Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Spurningin Lesendur Hverju tekur þú helst eftir í fari kvenmanna? Ingþór Ingþórsson nemi: Persónu- leiki, framkoma og hvemig þær bera sig. Helgi M. Þórðarson verslunar- maður: Góður og sterkur persónu- leiki, klæðaburður og hvemig þær bera sig. Helgi Ágústsson vélvirki: Þær þurfa aö vera fallegar, fallegt hár og tennur stendur upp úr. Haukur Hrafnsson nemi: Ég tek mest eftir hárinu og hörðum og stinnum kúlurassi. Jón Ólafsson verslunarmaður: Útlitið, fegurðin og persónuleikinn. Falleg brjóst og rass skemma ekki fyrir. Gönguferð um Grandagarð Ekki um að villast, ýldulyktin barst frá plastkörunum með fiskslóginu og af- skurðinum, segir hér m.a. Helgi Sigurðsson skrifar: Sunnudaginn 9. þ.m. brá ég mér sem oftar í síðdegisgöngutúr. Ég lagði leið mína út á Granda þar sem alltaf er eitthvað forvitnilegt að sjá, t.d. bátahöfnina og skipin sem ekki eru alltaf þau sömu. Nú voru þama t.d. Þerney og Vigri, glæsileg fley sem eru tímanna tákn um tækni og framfarir í fiskiflot- anum. Þarna lá líka Viðey, kol- ryðguð og óhrjáleg og annað skip utan á henni, ekki minna ryðgað. Ófögur sjón og nöturleg. Kostnað- arsamt verður að flikka upp á þessa dalla til að veiða besta hráef- nið. Og stendur kannski ekki til. Ég gekk áfram og beygði út á Eyjagötuna. Er ég nálgaðist end- ann, við sjóinn, lagði að vitum mínum hina mestu ýldufýlu. Hún kom frá einhverjum fiskvinnslu- stöðum þarna í grenndinni gegnt Granda. Ég stansaði og svipaðist um. Jú, þarna voru opin plastkör sem höfðu að geyma ýsuroð, slóg og afskurð úr fiski. Ekki um að villast. Ég hugsaði með mér að lík- lega væri besti kostur íslendinga sá að sem fæst og stærst fyrirtæki fáist við matvælaframleiðslu hér á landi eða vinnslu úr hráefni úr sjó. Hinum megin var Grandi, stór hygging og hreinleg, vel hirt og ásjáleg. Þaöan lagði enga lykt. Á Grandann eru komin fjölmörg fyrirtæki og umhverfi þeirra flestra er alveg viðunandi og hjá sumum til fyrirmyndar. Hið sama má segja um fyrirtækin og verslan- irnar gegnt Ellingsen versluninni. En þegar þeim sleppir fer glansinn af. Byggingin þar sem Fiskiðjuver ríkisins var eitt sinn til húsa er ekki til fyrirmyndar að utan. Held- ur ekki sambyggingamar hinum megin, þær ætti að mála og snyrta. - Og svo er um alla þá röð og allt út á ystu nöf Grandans vinstra megin þegar gengið er að sjónum. Grandinn sjálfur hefur ávallt dregið að sér fólk, innlent sem út- lent, og það er mikill ljóður á ráði sumra hús- og lóðareigenda að þama skuli ekki vera lögð áhersla á meira hreinlæti. Meira að segja mætti taka Kaffivagninum, þeim annars ágæta veitingastað, eilítið tak. Það er gott að ganga eftir Grand- anum, jafnvel í hríð og sólarglennu til skiptis eins og sl. sunnudag. Og betra hefðu allir þeir rasssíðu landar sem óku þennan dag út á Granda með konuna, krakkana og gamalmennin haft af því að viðra sig gangandi. Já, líka gamalmenn- in. íslenskt dagsverk '97 Anna Rós Sigmundsdóttir og Atli Már Jónsson, nemendiu- í Borg- arholtsskóla, skrifa: Þann 13. mars nk. ætla íslenskir námsmenn í samvinnu við Hjálpar- stofhun kirkjunnar að leggja grunn að framtíð jafnaldra sinna á Ind- landi. Hugmyndin er sú að nemendur hjálpi jafnöldrum sinum í þróunarl- öndunum með fjárframlögum og auka þannig möguleika þeirra til menntunar og er kjörorðið: Menntun til frelsis. Menntun er nauðsynleg í barátt- unni gegn fátækt til þess að geta gætt réttar síns og tekið þátt í mótun betra samfélags. Fyrirtækjum og einstaklingum býðst að kaupa dagsverk íslenskra námsmanna á minnst 1997 kr. Ágóð- inn rennur svo til UCCI og SAM sem eru hjálparstofnanir á Indlandi sem ætla að koma á kennslu þar í nokkr- um iðngreinum en slík kennsla kem- ur þeim fátækustu einna best. Verkefnið er í raun aðeins hluti af stærra verkefni sem heitir „Operati- on Dagsverk" eða Norrænt dagsverk sem íslendingar hafa áður tekið þátt í. Síðara verkefnið var helgað börn- um í Brasilíu og söfnuðust u.