Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Side 24
 36 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Er kvótabraskið að festast í sessi? „Við fáum daglega mál um kvótabrask inn á borð hjá okkur. Ég held að þetta sé bara að festast í sessi, frekar en að það sé að aukast.“ Sævar Gunnarsson. formaður Sjómannasambands íslands. Halldór er að læra „Halldór (Ásgrímsson) er efni- legur. Hann er að læra og við skulum ekki trufla það.“ Jón Baldvinsson alþingismaður, í Alþýðublaðinu. Ummæli Engin kúariða „Það er engin hætta á kúariðu við neyslu þessa kjöts.“ Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari, um hvalkjöt, í DV. Rekum bankastjórana „Ég tel sjálf, að það eigi að segja öllum bankastjórum upp og endurráða þá á sanngjömum launum.“ Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður, í Alþýðublaðinu. Fátæktin „Ríkjandi láglaunastefna stjómvalda og atvinnurekanda er búin að festa fátækt í sessi hér- lendis." Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, í Morgunblaðinu. Jetz leikur á Gauki á Stöng í kvöid. Jetz á Gauknum Popp-rokksveitin Jetz með Gunnar Bjarna úr Jet Black Joe í fylkingarbrjósti leikur í kvöld á Gauki á Stöng. Tölvuleikjapopp í Hinu húsinu Hljómsveitin Bag of Joys held- ur síðdegistónleika í Hinu hús- inu í dag kl. 17.00. Bag of Joys er trió úr Breiðholtinu sem skipað er tveimur strákum og einni stelpu og saman framleiða þau tölvuleikjatónlist. Gloss á Lundanum I kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Gloss spila á Lund- anum í Vestmannaeyjum. í Gloss eru: Helga, söngur, Matti, hljómborð, saxófónn, Kiddi, bassi, Hjalti, gítar, Finnur, trommur, og Freysi, trompet. Kiddi Rós á Gullöldinni í kvöld og annað kvöld leikur Kiddi Rós fyrir dansi á Gullöld- inni í Grafarvogi. Skemmtanir Þríund í Glæsibæ í kvöld mun hljómsveitin Þrí- und skemmta í Danshúsinu í Glæsibæ. Annað kvöld er það hljómsveitin Upplyfting ásamt söngvaranum Ara Jónssyni sem skemmtir gestum Danshússins. Stuna og Q4U í Rósen- bergkjallaranum Hljómsveitirnar Stuna og Q4U skemmta í Rósenbergkjallaran- um í kvöld. Annað kvöld verður Saktmóðigur með útgáfutónleika og kynnir plötuna Byggir heims- veldi úr sníkjum. Einnig koma fram Fallega gulrótin, Örkuml og Rass. Þurrt að mestu Skammt suður af landinu er 980 mb lægð, sem þokast suðaustur og grynnist, en norðaustur af Jan Mayen er 1017 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður austan- og suðaust- anátt um allt land, allhvasst eða hvasst og slydda eða rigning við suður- og austurströndina, en ann- ars hægari og þurrt að mestu. Læg- ir smám saman í kvöld og nótt. Hiti nálægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi og smáél í dag, en hæg breytileg átt í nótt og skýjað en þurrt að mestu. Hiti um 2 stig i dag, en heldur kólnar í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.59 Sólarupprás á morgun: 09.23 kl. 6 í morgun Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.15 Árdegisflóð á morgim: 00.15 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurn.es Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg alskýjaö 0 slydda 2 skýjað 0 heiðskírt 1 hálfskýjaö 0 úrkoma í grennd 2 slydda 1 snjóél á síö. kls. 0 snjókoma 2 alskýjað 2 súld 3 skýjaö -8 alskýjaö 6 haglél á síö. kls. 2 heiöskírt 3 léttskýjaó 12 alskýjað -4 léttskýjað 3 léttskýjað 1 rigning á síö. kls. 5 skýjað 2 skýjað 1 heiöskírt 14 hálfskýjaö 10 rigning 4 heiöskírt 8 alskýjaö -1 skýjaö 22 snjókoma -11 skýjað 5 -12 Magnus Theodór Magnusson myndlistarmaður. Nota við úr gömlum bryggjum „Ég sýni í göngugötunni um fjörutíu verk, sem öU eru gerð úr timbri sem ég hef viöað að mér alls staðar að úr heiminum, allt frá Norður-Noregi til Suður-Amer- íku. Þá hef ég einnig nýtt mér bryggjustólpa í Reykjavík, meðal annars úr þeim bryggjum sem byggðar voru fyrir peninga frá Marshall-aðstoðinni árið 1947,“ segir Magnús Theódór Magnús- son, myndlistarmaður með meiru, sem sýnir um þessar mundir verk sín i göngugötunni í verslanamið- stöðinni í Mjóddinni. Maður dagsins Magnús, sem yfirleitt gengur undir nafninu Teddi, segist þegar vera búinn að selja verk, meðal annars til Noregs, en hvar fær hann hugmyndir að verkum sin- um? „Ég fæ mikið af hugmyndum þegar ég er til sjós. Það er langt síðan ég tók upp á því að fara að gera skúlptúra. Ég er gamall off- setprentari og var í tuttugu ár slökkviliðsmaður og læröi einnig matreiðslu og var bryti á Fossun- um og fer túr og túr ennþá, en með Magnús Theódór Magnússon. árunum hef ég meira og meira far- ið út í það aö sinna myndlistinni og fór til Finnlands 1993 til að nema. Viðurinn heillaði mig strax og nú geri ég eingöngu verk úr viði og það helst gömlum. Elsti viðurinn sem ég á er úr gömlu Ed- inborgarbryggjunni á ísafirði, sem er síðan um aldamót að því er ég held. Viðurinn úr bryggjunum er mjög dökkur, nánast svartur, er það vegna þess að negldir voru naglar í viðinn til að halda gróðri frá honum.