Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Síða 22
34 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Afmæli Gréta Kaldalóns Gréta Kaldalóns kennari, Reyni- mel 90, Reykjavík, er fimmtug i dag. Starfsferill Gréta fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskólann við Lindarötu 1962-64, stundaði nám í tækniteikn- un við Iðnskólann í Reykjavík 1967-69, við MH frá 1972 og lauk þaðan stúdentsprófi 1976, lauk B.Ed.- prófi frá KHÍ 1984 og BA-prófi þaðan 1993. Gréta stundaði skrifstofustörf hjá Sláturfélagi Suðurlands 1966-70, var flugfreyja hjá Flugleiðum 1971, vann við tölvuskráningu hjá Endurskoð- un hf. 1972-79, var kennari við Melaskólann 1984-92, skólastjóri og kennari við Miðskólann 1992-96 og hefur verið kennari við FB og Rima- skóla frá 1996. Fjölskylda Fyrrv. eiginmaður Grétu er Bragi Jósepsson, f. 6.2. 1930, prófessor við KHÍ. Börn Grétu og Braga eru Logi Bragason, f. 7.8. 1975, nemi i Reykjavík; Sig- urður Ó.L. Bragason, f. 14.7. 1977, nemi í Reykja- vik; Bragi Kormákur Bragason, f. 1.10. 1981, nemi í Reykjavík. Systkini Grétu eru Sigvaldi Snær Kaldalóns, f. 2.9. 1942; Öm Sigmar Kaldalóns, f. 30.8. 1945; Ómar Wieth, f. 18.5. 1953. Foreldrar Grétu: Þórð- ur Kaldalóns, f. 7.11. 1915, d. 16.4. 1948, garð- yrkjuíræðingur, og Am- þrúður Kaldalóns, f. 23.10.1919, hús- móðir. Ætt Þórður var sonur Sigvalda S. Kaldalóns, tónskálds og læknis, bróður Eggerts Stefánssonar ópem- söngvara. Sigvaldi var sonur Stef- áns, múrara í Reykjavík, Egilsson- ar, b. á Stóru-Reykjum í Mosfellsbæ, Vigfússonar. Móðir Stefáns múrara var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Sig- valda var Sesselja ljós- móðir Sigvaldadóttir, gull- og silfursmiðs í Straumfirði, Einarssonar, og Halldóru Eggertsdótt- ur, gullsmiðs í Sólheima- tungu, Guðmundssonar, sýslumanns í Svigna- skarði, Ketilssonar. Móðir Eggerts var Halldóra Þor- steinsdóttir, prests í Hvammi í Hvammssveit. Móðir Halldóru var Helga Magnúsdóttir, sýslu- manns í Búðardal, Ketils- sonar, og Ragnhildar Egg- ertsdóttur frá Skarði. Móðir Þórðar var Karen Margrethe Christiane, dóttir Christ- ians Mengel- Thomsens, skógar- varðar konungs í Nödedebo á Sjá- landi. Amþrúður er dóttir Sigurðar, b. á Bæjum á Snæfjallaströnd, Ólafsson- ar, b. á Tröð í Álftafirði, Kárasonar, b. í Hrafnabjörgum í Áiftafirði, Guð- brandssonar, b. í Hvammi á Barða- strönd, Tómassonar, b. á Efra-Vaðli í Múlahreppi, Bjcimasonar. Móðir Ólafs var Þóra Jónsdóttir, b. á Hrafnabjörgum, Ásgrímssonar, b. í Arnardal, Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættarinnar, Illugasonar. Móðir Sigurðar var Jóna Jónsdóttir, b. á Hóli í Bolungarvik, Guðmunds- sonar, b. í Arnardal, Ásgrímssonar, bróður Jóns á Hrafnabjörgum. Móðir Amþrúðar var Maria Ólafsdóttir, b. á Nauteyri, Markús- sonar, b. á Nauteyri, Torfasonar, b. á Snæfjöllum, Ásgrímssonar, bróð- ur Jóns á Hrafnabjörgum. Móðir Ólafs var Arnfríður Ólafsdóttir, b. á Stakkanesi í Skutulsfirði, Þorbergs- sonar, ættfoður Thorbergsættarinn- ar, Einarssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Hjaltadóttir, prófasts og málara í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Móðir Maríu var Ingibjörg Þorkels- dóttir, b. á Suðureyri við