Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Spurningin Lesendur Ertu búin/n aö fara á skíði? Eiríkur Þorsteinsson, þjónn: Nei, en ég ætla sennilega. Elva Yr Oddsdóttir, tiskvinnslu- tæknir: Nei, ég ætlaði nýlega en fannst of kalt. Valgerður Óskarsdóttir, verslun- armaður: Nei, mér finnst leiðinlegt á skíðmn. Gunnar Bragi Sveinsson, nemi: Nei, og fer örugglega ekki. Katrín Alda Sveinsdóttir, nemi: Já, einu sinni. Það var æðislegt. Já, íslam er komið til íslands - svar vegna lesendabréfs í DV 6. febrúar Beöist fyrir á múslímavísu. - Algeng sjón í Miðausturlöndum en ekki hér enn sem komið er. Gils Matthíasson skrifar: Þetta er svar við bréfi er birtist í DV 6. febr. sl. frá Herði sem furðar sig á að íslamstrú skuli hafa fest rætur hér á landi. Hér á íslandi er trúfrelsi í raun og hér má maður iðka hvaða trú sem er að vild, hvort sem trúað er á Allah, Búdda, Jesú Krist, hvort maður er hindúatrúar eða heldur sig bara við gömlu, góðu ásatrúna. Allt á þetta rétt á sér og þótt ekki finnist viðurkennt trúfélag stefna þessi trúarbrögð eflaust öll að þvi í framtíðinni. Auðvitað eru til öfgatrúar- múslímar sem rangtúlka sjálfan heilagan Kóraninn en það er líka til ofsatrúarfólk i kristinni trú, gyð- ingatrú, o.s.frv., og það er engu skárra en öfgatrúarmúslímar. Þess- ir fordómar Harðar gagnvart íslam lýsa engu öðru en fáfræði og greini- lega mjög litilli almennri þekkingu. Ég bjó í eitt ár í framandi landi þar sem 85% þjóðarinnar eru múslímar. Ég bjó inni á fólki sem var allt sannkallað strangtrúarfólk múslima. Reynsla mín er sú að þetta er gott fólk með einungis gott í huga. Það fordæmdi mig ekki þótt ég hefði verið kristinn á þeim tíma. Og þar lærði ég að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum, þó svo að mín séu að sjálfsögðu númer eitt. Það eru einmitt menn á borð við Hörð (bréfritarann frá 6. febr.) sem koma illindum af stað með svona fí- flagangi, að reyna að niðurlægja trú annarra. Kannski hann sé búinn að gleyma sjálfri íslandssögunni? Voru ekki íslendingar, sem voru ásatrú- ar, beygðir til kristni? - Og gleym- um ekki þeim sem voru hálshöggn- ir ef þeir neituðu að taka kristna trú. Hvað skyldi Hörður segja við því? Ég skal lofa honum því að ég verð sá fyrsti til að skrá mig í trúfélag múslíma verði það stofnað formlega á næstunni. - Nema hinir ráðandi í dómsmálaráðuneytinu séu jafnfá- fróðir og fordómafullir og Hörður. Að lokum skora ég á Hörö og hans líka að fara í bókaverslun Máls og menningar og kaupa Kóraninn sem þar fæst á íslensku. Sú bók kostar ekki nema eitthvað um um 1500 krónur. Frábær Dagsljóssþáttur Sjónvarps Kristin Magnúsdóttir skrifar: Mig langar til að láta í ljós þakk- læti mitt fyrir Dagsljóssþáttinn í Sjónvarpinu. Hann er einn besti þátturinn sem Sjónvarpið býður upp á hina virku vikudaga - ásamt danska þættinum Þorpinu og mann- kynssöguþáttunum. Ég er aldeilis ekki sammála kon- unni sem var að rakka Dagsljóss- þáttinn niður í Degi-Tímanum þann 12. þ.m. Þau Kolfmna Baldvinsdótt- ir og Logi Bergmann Eiðsson eru bæði framúrskarandi líflegir og glæsilegir þáttastjórnendur sem skila verki sínu með prýði. Þátta- stjórnandinn, Svanhildur Konráðs- dóttir, sýnist hafa mjög gott vald á þættinum og vera fundvís á hvers konar nýmæli sem eru á döfinni hverju sinni i þjóðlifinu. Hún kem- ur einnig afar vel fyrir, fumlaus og traustur stjórnandi. Mér finnst satt að segja gagnrýni sú sem „Veru“-konan ber fram i Degi-Tímanum um Dagsljós lýsa henni sjálfri best. Hún er enn í sin- um „kvennapólitiska" feminuleik sem enginn vill sjá eða heyra. Það er leiðinlegt að lesa ummæli eins og þau sem hún setur fram og reynir að spilla mannorði annars prýðilegs þáttagerðarfólks Dagsljóss Sjón- varpsins. Ég segi: Haldið áfram með góðan þátt og upplifgandi. Bátabryggjan í Reykjavíkurhöfn: Tjónið ekki sök borgarinnar Lárus hringdi: í ofsaroki sem gekk yfir Suðvest- urland fór höfuðborgin ekki var- hluta af skemmdum. í bátahöfninni þar sem litlar skektur og trillur voru bundnar við flotbryggju fór allt á stað. Erfíðleikar urðu við að festa bátana betur og eigendur komu á vettvang til að kanna skemmdir. í sjónvarpsfréttum kom fram í viðtali við nokkra eigendur bátanna að þeir töldu