Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Neytendur Mismunandi verð á bílavarahlutum: Verð í umboðinu ríflega þrefalt Það getur svo sannarlega borgað sig að kanna verðið á bílavarahlut- unum áður en viðgerðin hefst. Það sannaðist í tiifelli eiganda Mitsu- bishi Pajero jeppa af árgerð 1989. Eigandinn kannaði verð hjá um- boðinu og síðar í Fjöðrinni. Mun- urinn var ríflega þrefaldur á þeim varahlutum sem þurfti til að gera við bílinn. Bíllinn hafði rekist utan í með þeim afleiðingum að hægra bretti, grill, stefnuljós og svunta eyðilögð- ust. Þessir varahlutir kosta samtals 57.474 krónur m/vsk. hjá Heklu, sem hefur umboð fyrir Mitsubishi, en í Fjöðrinni 17.101 krónu m/vsk. og 5% afslætti. Verðmunurinn er rúmar 40 þúsund krónur. Mörg slík dæmi eru til um verð- mun á bílavarahlutum og því vert fyrir neytendur að athuga verðið í upphafi og einnig hafa eftirlit með því hvort verkstæðið kaupir á hag- stæðasta verði. Umboðin segjast yflr- leitt hafa „ekta“ varahluti til sölu en oftar en ekki skiptir verðið meira máli fyrir bíleigandann. -jáhj Varahlutir í Pajero Fjöðrin Hekla m/vsk m/vsk Bretti 7.875 30.668 Grill 1.074 5.188 Stefnuljós 1.562 6.448 Svunta 7.490 15.170 Yfirvofandi verkfall bankamanna: Peningarnir lokast inni Bankamenn hafa boðað verfall frá og með miðnætti 4. apríl verði ekki samið fyrir þann tíma. Ef til þess kemur lamast allt bankakerfið og peningar fólks lokast inni. í dag er staðan sú að greiða á at- kvæði um sáttatillögu í þessari viku en félagar hafa verið hvattir til að hafna henni. Enn eru rúmar tvær vikur til stefnu og margt get- ur breyst á þeim tíma. Staðan er hins vegar önnur í dag en var árið 1980 þegar bankamenn voru í verk- falli. Núna eru það rafgreiðslumar sem breyta töluverðu, enda al- menningur vanur að nota hrað- bankana frekar en að fara í af- greiðslustöðvamar og hafa beint samband við starfsfólkiö. Engar kortafærslur Starfsfólk kortafyrirtækjanna er ekki i Sambandi islenskra banka- manna og fer þvi ekki i verkfall. Starfsfólk Reiknistofu bankanna fer hins vegar í verkfall og því lok- ast fyrir allar rafgreiðslur, þar með kreditkort og debetkort. Þeir sem nota ávísanir geta fleytt sér áfram á þeim og svo verða auðvit- að beinharðir peningar í gildi. Meðan á verkfalli stendur getur enginn borgað reikningana og því er betra að ljúka slíku fyrir verk- fallið. Þótt ótrúlegt megi virðast mun verkfall bankamanna hafa áhrif á vöruframboð mjög fljótlega því allar greiðslur stöðvast og því líkur á að ekki verði hægt að leysa út vörur. Það er ekki hægt að hamstra pen- inga fyrir verkfall bankamanna eins og mjólkina en fólki er bent á að taka út reiðufé í tíma og vonlaust verður að fleyta sér á greiðslukort- unum. Duftmjólk í kaffiö Þeir sem eru vanir að nota mjólk í kaffið sitt eða teið eru í heldur vondum málum í yfirstand- andi verkfalli. Það er hins vegar hægt að bregðast við mjólkur- skortinum hvað varðar kaffi- sopann með því að kaupa duft- mjólk eða -rjóma. Nokkrar tegund- ir eru á markaðnum og i verslun- um er þessum vörum yfirleitt rað- að nálægt kaffinu. Tegundirnar heita Coffee-mate eða Spoon’n’stir eða Cremora. Einhverjar fleiri teg- undir kunna að vera fáanlegar. Enginn dómur er lagður hér á hvað sé betra en annað, það gerir allt sama gagn, það er aö gefa mjólkurbragð af kaffinu en það Dæmi um tvær tegundir af mjólkur- dufti í kaffisopann. Báöar tegundir voru keyptar í Nóatúni á Hlemmi. Sú stærri kostar 145 krónur og sú minni 169 krónur. DV-mynd ÞÖK kælir það ekki eins og mjólkin beint úr ísskápnum. Neytendasíða DV hefur heyrt að þetta mjólkurduft gefi mjólkur- bragð í pakkamat sem mjólk er nauðsynleg í, svo sem súpur, sósur og kartöflustöppu. Duftinu er blandað saman við innihald pakk- ans og vatn notað í stað þess magns mjólkur sem á að nota sam- kvæmt leiðbeiningum á pakkan- um. -jáhj DV Greiðir 6 krónur fyrir vírherðatré Nýja efnalaugin, Ármúla 30, hefur tekið upp á þeirri ný- breytni að greiða 6 krónur fyrir hvert vírherðatré upp í hreins- un. Að sögn ísaks Jóhannssonar, eins eiganda Nýju efnalaugar- innar, hefur það verið stefna þeirra frá upphafi að vera um- hverfisvæn. „Viö viljum hvetja fólk til að vera umhverfisvæn með okkur með því að láta það skila vír- herðatrjánum. Þetta hefur virk- aö mjög hvetjandi á fólk að fá greitt fyrir vírherðatré í stað þess að henda þeim í ruslið,” segir ísak. Ferskt páskalamb Kjötmnboðið býður ferskt nýslátrað lamb um páskana í samstarfi við Kaupfélag Króks- fjarðamess, Kaupfélag V-Hún- vetninga og KASK. Undanfarin ár hefur Kjötumboðiö aukið verulega framboð af fersku lambi um páskana. Páskalambið er fyrsta ferska lambið á árinu. Kjötumboðið stefhir að því að bjóða ferskt kjöt af nýslátruðu lambi á borð neytenda í 6 mán- uði á þessu ári sem er lengra tímabil en á síðasta ári. Sá tími er að koma að lambakjöt af nýslátruðu verði í boði á mark- aðnum meirihluta ársins, segir í fréttatilkynningu frá Kjötumboð- inu. Hæpnar bíla- auglýsingar Hörð samkeppni seljenda bíla hefur að undanförnu endur- speglast í mjög hæpnum auglýs- ingum þeirra, segir í nýút- komnu Neytendablaði. Þar eru auglýst fj ármögnun artilboð sem eru með þeim hætti að ætla má að bíllinn sé að stórum hluta gefins. Neytendasamtökin gerðu athugasemd við auglýs- ingu Brimborgar um „fislétta fjármögnun“, en í ljós kom að í upphaflega auglýsingu vantaði upplýsingar um útborgun og lokagreiðslu. Lánið sem veitt var, og lögð var megináhersla á í auglýsingunni, var aðeins fyr- ir litlum hluta kaupverðsins. Brimborg lagfærði auglýsing- una, en áfram er lögð áhersla á litla mánaðarlega afborgxm og öðnun upplýsingum komið fyr- ir í smáa letrinu. Neytendur eru eindregið hvattir tfl að gera samanburð á lánskjörum ætli þeir sér að kaupa bíl á afborg- unum. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.