Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 11
33"%^ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Myrkir músíkdagar standa nú sem hæst. Á miðvikudagskvöld voru flaututónleikar í Listasafni íslands. Camilla Söderberg blokkflautuleikari lék nútímatónverk og með henni léku þegar við átti blokkflautuleikaramir Ragnheiður Haraldsdóttir og Þórunn Bjömsdóttir, semballeikarinn Guðrún Óskarsdóttir og Richard Kom bassa- leikari. Auk þess léku hljómtæki stórt hlutverk í sumum verkanna. Efnis- skráin var fjölbreytt og mjög vel sam- an sett. Tvö verk voru leikin með það greinilega í huga að eyrað fengi hæfi- legan skammt af kunnuglegu efni með vissu miflibili. Les Barricades eftir Matthias Maute fyrir þrjár blokkflaut- ur hljómaði eins og hálfgerð ballaða í þjóðlagastíl, byggð á þrástefjagrunni sem gaf minimaliskt yfirbragð. Flutn- Tónlist Sigfríður Björnsdóttir ingurinn krafðist nákvæmni og gekk i flestu vel. Daido eftir Poul Leenhouts fyrir blokkflautu og kontrabassa var flutt með leikandi sveiflu sem dró það besta fram í þessu litla jassverki. Fufltrúi rómantíkur í nýja tímanum var Ryohei Hirose með Meditation fyr- ir tenórblokkflautu. Þó að tón- eða hljóðmálið sé ættað frá tilraimatíma- bflinu fyrir 20-3Ó ámm þá er samröð- un hugmynda unnin á grundvefli tfl- finningahrifa. Og af því að höfundur- inn hefur tónlistargáfur þá fá í þessu samhengi hin ýmsu hljóð, blástur, gliss og yfirtónar vel skflgreint hlut- verk í framvindunni. Nálgun Kazimiert Serock er ólík og líka áheyrileg. Stuttir kaflar með skýrt afmörkuð viðfangsefni og sterk formræn heild, vegna endurvinnslu hugmynda úr fyrstu þáttunum í þeim síðari, gerir verkið aðgengi- legt. Eftir Ame Meflnas var leikið verkið The tónleikum. Höfundurinn hafnar tónmáli tilraunatímabilsins alfar- ið og vinnur með tóna og tónbil með skýrt skilgreindum hætti. Tvær meginhugmyndir eða hug- myndasvið skiptast á, við efnið bætist og úr því er unnið. Stefna efnisins breytist líka, tónhug- myndir sem áður vora rísandi snúast við og verða fallandi. Hin breyttu formerki kalla á endur- túlkun. Gott verk í klassískum anda. Fléttur eftir Þorstein Hauksson er samið fyrir tenórblokkflautu og tölvuhljóð. Einleiksflautan er í nokkuð ljóðrænu hlutverki á móti því sem hljómtækin spfla, en gott samband þessara tveggja meginþátta náðist oft og á það ekki síst við um annan kafla. Ölduhreyfing víðómsins var skemmtilega dregin fram og þess ávaflt gætt að fara ekki út fyrir ramma verksins, styrkur og hljóðblær bám flautuna aldrei of- urliði. Eric Stokes tryggir samhengi efniviðarins með einföldum og áhrifaríkum hætti í verki sínu Eldey. Af segulbandi hljómar að stóram hluta flautuleikur Camillu, en hún útbjó bandið eft- ir fyrirmælum tónskáldsins. Allr- ar hófsemi er gætt og verkið virð- ist framan af bæta litlu við það sem fleiri flautuleikarar gætu gert á sviðinu með hljóðnema en rafheimurinn er nýttur undir lok- in. Á rafmögnuðum grunni flýtur eintal sopranino flautunnar. Góð- ur endir á frábæram tónleikum. Camilla Söderberg er stórkost- legur flautuleikari. Hún vísaði gestum sínum ekki aðeins um forvitnfleg sköp- unarverk tónskáldanna af stakri túlkunargleði og vandvirkni, heldur sýndi hún hljóðfærið í nýju ljósi og það verður aldrei samt aftur í hug- um þeirra sem á hlýddu. Camilla Söderberg: stórkostlegur flautuleikari. DV-mynd Pjetur Mummy and the Hummingbird, sem er skrifað fyrir blokkflautu og sembal. Flutningurinn var góður, samleikur