gxuinar Jóhann Birgisson góð vísbending um hvers vegna forráðamenn fyrirtækja í borginni eru í auknum mæli að leita til nágrannasveitarfélaga eft- ir fyrirgreiðslu og nýjum möguleik- um varðandi framtíðaruppbygg- ingu fyrirtækja sinna Kjallarinn GunnarJóhann Birgisson borgarfulltrúi í Reykjavík Með og á móti Hvalveiöar á ný Guöjón Guömunds- son alþingismaöur. Megum ekki láta undan „Við eigum að hefla hvalveiðar strax í sumar úr þeim hvalastofh- un sem þola veiðar sam- kvæmt rann- sóknum okkar ágætu vísinda- manna. Síðasta árið sem hval- veiðar voru stundaðar af al- vöra vora 150 ársverk við veiðar og vinnslu. Út- flutningsverðmæti hvalaafurða var um 1,5 milljarðar, miðað við verðlag í dag. í hvalatalningu 1986-1989 kom í ljós að 40-50 þúsrnid hvalir vora í hafinu í kringum ísland. Talið er að þeir fjölgi sér um 5-10% á ári og éti á aðra milljón lesta af fiski á ári. Vísindamenn hafa bent á að fjölgi þessar skepnur sér óhindrað geti það leitt til 10% samdráttar á þorsk- veiðum okkar. Andstaða hvalaskoðunamianna við hvalveiðar er ástæðulaus. Á síð- asta ári jókst ásókn í hvalaskoðun- arferöir Norðmanna lun 40%. Þegar hvalveiðar voru stundaðar hér var hvalstöðin í Hvalfirði með vinsælli stoppistöðum erlendra ferðamanna. Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar að nýju hafði það síður en svo nei- kvæð áhrif á útflutning þeirra, auk þess sem ferðamannastraumur til Noregs hefur aukist verulega síðan. Nú hafa svokölluð umhverfis- vemdarsamtök hafið mikla herferð gegn fiskveiðum. Látum við undan þessu liði í hvalveiðimálum verður næsta skref þeirra að reyna að stöðva fiskveiðar okkar.“ Mjög óráðlegt „Að mínu mati er mjög óráðlegt að hefja hvalveiðar nú miðað við ríkjandi aðstæður. Þegar íslending- ar sögðu sig úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu án þess að mótmæla banni við hvalveiðum vorum við í raun að gefa þá yfirlýsingu að við færum að lögum ráðsins. Ráðið þróaðist síðan í aðra átt en við vonuð- umst til en það breytir ekki þeirri stað- reynd að við erum bundnir alþjóðlegum samþykktum þess í dag. Að undanfomu hafa ýmsir klifað á því að Norðmenn komist upp með að veiða hrefnu án þess að bera skarðan hlut frá borði. Ég tel ekki hægt að bera saman Noreg og ísland meö þessum hætti án þess að gera sér grein fyrir að aðstæður þessara landa til hvalveiða era gjörólikar. Norðmenn mótmæltu banni Alþjóða hvalveiðiráðsins á sínum tima og era virkir meðlimir ráðsins í dag, öfúgt við okkur íslendinga. Einnig má benda á þá staðreynd að stærsti hluti útflutnings Norðmanna er ýmis hrávara en ekki merkjavara eins og hjá okkur (Icelandic). Við íslendingar verðum því auð- velt skotmark umhverflssamtaka og erlendra ríkisstjóma ef hvalveiðar verða teknar upp án alþjóðlegs sam- þykkis." -sv Ásbjörn Björgvinsson, áhugamaöur um náttúruvernd. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.