Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Síða 5
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 5 I>V Fréttir Vísindamenn grafa upp lík á Svalbaröa til aö rannsaka spænsku veikina: Menn hræðast ann- an eins faraldur - segir Haraldur Briem - Elín Hirst gerir heimildarmynd um veikina „Veikin var gríðarlega skæð hér á landi eins og annars staðar í heim- inum og af lýsingum að dæma hrundi fólk niður eins og flugur. Mér finnst mjög spennandi að menn skuli ætla að rannsaka þetta nánar því með því gætu fundist ýmis svör sem hjálpað gætu okkur ef upp kæmi skæður inflúensufaraldur á borð við spænsku veikina," segir Haraldur Briem smitsjúkdómalækn- ir um fréttir sem berast frá Sval- barða þar sem kanadískum vísinda- mönnum hefur verið heimilað að grafa upp lík sjö námumanna sem létust úr spænsku veikinni og liggja grafnir í frosinni jörð á Svalbarða. Haraldur segir hugsanlegt að veira spænsku veikinnar hafi geymst í frosinni jörð og þótt menn viti nokkuð um veikina vegna mótefhamælinga á fólki sem lifði þá sé ómetanlegt ef hægt sé að rækta upp veiru og skoða hana nákvæm- lega með nútímatækni. „Með samanburði við þá veiru- stofha sem ganga í dag gæti ýmis- legt skýrst um það af hverju hún var svona skaðvænleg. Ég get full- yrt að að það er heilbrigðisyfirvöld- um í heiminum mikið áhyggjuefni ef upp kæmi svona skæð inflúensa. Hún myndi breiðast mjög hratt út Elín Hirst er að vinna að gerð heimildarmyndar um spænsku veikina sem stráfelldi fólk um allan heim 1918 og 1919. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi dáiö úr sóttinni. vegna góðra samgangna og þá er hætt við að bóluefnaframleiðsla hefði ekki undan. Með því að rann- saka þessi lík gætu fundist ýmis svör og menn gætu spáð fyrir um hversu hættulegir ákveðnir veiru- stofnar væru.“ Haraldur segir að spænska veikin hafi tröllriðið heiminum í tvö ár, 1918 og 1919. Hún hafi lagst á fólk sem venjuleg inflúensa, með hita og beinverkjum, og síðan endað sem blæðandi lungnabólga. Veikin er talin hafa drepið á milli 20 til 30 milljónir manna en það er meiri flöldi en fórst í öllu fyrra stríðinu. Sjónvarpskonan Elín Hirst er nú að vinna að nýrri heimildarmynd um spænsku veikina á íslandi. Hún hefur nýlokið við gerð myndarinnar Fangarnir á Mön sem sýnd verður í ríkissjónvarpinu á fóstudaginn langa. „Mér finnst þetta mjög spennandi viðfangsefni og nú er ég að leita að fólki sem lifði veikina af eða var á heimili þar sem hún geisaði. Veikin hefur verið kölluð síðasta drepsótt- in því hún var síðasta farsóttin sem gekk yfír alla heimsbyggðina," seg- ir Elín. Elin segir að með þvi að tala við fólk sem upplifði veikina verði dýr- mætum heimildum bjargað frá glöt- un. Hún er þessa dagana að vinna í því að safna upplýsingum og hyggst hún skoða veikina í nokkuð víðu samhengi. „Þetta var mjög merkilegt ár því inn í þetta blandast sjálfstæðisbar- áttan og fullveldið, þarna varð Kötlugös, frostaveturinn mikli, fyrri heimsstyrjöldin endar þetta ár og síðan er það vitaskuld spænska veikin og hún verður rauði þráður- inn í myndinni.“ Hægt er að hafa samband við El- ínu í DV í síma 550-5000. -sv O O í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugarda Götumarkaður, vörurnar út á götu. Enn meiri verðlækkun! Rýmum fyrir nýjum vörum. frá morgni til kvölds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.