að flotbryggj- an hefði ekki þolað álag veðurofs- ans. Það er áreiðanlega satt og rétt. En var við öðru að búast? Það mátti raunar þakka fyrir að ekki fór verr. í óveðurshamnum viö bátabryggjuna í Reykjavíkurhöfn. En mér heyrðist á þeim sem talað var við, og það lá í loftinu að mér fannst, að úr því flotbryggjan hefði ekki staðið af sér veðurhaminn mætti vænta skaðabótakrafna. En skaðabóta frá hverjum? Dettur þess- um mönnum eða öðrum kannski í hug að Reykjavíkurborg sé skaða- bótaskyld vegna ofviðrisins? Auðvitað kemur það ekki til greina? Eða hvers vegna ætti ég eða aðrir skattborgarar, sem ekki eiga neina báta, að greiða skaðabætur til trillukarla sem eiga manna best að vita að flotbryggja er ekki mann- virki sem hægt er að treysta í fár- viðri? Það hlýtur að vera eigend- anna hvernig þeir ganga frá sínum trillum þótt borgin hafi skapað að- stöðu fyrir eigendur bátanna á þess- um stað hafnarinnar. Því er ég að ýja að þessu nú að mér finnst alltof oft vera tilhneiging hjá mönnum að koma með bótakröf- ur á hendur hinu opinbera, jafnvel við minnsta hnjask, sem augljóslega má svo rekja til aðgæsluleysis við- komandi. - Hvorki borgin né ríkið eiga skilyrðislaust að greiða neitt umfram það sem samið er um eða almenn skynsemi sýnir að bóta- skylda sé borðleggjandi. DV Hættulegir flugvellir Óskar Óskarsson skrifar: Það hefur komið fram í frétt- um að Fomebu-flugvöllurinn við Ósló er einn hættulegasti flug- völlur í Evrópu, að mati samtaka atvinnuflugmanna. Ekki var nán- ar greint frá því, t.d. í útvarps- frétt sem lesin var sl. þriðjudags- morgun, hvaða rök lægju að baki þessu mati. Það skyldi þó ekki m.a. vera nálægð Fomebu við þétta íbúabyggð? Varla er það viðhaldsleysi á svo fjölfomum flugvelli. - En hvaða einkunn skyldu alþjóðleg samtök atvinnu- flugmanna gefa Reykjavíkurflug- velli sem uppfyllir ekki alþjóðleg- ar öryggiskröfur eins og margoft hefur komið fram? Glæsileg for- setahjón Gunnar Ámason skrifar: Þau eru glæsileg, forsetahjónin okkar, og þar sem þau koma fram erlendis, eins og nú síðast í Nor- egi, finnst mér og eflaust mörgum öðrum þau bera af öðrum við- stöddum. Ég held að Ólafur Ragn- ar Grímsson sé þama á réttri hillu. Hann virðist taka þannig á málum að eftir því er tekið þar sem hann kemur. Hann kann sig vel og kemur vel fyrir sig orði, hnökralaust, og hefur viðamikla þekkingu til að bera sem stjóm- málamaður og fræðimaður um stjómmál. Þau hjón em bæði sómi lands okkar þar sem þau fara. Lélegar sjón- varpsdagskrár Laufey hringdi: Það verður að segjast eins og er að dagskrár þær sem sjón- varpsstöðvamar bjóða okkur upp á eru afar lélegar og fábreytileg- ar. Fréttimar em svo sem sama marki brenndar, einkum þær er- lendu. - Svo flæða til okkar sjón- varpsdagskrár frá gervihnöttun- um (t.d. Astra I) sem ég er svo heppin að hafa aögang að með loftnetsdiski. Þama eru skemmti- þættir, tónlistarþættir með öllum tegundum tónlistar og fréttir og ferðaþættir. Og ekki bara nokkr- ar stöðvar heldur skipta þær tug- um sem hér nást. Það bjargar sumum en því miður ekki öllum íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Samgöngumál- in og hvalirnir Jóhann Kristjánsson hringdi: Mér fmnst gert of mikið úr væntanlegum hvalveiðum okkar íslendinga. Skaða þessar veiðar í raun svona mikið viðskiptalíf okkar? Látið er eins og stórir hópar ferðamanna komi til lands- ins til þess að skoða hvali. Hvílík endemis vitleysa! Hugsanlega blandast hvalveiðar sölu okkar á fiski í einstaka tilviki en ekki ferðamálum eða samgöngumál- um í heild. Það er af og frá. Eða hvers vegna er t.d. ráðherra sam- göngumála ekki inntur álits á þeim málaflokki? Maður tekur ekkert mark á einstaka manni sem gerir út bát til hvalaskoðun- ar 2-3 mánuði ársins. Hvar eru klæð- skerar? Ragnar skrifar: Ég er lengi búinn að leita að klæðskera til að sauma fót fyrir mig úr efni sem ég keypti í París fyrir tveimur árum. Alls staöar hef ég komið að lokuðum dyrum - ekkert saumað nema til sölu í verslunum. Hér áður voru klæð- skerar sem saumuðu fót fyrir ein- staklinga. Þeir virðast ekki leng- ur á lausu. Ef einhver hefði upp- lýsingar um þessa þjónustu væri gott að heyra um hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.