Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Útlönd Hwang heldur enn til í sendiráði Suður-Kóreu í Peking: Kínverjar vilja frest til að ákveða örlög hans Hwang jang-yop. Kínverjar báöu Suður- Kóreu- menn í morgun um meiri tíma til að ákveða hvað þeir ættu að aðhafast vegna háttsetts Norður-Kóreu- manns sem flúið hefur heimalandið og leitað hælis í sendiráði Suður- Kóreu í Peking. Talsmenn Suður- Kóreustjómar sögðu ólíklegt að ákvörðunar væri að væntá alveg á næstunni en umræddur flóttamað- ur, Hwang jang-yop, einn af hug- myndafræðingum kommúnista- stjórnarinnar og 24. valdamesti maður landsins, vill halda áfram fór sinni áleiðis til Seoul. Kínverjar eru milli stafs og hurð- ar í málinu og geta ekki gert upp við sig hvort þeir eigi að lúta vilja gamals kommúnísks samherja eða öflugs viðskiptaaðila sem fjárfest hefur mikið i efnahagslífi Kína. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, hitti suður-kóreskan starfs- bróður sinn, Yoo Chong-ha, á tæp- lega klukkutímafúndi i Singapore í morgun. Eftir fundinn sagði talsm- aður Suður-Kóreu ólíklegt að nokk- uð gerðist í málinu fyrr en eftir að ráðherrarnir yfir- gæfu Singapore á laug- ardag. Hann sagði málið verða rætt áfram í Peking og Seoul. Qian sagöi að flótti Hwangs hefði komið Kín- verjum algerlega í opna skjöldu. Engar upplýsingar hefðu borist um veru hans í landinu fyrr en hann, að sögn Suður-Kóreumanna, kom með leigubíl að sendi- ráðinu í Peking. Qian hvatti báðar þjóðirnar á Kóreu- skaga til að halda ró sinni vegna málsins. Norðan- menn fullyrða að sunnan- menn hafi rænt Hwang en hinir síðamefndu vísa slík- um ásökunum á bug sem þvættingi. Suður-Kóreumenn hvetja Kín- verja til að leyfa Hwang að halda áfram för sinni til Seoul. Norðan- menn krefjast hins vegar að Hwang verði framseldur. Verði af því bíður hans líflát eða lifstíðarvist í fanga- búðum. Meðan viðræður diplómatanna áttu sér stað hélt lögregla í Peking vörð um sendiráð Suður-Kóreu. Sendimenn norðanmanna reyndu að fara inn i sendiráðið í gær en lög- regla vísaði þeim frá. Vestrænir diplómatar fullyrtu í morgun að Kínverjar hefðu ekki um annað að velja en að virða ósk Whangs um að yfirgefa heimaland- ið, þrátt yfir að þar með móðguðu þeir gamlan félaga í norðri. Sumir stj ómmálaskýrendur óttast að Norður-Kóreumenn munu bregð- ast við með látum verði Whang leyft að halda áfram til Seoul. Flótti hans er almennt talinn afhjúpa bresti i stjórn Norður-Kóreu sem þegar hafa komið í Ijós vegna tiifinnanlegs skorts á matvælum, hungurs og eymdar almennings. Ken Bacon, talsmaður vamar- málaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði að menn hefðu ekki orðið var- ir við aukna spennu á landamænm- um sem aðskilja Kóreuríkin en her Suður-Kóreu er í viðbragðsstöðu vegna málsins. Reuter Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, þriðjudaginn 18. febr- úar 1997 kl. 11 á eftírfarandi _____________eignum:________________ Akurgerði 4, rishæð, þingl. eig. Björgvin Gunnarsson, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður rikisins. Akursbraut 9, 01.01., þingl. eig. Eignar- haldsfélagið Rafsýn ehf., R, gerðarbeið- endur Búnaðarbandi íslands, Akranesi, Haraldur Böðvarsson hf. og sýslumaður- inn á Akranesi. Esjubraut 24, eignarhluti Gunnars I. Stef- ánssonar, þingl. eig. Gunnar Leifur Stef- ánsson, gerðarbeiðandi Útgáfuþjónustan Gott mál ehf. Jaðarsbraut 35, miðhæð, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveins- dóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeiid Hús- næðisstofnunar. Mánabraut 11, neðri hæð, þingl. eig. Garðar Þór Garðarsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins. Mánabraut 9, eignarhluti Ástríðar Andr- ésdóttur, þingl. eig. Ástríður Andrésdótt- ir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akra- nesi. Merkigerði 10, þingl. eig. Jens I. Magn- ússon, gerðarbeiðandi Akraneskaupstað- ur. Merkigerði 4, þingl. eig. Þráinn Þór Þór- arinsson og Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkis- ins og Lífeyrissjóður sjómanna. Merkurteigur 10, þingl. eig. Ragnheiður Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar og Landsbanki fslands, lögfr- deild. Presthúsabraut 25, þingl. eig. Gyða Jó- hannesdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður verslunarmanna. Reynigrund 22, þingl. eig. Halldór Ólafs- son, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar. Skagabraut 24, neðri hæð, þingl. eig. Helga Þórisdóttir og Hans Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóð- ur sjómanna. Skagabraut 26, þingl. eig. Helga Þóris- dóttir og Hans Þorsteinsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Vesturlands. Vesturgata 119, þingl. eig. Elín Ámad. hdl. v/þb. Skelfang ehf., Akranesi, gerð- arbeiðendur Akraneskaupstaður og Landsbanki íslands, lögfræðideild. