Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 7 DV Sandkorn Túkall Þaö var i Sandkomi á dögunum sagt frá tveimur náungum á Akur- eyri sem eru kallaöir Fimmkall og Tíkall sökum þess hve sparsamir þeir eru. Þeir eru margir sem fara vel meö fé og eru fyrir bragðið kall- aðir nískir eða að- haldssamir. Frið- rik Guðmundsson, forstjóri Tanga á Vopnafirði, er sagður fara vel með og fyrir bragðið hefur hann fengið viöumefhið Túkall hjá Vopn- firðingum. Hann veit vel af þessu og hefur húmor fyrir því. Eitt sinn sat hann fund hjá atvinnumálanefnd Vopnafjarðar og gerði grein fyrir at- vinnuástandinu hjá Tanga. Þá barst í tal Rússa-fiskurinn og sagði Friö- rik þau viðskipti hafa gengið vel. Barst þá í tal farmur af slíkum fiski sem talið var að hefði verið ónýtur. Friðrik sagði það ekki hafa verið. Fiskurinn var verkaður í salt. „Við græddum vel á þessum farmi, það má segja að við höfum keypt hann á krónu en selt hann á túkall," sagði Friðrik Guðmundsson. Efasemdir Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var um samruna Flugleiða og Flugfélags Norðurlands undir nafhinu Flugfélag íslands. Margir muna enn þau ár þegar Flugfélag ís- lands og Loftleiðir háðu hér harða samkeppni á flug- leiðum milli landa. Loks fór svo að bæöu fyrir- tækin vora i and- arslitrunum og á buUandi rikisstyrkjum og aðstoð. Þá gekkst ríkisstjómin í að sameina fyrirtækin og Flugleiðir hf. var stofnað. Því er þetta rifjað upp að það var í þriðja sinn sem Flugfélag Islands gafst upp. Áður höfðu tvö fyrirtæki undir þessu nafhi gefist upp. Því eru efasemdir á lofti um að kalla nýja flugfélagið Flugfélag ís- lands og meira að segja nota merki þess gamla. Hjátrúarfullir segja þetta ekki boða neitt gott. Hafnarfjarðar- brandari Það era ekkert margir Hafnar- fiarðarbrandarar sannir. Þeir era þó til eins og sá sem átti sér stað í vikunni. Menn hafa lent í hinu mesta puði við að skafa snjó af bíl- um sínum á morgnana hér á höfuðborgarsvæð- inu. Einn morgun- inn, þegar ástand- ið var hvað verst og ekki sást í bíl- ana fyrir snjó, fór Hafhfirðingur einn út um morgun- inn tfi að skafa snjó af bil konu sinnar. Hann skóf og skóf enda nokkuð frost og snjórinn og klakinn mjög fastur á öllum rúðum. Allt í einu kom til hans nágranni og þakkaði honum hugulsemina að skafa fyrir sig af bílnum. Hafiifirð- ingurinn hafði farið bílavillt og stóö nú bíll nágrannans tilbúinn til akst- ur en bíll konunnar hlaðinn snjó. Syndgarí huganum í Sandkomi í fyrradag birtum við hina bráðskemmtilegu vísu eftir Jón Kristjánsson, alþingismann og for- mann fjárlaga- nefhdar, um séra Hjálmar Jónsson og þá truflun sem hann verður fyrir af hávaða gesta á Óöali þegar nekt- ardansmeyjar sýna listir sínar. Aðeins þunnt þil er í milli skrif- stofu séra Hjálm- ars og skemmtisala Óðals. Vísan er svona. Húsið er pakkað af fáklæddum fálum, nú fáum við glögglega taktinn skilið. Séra Hjálmar ’ann situr á nálum og svitnar af skelfingu bak við þilið. En það er til önnur útgáfa af síð- ustu línunni i visunni eftir Jón. Þá verður botninn svona. Séra Hjálmar ’ann situr á nálum og syndgar í huganum bak við þilið Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Slippstöðin á Akureyri: Samningurinn við Rússana í höfn DV, Akureyri: Samningar milli Slippstöðvar- innar á Akureyri og rússnesks út- gerðarfyrirtæki um að Slippstöðin vinni að viðhaldi og endurbótum á tveimur af togurum rússneska fyr- irtækisins hafa verið undirritaðir. Fyrri togarinn kom reyndar til Akureyrar um síðustu mánaðamót og var látinn liggja við ankeri á Pollinum í vikutíma þar til tekist hafði að drepa rottur sem fundust um borð í skipinu. Togarinn er nú kominn á svæði Slippstöðvarinnar. Hinn togarinn er væntanlegur í lok mánaðarins. Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir að vinnan við skipin muni standa yfir í þrjá mánuði og verkefnastaða Slippstöðvarinnar sé mjög góð næstu mánuðina. Rússneska fyrir- tækið, sem á togarana, gerir út alls 45 togara og binda forráðamenn Slippstöðvarinnar á Akureyri vonir við að vel takist til með þau verk- efiii sem þegar hefur veriö samið um en það gæti hugsanlega leitt til frekari samninga milli fyrirtækj- anna. -gk Básafell og Kambur sameinast „Kambur er með 2.200 þorskígilda kvóta. Auk þess er vinnsla fyrirtækisins öðruvísi en annarra og sérhæfð í að fram- leiða söltuð fiskflök en mjög fáir em í því,“ segir Amar Kristins- son, framkvæmdastjóri sjávarút- vegsfyrirtækisins Básafells á ísa- firði, aðspurður um væntanlega sameiningu Básafells og Kambs. Stjórnendur Básafells og Kambs á Flateyri hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna en að sögn Arnars fer tiltölulega ólík starfsemi fyr- irtækjanna vel saman. -SÁ Áfengissmyglið: Þrír lausir úr haldi Þrír menn, sem voru í haldi vegna aðildar að stóra smyglmál- inu, vom í gær látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða smygl á alla vega þremur gámum af áfengi, aðallega Jenkins vodka. Rannsóknarlögregla ríkisins telur að um tvö mál óskyld sé að ræða. Fyrst voru tveir menn handteknir, tollvörður og innflutn- ingsaðili vegna smygls á tveimur gámum af víni. Nokkrum dögum síðar vtir þriðji maðurinn handtekinn vegna smygls á einum gámi. Krafist var framleng- ingar á gæsluvarðhaldi yfir honum en Héraðsdómur Reykjavikur hafn- aði því í gær. Málið er áfram í rann- sókn hjá RLR. -RR Sveitarfélögin: Sameinast í félagi um sorpurðun DV, Vesturlandi: Stofhað hefur verið hlutafélag um urðun sorps á Vesturlandi með þátt- töku allra sveitarfélaga á Vestur- landi og heitir félagið Sorpurðun Vesturlands hf. Skipting hlutafjár í félaginu, sem er um það bil 28 milljónir króna, fer eftir íbúatölu hvers sveitarfélags og hefur Akraneskaupstaður þegar lýst því yfir að Akumesingar muni kaupi hlutabréf í félaginu fyrir átta milljónir króna. Þegar hafa 2,6 miflj- ónir króna verið greiddar - i desem- ber 1996 - og 5,4 milljónir króna verða greiddar í ár. „Ef allt gengur eftir verður urð- að í Fíflholti á Mýrum, skammt sunnan Brúarfoss, en við erum að bíða eftir úrskurði umhverfis- ráðherra. Þetta er bara fyrsta skrefið í því að bæta úr brýnni þörf til að bæta ástand sorpurð- unar á Vesturlandi sem víðast hvar hefur verið í ólagi. Síðan á eftir að fara út í flokkunina og reyna að endumýta eins mikið af úrgangi og hægt er,“ sagði Pétrn- Ottesen, formaður sorpnefndar sveitarfélaga á Vesturlandi, í samtali við DV. -DVÓ Velti bílnum Ung stúlka missti stjóm á bíl síniun á Eyrarbakkavegi við Ós- eyrarbrú í gær. Mikil hálka var á veginum og fór bíllinn veltur út fyrir veg og skemmdist mikið. Stúlkan var í belti og slapp með skrekkinn. -sv -heimilistæki standa undir nafhi! Brauðrist Mínútugrill Djúpsteikingarpottur Kaffivél Gufustraujárn Straujárn Baðvog 200g Handþeytari Eldhúsvog 5.790,- 2.59 Umboðsmenn: Reykjavik: Hagkaup. Byggt & Búifl, Kringlunni.Magasln. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, KI.Borgfirðinga, Borgamesl. Blómstun/ellir, Hellissandi. Guflni E. Hallgrlmsson, Grundarfirfli.Versun Einars Stefánssonar, Búðardal. Helmahomið, Stykkishólmi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungan/lk.Straumur.isafirði. Norðurland: Kf. Stelngrlmsfjarðar, Hólmavlk. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki.KEA, byggingavðrur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urð, Raufarhðfn. Lónið, Þórshðfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson.Egilsstððum. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Hðfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Arvirklnn, Selfossi. Rás, Þoriákshófn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg.Grindavlk. Fjarðarkaup, Hafnarfirði. VISA EURO og VISA raðgreiðslur TEFAL -fetiiramar 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.