Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 37 DV Framliönir hafa orðið í Hátíð. Hátíð Nemendaleikhúsið sýnir í kvöld í Lindarbæ Hátíð, eitt þekktasta verk ungverska leik- ritaskáldsins Georgs Taboris. Er þetta í fyrsta sinn sem leikverk eftir Tabori er fært á svið hér á landi en hann er eini leikhús- maður hins þýskumælandi heims nú sem sameinar enn þann dag í dag leikritahöfund- inn, leikstjórann, leikhússtjór- ann og jafnvel leikarann í einni persónu. Tónleikar Kolbrún Halldórsdóttir leik- stýrir verkinu. Leikaraefnin sem leika í Hátíð og ljúka námi í vor eru átta talsins og heita Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Talsvert er af tónlist í verk- inu og hefur Nemendaleikhúsið fengið til liðs við sig íjóra hljóð- færaleikara úr Tónlistarskóla Reykjavíkur sem leika fjölbreytt sambland gyðingatónlistar og þýskrar alþýðutónlistar. Kynferðis- ofbeldi gegn börnum Málþing gegn kynferðisof- beldi verður haldið í Háskóla- bíói í fyrramálið, kl. 10-13. Yfir- skrift fyrsta fundarins er kyn- ferðisofbeldi gegn börnum. Fyr- irlesarar eru Margrét Steinars- dóttir, Kristín Dýrfjörð, Guðrún Jónsdóttir, Björg Eysteinsdóttir, Ella Kristin Karlsdóttir og Elfa Björk Ellertsdóttir. Félagsvist Félag eldri borgara í Kópa- vogi verður með félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld, kl. 20.30. Samkomur Námskeið í notkun GPS- stað- setningartækja Landsbjörg og Slysavamafé- lag íslands standa fyrir nám- skeiði fyrir almenning um notk- un GPS- staðsetningartækja í fyrramálið, kl. 10, í húsnæði Landsbjargar að Stangarhyl 1. Félagsvist í Risinu Félag eldri borgara í Kópavogi verður með félagsvist í Risinu í dag, kl. 14. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 í fyrramálið. Skemmtanir Múlinn-Jazzklúbbur: Klúbburinn er í hjarta höfuðborg- arinnar, á veitingastaðnum Jóm- frúnni í Lækjargötu 4. Á tímabil- inu febrúar-apríl munu koma fram ellefu hljómsveitir og auk þess verða haldnar tvær djamm- sessjónir og var önnur á opnunar- kvöldinu. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr. og fylgir einn drykkur hverjum miða. í kvöld er það Þórir Baldursson, einn af reyndustu djassmönnum og hljóðfæraleikurum landsins, Múlinn er nefndur eftir Jóni Múla Árnasyni, sem hér situr fyrir framan und irbúningsnefndina og vertinn á Jómfrúnni. sem mun leika klassískan djass og íslensk lög ásamt hljómsveit sinni á Jómfrúnni. Ásamt Þóri, sem mun aöallega leika í kvöld á Hammond B3, eru í hljómsveit- inni Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Vilhjálmur Guðjónsson á altósaxó- fón og gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Djammað Fyrir viku tók til starfa nýr djassklúbbur í Reykjavík sem hlotið hefur nafnið Múlinn, í höf- uðið á Jóni Múla Árnasyni, einum helsta boðbera djassins á íslandi síðustu 50 ár. Múlinn-Jazzklúbbur mun halda tónleika öll föstudags- kvöld fram á vor (nema í páska- vikunni, þá verða þeir á miðviku- degi) og hefiast þeir kl. 21.00. á Jómfrúnni Vegir færir en víöa er hálka Allir aðalvegir landsins eru færir en víða er hálka og snjór er á nokkrum leiðum, aðallega þeim sem liggja hátt. Verið er að moka um Bröttubrekku og Svínadal í Dölum og heiðar á sunnanverðum Vest- Færð á vegum fiörðum. Á Norðurlandi