Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVfK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: fSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Lifandi hval eða dauðan? Að veiða eða veiða ekki hval? Það er spuming sem ís- lensk stjómvöld hafa lengi vikið sér undan að svara af- dráttarlaust. Hin síðari ár hefur þrautalendingin verið að setja málið í nefndir og veiða ekkert á meðan. Vorið 1994 skilaði nefnd sem skipuð var þingmönnum allra stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi áliti til sjávarútvegsráðherra. Niðurstaða þingmannanefndar- innar var á þann veg að íslendingar ættu að hefja hval- veiðar á nýjan leik. í nefndarálitinu vom færð ýmis hefðbundin rök fyrir þessari niðurstöðu. Sjávarútvegsráðherra tók við skýrslu nefhdarinnar fyrir tæpum þremur árum en frestaði málinu, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri forsvaranlegt að ríkis- stjórnin ein tæki afdrifaríka ákvörðun um að hefja hval- veiðar að nýju; það væri mál Alþingis. Síðan hefur ríkisstjómin ekki lagt fram á Alþingi til- lögu um hvalveiðar. Þess í stað skipaði ráðherrann enn eina nefndina til að kanna málið. í þessari nýju nefnd eiga sæti þrír alþingismenn, úr Sjálfstæðisflokki, Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi, og þrír embættismenn. DV upplýsti fyrr í vikunni að þessi nefnd ætlaði að skila áliti sínu næstu daga og að það álit yrði á sömu leið og niðurstaða fyrri nefndarinnar - þ.e. að íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Vonandi fær þessi niðurstaða nýju nefndarinnar að sofa svefninum langa í skúffu sjávarútvegsráðherra eins og álitið frá 1994 - einfaldlega vegna þess að efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum em ekki lengur fyrir hendi. Þótt hvalveiðisinnar geti réttilega vísað til þeirrar eðli- legu kröfu íslendinga að fiskveiðiþjóð verði að hafa rétt- inn til að nýta allar lifandi auðlindar sjávar að því marki að stofnamir séu ekki í hættu verður annað og meira að koma til ef hefja á hvalveiðar að nýju. Það er beinlínis fá- ránlegt að stíga slíkt skref nema augljóst sé að hvalveið- arnar muni skila þjóðfélaginu verulegum efhahagslegum ávinningi. Líkumar á því fara minnkandi með hverju ár- inu sem líður. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar er skoðun lifandi hvala hraðvaxandi þáttur í ferðamennsku hér á landi. Samantekt sem birt var í DV sýnir að hvalaskoðun varð að öflugri starfsemi á síðasta sumri. Sjö staðir á landinu buðu þá upp á slíka þjónustu en eftirspumin var langmest fyrir norðan - á Húsavík og við Eyjafjörð. Talið er að ríflega 9 þúsund ferðamenn hafi farið í slíkar ferðir í fyrra. Ferðamálaráð áætlaði að tekjur af þessum ferðamönnum gætu numið 150-180 miUjónum króna. Að óbreyttu ætti þessi þáttur íslenskrar ferðaþjónustu að stóraukast á næstu árum. Með tiiliti til ríkjandi almenningsálits í heiminum gætu hvalveiðar hæglega gert þá uppbyggingu að engu. Hins vegar virðist blasa við að engin þjóð sé reiðubú- in að kaupa hvalkjöt af íslendingum ef þeir hefja hval- veiðar á nýjan leik - fyrst og fremst vegna andstöðu bandarískra stjómvalda. Innlendur markaður fyrir slík- ar afurðir er sáralítill og nægir á engan hátt til að hval- veiðar geti skilað nauðsynlegum tekjum í þjóðarbúið - ekki aðeins til að standa undir hvalveiðunum sjálfum heldur líka til að bæta það tjón sem veiðamar munu hafa í fór með sér fyrir aðrar atvinnugreinar. Þar með er brostin sú meginforsenda fyrir hvalveiðum að þær séu hagkvæmar fyrir íslenskt þjóðarbú. Mergurinn málsins er að á komandi árum eiga íslend- ingar, eins og ýmsar aðrar fyrrverandi hvalveiðiþjóðir, að geta hagnast mun meira á lifandi hvölum en dauðum. Elías Snæland Jónsson „Yfiriýsingin um sameign þjóöarinnar á nytjastofnum haggar ekki viö stjórnarskrárvernduöum atvinnuréttind- um,“ segir m.a. í grein Siguröar. Eignarréttur eða fullveldisréttur - sameign þjóðarinnar skjóli fullveldisréttar ríkisins og almennra valdheimilda þeirra stofhana sem til þess eru bærar. Má í því viðfangi skírskota til 2.-4. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. En slík lagasetning felur ekki í sér að „þjóðin“ eða „ríkið“ sé eig- andi fiskistofnanna, enda hefur hvorki ríkið né þjóðin nein- ar þær almennu heimÚdir sem felast í eignarrétti. Með því „Meiniö er aö i þessari umræöu er ruglaö saman eignarrétti, sem veitir eiganda tiiteknar heimildir til meöferöar og nýtingar eigna sinna, og fullveldisrétti ríkisins...u Kjallarinn Sigurður Líndal lagaprófessor Fátt ber oftar á góma í umræð- um hér á landi en það að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign þjóðarinnar og er þá vitnað til 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða. Því virðist hins vegar ekki mikill gaumur gefinn hvaö þetta merkir. Ef ákvæðið