þ.b. 4,3 milljónir króna hér á landi sem nýtt- ust tæplega 4 þúsund ungmennum til menntunar. Sameinuðu þjóðimar samþykktu að árið 1997 yrði helgað baráttunni gegn fátækt. Með íslensku dagsverki leggja íslenskir námsmenn sitt af mörkum í þeirri baráttu því margt smátt gerir eitt stórt. í lokin má taka það fram að íslenskt dagsverk ’97 er algjörlega óháð erlendum ríkissjóð- um, stjómmálaflokkum eða hvers konar hagsmunasamtökum. Rostinn rauk úr rafiðnaðarmönnum Sigrún Guömundsdóttir skrifar: Þeir segja að hann hafi verið hraður gangurinn í viðræðum raf- iðnaðarmanna og viðsemjenda þeirra á síðasta sólarhringnum. Það má til sanns vegar færa. Það var ein- faldlega allt í einu skrifað undir, og búið mál. Allt fallið í ljúfa löð hjá rafiðnaðarmönnum og verslunar- fólki. - Og það meira að segja áður en nokkur vitneskja hafði borist frá forsætisráðherra um þátt ríkisins til skattalækkana eins og hann lofaði. Eins og rostinn var nú mikill hjá Allt gorgeir og innantómt blaður? - Viðræður í Karphúsinu. formanni Rafiðnaðarsambandsins. - Ekki tala við þessa menn - ekki hvika frá settum kröfúm, o.s.frv, o.s.frv. - Auðvitað máttum við, lág- launalufsurnar, vita að þetta var bara gorgeir og innantómt blaður hjá forsvarsmönnum þessara laun- þegasamtaka, VR og rafiðnaðar- manna. - Líklega eru hér á ferð póli- tískustu samningaviðræður sem um getur í sögu íslenskrar verkalýðs- baráttu. Og nú verður Verkamanna- sambandið og aðrir sem ósamið er við þvingaðir til að ganga sömu leið. Launavagninn verður - eins og ávallt áður - dreginn af þessum launþegafélögum. Svo koma rikis- starfsmenn og öll sérsamböndin og semja um miklu hærri upphæðir. Ekkert hefur breyst annað en nú er það pólitíkin sem ræður. [LÍiHiSM þjónusta allan sólarhringim*T i sima 5000 li kl. 14 og 16 DV „Guðseigið- land“? Knstófer hringdi: Vegna þáttarins sem Jón Bald- vin Hannibalsson var með á Stöð 2 þar sem hann ræddi við Gunn- ar Dal um nafnið ísland og að það þýddi í raun „Land guðs“, datt mér í hug hvort það væri þá ekki við hæfi að nefha landið „Guðseigið- land“? Ég er og sam- mála lesendabréfií DV sl. mánu- dag um að nauðsynlegt sé að gefa landinu okkar annað og við- kunnanlegra nafn. Nafnið ísland er ekki upp á marga fiska þegar allt er skoðað. Leiðinleg laug- ardagsdagskrá Anna Bjömsdóttir skrifar: Mér er óskiljanlegt hvernig dagskrárstjóm Ríkisútvarpsins getur boðið fólki í skylduáskrift kvölddagskrá eins og sl. laguar- dagskvöld. Eftir fréttir vel að merkja, þegar t.d. fullorðið fólk horfír nú helst á sjónvarpið. Spaugstofan virðist útbrunnin. Aðeins þreytumerki. Þó var af nægu að taka úr þjóðfélaginu; samningamálin og margt fleira. Kannski hræddir um fordæm- ingu útvarpsráðs fyrir umfjöllun um þá? Síðan ungi söngvarinn sem nánast vældi „uppáhaldslög- in“ sín. Hvílik skemmtun! Þá komu HM-íþróttir sem vom bún- ar að vera á skjánum allan dag- inn og loks tvær leiðindamyndir og önnur að vali „áhorfenda“! Dýrir fermingar- dagar Ólafía skrifar: Mér finnst löngu of langt geng- ið í amstrinu og auglýsingaflóð- inu sem á að höfða til þeirra sem standa fyrir fermingu barna sinna. I ár ætlar þetta að verða yfirþyrmandi. Það er t.d. aug- lýstur fatnaður á dreng upp á rúmar 36 þúsund krónur. Þar af eru skómir einir tæpar 9.000 krónur, hugsið ykkur! Og þetta em ekki smekkleg föt, drottinn minn, buxur og jakki fara herfi- lega samkvæmt mynd sem fylgir með. Og svo það sem verst er, þetta verður aldrei notað meir. Og nú er talað um „þrennu" í fermingargjöf, og ekkert minna! Það era t.d. „græjur" og skiði (eða geldur foli) og svo sigling með eða án pabba og mömmu. Og þetta er bara ísland í dag. Ríkið og falski seðillinn Óskar Sigurðsson hringdi: Ég er síður en svo að hvetja til lögbrota, en mér finnst fréttin um falsaöa 2000 króna seðilinn minna mig á ýmislegt. Það t.d. þegar ríkið lætur prenta seðla eftir þörfum eins og til skamms tíma hefur verið raunin og með því komið af stað verðbólgunni ógurlegu. - Og nú er okkur upp- álagt að hafa augun hjá okkur vegna falskra 2000 króna seðla sem gætu verið í umferð. Ég spyr einfaldlega: Era ekki allir peningaseðlar meira og minna falsaðir? Dregur senn úr eyðslunni P.L.S. skrifar: Ég spái því að senn dragi úr hinni gegndarlausu eyðslu sem sett hefur mark á þjóðfélagið að undanfömu. Líklega hefur fólk verið að spila úr aurum sínum upp á væntanlega kjarasamn- inga. En þar verður enginn of- sæll eftir því sem nú er að koma á daginn. Það verða ekki margir sem geta staðið við greiðslur á hinum rándýra ferðum sem boðnar era. Hverjir verða það sem hafa efni á að ferðast eftir alla eyðsluna? Og allt upp á það happdrætti sem samningar oft- ast eru hér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.