Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Síða 19
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 27 DV Fréttir Heilbrigðisþjónustan langdýrust í Reykjavík - segir Sigurjón Benediktsson, bæjarfulltrúi á Húsavík DV, Akureyri: Sigurjón Benediktsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að bæjaryflrvöld á Húsavík ætli að berjast af alefli gegn fyrirhuguðum skerðingum á fjármagni til sjúkra- hússins í bænum eins og boðaðar hafí verið. Á dögunum lagði bæjar- sjóður fram 2,3 milljónir króna til sjúkrahússins og er með því fram- lagi reynt að tryggja að ekki komi til lokunar neinna deilda þar í sum- ar eins og átt hefur sér stað undan- farin ár. „Við ætlum að standa vörð um okkar sjúkrahús og teljum að það sem fram hefur komið í öllum þeim skýrslum sem heilbrigðisráðuneyt- ið hefur verið að senda frá sér um málefni sjúkrahúsa á landsbyggð- ixmi, og þá um okkar sjúkrahús, sé hreint bull. Þar er t.d. ekki tekið til- lit til þess kostnaðar sem hleðst á heilbrigðisþjónustuna utan sjúkra- húsa. Hér fara menn ekki til sér- fræðinga og kostnaður sem hér kemur fram við sjúkrahúsið er því mun hærri upphæð af heildarkostn- aði við heilbrigðisþjónustuna en t.d. í Reykjavík. Kostnaður vegna hvers sjúklings á suðvesturhominu er miklu hærri en hér, þannig að vandamálin í heilsugæslunni eru í Reykjavík og nágrannabæjum en ekki úti á landi og því er óþarfl að vera að skera niður hjá okkur. Þótt ég hafí fulla samúð með öllum höfuðborgarbú- um sem eru veikir þá á auðvitað að skera niður þar sem þjónustan er langdýrast, í Reykjavík. Það hefur komið fram í öllum at- hugunum okkar að við hér á Húsa- vík erum með mjög hagkvæma ein- ingu í heilbrigðisþjónustu þar sem sjúkrahúsið er, við þjónum okkar fólki vel fyrir lítinn pening og veit- um miklu ódýrari þjónustu en gert er á suðvesturhorninu. Það er mik- ill stuðningur við sjúkrahúsið hér í Þingeyjarsýslunum báðum, ekki síst hjá fólki í norðursýslunni sem þó notar þessa þjónustu minnst,“ segir Sigurjón. -gk Fyrstu tjaldgestir ársins: Er veðrið alltaf svona geggjað? DV, Selfossi: Þeir voru hressir og léttir í lund, þýsku stúdentamir sem fjölduðu í snjónum á tjaldsvæðinu við Gest- hús á Selfossi nú í vikunni. Þeir sögðust vera í þriggja vikna vetr- arfríi frá skólanum og hefðu fengið þá hugmynd að heimsækja ísland. „Er veðrið cdltaf svona geggjað hér?“ spurði Marco Chimienti, ann- ar piltanna, þegar glampi frá eld- ingu og svo mjög hávær þruma með tilheyrandi hagléli gekk yflr á með- an hann ræddi við fréttamann DV. Þeir félagar höfðu komið frá Keflavík til Selfoss, en héðan er ferðinni heitið um Suðurland til Hafnar í Homaflrði. Frá Höfn ætla þeir til Akureyrar með flugvél. Að lokinni skoðun um Norðurland er áformað að halda heim. Piltamir eiga heima á svæði nálægt Dusseldorf. -KE Þýsku stúdentarnir Marco Chinmienti og Andreas von Schonberg-P. Þeir tjölduöu í skafli viö tjaldmiöstöðina Gesthús. DV-mynd Kristján Strákar í lauginni á Egilsstööum. Egilsstaðir: DV-mynd SB Verðlaun i af mælissundi DV, Egilsstöðuin: Hún þótti heldur dræm aðsóknin að nýju sundlauginni hér á Egils- stöðum og til að ýta viö mannskapn- um var efnt til afmælissunds. Það er í þvi fólgið að fara 50 sinnum í laug- ina á tímabilinu frá 1. febrúar til 24. maí. Verðlaun eru í boði og verður dregið um þau en allir sem ljúka sundinu frá verðlaunaskjal. Er ekki að orðlengja það að bæjarbúar tóku vel við sér og nú hafa 180 skráð sig í sundið. Ekki svo slæmt í 1600 manna bæ. Þeir elstu eru komnir vel yfir sjö- tugt og þeir era auðvitað duglegast- ir og mæta upp á hvem dag. SB Aukin vinna á Akranesi DV, Akranesi: Atvinnuleysi á Akranesi í febrú- armánuði var 5,63 %. Á atvinnuleys- isskrá voru 162 - þar af voru konur 96. í janúarmánuði var atvinnuleys- ið sama hlutfall eða samtals 162 skrá. Þá voru 97 konur án atvinnu og 65 karlar. Atvinnuleysið í febrúar árið 1996 var 7,17% þannig að atvinnuleysið hefur minnkað um tæp 1,5% á einu ári. Konurnar eru áberandi fleiri at- vinnulausar á Akranesi heldur en karlamir en eitthvað ætti að rætast úr atvinnuleysi karla þegcir og ef byrjað verður á fyrirhuguðu álveri Columbia fyrirtækisins á Grundar- tanga. Þessa sflmdina litur ekki út fyrir að atvinnuleysið hjá konum minnki nema bæjaryfirvöld á Akranesi reyni á einhvem hátt að fjölga störf- um kvenna. -DVÓ Magnarí: 2x70w (RMS, lkHz, 6Q) Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni Geislaspilarí: Þriggja diska Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) ðfi PIONEŒR The Art of Entertainment I Velkomin(n) íÍ3SSEB3M hljómtækjaverslun okkar Kraftbassann nýtir þú til bins ýtrasta! Reykjavík: Byggt og Búið. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga.Blðnduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lónið, Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupstaö. Kf. Stöðfiröinga Stöövarfirði og Breiðdalsvík. Kf. Fáskrúðsfiðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Djúpavogi og Hornafirði. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.