þeirra Camillu og Guðrúnar einstaklega vel útfærður og sannfærandi. Verkið Sóló fyrir tenórblokkflautu eftir Hjálmar H. Ragnarsson var fhunflutt á þessum Caput Á tónleikum Caput á Myrkum músíkdögum á þriðjudagskvöld voru flutt fimm tónverk: La métrique du cri eftir Atla Ingólfsson, Svíta úr óperunni Legg og skel eftir Finn Torfa Stefáns- son, í segulsviði eftir Snorra Sigfús Birgisson, Stokkseyri eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Sinfónía nr. 2, kammersinfónía, eftir Áskel Másson. Þetta var frumflutningur allra verk- anna, nema Leggs og skeljar sem heyrðist fyrst á Listahátíð í Hafnarfirði fyrir nokkram árum. Hugsanlegt er að útleggja nafh verks Atla Ing- ólfssonar sem Bragfræði hávaðans. Víst er að yfir verkinu var engin ládeyða. Það hefst á ein- radda tóni og er svo spunnið út frá hrynstefi í hljóma og svo þéttan pólýfónískan vef sem leys- ist aftur upp undir lokin í gegnsæja hljóma og loks einradda tón. Það er talsverð spenna í Tónlist Bergþóra Jónsdóttir þessu verki, án þess að það sé i sjálfu sér sér- lega spennandi eða nái flugi sem fangar þann sem hlustar í fyrsta sinn. Leikur Caput var líka í daufara lagi; upphafið var óhreint og of lítið heyrðist i píanóinu. Leggur og skel, ópera Finns Torfa, er byggð á samnefndu ævintýri Jónasar Hallgrimssonar og samdi Sveinbjöm I. Baldvinsson óperatextann. Sýnishomið sem var í boði hér lofar góðu, tón- listin snotur og hugljúf eins og ævintýriö. Sums staðar örlar á áhrifmn frá popptónlist - eins og í stefi fiðlu og víólu í forleiknum - og kemur það vel út. Heldur þótti mér þátturinn „Dans vindsins í fífunni á enginu" þunglamalegur, frekar eins og þar stigju hamrömm tröll dans- inn. Frábær söngur Sverris Guðjónssonar lyfti verkinu í hæðir, Caput var að komast í stuð, og lauk Hildigunnur Halldórsdóttir verkinu með fallega leikinni einleiksstrófu. í segulsviði eftir Snorra Sigfús var pantað af Norræna tónlistarráðinu og samið fyrir Caput. Þetta verk hreif hlustir strax frá byrjmi. Hljóðlátt upphaf, leitandi stef, krassandi tvi- undir, fíngerður, gegnsær vefur, rytmísk spenna, áhrifamikfl stígandi og mjög dýnamísk framvinda, allt þó innan hefðbundins forms þriggja þátta. Þetta var glæsflegt verk, frum- legt, stílhreint og ferskt; og ekki spillti góður leikur Caput. Fyrra verkið eftir hlé var Stokkseyri eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson við ljóðaflokk ísaks Harðarson- ar. Þetta verk kom á óvart. Langt er síðan maður hefur heyrt nýja músík sem hægt var að segja um að væri virkflega skemmtileg; - hér er sú músík. Stokkseyri er rómantísk skemmtimúsík 1 besta skilningi þeirra orða, og þó ný, fersk og frumleg. Blústónlist og rokkið gægj- ast í gegn, eins og í frábær- um Brimblús, sem byggður er á blúsuðu þrástefi sem heyrist í upphafi þátt- arins og Auður Hafsteinsdóttir lék afar vel. Dýpri strengimir skárast svo í leikinn með sama þrástef, og loks önnur hljóðfæri í skemmtilegum, rokkuðum synkópum. Hér var Sverrir Guðjónsson í aðalhlutverki og söng vel. Skýr framburður, sterk túlkun og nánd við áheyrendur auk raddarinnar hans finu era und- irstaða þessa góða söngs. Síðust á efnisskránni var Kammersinfónía Áskels Mássonar. Verkið byggist meðal annars á stefmu við sálminn „Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú þess ég beiði“. Strax í upphafi heyrðist brot af stefinu hjá homi, þá í pianó- Spenna, stígandi og Birgisson. dýnamisk framvinda. Enda brosir Snorri Sigfús DV-mynd