Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Page 13
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
13
DV
Fréttir
Fundur Verslunarráðs íslands um einkavæðingu á Qármagnsmarkaði:
Tilgangurinn að auka samkeppni
- segir viðskiptaráðherra um lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar
DV, Akureyri:
„Við Islendingar erum alltaf að
bera okkur saman við þjóðirnar í
kringum okkur. Við viljum hafa
hæstu laun, lægstu skatta, besta
heilbrigðiskerfi í heimi, besta
menntakerfi í heimi, við viljum út-
rýma því sem við viljum kalla fá-
tækt og við viljum ekki neitt at-
vinnuleysi. Til þess að við getum
náð þessum verðugu markmiðum
þurfum við að skapa íslensku at-
vinnulífi þær aðstæður," sagði
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra á fundi Verslunarráðs íslands
um einkavæðingu á íjármagns-
markaði sem haldinn var á Akur-
eyri í gærmorgun.
Finnur sagði að verðmætasköpun-
in í samfélaginu verði til innan fyr-
irtækjanna. Stáðreyndin væri hins
vegar sú að á mörgum sviðum búum
við ekki við sömu samkeppnisskil-
yrði og þjóðirnar sem við berum
okkur saman við. „Við erum t.d. með
10-20 sinnum minni erlenda fjárfest-
ingu en Evrópuþjóðimar, með 3-5
hærri vexti en þjóðirnar í kringum
okkur og ef við ætlum að búa við
þessar aðstæður og sætta okkur við
þær þá verðum við líka að segja við
fólkið í landinu að við ætlum ekki að
skapa sömu lífsskilyrði og það fólk
sem býr I næstu nágrannalöndum
okkar.“ Finnur sagði að í viðskipta-
bankaumhverfmu sé ríkið mjög
sterkur aðili, e.t.v. ekki alls ráðandi
en eigi að síður mjög öflugur og það
sé samdóma álit manna að úr þeim
áhrifum megi draga. I annarri fjár-
málaþjónustu sé ríkið einnig mjög
öflugt og það sé samdóma álit að þar
megi einnig draga úr. „í fjárveitinga-
lánastarfseminni er ríkið allsráð-
andi. Þar er minni þörf fyrir ríkið en
verið hefur, en þegar við komum að
verkefna- og áhættufjármögnun þá
er ríkið mjög veikur aðili en menn á
einu máli um að þar þurfi ríkið að
vera sterkari aðili.
Tilgangurinn með þeim lagafrum-
vörpum sem ríkisstjórnin hefur lagt
fram á Alþingi er að auka sam-
keppnina og ég held að fullyrða
megi að þær breytingar sem boðað-
ar eru eru umfangsmestu og róttæk-
ustu skipulagsbreytingar sem boð-
aðar hafa verið á íslenskum fjár-
magnsmarkaði. Við höfum lagt
fram frumvarp um stofnun hlutafé-
laga um Búnaðarbankann og Lands-
bankann, frumvarp um stofnun
Fjárfestingabanka atvinnulífsins og
frumvarp um stofnun nýsköpunar-
sjóðs fyrir atvinnulífið.“
Finnur sagði að tilgangurinn með
stofnun hlutafélaga um ríkisbank-
ana væri fyrst og fremst að jafna
samkeppnisaðstæður á markaðnum
og treysta samkeppnisaðstöðu bank-
anna tveggja. Fjárfestingabanki at-
vinnulífsins yrði ekki viðskipta-
banki sem tæki á móti innlánum og
yrði ekki í neinni samkeppni. Sá
banki yrði til með sameiningu Fisk-
veiðasjóðs íslands, Iðnlánasjóðá,
Iðnþróunarsjóðs og Útflutningslána-
sjóðs. Með því yrði fækkað lána-
stofnunum og ná þannig fram hag-
ræðingu og sparnaði.
Um stofnun Nýsköpunarsjóðs fyr-
ir atvinnulífið sagði ráðherrann að
Frá fundi Verslunarráðs á Akureyri. Finnur Ingólfsson í ræðustól en aðrir f.v.
Vilhjálmur Egilsson, Guðmundur Hauksson og Björgólfur Jóhannsson.
DV-mynd, gk
Landsbankinn og Búnaðarbanki verði hlutafélög:
Hf. fyrir aftan nöfn bankanna
sýnist mér vera sýndarmennska
- segir Björgólfur Jóhannsson hjá Samherja hf.
DV, Akureyri:
Björgólfur Jóhannsson, forstöðu-
maður nýsköpunar- og þróunar-
sviðs Samherja hf., sagði á morgun-
verðarfundi Verslunarráðs íslands
sem haldinn var á Akureyri í gær-
morgun og fjallaði um einkavæð-
ingu á fjármagnsmarkaði, að sér
sýndist sem breytingar á bankakerf-
inu með einkavæðingu sem nú eru
til umfjöllunar á Alþingi væri verið
að gera breytinganna vegna. „Ég er
hins vegar ekki hlynntur því að
gera breytingar breytinganna vegna
eins og mér sýnist verið að gera
með þessum frumvörpum. Það hlýt-
ur að vera markmið þegar gerðar
eru breytingar á annað borö að
breytingarnar skili ákveðnum til-
gangi til eflingar viðkomandi fjár-
málastofnanna," sagði Björgólfur.
