Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 iií'V
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
fyienning
Við Tjörnina:
Landsins bezti matur
Björk og STEF
Alþýöublaðið segir frá því í gær að Björk Guð-
mundsdóttir hafi afráðiö að láta
STEF, Samband tónskálda og eig-
enda flutningsréttar, sjá um rétt-
argæslu varðandi höfundarrétt
að tónlist sinni um allan heim.
Magnús Kjartansson, formað-
ur STEF, segir að þetta þýði
að allt það fé sem kemur inn
fyrir efni eftir Björk renni
gegnum íslenska hagkerfið.
„Peningarnir eru greiddir
hér og myndast því hér á landi sem
verðmæti fyrir tónlistarafurðir.“ Honum fmnst
þetta að vonum mikil viðurkenning fyrir STEF og
traustsyfirlýsing.
Vortónleikar
Karlakór Reykjavíkur heldur sina árlegu vor-
tónleika dagana 15.- 22. mars. Efnis-
skrá verður fjölbreytt að vanda:
madrigalar, lög eftir Bítlana og
Andrew Lloyd Webber, Brahms,
Schubert, Palestrina og Wagner.
Auk þess frumflytur kórinn lag
Páls P. Pálssonar viö ljóðið
Vor borg“ eftir Guðmund
Böðvarsson og lag Fjölnis Stef-
ánssonar við „í júní“ eftir
Þorstein Valdimarsson.
Stjórnandi kórsins er
Friðrik S. Kristinsson, und-
irleikari er Anna Guðný
Guðmundsdóttir en ein-
söngvarai' eru Rannveig
** Fríða Bragadóttir altsöng-
kona og Ingólfur Sigurðsson tenór.
Fyrstu tónleikarnir eru á laugardaginn kl. 16 í
Langholtskirkju og kl. 20 á sunnudag í Víðistaða-
kirkju.
í Vesturheimi
Yfirskrift síðustu tónleika Kammersveitar
Reykjavíkur í vetur er í Vesturheimi og verða
þeir í Listasafni íslands á mánudagskvöldið kl.
20.30. Á efnisskrá eru fimm verk samin í Banda-
ríkjunum, þijú eftir bandarísku tónskáldin Aaron
Copland, Michael Torke og John Adams, og tvö
eftir aðtlutt tónskáld, Rússann Igor Stravinsky og
íslendinginn Áma Egilsson.
Stjómandi Kammersveitarinnar á tónleikunum
er Bemharður Wilkinson.
Undur veraldar
Annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Undur
veraldar á vegum Raunvísindadeilar Háskólans
verður á laugardaginn kl. 14 í sal 3 í Háskólabíó.
Þar talar Már Björgvinsson efnafræðingur um
Knattkol: Demant framtíðarinnar. Árið 1985 upp-
götvuðu efnafræðingamir Kroto, Curl og Smalley
stöðuga knattlaga kolefhissameind sem tókst að
einangra hreina nokkrum ái’um síðar, og þre-
menningarnir fengu Nóbelsverðlaunin 1996. í fyr-
irlestrinum verður skyggnst inn í þá nýju heima
sem opnast hafa við þessa uppgötvun.
Fyrirlestiminn er ætlaður almenningi og allir
em velkomnir.
Munið eftir Dorrit
Á laugardaginn kl. 16 ætlar verðlaunahafi árs-
ins hjá bókmenntanefnd Norðurlandai'áðs, Dorrit
Willumsen, að kynna sig og verk sín í Norræna
húsinu. Á undan mun Siri Karlson sendikennari
segja frá dönskum bókmenntum frá síðasta ári.
Állir velkomnir ókeypis inn.
Að vingast við Vetur konung
Ný bók frá Vöku-Helgafelli, Linda hittir Vetur
konung, kennir ráð við harðind-
um - sem ekki veitir af um þess-
ar mundir. Linda er dóttir vita-
varðarins á lítilli eyju sem er
læst í greipum hafissins svo
að síðasta skip ársins kemst
ekki þangaö með lífsbjörg-
ina. Linda ákveður að heim-
sækja bara Vetur konung
sjálfan og spyrja hann hve-
nær þessum ósköpum
linni, og það gerir hún.
Ekki tekur hann vel á
henni, en Linda beitir óvart heimsins ein-
faldasta bragði og bræðir íshjarta karlsins.