GVA rödd og svo fleiri hljóðfærum. Fjölda annarra tónhugmynda var að heyra í verkinu - kannski of mikinn fjölda, því það virkaði á tíðum sund- urleitt og erfitt að henda reiður á þræði í fram- vindunni. í þessu tflþrifamikla verki hefði ef til vill verið betra að einfalda úrvinnsluna til að það næði heildstæðari svip. Guðmundur Óli Gunnarsson stjómaði af ör- yggi og snerpu. Þó var eins og Caput væri ekki alveg í essinu sínu á þessum tónleikum; - og bæði í upphafi og í lokin var leikurinn daufari en maður á annars að venjast hjá þessum kraft- miklu spiluram. | I ■ ' (menning Breskir villikettir Hópur af ungu leiklistarfólki sem flest er menntað í Bretlandi og Bandaríkjunum verður með dag- skrá í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans á mánudagskvöldiö þar sem leiklesið verður úr verkum eftir fimm bresk kvenleikskáld: Christ- inu drottningu eftir Pam Gems, Cioud Nine (Níunda ský?) eftir Car- yl Churchill, Ást næturgalans eftir Timberlake Wertenbaker, Nágrann- anum eftir Meredith Oakes og Blasted (Bölvaður?) eftir Sarah Kane. Öll hafa verkin vakið athygli og jafnvel deflur i heimalandinu, en ekkert þeirra hefur verið leikið hér á landi. Að dagskránni standa Vala Þórs- dóttir, Benedikt Erlingsson, Vigdis Gunnarsdóttir, Jón Bjarni Guð- mundsson, Bryndís Loftsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Vigdís Jakobsdóttir sem er leikstjóri. Dag- skráin hefst kl. 21 en húsið er opn- að kl. 20.30. í skugga Emmu Norræna húsið sýnir á sunnu- daginn kl. 14 hina frábæra dönsku bama- (og fullorðins)mynd Sorens Kragh-Jacobsens, „I skyggen af Emma“ frá 1988. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Uppgangan Kl. 16 á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Uppgangan (Voskhozdenie) sýnd í bíósal MÍR við Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Moskvu árið 1976 og er byggð á skáldsögu eftir Vasflí Bykov. Sagan gerist árið 1942 á hemámssvæði Þjóðveija í Hvíta-Rússlandi og seg- ir frá tveim liðsmönnum skæruliða sem eru sendir úr felustað hópsins i skóginum til að afla matar. Leik- stjóri er Larisa Shepitko. Skýringar era á ensku. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Myrkir píanótónleikar Örn Magnússon pí- anóleikari heldur tónleika á vegum Myrkra músíkdaga i Gerðarsafni í Kópavogi á sunnudagskvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni eru Svipmyndir Páls ísólfssonar, safn fjórtán laga fyrir píanó, og er þetta framflutningur. Ljóðatónleikar í Gerðubergi Á sunnudaginn kl. 16 halda Al- ina Dubik mezzosópran og Iwona Jagla píanóleikari ljóðatónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Á efnisskrá eru sönglög eftir Chopin, Sígaunaljóð eftir Brahms og Söngvar og dansar dauðans eftir Mussorgsky. Alla texta syngur Al- ina á frummálinu, pólsku, þýsku og rússnesku. Alina og Iwona era báðar frá Póllandi en hafa verið búsettar hér á landi í nokkur ár. Iwona er þjálf- ari við Söngskólann en Alina kenn- ir við Nýja tónlistarskólann. Hún hefur meöal annars sungið með Sinfóníuhljómsveitinni. Djass fyrir alla fjölskylduna Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verða í Gerðarsafni í Kópavogi tjölskyldu- tónleikar með Jasskvartett Reykja- víkur og Skólakór Kársness. Óvænt blanda! Kvartettinn hefur undanfarið leikið fyrir á sjötta þúsund skóla- nema á Suður- og Vesturlandi og leitt þá inn í undraheima djassins, en þeirri kynningu er að ljúka. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.