“ Teddi segist sjálfur hafa staðið i að selja verk sín: „Mér hefur ávallt fundist að verk mín passi í útgerðarfýrirtæki úti á landi, en það er erfiðara að ná í forstjóra þessara fyrirtækja heldur en ráð- herra, það er nánast vonlaust að komast aö þeim. Eins og áður segir fer Teddi af og til á sjóinn: „Þegar vantar bryta í afleysingar þá er oft hringt í mig og ég tek túr. Stutt er síðan ég fór eina ferð með Stuðlafossi og var þá meðal annars í Norður-Noregi. Þetta er gott tækifæri til að fara í leit aö viði þegar í höfn er komiö í einhverju landi. Ég er hættur að drekka svo þegar strákarnir fara á krárnar þá fer ég í viðarleit." Teddi hefur mörg áhugamál fyr- ir utan myndlistina, bóklestur og Indland eru tvö þeirra: „Ég les mikið og í miklu uppáhaldi hjá mér eru Sigvaldi Hjálmarsson og Grétar Fells. Ég hef lengi haft áhuga á Indlandi og indverskri trú og hef farið þangað einu sinni.“ -HK Slönguprjón Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Tveir leikir í úrvals- deildinni Átjándu umferðinni í úrvals- deildinni í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum, á Akranesi leika heimamenn í ÍA við Tindastól og Njarðvíkingar fá ísflrðinga í heimsókn. Einn leikur er í 1. deildinni og fer hann fram í Sandgerði, Reynir leikur við Stafholtstungur. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. íþróttir í handboltanum verður keppt í 2. deild í kvöld og eru þrír leik- ir á dagskrá. Kl. 20.00 leika Kefl- víkingar á heimavelli sinum við Hörð og ÍH leikur við KR í Hafn- arfirði, hálftíma siðar eða kl. 20.30 leika í Höllinni á Akureyri Þór og Ármann. Saxófónkvartett á Myrkum músíkdögum í kvöld verða tónleikar í Nor- ræna húsinu í tónleikaröðinni Myrkir músíkdagar. Stockholms Saxofonkvartett mun þar leika nútímaverk sem samin hafa ver- ið fyrir slikan kvartett. ÖIl verk- in eru nýleg, það elsta frá 1992. Eitt íslenskt tónskáld, Þorsteinn Tónleikar Hauksson, á verk á tónleikun- um, nefnist það Exhalito - fyrir saxófónkvartett. Svíamir sem skipa kvartettinn em: Sven Eest- erberg, sópran, Jörgen Petters- son, alt, Leif Karlborg, tenór, og Per Hedlund, baríton. Tónleik- amir hefjast kl. 20.00. Bridge Eitt af frægari varnarspilum sög- unnar er það sem hér fer á eftir. Það var spilað fyrir einum 55 áram í Goldman Pairs-tvímenningskeppn- inni í New York. Sigurvegarinn í þeirri keppni var Dick Frey sem var í miklu stuði í mótinu. Hann hélt á spilum vesturs og gerðist ansi djarf- ur þegar hann doblaði þriggja granda samning eftir 16-18 punkta grandopnun suðurs. Freku dobli fylgdi hann eftir með góðu útspili. Hefðir þú fundið sama útspil og hann? Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: * Á54 *• G8 f DG543 4 982 * 7632 * 632 -f 2 * G7653 4 KG8 * ÁK74 ■f Á1098 * K4 Suður Vestur Norður Austur 1 Grand pass 2 Grönd pass 3 Grönd dobl p/h Á þessum árum var tveggja granda sögnin einföld áskorun í þrjú og suður átti hámark og lyfti í þrjú. Sennilega hefur allt verið að ganga upp hjá Dick Frey í mótinu úr því hann var svo djarfur að dobla. Venjulega er það óheppilegt fyrir vömina þegar allir punktarnir raðast á aðra höndina því það gefur sagnhafa yfirleitt möguleika á enda- spilun. Frey reiknaði með því að fé- lagi hans i austur ætti sennilega einn gosa einan punkta og sá eini sem var líklegur til að koma að not- um var laufgosinn. Þess vegna spil- aði Frey út laufdrottningunni í upp- hafi! Sagnhafi gat enga björg sér veitt, ekki gat hann gefið þann slag því þá tekur vörnin 5 slagi á laufið. Fyrir utan að spila út laufás og síð- an laufdrottningu var þetta eina út- spilið sem hnekkti samningnum. ísak Öm Sigurðsson * D109 * D1095 f K76 * ÁD10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.