Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 3 Fréttir Rússneski togarinn kominn aö bryggju Slippstöðvarinnar: Fullt af rottum um borð í skipinu enn - segir starfsmaöur stöövarinnar DV, Akureyri: „Það er fullt af rottum um borð í skipinu enn þá. Þær eru hlaup- andi um allt og einnig hefur sést rotta hér á bryggjunni við skipið,“ sagði starfsmaður Slippstöðvar- innar á Akureyri í gær. Vinna var þá hafin við rússneska togarann frá Murmansk sem lá lengi vel á Pollinum vegna þess að rottur fundust um borð. Skipið er nú komið að bryggju á athafnasvæði Slippstöðvarinnar og starfsmenn þar segja mikinn rottugang um borð. Ryndar höfðu tveir starfsmenn stöðvarinnar samband við DV í gærmorgun vegna þess að þeim fannst ekki forsvaranlegt að vera sendir til vinnu um borð í skipinu. Þá voru starfsmenn, sem DV hitti á athafnasvæði Slippstöðvarinnar, ómyrkir í máli, sumir hverjir, og sögðu fullt af rottum í skipinu enn þá. „Látum vera með óþrifhaðinn og drulluna sem er í skipinu úti um allt en það er verra að eiga von á því að fá helvítis rottumar yfir sig þegar meður er að vinna,“ sagði annar þeirra sem hringdi í DV í gærmorgun. Hinn sagði að um allt skipið, m.a á öllum færi- böndum, væri allt fullt af rottu- skít. „Þetta er það versta sem ég hef séð og örugglega það versta sem komið hefur hér að bryggju í áratugi. Sjálfur hef ég reyndar ekki séð rottur í skipinu en óþrifn- aðurinn er ógurlegur. Ég sá hins vegar rottuhræ þarna og félagar mínir hafa sumir séð mjög mikið af lifandi rottum og þær fóru í eit- ur sem sett var á milli þilja eftir að skipið kom að bryggju." Ólafur Sverrisson, yfirverkstjóri Slippstöðvarinnar, dró það í efa að rottur væru enn um borð í skip- inu. Þeirri spurningu, hvort ekki hefði verið ástæða til að setja spjöld eða aðrar hindranir á land- festar og landgang svo rotturnar kæmust ekki lifandi i land, svarði Ólafur þannig að ekki hefði þótt ástæða til þess. -gk Rússarnir í áhöfn togarans, sem voru að störfum um borð í skipinu í gær, láta rottuganginn lítiö á sig fá, enda hafa rotturnar verið í sambýli við þá und- anfarna mánuöi DV-mynd gk Félagsmálaráöuneytiö og SÍS: Samkomulag um verkefni á sviði ferlimála fatlaðra í gær var gert samkomulag milli félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefni á sviði ferlimála fatl- aðra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem samkommulagið var kynnt, að aðstaða fyrir fatlaða væri ekki í nógu góðu horfi þó að margt hefði þokast í rétta átt. Páll sagðist fagna mjög að breytingar væri í nánd og hrósaði úttekt og áætlun Reykjavíkurborgar um úr- bætur á göngustígakerfi borgar- innar sem væri gott dæmi um ár- angursríkt starf sveitarfélags og félags fatlaðra. Markmið samkomulagsins er að Páll Pétursson félagsmálaráöherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, á blaöamannafundinum í fé- lagsmálaráöuneytinu í gær. DV-mynd Hilmar Þór komið verði á markvissu starfi á sviði ferli- og aðgengismála fatl- aðra á þessu ári og því næsta. Það verður gert með hvatningum til sveitarfélaga til þess að sinna ferlimálum með skipulögðum hætti og þau hvött til að vinna að áætlunum um nauðsynlegar úr- bætur á aðgengi opinberra bygg- inga, þjónustustofnana og gatna- kerfi. Með samkomulaginu tekur Sam- bandið að sér að annast mörg verkefni m.a. leiðbeiningar við stofnanir, félagasamtök, sveitarfé- lög og hönnuði um hönnun ný- bygginga og breytingar á eldri byggingum með tilliti til aðgengis fatlaðra. -RR Akureyri: Dæmdur fyrir tékkasvik DV, Akureyri: Akureyringur á þritugsaldri hef- ur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands vegna tékkasvika sem hann varð uppvís að í október á síð- asta ári. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa gefið út og notað í staðgreiðsiu- viðskiptum alls 4 tékka, samtals að upphæð kr. 70 þúsund, enda þótt innstæða væri ekki á reikningi hans fyrir tékkunum. Dómurinn var á þá leið að ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í 45 daga en fullnustu refsingar frestað og fellur hún niður aö tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skil- orð. Þá var ákærði dæmdur til að greiða Happaskýlinu ehf. á Akur- eyri og Hagkaup hf. í Reykjavík 70 þúsund króna skaðabætur en mað- urinn mun reyndar hafa greitt 10 þúsund krónur til annars aðilans í desember sl. Þá var ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ólafur Ölafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -gk WMN 862 Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og Þwltavél VERÐ Kr. 49.900 stgr. stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst: 5 kg. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. Mesta úrval náttúrukorks á íslandi. ÞORGRÍMSSON & CO iRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100 Útsölustaðir um land allt. WICANDE Þ-m esprBandarískn gmskuthimar snúa úl baka jrá firðatn Jt* stnwn um gúninn, þurfaþœr ab þola gþtríegmn bita sem rrr/ndastþgrrfarid erígenum lofthjúþjarðar. veitum - KORKLÆJ Vi áhmnhm. Hann bleyþirjrú sérmjög íthmi tritaþr. nrísemgrirhann notafipm og jxegjíegann að ganga á og vera jajnvel berfattur á í eldhúsinu, bamaherberfinu eða stqftmm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.