Sagan er eftir Harald Sonesson og Pétur Ást-
valdsson þýðir.
Stuð hefur verið á Tjöm-
inni að undanfórnu, enda
Rúnar Marvinsson oft við
eldavélina. Sama er, hvar
gripið er niður í fiskrétt-
unum, allt frá sýnishorn-
um hráfiskjar að japönsk-
um hætti yfir í hefð-
bundna rétti staðarins á
borð við eldsteikta tinda-
bikkju með capers og pern-
od og kryddlegnar gellur
eftir kenjum kokksins. Allt
kemur þetta munnvatns-
kirtlum á fulla ferð strax
við lestur matseðils.
Matreiðslan hefur
stundum slaknað, þegar
Rúnar er fjarverandi, sem
gerist einkum á sumrin.
Þótt aðrir séu góðir i eld-
húsinu, býr Rúnar yfir
óskólaðri og jarðbundinni
eðlishæfhi, sem lyftir mat-
reiðslu hans á góðum
stundum yfir slípaða lær-
dómslist skólagenginna
meistara, sem eyða orku i
marklítil og leiðigjörn
formsatriði á borð við þau,
sem verðlaunuð eru á sýn-
ingum.
Raunar ætti Tjörnin að
vera á niðurleið. Gæðalög-
málið segir, að veitingahús
versni, þegar þau stækki.
Tjömin, sem fyrst rúmaði
35 manns, tekur núna rúmlega 90 manns til
borðs, auk mikils rýmis í setustofum á
þriðju hæð hússins. Nánast er kraftaverk,
hvernig þröngt eldhúsið stendur undir út-
þenslunni, sem kann varla góðri lukku að
stýra til lengdar.
Samræmdar og kantaðar ljósakrónur í
aðalmatstofunum hafa í seinni tið varpað
skugga á ljúflega ósamstætt aðdráttarafl
gamalla húsgagna úr ýmsum áttum, ísaum-
aðra og heklaðra dúka, blómaveggfóðurs og
dúkkulisa. Ennfremur er sem fyrr ofhlaðið
fyrirferðarmiklum sófasettum í finlegar
setustofur millistríðsáranna.
eins vel og aðrir réttir
matseðilsins. Um daginn
fólst það í dökkri og bragð-
mikilli grænmetissúpu og
frábærlega hvítlauksrist-
uðum kolaflökum með
hrísgrjónum og öflugri
karrisósu.
Fiskréttirnir eru sí-
breytilegir. Síðast voru
meðal þeirra bakaður salt-
fiskur, heilsteiktur sólkoli,
pönnusteikt eldislúða,
smjörsteikt þorskhrogn og
hvítlauksristaður smokk-
fiskur. Réttirnir voru ólík-
ir innbyrðis, en hver um
sig magnaður.
Kryddjurtir voru
djarft notaðar í hvít-
laukssósu, karrísósu,
tómatsósu, ostasósu,
piparrótarsósu og engi-
fersósu. Ljúft var að
draga afganginn af sósun-
um upp 1 litlu, mjúku
brauðkollurnar, sem bak-
aðar eru staðnum.
Sítrónuleginn hrár fisk-
ur hússins er oft á mat-
seðlinum, nokkrar tegund-
ir, svo sem lúða, rækjur,
humar og þorskhrogn. Þau
síðastnefndu hafa einnig
verið á boðstólum smjör-
steikt með rjómahvítlauks-
sósu og reyksoðin með pip-
arrótarsósu. Fiskisúpa staðarins reyndist
vera finleg að venju, ekki of mikið rjómuð
og með afar meyru sjávarfangi.
Eldhúsið hefur yfirleitt ekki sömu tilfinn-
ingu fyrir matreiðslu kjöts og sjávarfangs.
Þungsteiktar skarfabringur flutu í gríðar-
legu magni af dimmri portvínssósu og þurr-
um bláberjum. Hins vegar var stokköndin
að þessu sinni meyr og ljúf, borin fram með
döðlum og mildri koríandersósu.
Matreiðslan á Tjörninni hefur löngum
verið hin fjölbreyttasta og frumlegasta á
landinu. Um þessar mundir er hún tví-
mælalaust einnig hin bezta.