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Árangurslausar viöræður fóru fram í alla nótt milli flugmanna bandaríska flugfélagsins American Airlines, annars stærsta flugfétags Bandaríkjanna, og vinnuveitanda þeirra. Fátt viröist því munu koma í veg fyrir verkfall flugmann- anna sem ráögert er aö hefjist á miönætti í nótt. Er m.a. deilt um hvorl félagiö megi nota flugmenn annarra félaga til aö fljúga vélum American Eagle, dótturfyrirtækis AA, á lægra kaupi. Á myndinni er einn flugmanna AA í flugstööinni í San Francisco. Símamynd Reuter Bucaram leitar stuönings hjá Menem í Argentínu Abdala Bucaram, fyrrum for- seti Ekvadors, sem settur var af í síðustu viku, er nú á ferðalagi um Suður-Ameríku til þess aö afla sér stuðnings. Bucaram kom til Argentínu í gær og for- dæmdi þá „valdaránið" sem hann sagði að hefði leitt til þess að hann var látinn víkja. Þingið í Ekvador rak Bucaram í síðustu viku vegna andlegrar vanhæfni. Hefur forsetinn dregið í efa stjórnarskrárlegan rétt þingsins til slíkra aögerða. Carlos Menem Argentínuforseti er dyggasti stuðningsmaður Bucarams í S-Ameríku. Hefur Menem hvatt argentínska stjórnar- erindreka í Ekvador til að vera ekki viðstaddir innsetningu Fabi- ans Alarcons, fyrrum þingforseta, í embætti forseta Ekvadors. Reuter Stjórnleysi eftir aö lögregla flúði Hafnarborgin Vlore í Albaniu er nú orðin vígi glæpagengja eftir að reiðir stjómarand- stæðingar hröktu lög- reglu á flótta með steinkasti. Þegar myrkva tekur eru það aðeins nokkrir ung- lingar sem þora að fara út úr húsi. Kaffi- hús og spilavíti eru nánast mannlaus. Ástandið er svo slæmt að meira að segja stjómarandstæðingar hafa beðið yfirvöld um að senda lögreglunni liðsstyrk. Fyrr í vikunni bmtust út miklar óeirðir i Vlore, þær mestu í Alban- íu frá því að 40 ára harðstjóm stalínista varð að láta undan fyrir sex ámm. Lögregla yfirgaf borgina þegar reiður múgur grýtti hóp óeirðalögreglu- manna, afklæddi lög- reglumennina og kveikti í fotum þeirra. Nýr lögreglustjóri var skipaður á þriðjudag en öryggis- sveitir hafa sig lítt í frammi. Hvergi er að sjá einkennisklædda lögreglumenn. Stjómleysi ríkir í borginni. Á miðviku- dag brutust grímu- klæddir byssumenn inn í íbúð og skutu heimilisfóður- inn til bana. Þeir rændu 18 ára dótt- ur hans og segja nágrannar að hún verði sennilega neydd til vændis á Ítalíu. Nokkrum klukkustundum áður var lögreglumaður skotinn til bana. Reuter íbúi í Vlore heimtar afsögn stjórnvalda. Símamynd Reuter Stuttar fréttir dv 220 milljóna ára Ástralskur bóndi fann 220 milljóna ára gamlan steingerv- ing á landi sínu. Myrtu gísl Skæruliðar í Tadsjikistan, sem halda í gíslingu yfir tylft Rússa og Vesturlandabúa, hafa skotið til bana eftirlitsmann SÞ. Major í sókn John Major, forsætisráðherra Bretlands, sakaði í gær Verkamanna- flokkinn um að nota krepp- una vegna kúariðumáls- ins til þess að reyna að bola ríkisstjóm- inni frá. Major gaf hins vegar ekkert í skyn hvenær boðað yrði til kosninga. Bílstjóraverkfall Verkfall vömbílstjóra á Spáni, sem staðið hefur á aðra viku, hefúr valdið efnahagslegu tjóni. Vilja réttarhöld Fjölskylda Martins Luthers Kings vill að réttað verði yfir James Earl Ray sem játaði á sig morðið á King en dró síöan játn- inguna til baka. Áfram mótmæli Belgradbúar héldu í gær áfram mótmælum á götum úti þrátt fyrir tilslökun Milosevics forseta. Ávarpar þjóðina Borís Jeltsin Rússlandsforseti ávarpar í dag rússnesku þjóðina í fyrsta sinn eft- ir að hann veiktist af lungnabólgu. Andstæðingar forsetans und- irbúa ályktun um að hann verði látinn fara frá vegna heilsubrests. Fundust á IHl 500 manns, sem saknað var eftir óveður á Madagaskar, hafa fundist á lífi. Listamenn mótmæla 4 þúsund franskir listamenn og stuðningsmenn gengu um götm- Toulon til að mótmæla brottrekstri vinstri sinnaðs leik- sfjóra. Ekkistnö Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kveðst ekki búast við stríði milli Grikklands og Tyrklands. Nýjar viöræöur Búist er við að embættismenn í Perú og skæruliðar hittist á ný í dag eða á morgun til að ræða lausn gíslamálsins. Hvaða háskóli? Bill Clinton Bandarikjaforseti segir að dóttir sín, Chelsea, hafi ekki ákveðiö í hvaða háskóla hún ætlar en Harvard-há- skóli hefur boðið henni inngöngu. Reyndi kúgun Alríkisdómstóll í Bandaríkjun- um ákærði konu sem heldur því fram að hún sé laundóttir leikar- ans Bills Cosbys og hefur reynt að hafa af honum sem nemur 2,8 milljöröum íslenskra króna. Tilræði Ernesto Samper, forseti Kól- umbíu, segir að tilraun hafi ver- ið gerð til að ráða sig af dögum en einkaflugvél hans hafi nærri orðið fyrir sprengju Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.