Súganda- fiörð, Sigfússonar og Sigríðar Haf- liðadóttur Guðmundssonar sterka, b. á Kleifúm í Skötufirði, Sigurðs- sonar. Gréta Kaldalóns. Sigurður Kristjánsson - hundrað ára Sigurður Kristjánsson, húsgagna- smiður og listmálari, Þórsgötu 10, Reykjavík, sem nú dvelur á Hrafn- istu í Reykjavík, er hundrað ára í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Miðhúsum í Garði en flutti tveggja ára með for- eldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp. Hann fór til Kaupmannahafnar 1918 og lærði þar teikningu og húsgagnasmíði. Að námi loknu vann Sigurður við iðngrein sína í Danmörku og Sví- þjóð í sjö ár. Hann var síðan í sigl- ingum víða um heim í fiögur ár, með nokkurra mánaða dvöl í Suður- Ameríku og á Ítalíu. Eftir heimkomuna vann Sigurður í mörg ár á smíðavinnustofu Reykjavíkurbæjar, svo og á sinni eigin vinnustofu þar sem hann stundaði listmunaviðgerðir, bæði fyrir söfn og almenning. Sigurður stundaði jafnframt list- málun um áratuga skeið. Fyrsta málverkasýning hans var haldin í Bogasal Þjóöminjasafhsins sumarið 1961 en síðan þá hafa verið haldnar margar sýningar á verkum hans. Fjölskylda Sigurður kvæntist 22.10. 1929 Kristjönu Bjamadóttur, f. 3.9. 1910, húsmóður. Hún er dóttir Bjarna Jónssonar, snikkara í Hraunsmúla í Staðarsveit, og Kristbjargar Jóns- dóttur húsfreyju. Böm Sigurðcir og Krisfiönu eru Bjami, f. 22.11. 1928, d. 25.9. 1981, var kvæntur Kristjönu Helgu Guð- mundsdóttur og eignuð- ust þau fimm dætur, auk þess sem Bjami átti son fyrir; Björg, f. 14.2. 1930, gift Jóhanni M. Guð- mundssyni, og eiga þau fiögur böm; Inga, f. 3.2. 1932, gift Krisfiáni N. Mikaelssyni, og eiga þau fiögur böm; Sigurður, f. 3.6. 1936, kvæntur Ólafiu K. Jónsdóttur, og eiga þau fiögur böm; Elsa, f. 16.4. 1941, gift Eyjólfi Halldórssyni, og eiga þau þrjú böm; Ásgeir, f. 12.6. 1946, sambýliskona hans er Krist- jana Hávarðardóttir og á Ásgeir þrjú böm. Barnabörn Sigurðar og Kristjönu eru tuttugu og fiögur en barnabarna- bömin eru orðin fimmtíu og níu. Systkini Sigurðar voru Guðrún, Kristján, Ólöf og Magnús sem öll eru látin. Foreldrar Sigurðar voru Kristján Sigurðsson, f. 8.11.1863, d. 14.3. 1944, sjó- maður í Reykjavík, og Ingveldur Magnúsdóttir, f. 1.10. 1863, d. 13.3. 1962, húsmóðir. Sigurður tekur á móti gestum á Hrafnistu í Reykjavík, DAS 4.-C., í dag, milli kl. 16 og 19. Jóhann Baldvinsson Jóhann Baldvinsson, organisti Glerárkirkju og tónmenntakennari við Síðuskóla á Akureyri, Höfðahlíð 8, Akureyri, er fertugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Ak- ureyri og ólst þar upp. Hann hóf ungur orgel- nám við Tónlistarskóla Akureyrar, lauk stúd- entsprófi frá MA 1977, B.Ed.-prófi frá KHÍ 1982, stundaði kórstjómarnám Jóhann Baldvinsson. við Tón- kórstjóri listarháskólann í Aachen í Þýskalandi frá 1984 og tók þar lokapróf 1987. Jóhann var organisti á Möðruvöllum í Hörgárdal 1977-79, kennari við Gler- árskóia 1978-79, organisti við Fríkirkjuna í Hafhar- firði 1982-84, kennari við Víðistaða- og Engidals- skóla í Hafnarfirði 1982-84, afleysinga- organisti við tvær kirkjur í nágrenni Aachen 1985-87, er organisti og við Glerárkirkju á Akur- eyri frá 1987 og er kennari við Siðu- skóla á Akureyri frá 1987. Fjölskylda Jóhann kvæntist 3.9. 