Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
Fréttir_________________________________________________________________________________________dv
Kerfið bregst algerlega í málefnum fyrirburaforeldra:
Orlofið að verða búið en
barnið eins og nýfætt
- erum í mikilli klemmu, segir Jóhanna Fleckenstein
Fyrirburamæöurnar þrjár sem fóru á fund heilbrigðisráðherra í fyrradag: Unnur Matthíasdóttir með soninn Guðmund
Þór Karlsson, fæddan 6. ágúst, við hliö Ingibjargar Pálmadóttur. Þá kemur Jóhanna meö Emil Frey og lengst til hægri
er Lára Jensdóttir með Valdísi Einarsdóttur, fædda 6. ágúst.
DV-mynd ÞÖK
„Ég á mánuð eftir af fæðingaror-
lofi og get heilsu bamsins vegna
alls ekki látið það til dagmömmu
eða leyft því að vera innan um önn-
ur börn. Læknir hjá Trygginga-
stofnun segir að ég verði að vera
heima með það í ár en um leið að
ekkert sé hægt að gera til að hjálpa
mér fjárhagslega. Ef við þyrftum að
setja okkar bam í pössun værum
við að taka mikla áhættu. Á meðan
börn fá almennt kvef fá fyrir-
buramir lungnabólgu," segir Jó-
hanna Fleckenstein en hún og tvær
aðrar fyrirburamæður fóru í fyrra-
dag á fund Ingibjargar Pálmadóttur
heilbrigðisráðherra og gerðu henni
grein fyrir vanda fyrirburafor-
eldra.
Fæddist 31/2 mörk
Jóhanna segir að sonur sinn hafi
fæðst 3V2 mörk þann 14. september
sl„ hann sé nú, fimm mánaða gam-
all, aðeins tuttugu merkur eða rúm
fimm kíló. Það er sama þyngd og
sum börn em við fæðingu. Hún
segir að böm fyrirburamæðranna
þriggja séu við misgóða heilsu en
þau eigi það þó sameiginlegt að
vera mjög viðkvæm, t.d. með sk.
fyrirburalungu.
„Eina ástæðan fyrir því að böm-
in okkar era heilbrigð er sú að þau
hafa verið í algerri einangrun.
Fyrsta mánuðinn mátti fólk ekki
einu sinni koma að heimsækja okk-
ur og enn þann dag í dag fer ég
ekki með strákinn minn í heim-
sóknir. Ég skýst með hann á milli
staða en of mikil smithætta er því
fylgjandi að hafa hann innan um
önnur börn.“
Jóhanna segist ekki sjá hvernig
hún eigi að lifa eftir að fæðingaror-
lofinu lýkur. Maðurinn hennar er í
námi og því fylgi það mikil vinna
að hann geti ekki séð um bamið á
meðan hún vinni.
„Mér er sagt að um 10-15 fyrir-
burar, fæddir á 25. til 28. viku, fæð-
ist á hverju ári og þess vegna er
ekki eins og þetta vandamál eigi að
koma kerfinu á óvart. Við erum í
mikilli klemmu. Við þyrftum að
láta strákinn í pössun en það væri
algert glapræði. Ætli við verðum
ekki að byrja á því að reyna að
þrauka og sjá svo til. Ég er búin að
leita allra leiða í kerfinu en hef alls
staðar rekist á veggi,“ segir Jó-
hanna Fleckenstein.
Einfalda þarf kerfiö
Sveinn Kjartansson er fyrirbura-
læknir á Landspítala. Hann segir
það sína skoðun að einfalda eigi
reglur um fæðingarorlof þannig að
mæðurnar geti nýtt sér orlofið eftir
að börnin komi heim.
„Fyrirburar þurfa að vera lengur
en venjuleg börn á spítala og það er
frumskilyrði að sá tími dragist
ekki frá venjulegu fæðingarorlofi. í
sumum tilvikum er málum þannig
háttað að þegar mæðumar fá börn-
in sin heim er fæðingarorlofið að
verða búið. Það gengur vitaskuld
ekki. Fyrirhurum er mjög hætt við
sýkingum og því þarf að fara enn
varlegar með þá en önnur nýfædd
böm,“ segir Sveinn.
-sv
Lögin um fæðingarorlof í endurskoðun:
Orlofið byrji þegar
börnin eru fullburða
- segir Ingibjörg Pálmadóttir
Við erum að endurskoða lög um
fæðingarorlof og þetta er eitt af þeim
atriðum sem tekið er tillit til í þeirri
endurskoðun. Við gerum okkur
grein fyrir því að við verðum að
breyta þessu og ég vonast til þess að
við sjáum einhvem árangur fyrir
vorið,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra, aðspurð hvem-
ig hægt sé að bregðast við vanda fyr-
irburaforeldra.