Rúnar Marvinsson veitingamaöur Við Tjörnina: Kemur munnvatnskirtlum á fulla
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
Tjömin er fremur dýr, en ekki þó í hópi
dýrustu veitingahúsa borgarinnar. Meðal-
verð þriggja rétta máltíðar með kaffi er um
3.600 krónur fyrir utan vín. í hádeginu er
enn hægt að fá súpu og rétt dagsins fyrir
1.000 krónur. Þetta frábæra tilboð bragðast
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóltir
í hlutverki töffarans í fyrri þættinum og kúguðu fyr-
irvinnunnar í þeim seinni og Helga Dögg Björgvins-
dóttir var gustmikil verkamannsdóttir með listræna
tendensa.
Ari tekur svolítið mið af teiknimyndasögum í stíl,
einkum í fyrri þættinum sem býður upp á það.
Sviðsmyndin er skemmtilega fáránleg blanda af
nýju dóti (tölvu) og hallærislegum húsgögnum sem
minntu á leiksýningar ungmennafélaga fyrir tutt-
ugu árum. Það er meira að segja franskur gluggi á
bakvegg! Leikmunir eru fáir en vel notaðir: snaran
var notuð í báðum þáttum (ansi óhugnanlega i þeim
fyrri) og sjálfsfróunarstóll kom að óvæntustu notum
í þeim seinni.
Stúdentaleikhúsið hefur verið merkilegur til-
raunavettvangur fyrir unga höfunda síðustu ár en
þessir þættir Barkar Gunnarssonar eru það besta
sem þar hefur verið sýnt.
Jón Ingi Hákonarson í hlutverki Atla sýnir
þjökuöum Pórhalli Ágústssyni í hlutverki
sonarins samúð sína.
Tákn dagrenn-
ingar
Á morgun kl. 17 verður opn-
| uð sýning í anddyri Norræna
| hússins á táknum og fyrirboð-
um sem sýna mikilvægi norska
þjóöardýrlingsins Ólafs helga
lífs og liðins. Sýningin var fyrst
sett upp á Ólafshátíð i Þránd-
heimi 1995, enda var hún gerð í
j tilefni af 1000 ára afmælishátíð
Þrándheims.
Höfundur sýningarinnar er
arkitektinn, pýramídafræðing-
| urinn og rithöfundurinn Bod-
var Schjelderup og heldur hann
' fyrirlestur við opnun sýningar-
innar á morgun sem hann nefn-
ir Reisen inn mot midten og det
evige spráket.
Sýningin verður opin dag-
| lega frá kl. 9-19 nema sunnu-
daga þegar húsið er opnað kl.
12, og stendur hún til 9. apríl.
Stúdentaleikhúsið frumsýndi á sunnudags-
kvöldið tvo nýstárlega einþáttunga eftir ungan og
upprennandi rithöfund, Börk Gunnarsson, undir
samheitinu Hangið heima. í þeim fyrri, Sýnd er
reynd, gerir hann tilraunir bæði með tímann og
kynhlutverkin í vel skrifuðum en býsna óþægi-
legum texta. Hilmar er heimavinnandi húsfaðir
sem konan kúgar og stelur hugmyndum frá að
merkilegum heimspekikenningum. Hann hefnir
sín með því að vilja eyða börnum þeirra - ekki í
móðurkviði heldur sem unglingum. í seinni þætt-
inum, Verkamannablús, er líka kúgaður eigin-
maður í sögumiðju. Hann er verkamaður (merkt-
ur ísal) og stoltur af að vinna fyrir sinni fógru og
ótrúu konu og listrænu dóttur, þó að hvorug
þeirra sé sérstaklega stolt af honum.
Ari Matthíasson stýrir sýningunni og nær oft góð-
um leik út úr misjafnlega vönum leikurum sínum.
Þórhallur Ágústsson var mjög fagmannlegur í hlut-
verki sonarins sem vill ekki láta eyða sér og Þórunn
Ema Clausen sannfærandi sem sakleysið uppmálað
í fyrri þættinum. Jón Ingi Hákonarson var jafnfmn
Ólafur helgi var vinsæll dýrling-
ur á íslandi líka. Þessi mynd er
af líkneski úr Kálfafellsstaðar-
kirkju frá því um 1700.
Ekki fyrir rauðsokka