1983 Guð- rúnu Þórarinsdóttur, f. 21.8. 1961, tónlistarkennara og víóluleikara. Hún er dóttir Þórarins Guðmunds- sonar kennara og Sigrúnar Auðar Guðmundsdótur talsímavarðar. Böm Jóhanns og Guðrúnar eru Sigrún Ósk Jóhannsdóttir, f. 28.4. 1988; Katrín Rún Jóhannsdóttir, f. 8.6. 1990; Ingvar Haukur Jóhanns- son, f. 1.6. 1995. Systkini Jóhanns era Aðalheiður Baldvinsdóttir, f. 12.5. 1949, búsett í Reykjavík; Ásta Baldvinsdóttir, f. 27.2. 1951, búsett í Þorlákshöfh; Helgi Baldvinsson, f. 23.3. 1959, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns: Baldvin Helgason, f. 7.12. 1925, d. 8.9. 1990, bílsfióri á Akureyri, og Sigrún Jó- hannsdóttir, f. 4.3.1928, húsmóðir og verkakona. Laugardaginn 15.2. nk. er vinum og vandamönnum boðið í kaffi í safnaðarsal Glerárkirkju frá kl. 15.00. Fréttir Þorrablót allaballa Flokkurinn sem sfiómað hefur Neskaup- stað í meir en hálfa öld hélt þorrablót sitt 1. febrúar. Skemmtiatriði voru með hefö- bundnu sniði. Guðmundur Bjamason bæj- arstjóri flutti annál ársins ásamt þeir Smára Geirssyni, forseta bæjarsfiómar, Helgu Magneu Steinsson, skólasfióra Verk- menntaskólans, og Þorláki Friörikssyni. Undirleikari var Ágúst Ármann Þorláks- son. Egilsbúð var þéttsetin og skemmti fólk sér vel. Þórður M. Þórðarson var á blótinu í fríðum hóp kvenna. Næst honum er eiginkonan Ingibjörg Finnsdóttir, þá systurnar Rósa og Rakel og á móti þeim Guðrún Jóhannsdóttir. DV-mynd PA Tll hamingju með afmælið 14. febrúar 90 ára_____________ Magnús Guðmundsson, Sæbóli, Selfiarnamesi. 85 ára Guðjón Sigfússon, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. Svava Ólafsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 80 ára Kristin Benediktsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Jón M.R. Sigurðsson, Lönguhlið 17, Akureyri. 60 ára Þórir H. Ottósson, bílsfióri, Ármúla 32, Reykjavík, varð sextug- ur í gær. Hann dvel- ur á Hótel íslandi. Ásta Nína Sigurðardóttir, Hraunbæ 32, Reykjavík. Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Hjallavegi 56, Reykjavík. Eyvindur Erlendsson, Hátúni, Þorlákshöfh. Guðbjörg Reimarsdóttir, Leynimel 4, Stöövarfirði. Hafrún Ingvarsdóttir, Suðurhólum 14, Reykjavík. Hún er á Kanaríeyjum um þessar mundir. 50 ára Grétar Páll Ólafsson, fram- kvæmda- stjóri verk- takafyrir- tækisins Dalverks sf, Fagurgerði 8, Selfossi. Eiginkona hans er Gyða Ingunn Kristófersdóttir. Hann er að heiman. ívar Þórarinsson, Norðurbraut 31, Hafnarfirði. Jóhanna Rósa Blöndal, Blöndubakka, Engihlíðarhreppi. Guðrún Erla Björnsdóttir, Fannborg 9, Kópavogi. Franklín Kristinn Stiner, Austurgötu 27B, Hafnarfirði. 40 ára Bjami Baldursson, Hnífsdalsvegi 8, ísafirði. Kristberg Óskarsson, Hjallavegi 23, Reykjavík. Hörður Hauksson, Tjamargötu 39, Reykjavík. Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir, Lyngási IV, Holta- og Landsveit. Sigfríður Ingibjörg Karlsdóttir, Króki III, ísafiröi. Guðmundur Rúnar Stefánsson, Fellstúni 3, Sauðárkróki. Guðrún R. Benjamínsdóttir, Hraunbrún 30, Hafnarfirði. Helgi Jóhann Sigurðsson, Reynistað, Staðarhreppi. Gunnar Hinrik Ámason, Tryggvagötu 14, Reykjavík. Stefán Dagfinnsson, Haukanesi 26, Garðabæ. Ragnheiður Óskarsdóttir, Faxatúni 12, Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.