Ingibjörg segir að fyrirburarnir
séu vissulega ekki fullburða fyrr en
eftir þrjá mánuði og að i endurskoð-
uninni sé tekið tillit til þess. Hún
segir að fyrst og fremst sé hugað að
því að lengja fæðingarorlof þeirra
mæðra sem eignast böm fyrir tím-
ann og útfærslan sé i þá veru að or-
lofið fari ekki að gilda fyrr en börn-
in séu orðin fullburða. Það sé síðan
sérfræðinga að skera úr um einstök
tilvik.
„Undanfarin þrjú, fjögur ár erum
við að horfa á stórkostlega hluti að
gerast í sambandi við fyrirburafæð-
ingar. Þessi börn þurfa miklu um-
önnun foreldra sinna og það þarf að
gera foreldrunum kleift að sinna
þeim,“ segir Ingibjörg. -sv
Hrísey:
Félag um endurbygg-
ingu elsta hússins
DV, Akureyri:
Stofnað hefur verið í Hrísey fé-
lag um endurbyggingu elsta húss
eyjarinnar, „Gamla Syðstabæj-
ar“, en það hús var byggt
1885-1886 af Jörundi Jónssyni
sem nefndur hefur verið Hákarla-
Jörandur.
Ásgeir Halldórsson, sem á sæti
í Menningarmálanefnd Hríseyjar,
segir menn binda vonir við að
hægt verði að hefja einhverjar
framkvæmdir við endurbyggingu
hússins í sumar en um sé að ræða
stórt og mikið verkefni sem taka
muni nokkur ár.
Á stofnfundi félagsins, sem
stofiiað hefur verið um endurbæt-
ur á húsinu, skráöu sig 17 manns
en alls eru skráðir stofnfélagar
orðnir 32 og búa þeir víðs vegar á
landinu. Árgjald félagsmanna
verður 500 krónur en félagsmenn
munu fá senda óútfyllta greiðslu-
seðla og geta að sjálfsögðu greitt
hærri upphæö kjósi þeir það.
Nánari upplýsingar era veittar af
Ásgeiri Halldórssyni eða á skrif-
stofu Hríseyjarhrepps. -gk
Internetsfyrirtækin Skíma og Miöheimar sameinast:
Sterkari heild
- segir Dagný Halldórsdóttir framkvæmdastjóri
„Þessi tvö fyrirtæki hafa verið leið-
andi hvort á sínu sviði. Miðheimar
hafa lagt áherslu á einstaklingsþjón-
ustu og vefsíðugerð en Skima hefur
einbeitt sér að fyrirtækjum í sam-
bandi við almenna Internetsþjónustu
og sérhæfingu og stuðning við tölvu-
póstssamskipti. Þarna sameinum við
kraft beggja og fáum út sterkari heild
með breiðari og betri nýtingu á allri
uppbyggingu fyrirtækjanna," segir
Dagný Halldórsdóttir sem hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri nýs fyrir-
tækis sem til varð við sameiningu Int-
emetsfyrirtækjaima Skímu og Mið-
heima.
Dagný segir markað hins nýja fyr-
irtækis vera blómlegan og að hún sjái
fram á mikinn vöxt fyrirtækisins og
aukningu í viðskiptum. Nú muni
starfsmenn taka höndum saman í
markaðsátaki og kynningarstarfsemi.
„Við munum halda átram á þeirri
braut sem fyrirtækin hafa markað
hvort í sínu lagi en saman nú á miklu
breiðara sviði. Kappkostað verður að
veita sem besta þjónustu á öllum svið-
um og leggja áherslu á virðisauka í
fyrirtækjaþjónustunni, t.d. að því er
snýr að skeytasamskiptum, öryggis-
málum og rafrænum viðskiptum."
Dagný segir að markmiðið í ein-
staklingsþjónustunni sé að aldrei
verði á tdi þegar fólk vilji komast inn
á netið, að hægt verði að bjóða afkast-
amikinn aðgang.
„Með breidd þess hóps sem að fyr-
irtækinu stendur sjáum við geysim-
ikla möguleika fram undan,“ segir
Dagný en auk Skimu og Miðheima
standa Frjáls fjölmiðlun, sem er útg-
áfufélag DV, Opin kerfi og Þróunarfé-
lag íslands að hinu nýju hlutafélagi.
„Þetta er liður í þeirri stefnumörk-
un sem við höfum fylgt undanfarin ár,
um að styrkja félagið í mörgum mis-
munandi greinum upplýsingamiðlun-
ar. Við teljum auðséð að Internetið og
rafræn miðlun muni spila stórt hlut-
verk í fjölmiðlun framtíðarinnar,"
segir Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor-
maður hins nýja félags, um ástæðuna
fyrir aðkomu Frjálsrar fjölmiðlunar
að þessu nýja félagi. -sv
Eyjólfur Sveinsson, fulltrúi Frjálsrar fjölmiðlunar, Frosti Bergsson, fulltrúi
Miöheima og Opinna kerfa, Dagný Halldórsdóttir, fulltrúi Skímu, og Hreinn
Jakobsson, fulltrúi Þróunariélagsins, við undirritun sameiningarinnar f
húsakynnum Þróunarfélags íslands.
DV-mynd Pjetur