er verið að moka Brekknaheiði, Sandvíkur- heiði og Möðrudalsöræfi. Einnig er verið að moka á Suðausturlandi milli Hafnar og Skeiðarár. E] Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir LokaörSt°ÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Ástand vega Bróðir Ingva Þórs og Þorkels Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 11. febrúar kl. 21.59. Hann var við fæðingu 4030 Barn dagsins grömm að þyngd og 51 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Anna Sól- veig Ingvadóttir og Þrá- inn Jónsson. Hann á tvo bræður, Ingva Þór, sem er átta ára, og Þorkel, tveggja ára. Anthony Hopkins leikur listmál- arann Pablo Picasso. Að lifa Picasso Bíóhöllin sýnir Að lifa Picasso (Surviving Picasso) sem eins og nafnið bendir til fiallar um þann listmálara sem flestir eru sam- mála um að hafi verið mestur á þeirri öld sem nú er að líða. í myndinni er fiallað um ástar- samband málarans og ungrar stúlku sem er fiörutíu árum yngri en hann og er stúlkan, Francoise Gilot, sögumaðurinn. Þau hittust fyrst árið 1943 þegar Picasso var kominn á sjötugsald- ur en Francoise var 23 ára lista- nemi í París. Hún féll fyrir meist- aranum strax við fyrstu kynni og átti eftir að falla í annan jarðveg en hún hafði reiknað með í fyrstu enda Picasso óútreiknanlegur, gat verið blíður og ástríðufullur annan daginn en kaldur og ótrúr þann næsta. Francoise var eina konan sem fann hjá sér styrk til að geta yfirgefið hann en það gerði hún eftir að hafa búið með honum í tíu ár. Kvikmyndir Anthony Hopkins leikur Picasso. Leikstjóri er James Ivory, sem meðal annars leik- stýrði Howard’s End og Remains of the Day. Nýjar myndir: Háskólabíó: Áttundi dagurinn Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintyraflakkarinn Saga-bíó: Sonur forsetans Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Sú eina rétta Stjörnubíó: Tvö andlit spegils Krossgátan Lárétt: 1 baðker, 7 aur, 8 drunur, 10 drepsótt, 11 titiíl, 12 fálm, 13 at- hafnasvæði, 15 falinn, 17 reykir, 19 leir, 20 eldstæði, 21 hvetji. Lóðrétt: 1 iður, 2 áreiðanlega, 3 reika, 4 félagi, 5 steinn, 6 sár, 9 stráðir, 14 afundin, 15 dolla, 16 kropp, 18 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 tálma, 6 vá, 8 æði, 9 álit, 10 rusl, 11 ála, 12 ertir, 13 ys, 15 baðar, 16 nón, 17 oröa, 18 slappir. Lóðrétt: 1 tær, 2 áður, 3 listana, 4 málið, 5 al, 6, vilyrði, 7 áta, 11 árar, 12 eins, 14 sóar, 15 ból, 17 op. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 52 14.02.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,700 71,060 67,130 Pund 114,540 115,130 113,420 Kan. dollar 52,290 52,620 49,080 Dönsk kr. 10,9760 11,0340 11,2880 Norsk kr 10,5520 10,6100 10,4110 Sænsk kr. 9,5330 9,5850 9,7740 Fi. mark 14,1460 14,2290 14,4550 Fra. franki 12,3930 12,4640 12,8020 Belg. franki 2,0265 2,0387 2,0958 Sviss. franki 48,4000 48,6700 49,6600 Holl. gyllini 37,2600 37,4800 38,4800 Þýskt mark 41,8500 42,0600 43,1800 it. líra 0,04244 0,04270 0,04396 Aust. sch. 5,9430 5,9800 6,1380 Port. escudo 0,4156 0,4182 0,4292 Spá. peseti 0,4935 0,4965 0,5126 Jap. yen 0,56690 0,57030 0,57890 írskt pund 111,570 112,270 112,310 SDR 96,61000 97,19000 96,41000 ECU 81,2900 81,7700 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.