Hann sagðist líta svo á að sú
einkavæðing sem nú er verið að
vinna að á fjármagnsmarkaðnum
væri tvenns konar. Annars vegar sé
um það að ræða að setja hf. fyrir aft-
an orðin Landsbanki íslands og
Búnaðarbanki íslands og hins vegar
sé verið að gera tilraun til að efla
fjárfestingasjóði atvinnulífsins með
því að sameina þá.
„Varðandi hf. fyrir aftan Lands-
banki íslands og Búnaðarbanki Is-
lands, þá sýnist mér um að ræða
sýndarmennsku. Ég sé engin rök
fyrir þessari breytingu og furða mig
á að ekki skuli vera nýtt tækifærið
og gengið lengra á þessum tíma-
punkti. I 8. gr. frumvarpsins segir
að allir starfsmenn Landsbanka og
Búnaðarbanka skuli eiga kost á
vinnu og á sömu kjörum. Hér er lok-
að á stóra möguleika í hagræðingu
þessara stofnana. Nýir stjómendur
eiga ekkert val. Þeir verða að bíða
eftir úreldingu starfsmanna. Á árs-
fundi Landsbanka íslands í fyrra
sagði Björgvin Vilmundarson
bankastjóri að ef Landsbanki Is-
lands og Búnaðarbanki íslands yrðu
sameinaðir væri beinn sparnaður í
rekstrarkostnaði um 1 milljarður
króna. Það má eflaust rengja þessa
tölu en ég treysti reyndum manni í
bankamálum eins og Björgvini til
að leggja rétt mat á þessar stærðir.“
Björgólfur hafði hins vegar gott
eitt um stofnun Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins hf. að segja. „Ekki
vegna háeffsins heldur vegna þeirra
hagræðingarmöguleika sem felast í
þessari aðgerð og aukins möguleika
til að þjóna viðskiptavinum betur.
Það fylgir hins vegar böggull skamm-
rifi sem er að sama gildir um starfs-
menn þeirra sjóða sem ganga inn í
þennan nýja banka, þ.e. þeir eiga rétt
á vinnu burtséð frá notagildi." -gk
Sparisjóðirnir og einkavæðingin:
Þessi umræða er byggð
á miklum misskilningi
- segir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON
DV, Akuieyri:
„Það hefur ítrekað gerst að und-
anfornu þegar rætt hefur verið um
einkavæðingu rikisbankanna að
menn hafa viljað draga sparisjóðina
inn í þá umræðu. Það verður því
miður að segja að sú umræða er
byggð á miklum misskilningi,"
sagði Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, á morgunverðarfundi
Verslunarráðs íslands um einka-
væðingu á fjármagnsmarkaði sem
fram fór á Akureyri í gærmorgun.
Guðmundur sagðist þó skilja þá
aðila sem vildu draga sparisjóðina
inn í þessa umræðu, að þeir vildu
verða hluthafar í sparisjóðunum,
jafn vel og rekstur þeirra hafi geng-
ið. „Það mátti t.d. lesa að það hafi
komið fram á ársfundi Landsbank-
ans að það væru sömu rök að einka-
væða sparisjóðina eins og Landsban-
kann. Þetta er reginmisskilningur.
Sparisjóðirnir hafa enga ríkis-
ábyrgð, þeir hafa heldur ekki ábyrgð
sveitarfélaga. Þeir hafa engar
ábyrgðir á bak við sig en eru að
keppa á markaði eins og hver annar.
Þeir geta ekki sótt fé í sitt bakland
eins og ríkisbankarnir hafa getað
gert eða notið ríkisábyrgða og fengið
lægri vexti. Sparisjóðirnir hafa þvi
ekki hvað þetta snertir truflað sam-
keppnisstöðuna á markaðnum eins
og ríkisbankarnir hafa klárlega gert
og þama er því mikill misskilningur
á ferðinni," sagði Guðmundur. -gk
um 4 milljarðar króna af saman-
lögðu eigin fé sjóðanna fjögurra sem
nú eru starfandi renni til Nýsköp-
unarsjóðs. Sjóðnum væri ætlað að
starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun, og
stuðla að arðbærri uppbyggingu og
vexti atvinnulífsins með því að taka
þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði
nýsköpunar og áhættufiármögnun-
ar. -gk
BEKO fékk viðurkenningu
í hinu virta breska tímariti
WHATVIDEOsem
bestu sjónvarpskaupin.
M • Myndlampi Black Matrix
• 100 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• íslenskt textavarp
R Æ Ð U R N I R
Umboðsmenn:
Lógmúla 8 • Sími 533 2800 t
Reykjavík; Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf.Borgfirð'Nga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Hafverk,Bolungarv(k.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,
Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri.
KEA.Dalvik. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vík,
Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stööfiröimga, Stöðvarfirði.
Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes,
Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.
GFFUM
■
VON
til styrktar
Sími: 800 50 50