á að tryggja raunverulegt eignarhald þjóðarinnar á fiskistofnum er það haldlaust því að þjóðin hefur eng- in þau eignarráð sem eignarrétti fylgja eins og hugtakiö er skilið samkvæmt lagabókstaf og laga- fræðum. Þegar skilgreiningum lögfræð- innar sleppir em merkingartil- brigði sagnarinnar að „eiga“ svo margbreytileg að ákvæðið veitir enga leiðsögn sem almenn stefnu- yfirlýsing eins og því er þó ætlað að gera. Á þetta hefur Skúli Magnússon lögfræöingur bent á í grein hér í blaði fyrir skömmu. Svar Grágásar og Jónsbókar Gildandi meginregla um nytjar fiskistofna á hafsvæði því sem ís- lendingar hafa lögsögu yfir er í Jónsbók frá 1281, rekabálki 2. kapítula, og hljóöar þannig: „All- ir menn eiga að veiöa fyrir utan netlög að ósekju.“ Þessi regla er tekin nálega óbreytt úr Grágás - lagasafhi þjóðveldisins. Hún hefur því gilt eins lengi og heimOdir ná. Á seinni hluta 19. aldar var tekið að takmarka hana óverulega og slíkum aðgerðum vfu- fram haldið á þessari öld. Þáttaskil mörkuðu lög nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands þegar farið var að binda fiskveiðar leyfum sem síðan þróaðist í kvótakerfi sem fyrst var tímabundið en loks varanlegt við setningu núgildandi laga um stjóm fiskveiða frá 1990. Heimildir löggjafans Þetta hefúr löggjafinn gert í að setja þessar reglur er löggjaf- inn einungis að skipa málum með þjóðfélagsþegnunum eins og hon- um ber að gera, en ekki að stofha til neins eignarréttar. Atvinnuréttindi - eignar- réttindi Sá almenni afnotaréttur haf- svæöanna umhverfis landið sem íslendingar höfðu allt til ársins 1976 í skjóli þeirrar meginreglu Grágásar og Jónsbókar sem áður er lýst verður ekki gmndvöllur stjómarskrárvarins eignarréttar þjóðarinnar, enda gefru- enginn í skjóli slíkra almennt orðaðra ákvæða helgað sér hafsvæðin um- hverfis landið. Hinu þarf aftur aö gefa gaum hvort ein- hverjir tilteknfr ein- staklingar hafi hag- nýtt sér þessa al- mennu heimild með þeim sérstaka hætti að þeir hafi stofiiað til atvinnuréttinda sem teljist til eignar í merkingu 72. gr. stjómarskrárinnar og njóti vemdar hennar. Allur þorri lögfræð- inga er á því máli að atvinnuréttindi falli undir eignarréttar- hugtak greinarinnar þótt jafhframt sé viðurkennt að þau njóti ekki jafn ríkr- ar vemdar og réttur yfir annars konar verðmætum, svo sem áþreifanlegum hlutum, en það merkir að löggjafinn hafi ríkari heimildir til að setja þessum réttindum skorður umfram önmn- eign- arréttindi. Til þess liggja rök sem ekki er unnt að rekja hér. - Kjami máls- ins er sá að yfirlýsingin um sam- eign þjóðarinnar á nytjastofnum haggar ekki við stjómarskrár- vemduðum atvinnuréttindum. Meinið er að í þessari umræðu er ruglað saman eignarrétti, sem veitir eiganda tilteknar heimOdir tO meðferðar og nýtingar eigna sinna, og fuOveldisrétti ríkisins sem heimOar réttum handhöfum ríkisvalds að setja þegnum þjóðfé- lagsins samskiptareglur og fram- fylgja þeim. Afleiðingin verður að umræðan lendir á viOigötum. Þetta verður nánar skýrt i næstu tveimur greinum. Sigurður Líndal Skoðanir annarra Launajöfnun upp á við „Það er ekki von að almenningur sé hrifinn af þeim rökum að brýnt hafi verið á þjóðarsáttartím- anum að jafha laun bankastjóra upp á við. Um ein eða tvenn mánaðarlaun verkamanns.... Okkur mun- ar ekkert um fimmhundruð þúsund króna kepp í sláturtiðinni. Kannski er spuming við rúma mOljón með sporslum og lífeyrisréttindum. En okkur mun- ar bölvanlega um það pólitíska og siðferðOega gjald- þrot sem loddaraskapurinn, pukrið og tvöfeldnin leiða af sér.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 13. febr. Viðbrögð stjórnenda „Það er fróðlegt að fylgjast með því hvemig stjóm- endur bregðast við þegar eitthvað bregður út af við þróun verkefna.... Margir eru langt frá því að afbera og skOja eðli áhættusamra þróunarverkefna, hvort sem er á sviði hugbúnaðar eða öðrum sviðum hér á landi eða erlendis. Viðbrögð við vandamálum em oft ótrúlega lík. Dómharkan er oft óréttlát og stjórnend- ur keppast yfirleitt við að verja eigin ákvarðanir. Betra væri ef fleiri kæmu augu á eigin mistök og reyndu aö læra af þeim eða leituðu eftir áfallahjálp “ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 12. febr. Læstir í fátækragildru „Óbreytt staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars, fryst- ing persónuafsláttar og bóta, og víðtæk tekjutenging bótagreiðslna lágtekjufólks og lífeyrisþega er þannig samspyrt að stórir hópar launafólks em læstir í fá- tækragOdru. Óbreytt lög þýða að vinnuveitendur og launþegar geta ekki samið um raunverulega aukinn kaupmátt í kjarasamningum, vegna þess að ríkið hirðir væntanlegan ávinning jafnharöan af laxmþeg- um tO baka.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 12. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.